Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HORFUR eru á að samdráttar sé að vænta á vinnumarkaði í ýmsum greinum iðnaðar og verslunar. Minni samdráttar er að vænta í þjónustu- greinum og útflutningsgreinum og jafnvel má reikna með nokkurri þenslu í byggingariðnaði út þetta ár. Þetta kemur fram í nýju riti Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði vorið 2001, þar sem tekin eru saman helstu at- riðin í þessum efnum. Fram kemur að jafnvægi ríki á vinnumarkaðnum í heild nú, sam- kvæmt mælingu Þjóðhagsstofnunar, eftir umframeftirspurn undanfarin ár, en það sé í fyrsta skipti síðan árið 1996 að vinnuveitendur vilji ekki bæta við sig vinnuafli í aprílmánuði. Þá kemur fram að mikil eftirspurn eftir vinnuafli undanfarin ár hafi endurspeglast í miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi farið stig- vaxandi. Ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um innflutning vinnu- afls frá EES-svæðinu, þar sem það þurfi ekki að skrá sig sérstaklega, en vitað sé að það hafi farið vaxandi og eru iðnaðarmenn, einkum smiðir, nefndir í því sambandi, auk fólks til starfa í sláturhúsum, fiskvinnslu, við umönnun og til ræstinga. Betri upplýsingar liggja fyrir um innflutning starfsfólks frá löndum utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þar komi fram stöðug fjölgun starfs- fólks frá ári til árs og sama gildir um fyrstu fimm mánuði þessa árs. Þann- ig voru gefin út 1.663 ný tímabundin atvinnuleyfi á síðasta ári samanborið við 1.271 árið áður. Þar á meðal eru 176 leyfi vegna dansara, en ekki þurfti áður að sækja um atvinnuleyfi vegna þeirra. Einnig fjölgaði fram- lengdum atvinnuleyfum talsvert eða úr 933 í 1.143. Aukning í útgáfu atvinnuleyfa það sem af er árinu Fyrstu fimm mánuðina í ár hefur enn orðið aukning í útgáfu atvinnu- leyfa miðað við sömu mánuði í fyrra. Þannig voru ný tímabundin leyfi fyrstu fimm mánuði ársins 913 eða 778 ef atvinnuleyfi dansara eru und- anskilin, en 653 á sama tíma í fyrra. Framlengd tímabundin leyfi eru á sama tíma 589 samanborið við 366 og óbundin leyfi 266 samanborið við 100 fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra. Samkvæmt þessu virðist eftir- spurn eftir erlendu vinnuafli enn ekki fara minnkandi, en fjölgunin virðist einkum bundin við bygging- ariðnað og ýmsar aðrar iðngreinar, auk umtalsverðrar fjölgunar í umönnunarstörfum og lítils háttar aukningar í fiskvinnslu. Fram kemur að sóst er eftir inn- fluttu vinnuafli í ýmiskonar verka- mannastörf og þjónustustörf. Á síð- asta ári voru flest tímabundin atvinnuleyfi vegna starfa í fisk- vinnslu, en þar hefur þó orðið um- talsverð fækkun samanborið við fyrri ár. Aftur á móti hefur talsvert fjölgað atvinnuleyfum vegna bygg- ingariðnaðar og annars iðnaðar, auk starfa við þrif, ræstingu, uppvask og aðstoð í eldhúsi. Rit Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði vorið 2001 Jafnvægi ríkir á vinnumark- aði í heild                                      "2"". "2%(" "2''#  ."# "++ ,'" '&. ''% .## "2",#  &+. ".# %(& ,-'  %-'           !                    !""#! # $%  &'(#!$       $   #!   $  )  $ ' %    #!$  *+!! !   , -  $  '   ! $' $  . #     $ #!  #  * !   #!%$   % /" 0  $ #! / )  $ ' %    #!$     #!/   ! $  #! /!$ 1 *  $  )  $ ' %    #!$  /   #! $    2 $    *      - $ 3#$  "". -  &,- ##( %.& %," "(' ",+ "-( .% ++ (- '+ &+ #( ". ,( %2#%# 4 675 85 65 895 965 695 6 4 4 75 95 LANDSSÍMINN hefur komið á fót 118-svarþjónustu á Egils- stöðum. Slíka þjónustu er einnig að finna á Akureyri og Ísafirði auk Reykjavíkur. Þessi þróun er liður Símans í að byggja upp starfsemina og svara aukinni eftirspurn, segir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynn- ingamála Símans. Önnur nýleg þjónusta 118 er að hjálpa fólki í vandræðum með að rata og símanúmera- sendingar með sms-skila- boðum. Í augnablikinu vinna 118 manns hjá 118 en það mun breytast þar sem til stendur að auka starfsemina á Egils- stöðum. Nú vinna einungis tveir starfsmenn í símsvörun þar en með haustinu er búist við því að þar verði um 25 manns. 118 svarar um 30.000 sím- tölum á sólarhring. 118 svarar á Egilsstöðum SLYS af völdum lausagöngu búfjár voru 305 árið 2000 en höfðu verið 251 árið 1999, að því er fram kemur í Bót í máli, fréttablaði Sjóvár-Almennra. Slysatölurnar eru byggðar á könnun blaðsins hjá lögregluembættum landsins. Fram kemur í blaðinu að fjöldi slysa í fyrra sé meiri en nokkru sinni fyrr og þriðja árið sem aukning verð- ur. Áætla megi að eignatjón nemi 30–40 milljónum króna en stóran hluta þeirrar upphæðar greiða öku- menn sjálfir. Sjóvá-Almennar greiddu 12 milljónir króna á síðasta ári en stærstur hluti þeirrar upp- hæðar fór í kaup á varahlutum, þjón- ustu réttingaverkstæða og kaup á kaskótryggðum bifreiðum. Engin banaslys urðu af völdum lausagöngu búfjár í fyrra svo vitað sé, samkvæmt Bót í máli. Sem fyrr verða flest slysin á svæðunum í kringum Borgarnes og Ísafjörð en þó vekur athygli að í umdæmi Sel- fosslögreglunnar hefur slysum fjölg- að þrefalt milli ára. Aldrei fleiri slys vegna lausagöngu búfjár MIKILL hasar var á bökkum Laxár í Kjós rétt fyrir helgi þegar Dagur Sigurðsson handboltakappi setti af rælni ótútlega svarta púpuflugu af stærðinni 14 undir í Kvíslafossi eftir að hefðbundar aðferðir og flugur höfðu ekki gengið upp. Er óhætt að segja að allt hafi orðið vitlaust og missti Dagur hvern fiskinn af öðrum uns hann varð að skila veiðisvæðinu í hendur annars veiðimanns. „Sá sem tók við klippti fluguna af hjá Degi og var óðar búinn að setja í lax. Það náðust þarna tveir á púp- una, 9 og 11 punda, og þegar önnur svona hrikalega lítil var prófuð, Black Sheep á silungakrókum núm- er 16, negldi 15 punda fiskur flug- una. Þarna var búið að reyna túpur og orm án þess að laxinn sýndi nokk- urn áhuga,“ sagði Haraldur Eiríks- son, staðarleiðsögumaður við Laxá. Daginn áður veiddist 18 punda hængur í ánni, sá tók maðk í pytti undir brúnni á þjóðveginum. Úr ýmsum áttum Tveir laxar veiddust á Pallinum í Ölfusá fyrir helgi og voru það fyrstu laxarnir úr ánni í sumar. Þeir voru báðir um 6 pund. Mikið var talað um að túpuflugur með keilukollum myndu slá í gegn í sumar og nú eru að seytla inn fyrstu sögunar af góðu gengi með keilu- hausa. Sú fyrsta er af veiðimanni sem var með keilukolli frá doktor Jónasi í fórum sínum í Norðurá um daginn. Sá reyndi míkrótúpu með keilukolli á Berghylsbroti eftir að hefðbundnar flugur og túpur höfðu ekki gefið og nældi sér í 9 punda hrygnu í þriðja kasti. Annars hefur veiði í Norðurá ver- ið þokkaleg og síðustu holl verið að fá um 50 stykki að jafnaði. Mikill smálax sást í göngu í Munaðarnesi um helgina og sögðu sjónarvottar að um tíma hefði áin hreinlega soðið og kraumað. Slakt á Norðurlandi Enn verður að teljast mjög slök veiði í Norðlenskum laxveiðiám að Blöndu undanskilinni. Á mánudag voru aðeins 17 laxar komnir á land úr Laxá á Ásum, 7 laxar úr Vatnadalsá og 70 af svæðum Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal. Þar veiddist nýverið 22 punda hængur sem er stærsti lax- inn í sumar sem frést hefur af í sum- ar. Loks má nefna að 36 laxar voru komnir á land úr Víðidalsá á mánu- dag og höfðu tveir fengist um morg- uninn. Ekki er farið að bera á smá- laxi í ám nyrðra enn sem komið er. Einna best veiðist norðanlands í Blöndu þar sem m.a. veiddust tíu fiskar fyrir hádegi fyrir skemmstu og slatti af laxi dag hvern. Á mánu- dag voru komnir um 170 laxar úr ánni og sá fyrsti var kominn á land af svæði 2 sem er ofan Ennisflúða. Vildi bara svarta púpu númer 14 Morgunblaðið/Kári Jónsson Örn Grétarsson með fyrsta lax- inn úr Ölfusá sumarið 2001. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ♦ ♦ ♦ MAT Vinnumálastofnunar er að at- vinnuleysi dragist heldur saman í júnímánuði. Í maímánuði var at- vinnuleysi 1,6 prósent og tæplega 52 þúsund atvinnuleysisdagar skráðir á landinu. Fjölgaði þeim um ríflega 4 þúsund frá fyrra mánuði og um sjö þúsund miðað við maí í fyrra að því er segir í yfirliti Vinnumálastofnun- ar. Yfirlitið nær til maí á þessu ári, en fram kemur að 312 fleiri voru án atvinnu en í maí fyrir ári sem er 16% aukning. Þá segir að atvinnuleysi sé nú meira en í maí á síðasta ári á öllum atvinnusvæðum nema höfuðborgar- svæðinu, en fram kemur að lokun fiskvinnsluhúsa í kjölfar sjómanna- verkfalls skýri að hluta atvinnuleysið í sumum landshlutum. Samkvæmt tölum stofnunarinnar nam atvinnu- leysi á landsbyggðinni um tveimur prósentum vinnufærs mannafla en einungis 1,2 prósentum á höfðuborg- arsvæðinu. Jafnframt kemur fram að útgefn- um atvinnuleyfum hafi fjölgað. Það sem af er árinu hafa verið gefin út 1.777 atvinnuleyfi miðað við 1.162 á sama tíma í fyrra. Verkfall hafði áhrif á atvinnu- leysistölur GEIR H. Haarde fjármálaráðherra er í opinberri heimsókn í Færeyjum og hefur átt viðræður við Anfinn Kallsberg lögmann Færeyja, Kar- sten Hansen fjármálaráðherra og fleiri frammámenn í stjórnmálum á eyjunni. „Við gistum í Mikladal í nótt, sem er 85 manna byggð,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Hann lét vel af dvöl sinni í Færeyjum en með honum í för er m.a. eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir. Dvöl þeirra í Færeyjum lýkur í dag og þaðan heldur Geir til Óslóar. „Kallsberg sagði mér margt um stöðuna í sjálfstæðismálum Færey- inga og einnig ræddum við heilmikið um efnahagsmál. Færeyingar virð- ast vera búnir að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem þeir áttu við að stríða mun hraðar en menn töldu mögulegt. Á þeim tíma var t.d. samið við alla opinbera starfsmenn um 8% launalækkun og jafnframt voru skattar hækkaðir. Þetta var mjög djúp niðursveifla en nú horfa Fær- eyingar fram á veginn. Það eru líka spennandi tímar framundan því búið er að semja við 6–8 olíufélög um borun eftir olíu við eyjarnar. Borun á að hefjast í sumar á stöðum sem eru nálægt breskum olíuvinnslusvæðum og eru félögin bjartsýn um að olía finnist þarna,“ segir Geir. Fjármálaráðherra í heimsókn í Færeyjum Ljósmynd/Ragnheiður Árnadóttir Í Kirkjubæ í Færeyjum. F.v. Pall Patursson, bóndi á Kirkjubæ, Gullbritt Hansen fjármálaráðherrafrú, Karsten Hansen fjármálaráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir. Efnahagur og sjálfstæðismál efst á baugi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.