Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við nið- urrif hitaveitustokksins sem liggur frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur hafa verið stöðvaðar í miðbæ Mosfells- bæjar vegna athugasemda um að varðveita eigi stærri hluta hans en til stóð. Þjóð- minjavörður segir stokkinn merkar minjar um sögu hita- veitunnar enda sé hann eini varðveitti stokkurinn sem eftir sé. Eins og Morgunblaðið greindi nýverið frá eru tvö ár síðan heitt vatn var tekið af stokknum. Að sögn Jó- hanns Sigurjónssonar, bæj- arstjóra í Mosfellsbæ, átti að varðveita um 10 metra stokksins í miðbænum og stóð til að útbúa glerumgjörð í kring um stokkinn þar sem hægt væri að sjá inn í hann auk þess sem sett yrði upp skilti þar sem hægt væri að lesa um sögu hans. „Nú hefur hins vegar kom- ið fram krafa um það að menn skoði kannski hvort það eigi að varðveita stærri hluta af honum. Þegar menn eru núna að horfa á þessar vélar rífa stokkinn í burtu hafa komið upp tilfinningar til hans og því er ekki að neita að hann hefur verið hér göngubraut milli sveit- arfélaganna og hálfgerð þjóðbraut í því sambandi,“ segir Jóhann. Yljaði á marga vegu Í fyrrakvöld hafði þjóð- minjavörður samband við Jó- hann og í gærmorgun fund- uðu þau vegna málsins. „Þjóðminjavörður er að senda okkur erindi um málið og ég hugsa að við tökum já- kvætt í það eins og hægt er,“ segir Jóhann. „Við höfum alla vega stoppað fram- kvæmdirnar hér á miðbæj- arsvæðinu og ég geri ráð fyr- ir því að nú verði sest niður með Orkuveitunni og að við skoðum möguleika á því að varðveita einhvern stærri hluta af stokknum en fyrr var ráðgert.“ Hann segir þó ljóst að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að heita vatnið var tekið af stokknum hafi hann látið mikið á sjá. „Það hefur þrifist alls konar líf í honum sem menn vilja helst vera lausir við, þannig að það er töluvert mál að varðveita svona mannvirki og halda því við. Eins er hér bullandi upp- bygging og stokkurinn er fyrir á einhverjum stöðum. Þannig að við þurfum að finna einhverja málamiðlun í þessu,“ segir Jóhann. Hann bætir því við að í ljós hafi komið að margir íbú- anna beri taugar til gamla hitaveitustokksins. „Eitthvað hefur maður heyrt um að fólk hafi í tilhugalífinu geng- ið eftir stokknum og eigi minningar tengdar því. Hann hefur þá yljað í víðtækari skilningi en bara með því að veita heitu vatni og auðvitað ber að virða það.“ Stóð til að endurskapa stokkinn í Öskjuhlíðinni Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður segir stokk- inn hafa mikið varðveislu- gildi. „Þetta er eini hitaveitu- stokkurinn sem eftir er varðveittur yfir höfuð þann- ig að þetta eru merkilegar minjar um sögu hitaveit- unnar. Eins hefur hann hreinlega haft gildi sem sam- göngubót því fólk gekk á þessum stokkum og þessar gönguleiðir tengdu saman byggðir,“ segir hún. Hún segir mikla eftirsjá að þeim stokkum sem voru í Reykjavík. „Það voru meira að segja uppi hugmyndir um að hirða stokkinn sem þarna átti að rífa til að endurskapa í Öskjuhlíðinni en það er svo- lítið langsótt og ég vil frekar að þetta sé varðveitt þar sem það er.“ Að sögn Margrétar gerði hún því athugasemdir við að stokkurinn yrði rifinn. „Ég óskaði eftir því að tekið yrði til skoðunar að varðveita sem allra mest af stokknum og það var tekið vel í það af bæjarstjóra. Það mun eflaust kalla á að sandur verði settur í stokkana og jafnvel snjó- bræðsla þannig að það bráðni af þeim snjór og klaki eins og það gerði alltaf hér áður og þetta nýtist áfram sem samgönguleið.“ Þjóðminjavörður gerir athugasemdir vegna niðurrifs hitaveitustokksins Morgunblaðið/Arnaldur Þjóðminjavörður segir þennan stokk merkar minjar um sögu hitaveitunnar. Bærinn stöðv- ar fram- kvæmdir í miðbænum Mosfellsbær TILLAGA að breytingu á aðalskipu- lagi í Urriðaholti var kynnt á opnum fundi í Tónlistarskóla Garðabæjar á mánudag. Jafnframt var kynnt hug- mynd að deiliskipulagi hátækni- garðs. Skipulagsnefnd Garðabæjar sam- þykkti nýlega að kynna breytingu á aðalskipulagi bæjarins vegna hug- mynda sem fram hafa komið um upp- byggingu hátæknigarðs í Urriðaholti og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Áður var gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessu svæði en sam- kvæmt nýju hugmyndunum er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun, með- al annars fyrir hátæknigarð, íbúðir og stofnanir. Um 20 manns sóttu fundinn á mánudag. Laufey Jóhannsdóttir, for- maður skipulagsnefndar Garða- bæjar, ávarpaði fundargesti en að því búnu kynnti Ingvar Kristinsson, stjórnarmaður hjá Þekkingarhúsinu, hugmyndir um hátæknigarð. Pálmi Guðmundsson, arkitekt hjá hönnun- ar-, skipulags- og ráðgjafafyrirtæk- inu Tekton, fjallaði nánar um fyrir- hugaðar byggingar á svæðinu en að því búnu vék Geir Oddsson, fram- kvæmdastjóri umhverfissviðs hjá Landmati ehf., að lífríki og minjum við Urriðaholt. Hann tók fram að fyllsta tillit yrði tekið til umhverfisins vegna byggingarframkvæmda þar. Ekkert íbúðarhúsnæði í fyrsta áfanga Nokkar fyrirspurnir bárust úr sal að lokinni kynningu. Spurt var hvort gert yrði ráð fyrir íbúðarhúsnæði í fyrsta áfanga verks- ins. Þá spurði Hjálmar Ingólfsson, Garðabæ, meðal annars hvort leiða- kerfi strætisvagna næði yfir Urriða- holtið. Vísaði hann í 8-9 þúsund bíla- stæði sem ráðgert er að leggja á holtinu samkvæmt hugmyndunum. Ingvar Kristinsson varð fyrir svör- um og benti á að til stæði að stræt- isvagnar myndu aka að Urriðaholti. Þá benti hann á að fyrirhugað væri að tengja hjóla- og göngustígakerfi höfuðborgarsvæðisins við hátækni- garðinn. Pálmi Guðmundsson svaraði fyrir- spurn varðandi íbúðarhúsnæði og sagði að ekki stæði til að reisa slíkt húsnæði í 1. áfanga. Spurt var einnig hvort samráð hefði verið haft við menntamálaráðuneyti vegna há- skólastarfsemi á svæðinu. Í svari Ingvars kom fram að ráðuneytið hefði ekkert á móti að háskóli risi í Urriðaholti. Yfirborðsvatni veitt í settjarnir Erla Bil Bjarnadóttir, garðyrkju- stjóri bæjarins, lýsti yfir ánægju sinni með þá fyrirætlan að votlendi við Urriðavatn verði verndað en varpaði einnig fram þeirri hugmynd hvort möguleiki væri á samstarfi við aðra landeigendur í kring vegna þessa. Þá sagði hún að gæta þyrfti sérstaklega að útliti loftnetsmastra sem hugsanlega munu rísa þar. Einnig lýsti hún yfir ánægju sinni með þá hugmynd að veita yfirborðsvatni út í settjarnir áður en því er veitt áfram í grunn- vatn. Í svari formanns skipulagsnefndar vegna fyrirspurnar um verndun votlendis kom fram að hug- myndirnar væru í athugun hjá bæj- aryfirvöldum. Pálmi svaraði fyrir möstrin og sagði þau öllu heldur loft- net sem myndu ekki rísa nema fyr- irtæki á staðnum þyrftu þeirra við. Þá benti hann á að tækninni fleygði fram og að stærð þeirra yrði tak- mörkuð. Meðal annars sem spurt var um á fundinum var hvort holtið yrði rækt- að samfara byggingarframkvæmd- um. Í svari Geirs Oddssonar kom fram að byggingar myndu rísa þar sem ör- foka land væri fyrir. Hugsanlega yrði þó reynt að græða upp landið. Eins og áður hefur komið fram stendur til að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga hátæknigarðs á næsta ári ef allt gengur að óskum. Opinn kynningarfundur um skipulagsbreytingar vegna hugmynda um hátæknigarða Gætt að verndun votlendis Tölvumynd/Landmat og Tekton Tillögur arkitekta að uppbyggingu hátæknigarða á Urriðaholti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á kynningarfundinum var farið yfir deiliskipu- lagshugmyndir fyrir Urriðaholt. Urriðaholt FIMM tilboð bárust í gerð mislægra gatnamóta á mótum Víkurvegar og Vesturlands- vegar og áttu Sveinbjörn Sig- urðsson og Jarðvélar sf. það lægsta. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 336,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar, sem er verkkaupi, var 414 milljónir. Næstlægsta tilboðið, 342,6 milljónir áttu Háfell ehf. og Íslenskir aðalverktakar hf. og Ístak hf. það þriðja lægsta, 368,3 milljónir. Hæst var til- boð Eyktar ehf., 455,6 millj- ónir króna, og tilboð Høj- gaard & Schultz Íslandi næst- hæst, 403,2 milljónir. Framkvæmdir hefjast í júlí og á vera lokið fyrir júlí á næsta ári. Jóhann Bergmann, deildarstjóri framkvæmda- kaupa í Reykjanesumdæmi, segir að á næstu 2-3 vikum verði ákveðið hvaða tilboði verði tekið. Eftirlit með framkvæmd- inni var einnig boðið út og bárust sex tilboð, það lægsta 8,4 milljónir frá VSB Verk- fræðistofu og Orion ráðgjöf. Hæsta tilboðið, 13,2 milljónir var frá Fjölhönnun ehf., en kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar hljóðaði upp á 12,6 milljónir. Lægsta tilboð 337 milljónir Grafarvogur Gatnamót við Víkurveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.