Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 18
VIÐSKIPTI 18 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVANBJÖRN Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, hef- ur verið ráðinn forstjóri Flögu hf. og tekur hann við því starfi 1. ágúst næstkomandi. Svanbjörn tekur við af Helga Kristbjarnarsyni lækni og stofn- anda Flögu, sem hefur ákveðið að draga sig út úr daglegum rekstri og einbeita sér að vísindastörfum á nýrri svefnrann- sóknarstofu sinni sem hefur starf- semi í haust. Flaga hf. sérhæfir sig í framleiðslu og þróun búnaðar, sem notaður er til rannsókna í læknisfræði, einkum rannsókna á svefntruflunum. Starfs- menn Flögu eru nú rúmlega 80 tals- ins og var velta félagins á síðasta ári 560 milljónir króna. Flaga er í eigu stofnenda og um 400 annarra inn- lendra og erlendra hluthafa. Þar á meðal er bandaríska félagið ResMed helsta samstarfsfyrirtæki Flögu. Ráðinn for- stjóri Flögu hf. Svanbjörn Thoroddsen HORFUR eru á því að afkoma Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. verði undir væntingum fyrstu sex mánuði ársins. Í tilkynningu til Verðbréfaþings segir að lakari afkomu megi, fyrst og fremst, rekja til gengislækkunar ís- lensku krónunnar á árinu og sjó- mannaverkfalls í vor. Gengis- lækkunin hafi veruleg áhrif á fjármagnsgjöld félagsins og því telji stjórnendur fyrirtækisins ástæðu til að gefa út afkomuvið- vörun. Tap af rekstri Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar Samkvæmt óendurskoðuðu milliuppgjöri fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins nam tap af rekstri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. um 11 milljónum. Afkoman er lakari en gert var ráð fyrir í áætl- unum og má rekja það til lækk- unar á gengi íslensku krónunnar. Í tilkynningu segir að rekstraraf- koma fyrir afskriftir og vexti sé betri en áætlað var en hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam um 290 milljónum eða um 30% af rekstrartekjum og veltufé frá rekstri var um 65 milljónir. Áframhaldandi fall íslensku krónunnar í maí og lítil tekju- myndun í sama mánuði geri það hins vegar að verkum að útlit sé fyrir að félagið verði rekið með verulegu tapi fyrri hluta ársins. Erfið afkoma sjáv- arútvegsfyrirtækja ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur gefið út nýja greiningarskýrslu um Búnaðarbanka Íslands. Lánshæfis- mat bankans í heild helst óbreytt frá síðustu skýrslu. Í greiningarskýrslu Moody’s kemur fram að mat fyrir- tækisins á bankanum endurspeglar sterka stöðu bankans á heimamark- aði og sterkar fjárhagslegar stoðir hans. Við gerð matsins var tekið tillit til fyrirhugaðrar einkavæðingar bank- ans og mun mat Moody’s á Búnaðar- bankanum því ekki breytast við sölu ríkissjóðs á eignarhluta sínum í bankanum. Arðsemi, fjárhagslegur styrkleiki og kostnaðaruppbygging þykir einnig viðunandi þótt hagræð- ingarmöguleikar séu enn til staðar. Meðal helstu styrkleika Búnaðar- bankans að mati Moody’s eru fjöl- breytt starfsemi, traustur undir- liggjandi rekstur, sterk fjárhagsleg staða, aukin gæði útlána, þróuð áhættustjórnunarkerfi og góð mark- aðsstaða bankans. Moody’s bendir einnig á að meðal þess sem gæti ógn- að stöðu bankans séu sveiflukenndur innlendur fjármálamarkaður, hátt kostnaðarhlutfall bankans og tak- markaðir vaxtarmöguleikar á heima- markaði. Í skýrslu Moody’s kemur einnig fram að þrátt fyrir að sveiflur á hlutabréfamörkuðum hafi haft nei- kvæð áhrif á afkomu Búnaðarbank- ans, sé arðsemi bankans í samræmi við arðsemi annarra evrópskra banka. Í greiningarskýrslunni er horft til framtíðar og gerir Moody’s ráð fyrir að fjölbreyttir tekjustofnar Búnaðarbankans muni áfram tryggja arðsemi hans. Mat Moody’s á Bún- aðarbanka óbreytt ENDURSKOÐAÐAR áætlanir Flugleiða gera ráð fyrir að við óbreyttar aðstæður verði tap af rekstri félagsins og dótturfyrirtækja þess á árinu 2001. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands segir að meginástæður þessa séu samdráttur í efnahagslífi, sem komi fram í minnkandi eftirspurn í millilanda- flugi, innanlandsflugi, sólarlanda- ferðum og fraktflutningum, og óhag- stæð þróun dollaragengis gagnvart íslenskri krónu og gagnvart evrópu- gjaldmiðlum. Áætlanir Flugleiða bendi hins vegar til þess að sjóð- streymi félagsins verði sterkt og veltufé frá rekstri svipað og undan- farin ár. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lagði þunga áherslu á að þótt ytri aðstæður væru einkar óhagstæðar um þessar mundir og félagið væri að laga sig hratt að nýju rekstrarumhverfi væri mjög mikil- vægt að verja hina gríðarlegu upp- byggingu Flugleiða í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi undanfarin 10 ár. Uppbygging á leiðakerfi Flug- leiða og sókn félagsins á alþjóða- markaði hafa leitt til þess að ferðum til og frá landinu hefur fjölgað um 60-80% á þessu tímabili og stuðlað að tvöföldun feðamannafjöldans. Hefur sigið á ógæfuhliðina frá því í apríl Rekstur Flugleiða gekk þokka- lega framan af ári en síðan seig á ógæfuhlið þegar leið á apríl. Í maí fækkaði farþegum í millilandaflugi um 2,5%, í innanlandsflugi um 19,6% og 7,2% samdráttur varð í frakt- flutningum. Eftirspurn í flugrekstri og ferðaþjónustu sveiflast mjög í takt við almennar hagstærðir og samdráttur í efnahagslífi segir fljótt til sín. Nú er spáð minni hagvexti í flestum mikilvægustu markaðslönd- um Flugleiða en í upphafi árs og gert er ráð fyrir að þetta leiði til þess að tekjur án gengisáhrifa verði nokkru minni en í upphaflegri áætlun. Spár um minni flutninga á árinu ásamt mjög óhagstæðri gengisþróun vega þyngst í endurskoðaðri rekstrar- áætlun Flugleiða sem gerir nú ráð fyrir tapi af rekstrinum. Auk þess- ara ytri þátta er eldsneytisverð enn afar hátt. Flugleiðir munu í ljósi þessarar stöðu minnka framboð í áætlunarflugi milli landa um 5%. Flugi verður hætt á flugleiðinni Keflavík-Halifax nú í haust en hún hefur verið sú áætlunarleið félagsins sem hefur gefið minnst af sér. Einn- ig verður dregið nokkuð úr ferða- tíðni á öðrum leiðum þar sem afkom- an hefur verið slök. Á móti verður af auknum krafti sótt í verkefni í leigu- flugi erlendis. Þá verður dregið úr framboði hjá dótturfyrirtækjunum Flugleiðum-Frakt, Flugfélagi Ís- lands og Ferðaskrifstofu Íslands í samræmi við minnkandi eftirspurn. Gert er ráð fyrir að gengisþróun dollars gagnvart evrópumyntum ein og sér kosti Flugleiðir um 600 millj- ónir króna á þessu ári umfram það sem ráð var fyrir gert í upphaflegum áætlunum félagsins. Ástæðan eru mikil útgjöld í dollurum tengd flug- rekstrinum. Félagið þarf árlega að kaupa 70 milljónir dollara fyrir evr- ópumyntir, sem eru uppistaðan í er- lendum tekjum Flugleiða. Gengi bréfa Flugleiða lækkaði um 4,8% í gær eða í 2,0. Stefnir í taprekstur hjá Flugleiðum á árinu ÍSLANDSBANKI hf. hefur selt til erlends stofnanafjárfestis víkjandi skuldabréf til eigin fjár í samræmi við reglugerð nr. 852/2000 um viðbótar- eiginfjárlið fyrir viðskiptabanka, sparisjóði, aðrar lánastofnanir og fyr- irtæki í verðbréfaþjónustu. Sam- kvæmt reglugerðinni telst útgáfan til eiginfjárþáttar A og með útgáfunni fullnýtir bankinn heimildir Fjármála- eftirlitsins til útgáfu víkjandi skulda- bréfa. Í tilkynningu til Verðbréfa- þings segir að útgáfan sé í erlendri mynt að jafnvirði um 4,2 milljarða ís- lenskra króna og sé með föstu vaxta- álagi til 2031 en eftir þann tíma hækki vaxtaálag og á sama tíma er útgáfan uppsegjanleg af hálfu bankans. Í samræmi við markmið um eiginfjárhlutfall „Salan er í samræmi við markmið bankans um eiginfjárhlutfall og sam- setningu eiginfjárþátta. Með útgáf- unni verður hluti eignfjárþáttar A í erlendri mynt og minnkar þannig áhrift gengisbreytinga á íslensku krónunni á eiginfjárhlutfall bankans. Vegna mjög hagstæðra kjara er út- gáfan nokkuð stærri en framangreind reglugerð heimilar að teljist til eig- infjárþáttar A. Þrátt fyrir verulega hækkun eigna og skulda vegna geng- islækkunar krónunnar þá er ljóst að markmið bankans um eiginfjárhlut- fall er uppfyllt. Bankinn er þannig með þá stöðu í hlutföllum skulda og eiginfjár sem talin er skila hámarks arðsemi til hluthafa samhliða því að tryggja örugga fjárhagsstöðu,“ segir í tilkynningu. Aðspurður segir Finnur Reyr Stef- ánsson, framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta hjá Íslandsbanka, að ekki sé venja að gefa upp nafn kaupanda í viðskiptum af þessu tagi. Og þegar um einn aðila sé að ræða sé það nán- ast hefð í svona útgáfu að halda nafni kaupandans leyndu. Tómas Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri áhættu- og fjárstýring- ar hjá Íslandsbanka, segir að mark- miðið með útgáfunni sé að styrkja eiginfjárstöðu bankans. „Við getum ekki sagt nákvæmlega til um breyt- inguna á eiginfjárhlutfalli því við birt- um uppgjör bara ársfjórðungslega. Í síðasta uppgjöri bankans var eigin- fjárhlutfall um 9,6% og þar af var eig- infjárþáttur A um 7,5%. Okkar mark- mið er að hafa eiginfjárhlutfallið 10% og A-hlutfall 8%. Það sem við getum sagt núna er að þrátt fyrir verulega stækkaðan efnahagsreikning vegna gengislækkunar krónunnar þá teljum við okkur hafa náð þessum markmið- um. Tilgangurinn með útgáfunni er að styrkja eiginfjárstöðuna í sam- ræmi við markmið bankans. Þá er það einnig verulegur kostur að fá þetta í erlendri mynt og að vissu leyti um áhættudreifingu að ræða.“ Íslandsbanki styrkir eiginfjárstöðuna Á STJÓRNARFUNDI í Þorbirni Fiskanesi hf. var fjallað um uppgjör fyrir annars vegar fyrstu 3 mánuði ársins 2001 og hins vegar fyrstu 4 mánuði ársins 2001. Eftir fyrstu þrjá mánuðina var hagnaður af rekstri félagsins 89 milljónir en 111 milljóna tap varð af rekstrinum fyrstu fjóra mánuði ársins. Í tilkynningu félagsins til Verð- bréfaþings segir að munur á afkomu milli þessara tveggja uppgjöra sé vegna verkfalls sjómanna sem stóð yfir á þeim tíma sem afkoma fyrir- tækisins er hvað best yfir árið og vegna gengisfalls íslensku krónunn- ar. „Frá því að verkfalli sjómanna lauk hafa veiðar og vinnsla gengið vel og eru horfur í rekstri, fyrir fjár- magnskostnað, fyrir síðari hluta ársins góðar. Jákvæð áhrif til lengri tíma litið Gjaldfærsla vegna gengistaps af erlendum lánum mun vega þungt í afkomu 30. júní nk., en til lengri tíma litið hefur gengisfall íslensku krónunnar jákvæð áhrif á rekstur Þorbjarnar Fiskaness hf. Skerðing aflamarks í þorski á næsta afla- marksári er að hluta vegin upp með aukningu aflamarks í öðrum teg- undum og kemur skerðing þessi til með að vega um 1% í tekjum þessa árs.“ Uppgjör Þorbjörns Fiskaness Telja horfur góðar á síðari hluta ársins LJÓST er að fyrirtæki í upplýsinga- geiranum hafa átt erfitt uppdráttar síðustu mánuðina og í Fjármálafrétt- um SPRON í gær kemur fram að vísitala upplýsingatækni hefur nú lækkað um 63,34% á síðustu 12 mán- uðum og um 51,46% frá áramótum. Fram kemur að greiningar fjár- málafyrirtækja verðmeta fyrirtækin almennt mun hærra en gengi þeirra segir til um í dag. Sem dæmi er tekið að frá áramótum hafa Opin kerfi lækkað um -59.53%, Nýherji um -44.6%, Tæknival um -26.96% og Skýrr um -43.57%. Vísitala upplýs- ingatækni lækk- að um 51,46% ♦ ♦ ♦ BÓKAKLÚBBUR atvinnulífsins hefur gefið út nýja bók í ritröð klúbbsins og Viðskiptafræðistofn- unar Háskóla Íslands, Sölutækni og samskipti eftir Russel Webster. Í tilkynningu segir að í bókinni sé fjallað um hvernig ná megi sem mestum árangri við sölu á vöru og þjónustu. Byggt sé á þeirri forsendu að árangursrík samskipti skipti sköpum í baráttunni um samkeppn- isforskot á markaði og hollustu við- skiptavina. „Tekin eru fyrir þau þrjú megin- atriði sem mestu skipta í árangurs- ríkri sölumennsku: Fyrsta atriðið er að kynnast viðskiptavininum og koma fram við hann á heiðarlegan hátt. Þarf að huga að framkomu Annað atriðið er fólgið í vinnulagi sölumannsins en hann þarf að huga að framkomu sinni og temja sér að líta á málin frá sjónarhóli og hags- munum viðskiptavinarins. Þriðja og mikilvægasta atriðið er að tileinka sér leiðir til að tryggja jákvætt og varanlegt samband við viðskiptavin- inn.“ Ný bók um sölutækni og samskipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.