Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 20
ÚR VERINU 20 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ OTTO Gregussen sjávarút-vegsráðherra Noregs tel-ur hag Norðmanna beturborgið innan Evrópusam- bandsins en utan þess og óttast ekki að Noregur glati yfirráðunum yfir auðlindum innan lögsögu Noregs vegna þess. Hann telur víst að innan lögsögu Noregs yrði áfram stundað- ar sjálfbærar fiskveiðar. Gregusssen hefur verið í opinberrri heimsókn hér á landi og Morgunblaðið ræddi við hann um þessi mál og fleiri, sem á Norðmönnum brenna: Á hverju byggist norskur sjávar- útvegur helzt og hver er framtíðar- sýnin? Sjávarútvegurinn í Noregi byggist í dag á tveimur meginþáttum, fisk- eldi, sem um þessar mundir skilar um 500.000 tonnum af laxi og urriða. Hinn þátturinn byggist að mestu á þorskveiðum og veiðum á uppsjávar- fiski. Útflutningsverðmæti á sjávar- afurðum frá Noregi var í fyrra um 350 milljarðar íslenzkra króna. Vel hefur gengið í laxeldinu, sem skilaði góðri afkomu á síðustu árum. Við höfum gert gert samkomulag við Evrópusambandið vegna innflutn- ings á laxi þangað, en hann felur í sér að ekki má bjóða laxinn á lægra verði en um er samið, svokallað lágmarks- verð. Við takmörkum líka aukningu á útflutningi við 10% frá ári til árs og stöndum fyrir ákveðinni kynningu og markaðssetningu á laxi í Evrópu og víðar. Það gengur einnig þokkalega vel í hinum hefðbundnari sjávarútvegi um þessar mundir. Okkur hefur tekizt að byggja stofn norsk-íslenzku síldar- innar upp á ný og veiðum loðnu með góðum árangri og makríl og kol- munna. Það gengur því vel í veiðum á uppsjávarfiski og vinnslu á honum. Það hefur einnig gengið vel í þorskveiðunum, en það veldur okkur nokkrum áhyggjum að Alþjóða hafrannsóknaráðið leggur til veru- legan niðurskurð á þorskveiðum í Barentshafinu. Við höfðum ákveðið heildarafla til þriggja ára ásamt Rússum, sem deila þessum þorsk- stofni með okkur. Nú liggur fyrir að taka afstöðu til þessarar tillögu sem felur í sér 181.000 tonna þorskafla, en ákveðið hafði verið að veiða 435.000 tonn af þorski í Barentshafi að meðtöldum 40.000 tonnum af norskum strandþorski árin 2001 til 2003. Ljóst er að Norðmenn og Rússar munu biðja Alþjóða hafrann- sóknaráðið um að endurskoða ráð- leggingar sínar á grunni frekari upp- lýsinga sem liggja fyrir og kunna að bætast við. Þetta gerum við vegna þess að staða stofnins virðist verri en áður var talið, en einnig vegna þess að svona mikill niðurskurður mun bitna mjög hart á þeim sem byggja afkomu sína á þorskveiðum og vinnslu.“ Hvernig er veiðunum stjórnað og það tryggt að menn fariða lögum ög reglum? „Við höfum beitt ýmsum aðferðum og reglugerðum til að hafa stjórn á veiðunum og höfum í hyggju að herða eftirlitið. Eftirlitsmönnum verður fjölgað til að tryggja að farið verði að lögum og reglum. Skyldur og vald eftirlitsmanna verður aukið og sölu- samtökin gerð ábyrg fyrir því að allur afli, sem kemur á land verði gefinn upp. Sölusamtökin hafa einkaleyfi til að selja fisk upp úr sjó í Noregi, en þau eru í eigu sjómanna og útgerðar. Selja verður allan fisk, sem landað er í Noregi í gegn um viðurkennd sölu- samtök, sem skrá niður tegundir og magn þeirra, kaupendur og seljend- ur. Á þennan hátt fáum við góða yf- irsýn yfir það, sem veitt er. Það er líka nauðsynlegt að þeir sem stunda veiðar og vinnslu séu ábyrgir gerða sinna og standi rétt að málum. Mönn- um verður að vera ljóst að fara verð- ur að lögum og reglum, annars tekst okkur aldrei að meta það rétt hve mikið er tekið af fiski og stofnstærð- armatið verður ekki rétt. Ég held hins vegar að þetta eigi ekki að verða vandamál. Þrátt fyrir að þorskstofninn sé tal- inn slakur, hefur verið mjög gott fisk- irí í allan vetur, en það hefur leitt til þess að beinar þorskveiðar minni bátanna hafa verið stöðvaðar að mestu. Því verður aðeins um meðafla í þorski að ræða hjá þessum bátum, það sem eftir er ársins. Aflaheimildum er úthlutað á hvert skip eftir útgerðarflokki og stærð þess í meginatriðum. Við leyfum ekki framsal aflaheimilda eins og Íslend- ingar. En á hinn bóginn er leyfilegt að selja kvóta með skipi. Í nokkrum tilfellum er leyfilegt að færa afla- heimildir saman, þannig að eitt skip getur veitt meira en eigin veiðiheim- ildir, en þá verður að afskrá þann bát og úrelda sem ekki veiðir. Sé afla- heimildum slegið saman með þessum hætti, heldur útgerðin þeim, eða til- svarandi hlutfalli af heildinni í 18 ár. Eftir það renna þessar heimildir að nýju inn í heildarkvóta viðkomandi útgerðarflokks.“ Hvernig er nýjum leyfum til lax- eldis úthlutað? „Það tókst ekki að koma því í gegn- um þingið að bjóða upp ný leyfi til laxeldis eins og ég vildi gera. Engu að síður verða gefin út ný leyfi og sam- tals gefa þau svigrúm til framleiðslu á ákveðnu hámarki. Þessi leyfi verða seld og verður verðið mishátt eftir því hvar í landinu þau verða nýtt. Leyfi í Norður-Noregi þar sem sjórinn er kaldari og laxinn vex hægar verða til dæmis ódýrari en þau, sem nýtt verða við betri skilyrði. Nú verða 35 ný leyfi seld og þá verða um 800 lax- eldisstövar með starfsleyfi. Á næsta ári verða framleidd um 500.000 tonn af laxi. Við teljum að sá góði árangur, sem við höfum náð í fiskeldi leiði til þess að framtíð sjávarútvegsins byggist að mestu leyti á fiskeldi auk veið- anna. Við sjáum fram á umsvifamikið eldi á þorski, ýsu, lúðu og steinbít. Þannig teljum við að við getum betur tryggt góða afkomu í sjávarútvegi, einkum vinnslu, því eldið leiðir til jafns og stöðugs framboðs af fiski til vinnslu og styrkir þannig atvinnulífið í landi. Jafnt framboð bætir einnig samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum. Jafnt og stöðugt framboð opnar okkur leiðir inn á aðra markaði en við höfum byggt upp með árstíða- bundnum veiðum. Það er ljóst að aukið eldi mun skila meiri fiskframleiðslu. Sumir, sem hafa farið ofan í möguleikana, telja þá ótrúlega mikla. Þeir telja til dæmis að innan 10 til 15 ára verði hægt að ala fleiri hundruð þúsund tonn af þorski. Útlitið virðist því nokkuð gott.“ Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur lagt til að engar veiðar á kolmunna verði stundaðar á næsta ári, náist ekki viðunandi samkomulag veiði- þjóðanna um hámarksafla og skipt- ingu hans milli þjóðanna. Veiðarnar hafa í raun verið stjórnlausar til þessa. Hver telur þú að niðurstaðan verði? „Það er erfitt að segja til um. Við erum komin í þá stöðu að full ástæða er til að hafa áhyggjur af vexti og við- gangi kolmunnastofnsins. Þess vegna verðum við að komast að samkomu- lagi um að ekki verði meira veitt en verjandi er. Þetta er vandamál, sem hvílir á okkur, án þess að vera í beinu samhengi við tillögur Alþjóða haf- rannsóknaráðsins. Boðað hefur verið til fundar í Færeyjum í júlí, þar sem veiðiþjóðirnar ræða þetta vandamál. Það er nauðsynlegt að taka á málinu og við verðum að ná samkomulagi um veiðistjórnun og skiptingu heildarafl- ans. Það er hins vegar ekki ætlun okkar Norðmanna að taka ábyrgðina alla á okkar herðar og taka á okkur mesta þungann af niðurskurðinum, sem nauðsynlegur er. Það verða hin- ar þjóðirnar að gera líka. Það verða allir að sætta sig við niðurskurð á kol- munnaaflanum.“ Hvert hefur erindi þitt hér á landi verið? „Ég hef verið hér í opinberri heim- sókn í boði starfsbróður míns Árna Mathiesen. Við höfum rætt fjölmörg atriði sem að okkur snúa. Ég hef einnig verið svo heppinn að sjá sumar af náttúruperlum landsins, svo sem Mývatn og Dimmuborgir, verið á Ak- ureyri og hitt fulltrúa stórra sjávar- útvegsfyrirtækja og skoðað stofnanir sjávarútvegsins, Hafrannsóknastofn- un og Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins og ýmislegt fleira. Ég hef líka tekið þátt í ráðstefnu norræna ráð- herraráðsins um öryggi matvæla. Ísland og Noregur hafa í stórum dráttum sömu hagsmuna að gæta bæði í Evrópu og annars staðar í heiminum. Við erum ekki innan Evr- ópusambandsins og reynslan sýnir að aðgangur okkar að mörkuðum ESB er ekki eins góður og við Norðmenn að minnsta kosti hefðum kosið. Norðmenn og Íslendingar vinna einnig saman að því, ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum innan nor- ræna ráðherraráðsins að koma á um- hverfismerkingum fyrir fisk og fisk- afurðir. Við stöndum saman að nýtingu loðnustofnsins og höfum samið um gagnkvæmar veiðiheimild- ir og við vinnum saman á fleiri svið- um. En við erum líka keppinautar á mörkuðunum, en það er af hinu góða að hafa samkeppni. Ég tel að umhverfismerkingar á fisk séu óhjákvæmilegar. Fiskneyt- endur og þeir, sem koma að sölu á fiski, munu krefjast upplýsinga um heilnæmi, framleiðslu og hvort um ábyrga fiskveiðistjórnun sé að ræða. Því er það spurningin hver eigi að sjá um að votta merkinguna. Hvort ís- lenzk og norsk stjórnvöld eigi að gera það, eða lýðræðislegar alþjóðlegar stofnanir. Eða hvort markaðurinn sjálfur ákveður viðmiðunarmörkin og kannar hvort eftir þeim er farið eða að það lendi í höndum umhverfis- verndarsamtaka. Við kjósum að þessi mál verði í höndum opinberra aðila, frekar en við lendum í þeirri stöðu að umhvefissamtök fari að græða fé á þessum merkingum og vottun þeirra.“ Norðmenn stunda veiðar á hrefnu. Hefur það skaðað utanríkisverzlun landsins eða ferðamannaiðnaðinn? „Nei, við höfum ekki skaðast vegna þessa og mótmæli vegna veiðanna minnka ár frá ári. Ég vil ekki tjá mig um það hvort Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar að nýju. Þeir verða að móta stefnu sína í þeim málum sjálfir og óáreittir. Mér finnst líklegt að það komi að því að Íslendingar hefji veiðar og það tel ég skynsam- legt. Miðað við reynslu okkar, sem höfum farið varlega við ákvörðun heildarafla og stundum sjálfbærar veiðar, ættu hvalveiðar Íslendinga ekki að leiða þá í vandræði, fari þeir eins að.“ Þú hefur verið fylgjandi því að Noregur gengi í Evrópusambandið. Ertu enn sama sinnis? „Norska þjóðin hefur hafnað inn- göngu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig er staðan í dag, en það er ekki útilokað að innganga verði aftur á döfinni síðar, en það er ekki á dag- skrá norskra stjórnvalda nú. Mín eig- in skoðun er sú að framtíð Evrópu ráðist í Brussel. Þá er ég ekki aðeins að hugsa um viðskipti og slíka þætti, heldur verða þar teknar mikilvægar ákvarðanir um lýðræði og þróun af ýmsu tagi. Því tel ég að sé skynsam- legra að vera með og hafa áhrif á framvindu mála, en sitja hjá og eiga á hættu að einangrast. En við þurfum líka betri aðgang að þessum mikil- væga markaði fyrir fiskafurðir okk- ar. Vissulega hefur Evrópusamband- inu ekki gengið vel að stjórna fisk- veiðum sínum með ábyrgum hætti. Norðmönnum hefur hins vegar geng- ið vel að stunda sjálfbæra nýtingu helztu fiskistofna, sem við ráðum yfir. Við höfum enga ástæðu til að ætla að frá því verði horfið, gangi Noregur í ESB. Þegar græna bókin, sem fram- kvæmdastjórnin hefur gefið út, er lesin, er farið anzi langt í að viður- kenna að fiskveiðistjórnunin hafi mistekizt og það sé ekki áhugi á að yf- irfæra hana yfir á löndin, sem ganga inn, þar sem vel hefur verið staðið að verki. Ég tel því að kostirnir við inn- göngu í ESB séu fleiri en gallarnir,“ segir Otto Gregussen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs. Stefna að miklu þorskeldi Morgunblaðið/Arnaldur Otto Gregussen, sjávarútvegsráðherra Noregs: „Ég tel því að kostirnir við inngöngu Noregs í Evrópusambandið séu fleiri en gallarnir.“ Norskur sjávarútvegur stendur að nokkru leyti á tímamótum um þessar mundir. Hjörtur Gíslason ræddi þau mál við Otto Gregussen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann segir að innan 10 til 15 ára sé líklegt að þorskeldi skili hundruð þúsunda tonna. hjgi@mbl.is ’ Það verða allir aðsætta sig við niður- skurð á kolmunna- aflanum. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.