Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 27
unni að tekjur þeirra í hlutfalli við
eignir eigi að vera sambærilegar.
Því eigi verðmatið að gefa nokkuð
skýra mynd af þeim hlutföllum sem
eigi að vera á milli fyrirtækjanna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, lýsti að undirritun
lokinni yfir mikilli ánægju með
viljayfirlýsinguna og þau fyrirheit
sem í henni væru fólgin. Sagði hún
að aukið samstarf tveggja ná-
grannasveitarfélaga væri í anda
þeirrar þróunar sem hefði orðið
víða erlendis og sagði hún að í
auknum mæli mætti líta á svæðið
allt frá Borgarbyggð í vestri til Ár-
borgar í austri sem eitt samfellt
þjónustu- og búsetusvæði.
„Í því ljósi er ekki síst hægt að
líta á þessa sameiningu,“ sagði
borgarstjóri og lét þess getið að
frumkvæði að henni hefði alfarið
komið frá Akurnesingum. Orku-
veitan hefði að undanförnu sótt í
sig veðrið með kaupum á Hitaveitu
Þorlákshafnar, en auk þess löndum
til orkuvinnslu á Hellisheiði og auk-
inheldur hefðu borgaryfirvöld tekið
þátt í svæðisbundnu samstarfi í
auknum mæli, t.d. á sviði slökkvi-
liðs og almenningssamgangna.
„Sú staðreynd að gjöld Akurnes-
inga lækka umtalsvert við þessa
sameiningu sýna vel hversu góð
kjör hafa staðið Reykvíkingum og
öðrum íbúum höfuðborgarsvæðis-
ins til boða og til lengri tíma litið
ættu þessar breytingar að koma
öllu svæðinu til góða,“ sagði hún.
Borgarstjóri bætti við að samein-
ingin ætti að styrkja hagsmuni
Orkuveitunnar og framtíðarupp-
byggingu hennar, ekki síst með
aukna samkeppni í raforkumálum í
huga. Aðspurð hvort til greina
hefði komið að Borgnesingar tækju
þátt í þessu sameiningarferli með
sinn hlut í Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar, sagði hún að sá
möguleiki hafi ekki verið ræddur,
enda hefði frumkvæðið komið frá
Akurnesingum og því hefði athygl-
in beinst að þeim þætti fyrst í stað.
„Dyrnar standa hins vegar opnar
og í viljayfirlýsingunni er gert ráð
fyrir að þau sveitarfélög sem þess
óska geti fengið að vera með. Það
hefur því alls ekki neinum dyrum
verður lokað með þessari samein-
ingu.“
Auknir möguleikar í þjónustu
við sumarhúsabyggðir
Sveinn Kristinsson, forseti bæj-
arstjórnar Akraness, sagði að hlut-
verk sveitarstjórnarmanna ætti
ekki síst að felast í því að líta á mál-
in í víðu samhengi til að bæta bú-
setuskilyrði og hag íbúanna. Hann
sagði að eitt helsta viðfangsefni
bæjaryfirvalda á Akranesi hefði
verið að leita leiða til að lækka
orkukostnað og þess vegna væri
sameiningin nú mikið fagnaðarefni.
„Þegar fram í sækir er ekki
fjarri lagi að þessi sameining skili
sér sem þrettándi mánuðurinn í
vasa launafólks,“ sagði Sveinn.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri, sagði
að Akurnesingar hefðu litið til
Reykvíkinga um samstarf, ekki síst
vegna þeirra breytinga sem fyr-
irsjáanlegar væru á orkumarkaðn-
um. Í samkeppnisumhverfi yrði
erfiðara fyrir lítil orkufyrirtæki að
halda uppi starfsemi og að því leyti
væri mjög skynsamlegt að samein-
ast svo stóru og öflugu fyrirtæki
sem Orkuveita Reykjavíkur væri.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjórnar OR, bætti því við að á
Akranesi og raunar Vesturlandi
öllu væri byggð mjög vaxandi og
þróttur væri í uppbyggingu at-
vinnulífs, ekki síst stóriðju. Orku-
veitan sæi aukna möguleika í sölu á
vöru og þjónustu á þessu svæði og í
því sambandi mætti nefna mikinn
áhuga fjölmargra eigenda sum-
arbústaða, sem skipti hundruðum á
svæðinu, á að fá heitt vatn leitt til
sín.
Sagði Alfreð að reynsla Orku-
veitunnar af slíku úr Grafningi og
Grímsnesi benti til þess að miklir
möguleikar væru fólgnir í þjónustu
við sumarbústaðalönd og væntan-
lega yrði unnið að frekari framþró-
un á því sviði af fullum krafti á
næstunni.
riðjufyrir-
ög umsvif
Akranesi
r heimilin
tnaði fyr-
styrkir
ætir sam-
gagnvart
geta
einuðu
á fundin-
firvalda í
rvalda á
legt sam-
á ýmsum
ndi í lok
orkumál
á dögun-
ekt á fjár-
grar sam-
anna og
tir að nið-
fulltrúar
Akranes-
eð óform-
ega sam-
singu um
vara um
Akraness
víkur.
mur fram
garstjórn
órn Akra-
Orkuveita
anesveita,
7% eign-
staðar í
Borgar-
á og með
séu sam-
r Reykja-
víkurborgar í sameinuðu fyrirtæki
verði um 94,5% og eignarhlutur
Akraneskaupstaðar verði um 5,5%
og er þar byggt á sameiginlegri
matsskýrslu Deloitte & Touche hf.
og Endurskoðunarskrifstofu Jóns
Þórs Hallssonar. Að sama þjónusta
og gjaldskrá verði á Akranesi og í
Reykjavík og að gert verði nánara
samkomulag um útfærslu ein-
stakra atriða.
Í yfirlýsingunni segir ennfremur
að ástæður þess að ákveðið hafi
verið að sameina rekstur fyrirtækj-
anna séu að framundan séu breyt-
ingar í orkumálum sem nauðsyn-
legt sé að bregðast við, auk þess
sem Hvalfjarðargöng hafi samein-
að Reykjavík og byggð norðan
Hvalfjarðar í eitt atvinnusvæði. Að-
ilar séu sammála um að ef semjist,
geti önnur sveitarfélög orðið aðilar
að fyrirtækinu.
Klykkt er út með því að markmið
breytinganna séu að sameinað fyr-
irtæki verði stærra og öflugra í
breyttu samkeppnisumhverfi, að
hagræðing verði í rekstri, að sköp-
uð verði ný sóknarfæri í sölu orku á
veitusvæði fyrirtækisins og að efla
rekstraröryggi veitukerfa og auka
þjónustu.
Tekjur á hús sambærilegar
Fram kemur í matsskýrslu þeirri
sem lögð er til grundvallar skipt-
ingu eignarhluta í fyrirtækinu, að
tekjur veitnanna á hús séu mjög
sambærilegar milli fyrirtækjanna.
Tekjur af raforku eru um 162 þús-
und krónur á hús, bæði hjá Orku-
veitunni og Akranesveitum. Tekjur
af hitaveitu eru um 108 þúsund kr.
hjá OR og um 116 þúsund kr. hjá
Akranesveitum.
Þar sem fyrirtækin eru í sam-
bærilegum rekstri og með svipaðar
tekjur á hvert hús, segir í skýrsl-
ngu orkufyrirtækja Reykjavíkur og Akraness
ð kom
ingum
Morgunblaðið/Golli
n, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sveinn Krist-
son.
*
++!++(
'1
+
2 3+ * ,,&2#%.2(#-
+"&2('"2#(,
'(-2--#2"%"
#-2'.#2%('2&.-
+6+45+7"
++!++(
bingi@mbl.is
HVALAMIÐSTÖÐIN áHúsavík hefur und-anfarin þrjú ár staðiðfyrir rannsóknum á
hvölunum í Skjálfandaflóa í sam-
vinnu við hvaladeild Hafrann-
sóknastofnunar.
Ásbjörn Björgvinsson, for-
stöðumaður Hvalamiðstöðv-
arinnar á Húsavík, segir verkefnið
hafa falist í því að Hvalamiðstöðin
hafi lagt til mannskap sem fer dag-
lega út á sjó, og stundum allt að
þrjár ferðir á dag, og myndar og
skráir niður alla hvali sem sjást í
hverri ferð. „Þá eru skráðar niður
eins miklar upplýsingar og mögu-
legt er hverju sinni, þ.e. hvar stað-
setningin er, til hvaða tegundar
sést, hversu margir hvalir af
hverri tegund og hegðun þeirra,“
segir Ásbjörn spurður um verk-
efnið. Einnig náðist samkomulag
um að flest hvalaskoðunarfyr-
irtæki á landinu haldi sambæri-
legar dagbækur yfir alla þá hvali
sem sjást í ferðum þeirra í kring-
um landið svo gagnasafnið er afar
yfirgripsmikið. Dagbókarskránum
er svo skilað inn til Hafrann-
sóknastofnunarinnar á hverju
hausti þar sem unnið er nánar upp
úr gögnunum.
Aðspurður hvort hann greini
mun á árum í hvalgengd, segir Ás-
björn meira hafa sést af hval í
fyrra heldur en árið á undan en
svo virðist aftur sem minna sé um
hval í ár heldur en í fyrra. „Þessi
ár sem hefur verið fylgst með
hvölunum gefa okkur vísbendingu
um það að þetta eru mikið til sömu
dýrin sem við erum að sjá ár eftir
ár. Hér á Skjálfandaflóa erum við
allavega farnir að þekkja nokkrar
skepnur og jafnvel farnir að gefa
þeim nöfn og vitum þannig hver er
hvar,“ segir Ásbjörn. Blaðamaður
hváir og spyr hvort svona auðvelt
sé að þekkja hvalina í sundur og í
framhaldinu hvaðan nafngiftirnar
séu sóttar. Ásbjörn svarar sam-
stundis að flestir hvalaáhugamenn
eigi gott með að þekkja hvalateg-
undir og jafnvel einstaka hvali í
sundur á sporðinum og blæstri þar
sem mismunandi tegundir hafi
mismunandi blástur.
„Allir hnúfubakar eru með
sporð sem er eins og fingrafar
okkar mannanna, þ.e. hver sporð-
ur er algjörlega einstakur fyrir
hvern hval. Það er reyndar erf-
iðara að þekkja hrefnurnar í sund-
ur en þær má helst þekkja af sér-
einkennum, t.d. rispum,
hrúðurkörlum eða mjög bognum
bakugga. Ein hrefna sem kom
hingað í sumar er bakuggalaus –
hefur líklega lent í skrúfublaði á
bát sem hefur skorið af henni bak-
uggann – svo það er auðvelt að
þekkja hana úr.“
Að sögn Ásbjörns má á degi
hverjum sjá tvær til þrjár hrefnur
á flóanum og allt upp í fjórtán
suma daga. Höfrungatorfur eru
líka algeng sjón þar sem tíu og upp
í 70 höfrungar synda saman en
einnig slæðast inn hnúfubakar í
styttri heimsóknir. Háhyrningar,
langreyðir, steypireyðir og sand-
reyðir eru sjaldséðari gestir en
setja sterkan svip á Skjálfanda-
flóann þegar þeir líta við.
„Hrefnuna sjáum við nánast í
hverri einustu ferð enda eru
hrefnurnar orðnar svo gæfar að
þær synda upp að bátunum og
skoða farþegana – þetta eru eig-
inlega orðin hálfgerð gæludýr hjá
okkur,“ segir Ásbjörn og kemur
aftur að hinum einkennilegu nafn-
giftum, „einn köllum við Krók þar
sem bakugginn á honum er óvenju
króksettur, Rispa heitir ein hrefn-
an af því sporðurinn á henni er svo
rispaður og svo er það hann
Doddi, myndarlegasti hnúfubakur,
hann er nefndur eftir pattara-
legum starfsmanni Náttúru-
fræðistofnunar,“ segir Ásbjörn og
hlær.
Veruleg aukning
í hvalaskoðun
Hvalamiðstöðin sem Ásbjörn
veitir forstöðu er upplýsinga- og
fræðslumiðstöð um sjávarspendýr
og vinnur hann mikið með hvala-
skoðunarfyrirtækjum um land allt.
Ásbjörn segir mikla grósku vera í
hvalaskoðunarferðum á Íslandi og
um allt land hafi orðið veruleg
aukning frá því í fyrra sem þó var
metár. Um 44.000 manns fóru í
hvalaskoðunarferðir á síðasta ári
og býst Ásbjörn við fjölgun á þessu
ári. 25% aukning var á hvalaskoð-
unarferðum á milli áranna 1999 og
2000 og segist Ásbjörn eiga von á
15 til 20% aukningu aftur í ár.
„Það stefnir allt í að það verði
vel yfir 50 þúsund ferðamenn sem
fara út á sjó í sumar til að fá þessa
náttúruupplifun.“
Þriggja ára samstarfsverkefni
Hafrannsóknastofnunar og Hvala-
miðstöðvarinnar á Húsavík lýkur
formlega í haust en Ásbjörn segir
þá Norðanmenn munu halda
áfram starfinu.
„Við erum að vonast til að geta
sent allar upplýsingarnar um hval-
ina þ.m.t. myndir til Bandaríkj-
anna, Azor-eyja, Frakklands og
Spánar þar sem rannsóknir á hvöl-
um fara fram og sjá hvort við get-
um komist að því hvaðan hvalirnir
koma en þeir koma ýmist frá vest-
urströnd Evrópu eða austurströnd
Bandaríkjanna. Áhuginn er mikill
og skemmtilegt starf fyrir hönd-
um.“
Morgunblaðið/Heimir Harðarson
Hnúfubakur sýnir sporðinn í kvöldsólinni á Skjálfandaflóa.
Hvalarannsóknir með
persónulegu sniði