Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 33

Morgunblaðið - 27.06.2001, Page 33
farsælt. Hann hlaut ýmsar viður- kenningar hér á landi og erlendis vegna starfs síns og félagsstarfa. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að starfa með þeim bræðrum Hann- esi og Ólafi á vettvangi fjölskyldu- fyrirtækisins. Ég þakka Óla sam- fylgdina og þær mörgu minningar sem honum tengjast. Megi Guð blessa hann og hans nánustu. Agnar H. Johnson. Hann Ólafur föðurbróðir minn var stórmenni. En hvað gerir menn stóra? Er það starfsframi eða aðrar vegtyllur? Af þeim fékk Óli frændi nóg. Hann var virtur og hæfur stjórnandi. Um það verður ekki deilt. En það gerði Óla ekki að stór- menni í mínum huga. Í spor hans á stjórnunarsviðinu mun fljótt fenna eins og reynslan sýnir með aðra stjórnendur. Það sem gerði frænda minn að stórmenni voru gjafirnar sem hann gaf þeim sem hann um- gekkst með ómældri gamansemi, brosi, virðingu, ást og hlýju. Í þau djúpu spor sem hann markaði í huga þeirra sem kynntust honum fennir aldrei. Þar verður hann alltaf stór- menni. Ég get eiginlega sagt að ég hafi kynnst Óla frænda tvisvar. Fyrst sem barn og síðan að nýju sem full- orðinn maður. Þegar ég rifja upp kynni mín af honum á æskuárunum get ég varla fundið í huga mér nokkra minningu um hann með al- vörusvip. Hann var sífellt að sprella við alla í kringum sig með látbragði, geiflum og töfrabrögðum. Ógleym- anlegar eru stundirnar þegar hann lék heilu gamanþættina og allir í kring engdust af hlátri. Svo vinsæll var hann að vinir mínir sátu um að fylgjast með fjörinu þegar hann kom í heimsókn. Án þess að sambandið í fjölskyld- unni hafi nokkru sinni slitnað má þó segja að ég hafi kynnst frænda mín- um á nýjan leik á fullorðinsárum. Öðlaðist ég þá vin sem tók mér þann- ig að ég merkti aldrei að á milli okk- ar væri aldursmunur. Margs er að minnast en minnisstæðust er veiði- ferð í Laxá sem Óli og Dúra buðu okkur Bobbu í. Ferðin hófst með höfðinglegri kvöldveislu á Akureyri daginn áður en veiðitíminn hófst. Lagði sú kvöldstund línuna fyrir það sem á eftir fylgdi. Ferðin með Óla og Dúru var á allan hátt ógleymanleg skemmtun og einstakt að fylgjast með frænda í því umhverfi þar sem hann naut sín hvað best. Núna þegar samfylgdinni við góð- an dreng lýkur sendum við Bobba Dúru og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð al- máttugan að veita þeim styrk. Ólafur Haukur Johnson. Í dag lútum við höfði og kveðjum heittelskaðan föðurbróður og sér- stakan vin. Þrátt fyrir að okkur væri ljóst síð- astliðna mánuði að Óli okkar myndi fara frá okkur er erfitt að takast á við þá staðreynd að hann er horfinn úr okkar lífi. Við söknum hans. Við söknum einstaks bross hans og kímni, við söknum hlýju hans og ein- lægrar vináttu. Hjartfólgnar minningar um hann dvelja áfram með okkur, sé það með honum heima, í faðmi fjölskyldunn- ar, eða í laxveiði, golfi, á ferð um Ís- land eða erlendis. Ólafur kom heim frá Bandaríkj- unum til þess að setjast hér að og taka við stöðu bróður síns, Friðþjófs, sem forstjóri fyrirtækisins Ó. John- son og Kaaber. Friðþjófur var þá haldinn banvænum sjúkdómi og lést þegar ég, Þóra, dóttir Friðþjófs, var aðeins 13 ára. Ólafur var og hefur ávallt síðan, ásamt Guðrúnu og börn- um þeirra, verið óaðskiljanlegur hluti af lífi mínu og síðar okkar beggja hjónanna eftir að Joachim kom til Íslands í fyrsta sinn og sam- einaðist fjölskyldunni árið 1964. Við hugsum til samverunnar á liðnum áratugum. Minningin um hana lifir lengur en sorgin og sárs- aukinn. Sorgin skal ekki buga okkur þótt náinn ættingi og vinur hafi yf- irgefið okkur. Við höfum tilhneig- ingu til að gleyma því að hinn látni dvelst nú þar sem samkvæmt okkar kristinni trú ekki fyrirfinnast erfið- leikar, tregi og sársauki, heldur frið- ur og gleði. Þess vegna megum við fagna endalokum árangursríks og ham- ingjusams lífs Ólafs. Með virðingu og þökk. Þóra F. Johnson Fischer og Joachim Fischer. Það kom engum á óvart sem til að- stæðna þekktu að hann frændi minn skyldi nú hafa fengið hvíldina en það sem kom á óvart var hversu ungur hann var, hann sem alltaf hafði verið ímynd hinnar eilífu æsku. Ólafur var aðeins 13 árum eldri en ég. Hann var í minni barnæsku einn margra ættingja minna sem bjuggu í Bandaríkjunum. Mér er það í fersku minni er hann fluttist heim til Ís- lands, þá rúmlega tvítugur maður. Fljótlega tók hann við mig sérlegu ástfóstri sem varði alla okkar tíð. Frá Bandaríkjunum kom hann út- skrifaður úr viðskiptafræðum og herskóla og með mikinn ævintýra- ljóma yfir sér enda kunni hann að segja frá svo allir heilluðust. Fljótlega eftir heimkomuna giftist hann Dúru og hófu þau búskap sinn í kjallaranum á Miklubraut 15, stutt frá mínu heimili. Ég fór að venja komur mínar þangað, ekki síst til þess að fá að fara í bíltúr með honum á flottasta bíl bæjarins, tveggja dyra Chevrolet. Svo fór að fjölga hjá þeim og var ég þá stundum valinn barnapía þegar ungu hjónin vildu komast eitthvað út. Börnunum fjölgaði og þau fluttu á Nesveginn. Þar var alltaf opið hús fyrir alla til þess að fylgjast með am- eríska sjónvarpinu sem var fáséður hlutur þá. Ólafur fylgdist alltaf með mér og mínu lífi. Eftir stúdentspróf var eins og hann skynjaði að ég myndi ekki una mér í lagadeildinni og bauð hann mér starf á skrifstofu nýstofnaðs fyrirtækis, Norðurstjörnunnar hf., sem var að reisa stóra verksmiðju í Hafnarfirði. Þegar hún var fullbúin var ekki lengur þörf fyrir mig þar og bauð hann mér þá starf hjá O. John- son & Kaaber hf. sem sölumaður í matvörudeildinni og síðan fluttist ég í raftækjadeildina, Heimilistæki hf., og var því meira og minna undir hans stjórn í nær 13 ár. Það fór ekki hjá því að Ólafur mót- aði mann mikið á þessum árum. Fékk ég þarna allar grunnhugmynd- ir mínar um hvernig á að reka fyr- irtæki og á ég honum mikið að þakka í því efni. Ég veit að svo er um okkur alla sem störfuðum með honum á þessum árum. Hann hvatti okkur til dáða og að hafa heiðarleika í öllum viðskiptum að leiðarljósi, var fyrir- mynd okkar og honum vildum við líkjast. Starfsandinn var frábær og vinn- an krefjandi. Hápunkturinn voru þó árshátíðarnar sem fyrirtækin héldu eða réttara sagt boðin heima hjá Óla og Dúru á eftir þeim. Þeirri gestrisni gleymir enginn sem tók þátt og alltaf var Óli hrókur alls fagnaðar með nýja brandara í öllum samræðum. Á þessum árum eignuðust þau hjónin sumarbústað við Þingvalla- vatn. Oft buðu þau mér þangað til þess að veiða en það var uppáhalds- sport Óla og var hann mjög fiskinn, bæði á lax og silung. Þarna gat verið von á stórum urriða á vormánuðum og náði Óli í slíka fiska þótt ég færi fisklaus heim. Óli var mikill fjölskyldumaður. Sem dæmi gaf hann út í mörg ár fréttabréf um fjölskyldumálefni og voru áskrifendurnir flestir ættingjar sem bjuggu erlendis. Ég er þakklátur að hafa átt þess kost að kynnast þessum ágæta föð- urbróður mínum og ekki síst hans góðu konu, Dúru. Það var mikil reisn og gleði sem fylgdi þeim alltaf og þeirra fallega heimili með börnunum fjórum. Fjarstödd sendum við Elísabet þeim öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Örn Johnson. Vinur minn Ólafur Johnson er lát- inn og vonandi líður honum nú betur en honum hefur liðið að undanförnu. Ég kynntist Óla fyrst á sjöunda ára- tugnum í pókerspilaklúbbi sem var starfræktur alveg fram á síðasta ár. Á þessum tíma rak Óli stærstu heild- verslun landsins og ég var að stofn- setja mína heildverslun, Íslensk-am- eríska. Hann tók mér strax vel en nokkrir af hans góðu kostum voru að hann var jafn við alla og var aldrei með sýndarmennsku. Óli hefur í mínum huga alltaf verið einstakur maður og menn eins og hann hittir maður ekki oft á ævinni. Við höfum í gegnum tíðina farið í skemmtilegar laxveiðiferðir saman, en laxveiðin hefur verið hans yndi, það var alltaf gaman að vera í félags- skap hans. Ég talaði við hann snemma á þessu ári og ræddi það við hann hví- lík hremming það væri að fá þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. Hann svaraði eins og sannur póker- spilari: „Þannig eru spilin gefin.“ Ég og fjölskylda mín eigum eftir að sakna þessa góða drengs. Við vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Bert Hanson. Hann var fermdur í New York ár- ið 1944, ásamt Helgu systur sinni, af Sigurgeiri biskup, sem var þar staddur. Mér er ljóslifandi minning- in um þessa kristilegu athöfn. Fal- legur fermingardrengur í fallegri kirkjunni á sólbjörtum degi. Þetta var fyrsta endurminningin, sem kom í huga minn við fregnina um andlát Ólafs Ó. Johnson. Síðan tóku við námsárin í Bandaríkjunum hjá Ólafi og það var ekki fyrr en hann fluttist heim, að kynni okkar urðu nánari. Að kynnast honum í starfi, félags- skap og í vinahópi var mér, drjúgum eldri manni, einhver sérstök tilfinn- ing. Ólafur var vel gerður glæsilegur maður, tryggur vinur, glaðvær og skemmtilegur, þegar hann vildi það við hafa. Hann hafði góða frásagn- arhæfileika og kímnigáfa hans var það, sem ég vildi kalla prúðmannlega kímni, aldrei á kostnað annarra. Já, prúðmennskan var eitt af persónu- einkennum hans. Mikil ábyrgð var lögð á herðar Ólafs tæplega hálfþrítugum, þegar hann tók við stjórn fyrirtækis fjöl- skyldunnar, við fráfall Friðþjófs bróður síns. Mér var vel kunnugt um að það óx honum í augum, starfið sem var framundan, að stjórna jafn- stóru fyrirtæki með takmarkaða reynslu að baki. En það er fátt, sem lýsir betur hvern mann og hvaða þrautseigju Ólafur hafði til að bera, jafnvel og hann leysti það af hendi. Og tiltölulega ungur að árum, á þess tíma mælikvarða, fékk hann fyrir- tækið sonum sínum í hendur í blóm- legum rekstri. En fáir afreka einir það sem ber verk þeirra hæst, ekki heldur Ólafur. Við hið sér átti hann Guðrúnu og sameiginlega byggðu þau sér glæsi- legt heimili, sem unun var að heim- sækja. Og börnin þeirra eru vottur um kærleiksríkt hjónaband. Fátt er dýrmætara en einlæg vin- átta. Ég er djúpt snortinn við minn- inguna um tíðar heimsóknir Óla og Dúru til Nannýjar minnar í veikind- um hennar, sem glöddu hana inni- lega, og ekkert lát var á, þó Ólafur væri farinn að kenna sjúkdóms síns. Blessuð sé minning Ólafs Ó. Johnson. Almáttugur Guð styrki og huggi Guðrúnu og börnin í sorg þeirra. Bjarni Björnsson. Andlát vinar míns, Ólafs Ó. John- son, kom hvorki mér né nánustu fjöl- skyldu hans á óvart. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða og vonlaust var um bata þó leitað hafi verið til bestu sérfræðinga hérlendis og í Bandaríkjunum. Ég kynntist Ólafi fyrir um það bil 30 árum við spilamennsku í sjö manna póker- klúbb. Spilað var á tveggja vikna fresti, en ekki voru fjárhæðirnar há- ar hverju sinni. Ólafur var mjög vin- sæll í okkar hópi, ekki síst vegna glettni sinnar og heiðarleika í alla staði. Brandarar hans voru óborgan- legir og komu öllum í gott skap. Hans var saknað þau spilakvöld sem hann var fjarverandi. Eins og fyrr hefur komið fram kynntist ég honum fyrst við spilaborðið, en síðar meir varð vinskapur okkar og hans fjöl- skyldu nánari, enda var ég læknir hans og fjölskyldu hans um árabil. Frá mínum yngri árum minnist ég Ólafs og Dúru á gangi í miðbænum en þar þóttu þau eitt glæsilegasta parið á „rúntinum“. Þá var Ólafur nýkominn frá námi í Bandaríkjunum og tók skömmu síðar við forstjóra- stöðu hjá Ó.Johnson og Kaaber. Ólafur var mjög vinsæll í sínu fyr- irtæki og í öðrum fyrirtækjum þar sem hann var í stjórn, t.d. Morgun- blaðinu og Flugleiðum, svo fátt eitt sé nefnt. Mikla hæfileika þarf til að stjórna stóru fyrirtæki. Til þess hafði hann margt til brunns að bera svo sem sanngirni, heiðarleika og lít- illæti. Ólafur átti mörg áhugamál auk spilamennskunnar. Meðal annars var hann afburðasnjall fluguveiði- maður og áttum við margar góðar stundir saman við Laxá í Kjós í gegnum árin. Seinni árin stundaði hann golf af miklum móði þar til hann varð að hætta vegna þessa ill- víga sjúkdóms sem að lokum dró hann til bana. Það er svo margs að minnast varð- andi vinskap okkar og hans fjöl- skyldu að erfitt er að rekja það allt. Ég held að ég hafi sjaldan kynnst jafn drenglunduðum og góðum manni sem Ólafi heitnum, vini mín- um. Ég bið Guð að lina sorg Dúru, barnanna þeirra, barnabarna og annarra náinna skyldmenna. Haukur Jónasson. Kveðja frá Samtökum verslunarinnar – FÍS Erfitt er fyrir þá kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, að gera sér í hug- arlund það ástand er ríkti í verslun og viðskiptum á Íslandi við upphaf síðustu aldar. Stór hluti verslunar- innar var þá í höndum danskra kaup- manna en eftir aldamót komst hún smám saman í íslenskar hendur. Þessa þróun má ekki síst þakka ung- um frumkvöðlum sem höfðu áræði og dugnað til þess að stofna heild- verslanir og ryðja sér þannig til rúms á þröngum markaði. En hitt skipti ekki síður máli að nú var kom- in ný tækni, símasamband við erlend ríki, en hún auðveldaði mjög öll við- skipti og bætti þjónustu við við- skiptavini. Ein þessara heildverslana var Ó. Johnson og Kaaber en hún var stofn- uð árið 1906 og er nú elsta starfandi heildverslun á Íslandi. Er ekki of- mælt að fyrirtækið sé samofið sögu íslenskrar verslunar á síðari tímum og Félags íslenskra stórkaupmanna. Fyrirtækið varð brátt mjög um- fangsmikið og enn, 95 árum síðar, blómstrar það og stendur styrkum fótum. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið í fremstu röð heildverslana og forsvarsmenn þess staðið fyrir ýms- um nýmælum í íslensku atvinnulífi, ekki einungis í verslun og viðskipt- um, heldur einnig í iðnaði. Árið 1924 stofnaði fyrirtækið kaffibrennslu, sem var hin fyrsta sinnar tegundar í landinu, og um langt skeið var allt það kaffi, sem Íslendingar drukku, brennt þar og malað. Margt hefur þó gerst í verslun og viðskiptum á þeirri tæpu öld sem lið- in er frá stofnun fyrirtækisins. Um miðja öldina hnepptu stjórnvöld við- skiptalífið í viðjar haftastefnu og skömmtunar af öllu tagi. Þetta kerfi, sem var við lýði um áratugaskeið, hamlaði vexti og viðgangi íslenskrar verslunar auk þess sem lagðar voru álögur á atvinnugreinina, langt um- fram það sem eðlilegt gat talist. Af- leiðingin af þessu slæma kerfi var hátt verðlag í landinu sem rýrði lífs- kjör almennings. Það var við þessar aðstæður sem Ólafur kom til starfa á vettvangi ís- lenskrar heildverslunar og milli- ríkjaviðskipta. Eftir að hafa stundað nám í Bandaríkjunum á árunum 1945-52 gerðist Ólafur sölumaður hjá Ó. Johnson og Kaaber og síðar fulltrúi. Hann varð forstjóri fyrir- tækisins árið 1955 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1991. Ekki þarf að hafa mörg orð um hæfni Ólafs í viðskiptum, í þeim efn- um nægir að líta á vöxt og viðgang fyrirtækisins undir stjórn hans og fjölmörg önnur viðfangsefni sem hann tók sér fyrir hendur á for- stjóraferli sínum. Það var þó alls ekki auðvelt að stýra heildverslun eða öðrum fyrirtækjum í umhverfi þar sem margt var háð duttlungum stjórnvalda. Stjórnun slíkra fyrir- tækja var heldur ekki vandalaus þegar loks tók að rofa til og dregið var úr höftum, skömmtunum og ann- arri opinberri miðstýringu á mark- aði því þá voru sum þeirra orðin svo samdauna gamla kerfinu að þau náðu ekki að fóta sig í nýju umhverfi. Þrátt fyrir margvísleg höft tókst Ólafi og samstarfsfólki hans með framsýni og dugnaði að sækja fram enda óx fyrirtækið og dafnaði undir stjórn hans. Það er því ekki undar- legt að margir stórkaupmenn litu til Ó. Johnson & Kaaber og annarra fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar sem góðrar fyrirmyndar. Þótt verstu höftin væru aflögð á tímum Viðreisn- arstjórnarinnar á sjöunda áratugn- um voru margvísleg höft enn við lýði fram eftir níunda áratugnum og viss- ar leifar þess héldust allt fram á hinn tíunda. Baráttunni gegn höftunum lauk þó með fullum sigri skynsem- innar og þar áttu forystumenn eins og Ólafur mikinn hlut að máli. Verslunarhættir eru nú allt aðrir en þegar Ólafur valdi sér viðskipti að starfsvettvangi. En markmiðið er hið sama; að sjá neytendum fyrir góðri vöru á eins hagstæðu verði og unnt er og að því keppti hann alla tíð. Ólafur naut mikillar virðingar í at- vinnulífinu og var eftirsóttur til margvíslegra trúnaðarstarfa. Félag íslenskra stórkaupmanna átti því láni að fagna að njóta velvilja hans og starfskrafta að því leyti. Var það stórkaupmönnum því sérstakt ánægjuefni þegar hann var kjörinn heiðursfélagi fyrir vel unnin störf í þágu verslunarinnar. Ólafur var hæglátur maður, annálað ljúf- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 33  Við fráfall vinar míns Ólafs Ó. Johnson rifjast upp okkar löngu kynni og samstarf í áratugi. Það mun hafa verið árið 1958 sem Ólafur hóf að sækja aðalfundi Ár- vakurs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins. Sýndi hann þegar mik- inn áhuga á að standa með okkur meðeigendum sínum í félaginu að vinna að farsælli lausn mála varð- andi útgáfu Morgunblaðsins. Hann var kosinn 1958 sem endur- skoðandi úr hópi hluthafa, síðan varastjórnandi 1963 og sat í aðal- stjórn félagsins 1971 til 2000. Hið ágætasta samstarf og sam- hugur tókst í stjórnarstörfum og lagði Ólafur sig ávallt fram um að standa heilshugar að öllum fram- fara- og framkvæmdamálum þannig að þau yrðu til mestra heilla. Allir stjórnarmenn sem með Ólafi störfuðu minnast hins skemmtilega og góða félaga, jafnt í stjórnarstörfum og á öðrum vett- vangi þegar menn hittust á góðum degi við laxveiðar eða af öðru til- efni. Menn gerðu sér ljóst að síðustu ár Ólafs voru honum og fjölskyldu hans afar erfið, þegar hann barð- ist við hinn illvíga sjúkdóm sem varð honum að aldurtila. Við Agnes, svo og við öll er með Ólafi störfuðum í Árvakursstjórn- inni, kveðjum hann með miklum söknuði og sendum Guðrúnu og börnum þeirra, Friðþjófi, Gunn- laugi, Ólafi og Helgu Guðrúnu og fjölskyldum þeirra, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ólafs Ó. Johnson. Haraldur Sveinsson, stjórnar- formaður Árvakurs hf. KVEÐJA FRÁ STJÓRN ÁRVAKURS HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.