Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 35
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
✝ Arndís Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
17. júní 1924. Hún lést
á Landakotsspítala
19. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sesselja Stefáns-
dóttir, f. 29.4. 1890, d.
2.1. 1965, og Guð-
mundur Jónsson, f.
5.6. 1884, d. 14.9.
1929. Fimm ára göm-
ul fór hún í fóstur til
Málfríðar Bjarnadótt-
ur, f. 13.3. 1887, d.
3.3. 1971, og Jóns
Benjamínssonar, f. 25.8. 1878, d.
24.3. 1956. Systkini Arndísar voru
Ívar, f. 1912, látinn, Kristín Guð-
rún, f. 1913, látin, Hans, f. 1914,
látinn, Guðfinna, f. 1916, látin,
Guðmundur, f. 1920, Jóna Guð-
björg, f. 1921, Magga, f. 1923, Jón,
f. 1926, látinn, Susie, f. 1928.
Hinn 24. apríl 1952 giftist Arn-
dís eftirlifandi eiginmanni sínum,
Ólafi Bjarnasyni frá
Grund á Kjalarnesi,
f. 14.5. 1924. Foreldr-
ar Ólafs voru Helga
Finnsdóttir, f. 25.12.
1891, d. 11.3. 1967,
og Bjarni Árnason, f.
21.11.1883, d. 8.2.
1925. Stjúpfaðir
Ólafs var Guðjón Sig-
urjónsson, f. 14.9.
1888, d. 2.8. 1972.
Börn Arndísar og
Ólafs eru Jón Finnur,
maki Þóranna Ing-
ólfsdóttir og eiga þau
fjögur börn og eitt
barnabarn; Ólafur, hann býr í for-
eldrahúsum; Kristín Guðrún, maki
Guðni Birgir Svavarsson og eiga
þau þrjú börn. Dóttir Ólafs frá
fyrra hjónabandi er Helga, maki
Pétur Örn Jónsson og eiga þau
tvær dætur og fimm barnabörn.
Útför Arndísar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Dísa mín, nú er komið að
kveðjustund, allt allt of fljótt, það
hefði verið svo gaman að hafa þig hjá
okkur áfram, deila með þér lífinu, já
lífinu sem þú lifðir svo lifandi. Líf
þitt var reyndar ekki alltaf dans á
rósum, en ég held að rósirnar hafi
verið svo miklu fleiri en þyrnarnir.
Þú varst glæsileg kona, hafðir
gaman af að punta þig og allt í kring-
um þig. Það sópaði að þér hvar sem
þú komst, flottust. Og svo elskaðirðu
hann Óla þinn svo mikið, enda ekki
nema von, þvílíkur öðlingur sem
hann er, hans missir er mikill, eins
og okkar allra.
Þú barðist fyrir Óla son ykkar sem
hefur verið fjölfatlaður frá fæðingu
og ég veit að þú gafst aldrei upp þótt
þú kæmir að lokuðum dyrum oftar
en ekki og baráttan heldur áfram.
Við áttum allavega eitt sameigin-
legt áhugamál og það var frumburð-
urinn þinn, sem þér þótti svo ógn-
arvænt um, við áttum hann saman,
ég lofa að gæta hans vel.
Ég veit að þú vakir yfir velferð
okkar og þú mátt treysta því að við
stöndum þétt saman.
Við þökkum þér kæra hvern dag hverja
nótt
við kveðjumst um sinn hér í heimi.
Hjartkæra mamma, já hvíl þú nú rótt,
og heilagur drottinn þig geymi.
Kæra, góða vina, þú kölluð varst á brott,
nú kalin við á hjarta eftir stöndum.
Við söknum þín svo ákaft og sorgin ber
þess vott,
hve sálir manna oft hnýtast
tryggðarböndum.
(Una S. Ásmundsdóttir.)
Hvíl þú í friði, elsku tengda-
mamma.
Þóranna.
Ég vil byrja þessi orð með að
segja við þig, elsku amma mín, hvað
ég sakna þín mikið. Þetta byrjaði allt
með því þegar þú veiktist af Alz-
heimer fyrir nokkrum árum en ekki
varð það svo slæmt í fyrstu en svo
versnaði það enn meira og þú svafst
tímunum saman. En loks fékkstu að
fara á betri stað eftir erfiða baráttu
við Alzheimer. En lítum á góðu
stundirnar sem við upplifðum með
þér.
Alltaf man ég þegar við systkinin
gistum hjá ykkur afa og þú smurðir
oft handa okkur ristað brauð með
smjöri og osti og þú lést alltaf mikið
smjör á brauðið því þér þótti smjör
svo gott en okkur líkaði ekki eins við
smjörið og þér. Eitt sinn sem við
systurnar komum til ykkar spurðir
þú hvort þú ættir ekki að gefa okkur
brauð með smjöri og osti og þá svör-
uðum við: Nei, nei, þetta er allt í lagi,
við getum smurt sjálfar því við erum
orðnar svo stórar.
Ég man hvað þér fannst gaman
þegar við vorum með óvænt afmæli í
sumarbústaðnum. Þér fannst nú
gaman, enda áttirðu afmæli á svo
skemmtilegum degi. Núna á afmæl-
inu þínu ætluðum við að gera eitt-
hvað skemmtilegt fyrir þig en þá
fréttum við að þú hefðir veikst
meira. Mikið urðum við sár að geta
ekki gert neitt skemmtilegt fyrir þig.
Mikið er erfitt að skilja að þú, amma
Dísa, sért farin frá okkur. Mikið man
ég eftir þér um jólin í boðinu hjá Jóni
Finni og Þórönnu þegar Þóranna og
systir hennar byrjuðu að syngja
uppáhaldslagið þitt, Dalakofann, og
Þóranna spurði þig hvort þú myndir
ekki eftir þessu lagi og þú sagðir, að
auðvitað myndir þú eftir því og
söngst með þeim.
Vertu hjá mér, Dísa, meðan kvöldsins
klukkur hringja
og kaldir stormar næða um skóg og
eyðisand;
þá skal ég okkur bæði yfir djúpið dökka
syngja
heim í dalinn, þar sem ég ætla að byggja
og nema land.
Kysstu mig ... kysstu mig. Þú þekkir
dalinn, Dísa,
þar sem dvergar búa í steinum, og vofur
læðast hljótt
og hörpusláttur berst yfir hjarn og bláa
ísa,
og huldufólkið dansar um stjörnubjarta
nótt.
Og meðan blómin anga og sorgir okkar
sofa,
er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín,
og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa
við lindina, sem minnir á bláu augun þín.
Ég elska þig, ég elska þig og dalinn, Dísa,
og dalurinn og fjöllin og blómin elska þig.
Í norðri brenna stjörnur, sem veginn
okkur vísa,
og vorið kemur bráðum ... Dísa, kysstu
mig.
(Davíð Stefánsson.)
Ég vil að þú vitir að við hugsum til
þín á hverjum degi. Þegar Svavar
hringdi í mig á þriðjudaginn vildi
hann sækja mig til vinkonu minnar
því hann þurfti að segja mér eitthvað
sem hann vildi ekki segja mér í gegn-
um símann. Ég hugsaði hvað gæti
það verið sem hann þyrfti að segja
mér. Svo kom hann og ég gekk að
bílnum og sá að hann var dapur á
svipinn og þá spurði ég hvort þú
værir dáin og það var víst það sem
hann þurfti að segja mér. Ó, hvað
mér leið illa en ég hugsaði: Núna líð-
ur henni betur, hún þarf ekki að
kveljast lengur. Svavar sagði mér að
hann hefði heimsótt þig í hádeginu á
þriðjudaginn og hann sagði að þú
hefðir bara sofið.
Ég sakna þín svo mikið að orð geta
ekki lýst því, elsku amma mín. Ég
veit að Stína systir þín beið eftir þér
og þið fóruð saman. Mikið var það
fallegt hjá henni. Mikið er nú samt
gott að þér líði betur núna, komin á
betri stað og þú þarft ekki að þjást
meira. Elín fór til Ameríku og ætlar
að vera þar í allt sumar og henni leið
svo illa að geta ekki komið í jarð-
arförina en mamma sagði við hana
að þú myndir ekki vilja að hún eyði-
legði sumarið með því að koma heim.
En þú veist að henni þykir afskap-
lega vænt um þig og hún hugsar
ávallt til þín.
Elsku amma mín, ég hef allt of
margt að segja þér. Það tæki bara
marga daga að skrifa það allt. Þetta
var bara smábrot af minningunum
mínum um þig.
Megir þú hvíla í friði. Ég elska þig
mjög mikið, amma mín.
María og Elín.
Nú ertu farin, amma mín. Ég vildi
óska þess að þú hefðir ekki veikst
svona mikið. Ég kom til þín á Landa-
kot með mömmu en þú svafst svo
vært að ég vildi ekki vekja þig. Nú
ertu farin á betri stað og ég vona að
þér líði vel þar sem þú ert núna,
amma mín. Ég mun aldrei gleyma
þér því þú varst svo góð við okkur.
Þú leyfðir okkur ýmislegt sem
mamma leyfði okkur ekki, t.d. að
horfa á sjónvarpið til miðnættis en
mamma leyfði okkur bara að horfa
til níu.
Þú varst svo góð við okkur systk-
inin að ég vildi að þessir tímar væru
ekki liðnir, en allir eldast með tím-
anum því maður getur ekki alltaf
verið ungur.
Þú varst nú ekki orðin svo gömul,
amma mín, og vonandi getur þú
sungið og dansað þar sem þú ert
núna, því þér fannst það svo
skemmtilegt.
Elsku amma mín, þetta eru ekki
mín síðustu orð sem ég skrifa til þín,
því ég veit að þú hlustar á mig þegar
ég þarf að tala við þig.
Ég mun sakna þín sárt, amma
Dísa.
Þinn
Svavar.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stef.)
Í dag kveðjum við elskulega
ömmu okkar, Arndísi Guðmunds-
dóttur.
Við kveðjum þig, elsku amma,
með miklum söknuði. Við hefðum
viljað hafa þig miklu lengur hjá okk-
ur en við vitum að nú líður þér vel og
við biðjum góðan Guð að vernda þig
og geyma.
Amma Dísa, eins og við kölluðum
þig, þú varst glæsileg, gjafmild og
góð kona. Það var líka alltaf stutt í
fallega brosið þitt til okkar og þú
varst alltaf tilbúin að bregða á leik
með okkur. Eftirfarandi orð koma
upp í hugann þegar við hugsum um
þig, amma Dísa:
Þínum anda fylgdi glens og gleði
gamansemin auðnu þinni réði,
því skaltu halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar mínu lífi lýkur
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur, já það verður
gaman.
(Lýður Ægisson.)
Við minnumst þess líka hve sam-
rýnd og góð hvort við annað þið afi
Óli voruð og við vitum að missir og
söknuður afa er mikill. Viljum við
biðja góðan guð að styrkja afa Óla og
Óla frænda í sorg sinni.
Með þessum orðum kveðjum við
þig, elsku amma okkar, og þökkum
þér fyrir samfylgdina.
Guð blessi þig
þú blóm fékkst grætt
og bjart um nafn þitt er
og vertu um eilífð ætíð sæll.
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Þín barnabörn,
Arndís Hildur, Ingólfur
Örn, Ólafur Þór og Anna
Þóra.
Nú er hún Dísa okkar búin að
kveðja, aðeins þremur vikum eftir
lát elstu systur sinnar, Kristínar.
Dísa var yngsta systir pabba, Hans
Guðmundssonar.
Dísa var aðeins þriggja ára þegar
móðir hennar varð ekkja, með tíu
börn að annast. Hún fór í fóstur hjá
þeim sæmdarhjónum Jóni Benja-
mínssyni og Fríðu, eiginkonu hans,
vestur á Sólvallagötu. Bjuggu þau
þar alla sína tíð.
Dísa giftist Ólafi Bjarnasyni og
hófu þau búskap sinn hjá Jóni og
Fríðu á Sólvallagötunni. Við syst-
urnar nutum samvista við Dísu frá
unga aldri.
Móðir okkar, Arndís Skúladóttir,
vann alla tíð utan heimilis og það
kom í hlut Dísu frænku að gæta okk-
ar. Hún var til dæmis send með okk-
ur systrum norður í Vatnsdal á
stríðsárunum og minntist hún oft
þeirra tíma, og þá með gleði.
Dísa var óvenjulega gjafmild og
greiðasöm kona. Hún var með húm-
orinn á réttum stað og ávallt
skemmtileg á góðri stund. Þess
vegna nutum við alltaf nærveru
hennar þegar fjölskyldur okkar
héldu upp á afmæli eða annan fagn-
að.
Dísa var lánsöm í lífinu þegar hún
kynntist honum Óla sínum. Þau voru
alla tíð samhent hjón og bjuggu
börnum sínum þremur, Jóni Finni,
Ólafi og Kristínu, gott heimili.
Í dag kveðjum við Dísu frænku en
minningin um góða manneskju verð-
ur eftir hjá okkur. Við sendum fjöl-
skyldunni okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Elín, Lára og Hrafnhildur
Hansdætur.
Dísa frænka mín hefur fengið
hvíld, eftir erfið veikindi, hún fjar-
lægðist smátt og smátt umheiminn
og er nú laus úr viðjum þess verald-
lega. Dísa móðursystir mín var stór-
brotin og glæsileg kona, viðkvæm,
örlynd og skiptust fljótt á skin og
skúrir í hennar skapgerð. Dísa var
þeirrar gerðar að mega ekkert aumt
sjá án þess að vilja láta gott af sér
leiða. Nokkrar konur hef ég þekkt
sem hafa gaman af því að þrífa og
pússa heima hjá sér, punktum og
basta. Dísa, sem var mjög elsk að
sínu heimili, hafði þvílíkt yndi af inn-
anhúsverkum að ég hef aldrei þekkt
annað eins. Á föstudögum var punkt-
urinn settur yfir i-ið og keypt lifandi
blóm í vasa fyrir helgina. Það þótti
jafnsjálfsagt og kartöflupokinn í
matarkörfuna.
Dísu dugði ekki að hugsa bara um
sína fjölskyldu heldur tók hún að sér
á meðan henni entust kraftar að
hugsa um heimili fyrir aðra, þreif
heilu húsin meðfram eigin búi og
naut þess.
Dísa var fljót á staðinn ef hún vissi
að flutningar eða stórþrif steðjuðu
að hjá ættingjum eða vinum, var þá
líkt og segir í auglýsingunni „eins og
hvítur stormsveipur“. Þvílíkt þrifa-
bað að koma öllu í „stand“ eins og
það heitir í okkar fjölskyldu. Engin
var ánægðari en Dísa að fá að hjálpa
til. Þegar Dísa var ung stúlka bauðst
henni starf í fínni verslun, það var
ekki lítil lukka á þeim árum að fá
verslunarstarf. Dísa hafði stuttan
stans við þá iðju, henni bauðst vist
þar sem hún gat þrifið og hugsað um
heimili, það var nokkuð betra en að-
hanga fyrir innan búðarborð. Ekki
má gleyma gjafmildinni sem var með
þeim fádæmum að helst þurfti Dísa
að leysa gesti út með gjöfum. Oftar
en ekki þegar ég var í heimsókn hjá
frænku minni sýndi Dísa mér flík er
hún hafði eignast og ég dásamaði.
Þar með var spjörinni troðið ofan í
töskuna mína, hún hafði ekkert við
þessa dulu að gera, því varð ekki
haggað.
Eftir síðustu heimsókn mína til
Dísu fann ég er heim var komið for-
láta kristalsskál í veskinu mínu.
Svona var Dísa frænka.
Dísa var næstyngst af systkinum
mömmu minnar, þrír bræður og nú
þrjár systur farnar. Auk mömmu eru
á lífi tvö systkinanna úr níu barna
hópi. Stína sem var elst systranna
lést fyrir þremur vikum. Dísa og
Stína voru svo nátengdar að aldrei
bar skugga á, það var sem þær væru
mæðgur en ekki systur. Ég trúi að
Stína taki á móti litlu systur, þær
taki upp prjónana þar sem sleppti,
séu lausar við sinn krankleika í góðu
yfirlæti hjá almættinu.
Elsku Óli, Nonni, Kristín og Óli
yngri. Guð gefi ykkur styrk.
Anna Agnars.
ARNDÍS
GUÐMUNDSDÓTTIR
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning-
@mbl.is).
Frágangur af-
mælis- og minn-
ingargreina