Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 37 ✝ Sigurgeir Axels-son fæddist á Ak- ureyri 27. maí 1926. Hann lést á heimili sínu 18. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Margrét Jónína Karlsdóttir, f. 20. apríl 1893, d. 25. ágúst 1991, og Axel Vilhelmsson, f. 21. febrúar 1890, d. 31. mars 1927. Fóstur- faðir Sigurgeirs var Arinbjörn Árnason, f. 16. ágúst 1904, d. 11. janúar 1999. Systkini Sigurgeirs eru: 1) Anna Axelsdótt- ir, f. 24. ágúst 1918. 2) Karl Jó- hannes Axelsson, f. 7. ágúst 1920, d. 5. maí 1943. 3) Páll Axelsson, f. 29. júní 1922, d. 15. júlí 1988. 4) Grettir Björnsson, f. 2. maí 1931. 5) Árni Arinbjarnarson, f. 8. sept- ember 1934. Sigurgeir kvæntist Jónínu Guð- mundsdóttur hinn 13. febrúar 1965. Jónína er fædd í Reykjavík 1. október 1942. Foreldrar hennar voru Guðmundur Böðvarsson, f. 28. október 1905, d. 12. ágúst 1980, og Sigríður Þórunn Jóns- dóttir, f. 7. ágúst 1918, d. 20. mars 1997. Börn Sigurgeirs og Jónínu eru 1) Guðmundur Þór, f. 5. maí 1962, maki Anna Friðbertsdóttir. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Linda Ósk, f. 4. nóvember 1983, og Eva Dögg, f. 12. septem- ber 1987. 2) Sigríður Margrét, f. 6. apríl 1966, d. 16. október 1966. 3) Sig- ríður Margrét, f. 6. janúar 1968, maki Jón Arason. Börn þeirra eru Sigurgeir, f. 12. ágúst 1989, og Arnór, f. 13. apríl 1992. 4) Katrín Jóna, f. 11. september 1971, maki Guðberg- ur Sigurpálsson. Áð- ur átti Sigurgeir tvö börn 1) Ægir Breið- fjörð, f. 22. apríl 1946. Fyrri kona hans var Tómasína Einarsdóttir. Börn þeirra eru Ein- ar Axel, f. 21. nóvember 1966, og Óðinn, f. 28. maí 1969. Seinni kona Ægis er Sigríður Gunnlaugsdótt- ir. Börn þeirra eru Bergþóra Linda, f. 11. október 1987, og Hild- ur Margrét, f. 9. janúar 1990. 2) Stefanía, f. 15. september 1949. Sigurgeir lauk grunnskólaprófi frá Laugarnesskóla árið 1940. Hann tók sveinspróf í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1952 og vélstjóraprófi árið 1954. Sigurgeir starfaði hjá Eimskipa- félagi Íslands frá 1955–1966, á Narfanum 1968–1970, í Vélsmiðj- unni Héðni 1974–1983 og hjá Björgun 1983–1988 og aftur hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1988 þar til hann lét af störfum. Útför Sigurgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur verið okkur og gef- ið okkur. Kveðjustundin er sár en við vitum að nú líður þér vel og þú ert hjá Siggu systur og öllum hinum ástvin- um okkar sem farnir eru. Góði Guð, blessaðu elsku mömmu og gefðu okkur öllum styrk í sorginni. Farðu í friði, elsku pabbi, við elsk- um þig. Þín börn, Guðmundur Þór, Sigríður Margrét og Katrín Jóna. SIGURGEIR AXELSSON AFMÆLI Það er glatt á hjalla þar sem hópur ís- lenskra hesta – og gleðimanna – undir forystu sjálfs land- búnaðarráðherra – ekur um miðborg Louisville, Kentucky, og hefur fyrir stafni „íslenska“ burstabæ- inn í útjaðri borgar- innar. Út um bílrúð- una blasa við skógi vaxnir ásar og græn- ar grundir, þar sem borginni sleppir. Við erum að koma úr reiðtúr á íslenskum gæðingum frá hestabúgarði Péturs Jökuls Há- konarsonar og fjölskyldu, um skógi girta troðninga þessa landa- mæraríkis á mörkum Suðurríkj- anna. Hér börðust bræður beggja megin víglínunnar í borgarastyrj- öldinni – þrælastríðinu – þrátt fyr- ir þá staðreynd að mikilmenni bandarískrar stjórnmálasögu – sjálfur Lincoln – fæddist í Ken- tucky. Það liggur vel á mannskapnum. Þýðar tenórraddir Hólasveina blandast sunnlenskum strigaböss- um í lofgjörð um skóglaus víðerni eyjunnar í norðri. Fyrr en varir blasir við íslenskur burstabær – fimm gaflöð – úr skínandi harðviði og stendur hátt ofan við glæsta heimreið. Á hlaðinu standa gest- gjafarnir, Jón Sigurður Guð- mundsson, ræðismaður Íslands í Kentucky, og kona hans, Sesselja Svana Eggertsdóttir, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn. Það er stór og mannvænlegur hópur. Þau heilsa gestum að íslenskum sið á hlaðinu og bjóða í bæinn. Það fer lítið fyrir tveimur rútuförmum að- sópsmikilla hestamanna og -kvenna þegar inn er komið, því að þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Flest komumst við fyrir á veröndinni, þar sem er fagurt út- sýni að á og skógi, þaðan sem dá- dýrin gera sig heimankomin. Framsóknarmenn eru fjölmennir í hópnum og finnst þeir þegar komnir heim í byggingarstíl Jón- asar frá Hriflu og hirðarkitekts hans, Guðjóns Samúelssonar – sjálfan Laugavatnsbæinn. Aðra minnir þetta hús á Þingvallabæinn – utan hvað þessi harðviðarhöll er sýnu reisulegri. Hvað sem því líð- ur er þetta íslenskur bær og ís- lenskt andrúmsloft, sem ríkir inn- andyra, þótt „drúpi af hússins upsum erlent regn og ókunnir vindar kveini þar við dyr.“ Hvernig má það vera að svo rammgert íslenskt hús rís hér í grænu skógarrjóðri sem nærist af rökum hita Suðurríkjanna? Það er saga að segja frá því. Það er lífs- ævintýri Jóns Sigurðar Guð- mundssonar frá Þingeyrum í Húnaþingi og konu hans, Sesselju Svönu Eggertsdóttur, sem er ætt- uð úr Borgarnesi en ólst upp við Tjarnargötuna og nam kvenlegar dyggðir við Kvennaskólann í Reykjavík. Á stríðsárunum stund- aði hún nám við heimavistarskóla í New York-fylki og í New York lágu leiðir þeirra Jóns saman. Jón og Sesselja héldu brúðkaup sitt 13. apríl árið 1946 og hafa lifað í far- sælu hjónabandi í meira en hálfa öld. Þau eiga tvo syni, Örn Eggert og Jón Sigurð jr., og dótturina Jórunni Hildu og barnabörnin eru orðin sex að tölu. Í dag fagnar Jón Sigurður áttræðisafmæli sínu í faðmi sinnar íslensku stórfjöl- skyldu í Louisville. Þess vegna eru þessi orð sett á blað til að sam- fagna honum og hinni síungu Sess- elju og fjölskyldu þeirra á þessum heiðursdegi. Reyndar er þetta fólk ekki víðsfjarri fósturjarðarströnd- um, þrátt fyrir meira en hálfrar aldar útivist. Áratugum saman hefur Jón stundað laxveiðar á Ís- landi, lengst af í sjálfri Laxá í Að- aldal. Fjölskyldan hefur líka löngum átt samastað til sumar- dvalar í Reykjavík. Örn Eggert Guðmundsson, eldri sonur þeirra hjóna, var liðsmaður í varn- arliði Íslendinga á Keflavíkurflugvelli á árunum 1970–72, í tæp þrjú ár, og neitar að tala annað en ís- lensku við landa sína. Jórunn Hilda var gift Burgess Davis, verð- bréfasala, en missti hann fyrir nokkrum árum. Jón Sigurður yngri er nautgripa- bóndi og lítur út sem slíkur, heljarmenni að burðum. Öll hafa þau haldið ætt- artengslum við Ísland og á það einnig við um barnabörnin. Reynd- ar gildir sú regla um uppeldi af- komenda Jóns og Sesselju að þeg- ar börn ná hæfilegum þroska (að ég held við sjö ára aldurinn) eru þau undantekningarlaust send til sumardvalar á Íslandi. Leiðin að heiman er enn leiðin heim á þess- um bæ. Jón Sigurður brautskráðist úr Verzlunarskólanum vorið 1938. Þá þegar réðst hann til starfa hjá frænda sínum, Jóni Loftssyni, sem var þá og lengi síðan umsvifamikill í byggingavöruverslun í Reykja- vík. Snemma á stríðsárunum leit- aði Jón til náms og starfa vestur um haf. Ferðaðist hann þá víða um Bandaríkin, allt til vesturstrand- arinnar þar sem hann vann fyrir sér um skeið í sögunarmyllu í Portland, Oregon. Þegar leið á stríðið og viðskipti við Evrópu urðu torveld skorti flest sem þurfti til bygginga og mannvirkjagerðar á Íslandi. Jón Loftsson leitaði þá til hins unga frænda síns um út- vegun á timbri, tækjum og tólum til bygginga í hinu skóglausa landi. Jón gekk reyndar svo rösklega til verks að hann útvegaði frænda sínum umboð fyrir Mack-trukka og Chrysler-glæsikerrur í kaup- bæti. Þetta varð upphafið að ævintýr- inu. Húnvetningurinn frá hinu trjálausa landi norðursins er nú einhver umsvifamesti harðviðar- heildsali í heiminum. Fyrirtæki hans og þeirra feðga, Northland Corp., rekur viðskipti um þver og endilöng Bandaríkin og Kanada, Suður-Ameríku, Japan og Suð- austur-Asíu. Allt byrjaði þetta með því að Jón réðst sem innkaupa- stjóri til trjávörufyrirtækis í Louisville sem nefndist Wood Mosaic. Þetta var um 1950. Jón taldi Sesselju á að flytja suður til sín því að þetta væri aðeins til bráðabirgða – hæsta lagi hálft ár. En innkaupadeild Wood Mosaic óx svo hratt í höndum Jóns að brátt varð hún að sjálfstæðu fyrirtæki undir heitinu Wood Mosaic Industries, með Jón í forstjóra- stólnum. Á þessum árum fór Jón vítt um heiminn til að afla fanga, til Suðaustur-Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Þetta voru ekki heim- sóknir á fimm stjörnu hótel í höf- uðborgum heldur svaðilfarir um frumskóga og þorpagrundir, þar sem við var að fást skógarhögg- menn og aðra harðjaxla sem fátt víluðu fyrir sér. Á þessum árum setti Jón upp útstöðvar til trjá- vinnslu og innflutnings í Kólumb- íu, á Filippseyjum, í Kanada, á Flórída og herjans mikla þurrk- stöð fyrir timbur á tollfríu svæði á kæjanum í sjálfri New Orleans. Árið 1964 stofnaði Jón sitt eigið fyrirtæki, Northland Corp., sem hefur í höndum hans vaxið í að verða eitt umsvifamesta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum og heiminum. Þrátt fyrir þessi um- svif hefur hann ekki gleymt gamla Fróni því að hann hefur lengi átt góð viðskipti við Húsasmiðjuna. Drengurinn, sem hafði varla séð annað en þyrrkingslega runna norðlenskra heiða í uppvextinum, er nú í fremstu röð þeirra sem þekkja á fingrum sér trjáviðarteg- undir tempraða og hitabeltisins, vaxtarskilyrði þeirra, eiginleika og meðhöndlun alla til bygginga og húsgagnasmíða. Hann er sérfræð- ingurinn sem aðrir leita til þegar vel skal vanda það sem lengi á að standa. Jón var einn af sex stofn- endum International Hardwood Product Association og forseti þess um skeið. Einnig var hann forseti National Hardwood Distri- butors Association og fram- kvæmdastjóri National Hardwood Lumber Association. Hann varð snemma í fremstu röð í sinni grein. Samt hefur hann gefið sér nægan tíma til að sitja í stjórn American Scandinavian Founda- tion, Íslensk-ameríska verslunar- ráðsins og í Þjóðræknisfélagi Ís- lendinga, en þar virðir Jón engin landamæri þar sem sá félagsskap- ur náði lengst af aðeins til Kanada. Þessi saga um harðviðarheildsal- ann frá skóglausa landinu minnir mig á annan Jón – Pál hinn sterka – þegar hann hafði ásamt víkinga- sveit sinni gersigrað afganginn af veröldinni í aflraunum á Hálanda- leikum með Skotum, en tapað símastaurakasti. Þá sagði hann sigri hrósandi Skotum sér til af- bötunar: „Sorry, en ég hef aldrei séð þessa trjádrumbi fyrr.“ Um þá Jóna báða má hins vegar segja að þeir komu – sáu og sigruðu – þótt þeir hafi farið ólíkar leiðir að settu marki. Heimanfylgjan dugði báð- um vel. Fyrstu kynni mín af Jóni Sig- urði voru þau að hann heimsótti mig í utanríkisráðuneytið og mælti fyrir tillögu sinni um að Íslend- ingar búsettir erlendis og niðjar þeirra mættu skrá sig á þjóðskrá. Við kölluðum þetta í gamni „út- lagaskrána“. Þetta heitir á emb- ættismannamáli að lögleiða tvö- faldan ríkisborgararétt. Í því felst m.a. að Íslendingur sem býr og starfar erlendis, og nauðsyn ber til að taki upp erlendan ríkisborg- ararétt skv. lögum gistilandsins, megi engu að síður halda ríkis- borgararétti í heimalandinu þótt ekki sé hann þar búsettur. Þetta myndi koma íbúafjölda Íslands yf- ir hálfa milljón með einu penna- striki og skapa Íslandi ómetanleg- an arð af vanræktum mannauði – útlögum Íslands. Ekki tókst mér að hrinda þessu í framkvæmd sem utanríkisráð- herra. En við Jónar erum ekki af baki dottnir. Um daginn sendi nafni mér úrklippu úr sænsku út- lagapressunni. Þar er því fagnað að Ríkisdagurinn sænski hefur nú leitt tvöfaldan ríkisborgararétt í lög í Svíþjóð. Lögin taka gildi 1. júlí nk. Nú heitum við Jónar á lið- veislu Davíðs og Halldórs og þing- heims við Austurvöll, að við verð- um ekki lengi eftirbátar Svía í þessu efni. Auðvitað má sjá tor- merki á þessu máli en þau eru smá miðað við þjóðarhag til frambúðar og auðleyst skv. mörgum fordæm- um. Það væri flott og verðug af- mælisgjöf til þín, nafni, ef þetta mál kæmist í höfn fyrir næsta stórafmæli þitt (er það ekki brúð- kaupsafmælið ykkar Sesselju?). Áður en veisluglaðir landar vor- ir, sem um var getið í upphafi, kvöddu gestgjafa sína, Jón og Sesselju, á hlaðinu við burstabæ- inn, kvaddi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, sér hljóðs og flutti þeim hjónum og fjölskyldu þeirra vel valin þakkarorð. Hann lagði út af hinu fornkveðna að þótt deyi fé og frændur, deyr aldrei orðstír þess, sem hefur sér góðan getið. Og að sá Íslendingur, sem haslar sér völl á erlendri grundu með þeim hætti að hann rís yfir meðalmennskuna, hann hefur einnig bætt alin við orðstír Ís- lands. Þannig maður er Jón Sigurður Guðmundsson, ræðismaður Ís- lands í heimafylki Lincolns. For- seti Íslands hefur sýnt að verk Jóns Sigurðar eru nokkurs metin með því að sæma hann fálkaorð- unni árið 1996. Við, vinir Jóns og Sesselju, heima og heiman, árnum þeim hjónum heilla á stórafmælinu og óskum þeim góðrar heimkomu til Íslands að áliðnu sumri. Jón Baldvin Hannibalsson, Washington. JÓN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Kveðja frá Rangæingafélaginu í Reykjavík Mig langar að minn- ast Ragnars Jónssonar með nokkr- um fátæklegum orðum. Ragnar var mjög virkur félagi meðal okkar, svo virkur að hann var gerður að heið- ursfélaga fyrir mörgum árum. Hann stundaði allar samkomur félagsins hvort sem voru spilakvöld, ferðalög eða dansleikir, alltaf var hann mætt- ur fyrstur manna því ekki vildi hann láta bíða eftir sér. Og ekki minnkaði þátttaka hans á seinni árum og þeg- ar félagsmenn tóku sig til að byggja sumarhús austur í Hamragörðum þá var Ragnar iðulega mættur fyrstur að morgni og jafnvel búinn að fara upp Stíg, upp á Hamragarðaheiði, þegar aðrir voru að mæta til starfa. Þar var einmitt þar sem ég kynntist Ragnari fyrst. Það var sennilega sumarið 1982 þegar ég var með föður mínum að laga gamla bæinn eftir veturinn. Þakið á hlöðunni hafði gef- ið sig og var verið að reyna að koma ásýnd bæjarins í lag. Að sjálfsögðu voru Ragnar og Sigga komin til að- stoðar, Sigga hellti upp á kaffi og bar RAGNAR HÓLM JÓNSSON ✝ Ragnar HólmJónsson var fæddur í Vestmanna- eyjum 27. desember 1914. Hann lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 9. júní síðastliðinn. Útför Ragnars Hólm fór fram frá Áskirkju mánudaginn 18. júní. fram bakkelsi og Ragn- ar hjálpaði okkur, ásamt fleirum, að koma þakinu upp og negla járnið á. Ég minnist þess enn hversu léttur hann var á sér, snöggur til verka og líkaði það ekki að vera aðgerðar- laus. Og á meðan bygg- ingu nýja hússins í Hamragörðum stóð yf- ir kom hann iðulega með í vinnuferðir og lagði hönd á plóginn. Honum líkaði vel þarna fyrir austan og á vorin þegar farið var í vinnuferðir í Hamragarða til að lakka, fúaverja eða fara yfir girðingar þá var aldrei farið nema láta Ragnar vita. Ég minnist enn þegar við stóðum saman á veröndinni, nýbúnir að fá okkur að borða, þá taldi hann upp öll örnefni milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss, þekking hans á þessu svæði var mik- il. Það var notaleg stund og hana geymi ég í hjarta mínu og rifja upp með sjálfum mér þegar ég dvel í hús- inu okkar. Ég þakka þér fyrir stuðninginn sem þú veittir okkur í stjórn, þú sagðir alltaf að það þyrfti að styðja við bakið á unga fólkinu til að það fengi orku til að halda félagsstarfinu gangandi. Og fyrir hönd félagsins þakka ég þér, Ragnar, fyrir öll þau óeigingjörnu störf sem að þú hefur unnið fyrir félagið og allar stundirn- ar sem þú hefur gefið okkur. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Haukur Ólafsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.