Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
B ú s e t i h s f .
S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8
w w w . b u s e t i . i s
Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði!
umsóknarfrestur til 10. júlí
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Aðeins þarf að skila
umsóknarblaði vegna íbúða með almennum lánum. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að
skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða.
Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. júlí kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19.
Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti
gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns.
3ja herb.
Nýtt hús!
Kristnibraut 67, Reykjavík
91m2 íbúð 306 Almennt lán
Búseturéttur kr. 1.767.583
Búsetugjald kr. 73.403
Afhending 17. maí 2002
Miðholt 1, Mosfellsbæ
81m2 íbúð 103 Almennt lán
Búseturéttur:
frá 1.403.404 til 1.474.129
Búsetugjald kr. 54.386
Afhending strax
Miðholt 9, Mosfellsbæ
85m2 íbúð 101 Almennt lán
Búseturéttur kr.1.079.406
Búsetugjald kr.65.428
Afhending strax
2ja herb. 4ra herb.
Eiðismýri 22, Seltjarnarnesi
63m2 íbúð 101 Leiguíb.lán
Búseturéttur:
frá 1.132.133 til 1.194.444
Búsetugjald kr. 35.979
Afhending nóv/des
Miðholt 9, Mosfellsbæ
95m2 íbúð 303 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.716.799
Búsetugjald kr. 46.960
Afhending 1. september
Garðhús 4, Reykjavík
115 m2 íbúð 201&202Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 2.248.256
Búsetugjald kr. 50.289
Afhending fljótlega
Nýtt hús!
Kristnibraut 65-7, Reykjavík
110m2 íbúðir Almennt lán
Búseturéttur kr. 2.153.877
Búsetugjald kr. 88.877
Afhending 17. maí 2002
Íbúð með leiguíbúðalánum
veitir rétt til húsaleigubóta og
íbúð með almennum lánum
veitir rétt til vaxtabóta.
4ra herb.
Frostafold 20, Reykjavík
88m2 íbúð 606 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.365.769
Búsetugjald kr. 49.354
Afhending 1. strax
FORSÆTISNEFND Alþingis
hefur samþykkt að þingið
minnist þess sérstaklega að
5. júlí nk. eru liðin 150 ár frá
því að þjóðfundur Íslendinga
var haldinn í Reykjavík í há-
tíðarsal Menntaskólans.
Þjóðfundurinn var haldinn í
stað reglubundins fundar Al-
þingis 1851 og var sér-
staklega til hans kosið.
Á fundinum skyldi ákvarða
stöðu Íslands eftir að kon-
ungur hafði afsalað sér ein-
veldi. Þjóðfundurinn þykir
einn merkasti atburður í
þjóðfrelsisbaráttu Íslend-
inga, ekki síst fyrir einarða
afstöðu Jóns Sigurðssonar og
fylgismanna hans, segir í
fréttatilkynningu. Í anddyri
Alþingishússins er stórt mál-
verk af fundinum eftir Gunn-
laug Blöndal.
Hátíðarsamkoma verður
haldin í Menntaskólanum í Reykja-
vík fimmtudaginn 5. júlí nk. og
hefst hún klukkan 15.30. Meðal
gesta þar verða forseti Íslands, ráð-
herrar, hæstaréttadómarar, alþing-
ismenn, biskupar og fyrrverandi
þingforsetar.
Dagskráin í MR hefst með ávarpi
forseta Alþingis, Halldórs Blöndal.
Ragnheiður Torfadóttir rektor
flytur kveðju Menntaskólans í
Reykjavík, Heimir Þorleifsson
sagnfræðingur greinir frá aðdrag-
anda og umgerð þjóðfundarins,
Sigurður Líndal lagaprófessor
fjallar um viðfangsefni fundarins
og átökin sem þar urðu og Ólafur
Ásgeirsson þjóðskjalavörður les
niðurlag fundargerðar þjóðfund-
arins. Scola cantorum syngur við
athöfnina undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar.
Klukkan 17 sama dag heldur for-
seti Alþingis móttöku fyrir alþing-
ismenn, fyrrverandi alþingismenn
og fleiri gesti í Þjóðmenningarhús-
inu við Hverfisgötu. Við það tæki-
færi verður opnuð sýning á vegum
Þjóðskjalasafns og Þjóðmenning-
arhúss á skjölum þjóðfundarins.
Alþingi minnist
150 ára afmælis
þjóðfundarins
Morgunblaðið/Billi
Unnið er að undirbúningi hátíðarsam-
komu í MR í tilefni þess að 150 ár eru
liðin frá þjóðfundinum.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 13
VEÐUR mbl.is
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía