Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Gunnarsson sigraði á afar sterku helgarskákmóti TR sem fram fór helgina 23. og 24. júní og var eini keppandinn sem ekki tapaði skák á mótinu. Tefld- ar voru 9 umferðir og lauk Arnar keppni með 7½ v. Í öðru sæti varð Helgi Ólafsson með 7 v. og þar á eftir komu Helgi Áss Grét- arsson og Sigurður Páll Stein- dórsson með 6 v. Samtals tóku 23 skákmenn þátt í þessu móti sem var þriðja mótið af fimm í helg- armótasyrpu Skáksambands Ís- lands. Í mótasyrpunni í heild er Arnar Gunnarsson nú í fyrsta sæti, Helgi Ólafsson í öðru og Helgi Áss Grétarsson í því þriðja. Úrslit mótsins urðu eft- irfarandi: 1. Arnar E. Gunnnarsson 7½ v. 2. Helgi Ólafsson 7 v. 3.-4. Helgi Áss Grétarsson og Sigurður Páll Steindórsson 6 v. 5.-8. Stefán Kristjánsson, Björn Þorfinns- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Örn Úlfarsson 5½ v. 9.- 10. Guðmundur Kjartansson og Sigurjón Sigurbjörnsson 5 v. 11.- 17. Páll Agnar Þórarinsson, Jón Viktor Gunnarsson, Gísli Gunn- laugsson, Þór Valtýsson, Júlíus Friðjónsson, Jóhann H. Ragn- arsson og Leifur I. Vilmundar- son 4½ v. o.s.frv. Staðan í helgarmótasyrpunni eftir þrjú fyrstu mótin: 1. Arnar Gunnarsson 42,502. Helgi Ólafsson 30,003. Helgi Áss Grétarsson 22,504. Sævar Bjarnason 14,505. Þorsteinn Þorsteinsson 13,506. Jón Viktor Gunnarsson 11,147. Björn Þor- finnsson 10,258. Gylfi Þórhalls- son 10,009. Ólafur Kristjánsson 9,010. Sigurður Páll Steindórs- son 9,000 o.s.frv. Skákstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Ólafur S. Ásgríms- son. Fyrir nokkrum vikum birtist í skákþætti Morgunblaðsins skák þeirra Helga Ólafssonar og Arn- ars Gunnarssonar frá Holtakjúk- lingsmótinu í Mosfellsbæ. Þar hafði Helgi betur, en hér á eftir fylgir viðureign þeirra úr 7. um- ferð helgarskákmóts TR. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Arnar E. Gunnarsson Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bg5 c5 7. Bxc4 cxd4 8. Rxd4 Da5 9. Bd2 – Arnar fiskaði vel á þetta tvíeggjaða afbrigði á mótinu, því að í næstu umferð mótsins beitti hann því gegn öðrum stórmeist- ara, Helga Áss Grétarssyni, og vann þá skák. Hún tefldist á eft- irfarandi hátt: 9. Bxf6 gxf6 10. Hc1 Ke7 11. 0–0 Hd8 12. Rf5+!? exf5 13. Dh5 Be6 14. Bxe6 fxe6 15. Dxh7+ Kf8 16. Re2 Bd6 17. Rd4 De5 18. Rf3 Df4 19. Dh8+ Ke7 20. Dg7+ Ke8 21. exf5 Dxf5 22. Hfe1 Rc6 23. Rh4 Df4 24. g3 Dg5 25. Hxe6+ Be7 26. Dxg5 fxg5 27. Rf5 Hd7 28. Kg2 Kf7 29. He4 Bf6 og svartur vann mörgum tíma- hraksleikjum síðar. Upphaflega var talið að Helgi Áss hefði ekki átt meira en jafn- tefli í þessari skák, en hann hefur bent á afgerandi vinningsleið: 24. Hxe6+ Re7 (24...Be7 25. Hce1 Kd7 26. g3) 25. Hc7!! Dxh2+ (25...Hd7 26. Dg8#; 25...Bxc7 26. Hxe7#) 26. Kf1 Dh1+ 27. Ke2 og svartur er varnarlaus. 9...Db6 Þessi leikur er líklega nýjung. Áður hefur verið leikið hér 9...Dc5, t. d. 10. Bb5+ Bd7 11. Rb3 De7 12. Bd3 Rc6 13. 0–0 0–0 14. a3 Bd6 15. f4 e5 16. f5 Rd4 17. Bg5 Bc6 18. Bc4 Rxb3 19. Dxb3 Had8 20. Kh1 Bc5 21. Rd5 Bxd5 22. Bxd5 Hd6 23. Hac1 Bd4 24. Hc2 h6 25. Bxf6 Hxf6 26. Dg3 Hd6 27. b4 Hfd8 28. Db3 H6d7 29. f6 gxf6 30. Dh3 Kh7 31. Df5+ Kh8 32. Hf3 og hvítur vann (Cramling-Zhu Chen, heimsbik- armóti í Shenyang 2000). Í villtri skák, Kasparov-Mór- ózevitsj, Sarajevo 2000, varð framhaldið 9. – 0-0!? 10. Rc2 Bxc3 11. Bxc3 Dg5 12. De2!? Dxg2 13. 0–0–0 Dxe4 14. Hhg1 g6 15. Re3 e5 16. f4! Be6 17. Bd3 Dxf4 18. Hgf1 Dh4 19. Be1 Da4 20. Hxf6 Rc6 21. Hxe6 Rd4 22. Dg4 Dxa2 23. Bxg6 hxg6 24. Hxg6+ fxg6 25. Dxg6+ Kh8 26. Dh5+ Kg8, jafntefli. 10. Rc2 Bxc3 11. Bxc3 Rxe4 12. Bd4 Da5+ 13. b4 Dg5 14. 0–0 0–0 15. He1 – Hvítur hefur góða stöðu fyrir peðið, sem hann hefur fórnað, en það er ekki auðvelt á benda á góða leið til að auka yfirburðina. Ef til vill hefði hann átt að byrja á því að reka svarta riddarann til f6 með 15. f3 o.s.frv. 15...Rd6 16. Bb3 – Ekki gengur 15. Bxg7?, vegna 15. – Hd8 og hvítur tapar manni. 16. – Rf5 17. Bb2 Rc6 18. De2 b6 19. Had1 Bb7 20. g3 Had8 21. f4 – Með þessum leik veikir hvítur peðið á g3, en hann á erfitt með að bæta stöðu sína. Svartur hót- ar að einfalda taflið með því að skipta á hrókum á d-línunni. 21...Dg6 22. Bc4? – 22...Rxg3 23. hxg3 Dxg3+ 24. Kf1 Ekki gengur 24. Dg2 Dxg2+ 25. Kxg2 Rxb4+ 26. Kf2 Rxc2 o.s.frv. 24. – Dxf4+ 25. Kg1 Dg3+ og keppendur sömdu um jafn- tefli. Með því hélt Arnar efsta sæt- inu á mótinu, en hann missti af vinningsleið: 26. Kf1 Rxb4! 27. Hxd8 (27. Rxb4 Bf3 28. Dc2 Bxd1 29. Hxd1 Hxd1+ 30. Dxd1 Df4+ 31. Kg1 Dxc4) 27...Hxd8 28. Bxe6 Df4+ 29. Kg1 Rxc2 30. Bxf7+ Dxf7 31. Dxc2 Hd6 o.s.frv. Arnar Gunnarsson sigurvegari helg- arskákmóts TR Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. HESTAR SKÁK F é l a g s h e i m i l i T R HELGARSKÁKMÓT TR 23.–24. 6. 2001 TOP Reiter open, eins og mótið var kallað, endurspeglaði vel hinn mikla keppnisáhuga hestamanna en skrán- ingar voru vel á þriðja hundraðið. At- hygli vekur að ekki náðist þátttaka í slaktaumatöltið og vekur það spurn- ingar um hvort sú grein sé á útleið. Keppt var í meistara- og opnum flokki auk yngri flokkanna. Þótt keppni væri nokkuð spenn- andi í meistaraflokki er því ekki að neita að hann á nokkuð erfitt upp- dráttar. Þátttaka í þessum flokki er frekar dræm þá sjaldan að boðið er upp á hann og þegar fáir eru skráðir til leiks dregur það alltaf úr spenn- unni. Það á sér stað mikil gerjun í þessari flokkaskiptingu og kannski ekkiástæða til að rjúka til og fara að breyta þar miklu nema að vel athug- uðu máli. En af þeim sem öttu kappi gekk sumum betur en öðrum. Til að mynda gerði Vignir Siggeirsson góða ferð í Mosfellsbæinn, sigraði örugglega í tölti í opnum flokki og fimmgangi meistara eftir að hafa verið þar í fjórða sæti eftir for- keppni. Sigurður Matthíasson var drjúgur í skeiðinu, sigraði þar í bæði 150 og 250 metrunum en varð að játa sig sigraðan í fimmgangi meistara eftir að hafa setið á toppnum að lok- inni forkeppni. Hermann Þór Karlsson kom skemmtilega á óvart með nýjan hest í fjórgangnum, Prins frá Ytri-Bæg- isá. Sigruðu þeir í opna flokknum eft- ir að hafa þurft að heyja bráðabana um sæti í A-úrslitum. Atli Guðmundsson reyndi nú fyrir sér í fyrsta skipti með afmælisgjöf sem kona hans, Eva Mandal, gaf honum á sínum tíma. Er þar um að ræða gæðinginn Sprett frá Skarði en þeir fóru beint í fyrsta sætið í fimm- gangi, opnum flokki í sinni frum- raun, með fína einkunn. Og þeir héldu sínu striki vel í úrslitunum og sigruðu. Berglind Ragnarsdóttir sem ekki tímdi að fórna Bassa sínum fyrir frægð og frama á væntanlegu heims- meistaramóti sigraði örugglega í fjórgangi meistara en Sævar Har- aldsson sigraði á Glóð sinni í tölti meistara. Í yngri flokkunum voru keppend- ur frá Mána afar aðsópsmiklir og má þar nefna að í tölti unglinga voru fjórir keppendur frá Mána í úrslit- um. Auk þess voru heimamenn nokkuð atkvæðamiklir í yngri flokk- unum. Mikið var lagt í þetta mót og um- gjörð þess öll hin veglegasta. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með framkvæmd þrátt fyrir strembna dagskrá. Mótið hófst skömmu eftir hádegi á föstudag og lék veðrið við menn og málleysingja tvo fyrstu dagana. Íslandsmót eldri flokka verður haldið á Varmárbökkum eftir tæpar þrjár vikur og má gera ráð fyrir hörkumóti. Sem kunnugt er verður mótið nú haldið af einkaaðilum en ekki hestamannafélagi og verður fróðlegt að sjá hvernig til muni tak- ast. Samið hefur verið um sjónvarps- útsendingar af mótinu sem nú í fyrsta sinn verður kennt við vöru- heiti og kallast það Land Rover-Ís- landsmót. Skráningar á mótið munu hefjast í vikunni en nú verður sá háttur hafður á að hægt verður að skrá nánast fram að mótsbyrjun. Skráningarfrestur rennur út 10. júlí. Þeir sem skrá sig að þeim tíma liðn- um þurfa að greiða tvöfalt skráning- argjald. Einfalt skráningargjald verður krónur 3.000. Mána- félagar að- sópsmiklir í yngri flokkum Top Reiter-open á Varmárbökkum Mikið var um dýrðir á Varmárbökkum í Mosfellsbæ um helgina þegar haldið var hið árlega opna mót Harðar sem nú var kennt við Top Reiter. Mikil var þátttaka góðra hesta og veður hið besta lengst af. Valdi- mar Kristinsson var á bökkunum og fylgd- ist með af áhuga. Skeiðlag Spretts frá Skarði minnir mjög á föður hans, Náttfara frá Ytra-Dalsgerði. Þeir félagar Atli og Sprettur fóru beint á toppinn í frumraun sinni. Camilla Petra hefur nú lagt Fróða til hlés og mætti nú með Óliver frá Austurkoti sem er hestur heill og sigruðu þau í tölti barna. Eftir feiknagóð úrslit höfðu Vignir og Tenór, lengst til hægri, sigur í fimmgangi meistara, næstir komu Þorvaldur og Þór, Hugrún og Súla, Sigurður og Pjakkur og Berglind og Tralli. Fyrstu skref skeiðsins eru oft stigin í fimmgangi unglinga en þar sigruðu Fanney og Óðinn og næst komu Sól- ey og Prúður, Guðni og Gyllir, Sigurður og Hoffa og Hrafnhildur og Krafla. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.