Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 45
DAGBÓK
Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til
þessarar heillandi borgar á verði sem
hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Mílanó þann 13. júlí, en
greiðir bara fyrir 1, og kemst til
einnar mest spennandi borgar
Evrópu á frábærum kjörum. Frá
Mílanó liggja þér allar leiðir opnar
um Evrópu og hjá Heimsferðum
getur þú valið um gott úrval 3ja og
4 stjörnu hótela.
Verð kr. 15.207
Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1.
30.414/2 = 15.207.
Skattar kr. 2.495, ekki innifaldir.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Forfallagjald, kr. 1.800.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Síðustu sætin
Tveir fyrir einn til
Mílanó
13. júlí
frá kr. 15.207
HÓTEL TANGI
VOPNAFIRÐI
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Hótels Tanga.
Við bjóðum upp á gistingu, veitingar, bar og góða þjónustu.
Opið allt árið.
Hótel Tangi, Vopnafirði.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert varkár og vinafastur
og beitir ágætu minni þínu
óspart í þágu annarra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hláturinn lengir lífið svo
blessaður taktu sjálfan þig
ekki svona hátíðlega. Það get-
ur jafnvel virkað spaugilega í
augum annarra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert heltekinn af gróðahug-
myndinni svo ekkert annað
kemst að hjá þér. Þessu þarft
þú að breyta því lífið snýst um
svo margt annað en peninga.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gættu þess að þú gangir ekki
fram af þér í vinnunni. Það er
sannarlega orðið tímabært að
þú slakir aðeins á. Örstutt frí
mundi gera kraftaverk.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu ekki draga þig inn í deil-
ur sem koma þér ekkert við.
Þótt það freisti þín að láta að
þér kveða skaltu forðast það
því þú munt aðeins bíða
hnekki af.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Loks verður einhver til þess
að veita starfi þínu athygli.
Gakktu úr skugga um að
áhuginn sé af hinu góða og ef
svo er skaltu ekki hika við að
notfæra þér hann.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vertu ekki svo upptekinn að
þú gleymir þínum nánustu og í
raun áttu að láta þá ganga fyr-
ir öllu öðru. Þeir eru stoð þín
og stytta og hamingja í senn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Enginn er dómari í sjálfs sín
sök. Hlustaðu á það sem aðrir
hafa fram að færa og reyndu
að nýta þér það til jákvæðrar
uppbyggingar á sem flestum
sviðum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú er kominn tími til þess að
tala út um hlutina við sína
nánustu. Gerðu þeim grein
fyrir tilfinningum þínum og
láttu þá segja þér hvað þeim
finnst.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það þarf að vera ákveðið sam-
ræmi á öllum hlutum til þess
að lífið gangi átakalaust fyrir
sig. Kúnstin er að færa til þess
vegar allt sem ruggar bátn-
um.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þrjóskan kemur sér stundum
vel en getur líka verið ákaf-
lega hvimleiður galli. Reyndu
að nota hana til jákvæðra
hluta og slepptu hinum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Líttu ávallt á björtu hliðar lífs-
ins því það gerir aðeins illt
verra að mikla erfiðleikana
fyrir sér. Gakktu óhræddur á
hólm við verkefni dagsins.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það eru mjög alvarleg málefni
sem hvíla þungt á þér þessa
dagana og þú þarft að gefa þér
góðan tíma til þess að finna
lausn á þeim. En þeim tíma er
vel varið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hlutavelta
Þessir duglegu strákar söfnuðu flöskum og seldu fyrir kr.
7.776 til styrktar Barnaþorpi SOS. Þeir heita Ívar Þór Birg-
isson og Benedikt Páll Jónsson.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.205
til styrktar blindum börnum á Íslandi. Þær heita Margrét
Guðmundsdóttir og Bjarnheiður Sigurbergsdóttir.
SUM spil eru ein flækja frá
upphafi til enda og minna
helst á skákstöður, þar sem
allt er morandi í „ef-þá“
möguleikum. Hér er eitt slíkt
sem kom upp á Netinu fyrir
nokkrum árum þegar Bobby
heitinn Goldman og Paul
Soloway spiluðu sýningarleik
gegn sterkum mótherjum.
Þeir voru í vörninni gegn
fjórum hjörtum:
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ Á982
♥ D109
♦ ÁD2
♣ G105
Vestur Austur
♠ 3 ♠ DG764
♥ K32 ♥ G
♦ 97543 ♦ KG8
♣ D982 ♣ Á763
Suður
♠ K105
♥ Á87654
♦ 106
♣ K4
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Goldman kom út með einspil-
ið í spaða og sagnhafi drap
gosa Soloways með kóng
heima. Spaðastaðan var ljós
og sagnhafi spilaði strax
hjartaás og meira hjarta.
Goldman tók með kóng og
íhugaði framhaldið eftir lauf-
kall makkers. Hann gat
vissulega spilaði laufi á ás og
fengið stungu. Þá hefur vörn-
in fengið þrjá slagi og síðan
kæmi tígull í gegnum ÁD. En
sagnhafi myndi mæta því
með að drepa á ásinn, taka
hjartadrottningu, stinga lauf
heim og spila öllum hjörtun-
um. Austur lendir þá í þving-
un í spaða og tígli.
Þetta sá Goldman fyrir og
spilaði því tígli, en ekki laufi,
þegar hann var inni á hjarta-
kóng. En sagnhafi var vand-
anum vaxinn. Hann tók með
ás, svo hjartadrottningu og
spilaði laufi að kóng. Ef aust-
ur tekur strax með ás lendir
hann í innkastsþvingun í lok-
in – verður að halda í Dx í
spaða og hæsta tígul, en þá
sendir sagnhafi hann inn á
tígul og fær tvo síðustu slag-
ina á spaða. Svo auðvitað
dúkkaði Soloway. Sagnhafi
fékk á laufkóng og tók öll
hjörtun. Í fjögurra spila
endastöðu átti blindur Á9 í
spaða og Dx í tígli, en austur
Dx í spaða og KG í tígli (hann
varð að henda laufás). Þá var
einfalt að spila hvort heldur
spaðaás og spaða, eða tígli og
dúkka.
Sannarlega margslungið
spil og vel að verki staðið,
bæði í vörn og sókn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STAÐAN kom upp á EM
einstaklinga er lauk fyrir
skömmu í Ohrid í Makedón-
íu. Moldavíski stórmeistar-
inn, Viktor Bologan (2.676),
hafði hvítt gegn Sarunas
Sulskis (2.530) frá Litháen.
53. Hxf7! Skiptamunsfórnin
einfaldar úrvinnslu hvíts. Í
framhaldinu fellur hvert peð
svarts á fætur öðru: 53.
...Hxf7 54. Dxg6+ Hg7 55.
De6+ Kh7 56. Df5+ Kg8 57.
Dxe5 Hf8 58. h4 f3
59. Kh3 Hff7 60. d6
Hg1 61. Dd5! Kf8
62. d7 og svartur
gafst upp. Á síðasta
heimsmeistaramóti
FIDE bar Bologan
sigurorð af Hann-
esi Hlífari í einvígi í
fyrstu umferð. Á
EM tókst Viktori
með herkjum að
tryggja sér sæti á
næsta HM á meðan
Hannes sat eftir
með sárt ennið.
Undir eðlilegum kringum-
stæðum hefði Hannes átt
mjög góða möguleika á að
komast áfram. Hins vegar
höfðu engar ráðstafanir ver-
ið gerðar til að senda hann á
mótið fyrr en viku fyrir
brottför. Þá hafði Hannes
verið á ferðalagi í einn mán-
uð í þrem heimsálfum og
staðið sig vel á tveim firna-
sterkum skákmótum. Þótt
hann sé vel á sig kominn má
telja líklegt að álagið hafi
orðið of mikið og hann ekki
náð að sýna sitt rétta andlit
á EM.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
VORIÐ GÓÐA
Það seytlar inn í hjarta mitt
sem sólskin fagurhvítt,
sem vöggukvæði erlunnar,
svo undurfínt og blítt,
sem blæilmur frá víðirunni,
– vorið grænt og hlýtt.
Ég breiði út faðminn, – heiðbjört tíbrá
hnígur mér í fang.
En báran kyssir unnarstein
og ígulker og þang. –
Nú hlæja loksins augu mín,
– nú hægist mér um gang.
Jóhannes úr Kötlum.
Með morgunkaffinu
Þú ert of góður fyrir
mig, Jónas. Ég verð að
finna mér annan yf-
irmann til að spila við.
YUMI Koba Yashy frá Jap-
an óskar eftir pennavini á
Íslandi.
Yumi Koba Yashi,
17-19 Miyake-cho,
Fukui-shi,
Fukui-ken #910-3103,
Japan.
Japönsk kona, 22ja ára
óskar eftir íslenskum
pennavinum. Hún hefur
áhuga á Íslandi, íslenskri
menningu. tónlist og ferða-
lögum.
Yayoi Ito,
1-6-33 Boyodai,
Otaru, Hokkaido,
047-0155,
Japan.
Danskur karlmaður leitar
að Íslendingum sem safna
frímerkjum, með hugsanleg
skipti í huga.
Poul Larsen,
Egholmvej 18 B,
DK - 2720 Vanløse,
DANMARK.
Pennavinir