Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 33
tekist að ná þessari leikni, hún var
bundin persónu Magnúsar.
Það var gott að leita Magnúsar,
þegar svör þurfti að fá við spurn-
ingum úr faginu og jafnvel út fyrir
það voru þau vægast sagt af marg-
víslegum toga. Hann var fróður og
fróðleiksfús en hefði hann svarið
ekki á reiðum höndum lét hann ekki
við svo búið standa, heldur leitaði
upplýsinga í fræðiritum þannig að
aldrei fór neinn bónleiður til búðar.
Magnús var gjarnan í því óform-
lega hlutverki að sinna starfsmönn-
um stofnunarinnar vegna kvilla af
ýmsu tagi og hafði nokkra ánægju af,
en sagði þó stundum „nú verður þú
að leita alvöru læknis.“ Þetta leiðir
hugann að hans sérstæðu kímnigáfu-
og ekki fóru menn heldur varhluta af
stríðni hans. Þegar fram líða stundir
verða þessir þættir í fari hans okkur
samstarfsmönnunum að öllum lík-
indum minnisstæðastir. Það var
ógleymanlegt að setjast í kaffistof-
una og ræða málin, í hálfkæringi,
jafnvel gálgahúmor. Eftir samræður
sem þessar fóru menn léttari í lund,
jafnvel með nýja lífssýn, og tókust á
við eril dagsins með öðru hugarfari.
Þetta var ógleymanleg vin, sem sam-
starfsmennirnir sóttu í, og hverju
fyrirtæki lífsnauðsyn eigi starfs-
menn að þrífast. Eitt það síðasta sem
Magnús sagði í sínu þunga sjúk-
dómsstríði var „Ég er ekkert viss um
að ég vilji hressast mikið, þá hætta
þessar yndidlegu hjúkkur að sinna
mér,“ en hann naut þjónustu Heima-
hlynningar.
Hugur okkar er nú hjá fjölskyldu
Magnúsar. Eiginkonu sína, Guðrúnu
Salóme, kallaði hann ævinlega Dystu
og það fengum við samstarfsfólkið
líka að gera. Þótt Magnús talaði ekki
mikið um tilfinningar sínar eða
einkahagi var alltaf einhver einstak-
ur tónn virðingar og hlýju þegar
hann nefndi konu sína, það fór ekki
fram hjá okkur og barnabörnin voru
honum ofarlega í huga, ósjaldan
minntist hann t.d. á litlu prins-
essurnar.
Einlægar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar fylgja þessum minning-
arorðum.
Blessuð sé minning Magnúsar
Þorsteinssonar barnalæknis.
F.h. starfsfólks Miðstöðvar heilsu-
verndar barna.
Bergljót Líndal.
Áratugir eru liðnir þótt skammt
virðist í minni frá því að hitaveitu-
nefnd (og síðar miðnefnd) hóf funda-
höld á heimili Mumma í Hamrahlíð
13. Var þar jöfnum höndum á dag-
skrá alvarleg fræðistörf og ítarleg
skipulagning á skemmtanahaldi með
þar tilheyrandi bollaleggingum um
með hvaða hætti og eftir hvaða leið-
um, sem flestar virtust æði torsóttar,
mætti nálgast hitt kynið. Árangur
varð hlutfallslega meiri af fræða-
starfi. Þessi tíðu fundahöld voru iðu-
lega rofin af Distu sem tilkynnti að
kaffi og pönnukökur væru á borðum.
Magnús settist þá gjarnan hjá okk-
ur, kveikti sér í Chesterfields, hallaði
sér fram, lyfti brúnum með glettni í
augum og spurði tíðinda. Ekki þó
sérstaklega um námsafrek heldur
fremur um strákapör og óknytti. Í
framhaldi af því rifjaði hann upp
prakkarasögur úr austurbænum,
skólasögur og námsára, eða sagði
harðsoðnar sögur af héraðsárum.
Var sá brunnur seint þurrausinn og
margar sögurnar verið nýttar síðan
á mannamótum. Alltaf kom Magnús
fram við þessa sumpart óhörðnuðu
en sumpart ofurfullorðnu ungmenni
á jafnræðisgrundvelli. Þannig liðu
þessi skólaár með traustu athvarfi
hjá Magga og Distu í Hamrahlíðinni
sem sýndu eðlislægan höfðingsskap
og langlundargeð í verki. Engin hjón
voru jafn samhent og þau ræktuðu
garðinn sinn bæði í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu. Þau standa
ávallt fyrir hugskotssjónum í garð-
inum mikla við Hamrahlíð.
Og árin liðu fram og að því kom að
fastur atburður varð að leiða af-
kvæmin fyrir Magnús sem tók þau
út, vó og mældi og varði fyrir kvill-
um. Hann barg þeim frá eyrnabólg-
um og hughreysti í þeim þrenging-
um. Þá varð ljóst að hann ræddi
einnig við ungviðið á jafnræðis-
grundvelli. Vaxnar eru úr grasi
margar kynslóðir Reykvíkinga sem
farið hafa um hans hæfu hendur.
Eiginlega finnst manni að enginn
barnalæknir hafi verið til nema
Magnús. Og hann var alltaf flottur í
tauinu og manni virtist hann hold-
gervingur læknisins sem listamenn
túlkuðu á forsíðum Hjemmet og
Familie Journal.
Magnús Þorsteinsson var prúð-
menni í orðsins fyllstu merkingu.
Hann var hæglátur og feiminn að
eðlisfari, skarpgáfaður og fljótur að
greina kjarna málsins. Hann var
einn af þessum fágætu mönnum,
semhafði raunverulegan áhuga á því
sem viðmælandinn var að segja jafn-
vel þótt talsvert væri yngri að árum.
Alltaf þegar maður hitti hann á síð-
ari árum var sami glettnisblærinn í
svipnum og hann virtist ætla að
spyrjast fyrir um hvaða prakkara-
strik „strákarnir“ hefðu nú staðið
fyrir. Með fráfalli hans er mikill
harmur kveðinn að Distu og fjöl-
skyldunni en minning lifir um góðan
dreng.
Ásgeir Ásgeirsson.
Þegar leið mín lá fyrst í Hamra-
hlíð 13 fyrir hartnær þrjátíu árum
vissi ég það næsta eitt um heimilis-
fólkið að húsbóndi var bróðursonur
Jóhanns skálds Jónssonar en amma
húsfreyju hafði skapað sér ódauðleg-
an sess í íslenskri bókmenntasögu
með því að skvetta úr hlandkoppi yf-
ir Þórberg Þórðarson. Slíkur bak-
grunnur vakti vissulega góð fyrirheit
hjá forvitnum menntaskólastrák.
Heimsóknirnar áttu eftir að verða
margar; að öðrum bæjum ólöstuðum
fengum við, vinir miðsonarins á
heimilinu, hvergi notalegra húsa-
skjól til samfunda en hjá þeim Magn-
úsi og Distu. Á móti okkur var tekið
af einhvers konar höfðinglegu frjáls-
lyndi sem var með öllu óþvingað og
án tilgerðar. Við vorum ekki sendir
ofan í kjallara ellegar upp á háaloft
heldur leiddir í stofu og skipað þar til
sætis í sófa Jóns forseta sem fylgt
hafði fjölskyldu Magnúsar í margar
kynslóðir. Úr þessu hásæti voru síð-
an mestu alvörumál augnabliksins
skipulögð í þaula, einkum þó hvernig
tryggja mætti öruggan aðgang að
þeim lókölum sem öðrum fremur
skiptu máli fyrir lífshamingju okkar
og sálarheill á þeim árum. Varð þá
margur heimagangurinn sómi Ís-
lands, sverð þess og skjöldur.
Fáa menn hef ég hitt sem hlegið
hafa jafnskemmtilega með augunum
og Magnús Þorsteinsson; í skini
minninganna man ég hann ekki
öðruvísi en glaðan en umfram allt
prúðan. Ekki kannast ég við að hafa
séð Magnús skipta skapi en skaplaus
var hann áreiðanlega ekki. Og ekki
sá hann ástæðu til að hirta okkur
sérstaklega þegar við svo gott sem
sprengdum húsið hans í loft upp eftir
að hafa feillesið efnafræðilegar
formúlur – í þeirri viðleitni okkar að
bæta samkeppnisstöðu íslensks
heimilisiðnaðar gagnvart ríkisrek-
inni einokun á velkunnum nauð-
synjavörum.
Fráfall Magnúsar Þorsteinssonar,
á besta aldri á nútímavísu, er vissu-
lega hryggilegt. En mikill gæfumað-
ur má hann teljast að hafa aðeins
skilið eftir skínandi myndir í hugum
þeirra sem voru svo lánsamir að
njóta velvildar hans og umhyggju.
Ögmundur Skarphéðinsson.
Atvikin höguðu því svo að leiðir
okkar Magnúsar lágu saman er ég
tók við nýju starfi sem forstjóri
Heilsugæslunnar í Reykjavík í upp-
hafi árs 1992, en Magnús starfaði þá
sem deildarlæknir við barnadeild
Heilsuverndarstöðvarinnar. Því er
ekki að neita að ég kveið nokkuð fyr-
ir þessu nýja starfi en starfsemi
heilsugæslunnar hafði þá nýlega ver-
ið flutt frá Reykjavíkurborg til rík-
isins í samræmi við breytt lög. Þessi
kvíði reyndist frá fyrsta starfsdegi
með öllu ástæðulaus og réðu þar
mestu afskaplega hlýlegar móttökur
samstarfsfólksins. Fóru þar fremstir
í flokki heiðursmennirnir Gísli Teits-
son, framkvæmdastjóri, blessuð sé
minning þess mæta manns, Halldór
Hansen, yfirlæknir, og Magnús.
Gísla og Halldór þekkti ég fyrir en
Magnús aðeins af afspurn. Snemma
að morgni fyrsta dags í nýju starfi
drap Magnús á dyr hjá mér, bauð
mig hjartanlega velkominn og árnaði
mér velfarnaðar í starfi á sinn hóg-
væra en einstaka hátt. Frá fyrstu
kynnum urðum við Magnús vinir.
Þótt aldursmunur væri á okkur og
við tilheyrðum í reynd sinn hvorri
kynslóðinni náðum við einstaklega
vel saman og það segir meira um
Magnús en mörg orð og margra
dálka minningargreinar að mér varð
frá fyrsta degi mjög hlýtt til hans.
Skröfuðum við margt saman þennan
áratug sem kynni okkar stóðu, bæði
um starfið, sem og lífið og tilveruna.
Breytti engu þótt ég hyrfi til annarra
starfa 1994.
Að leiðarlokum þakka ég Magnúsi
samfylgdina og votta eiginkonu,
börnum og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð. Guð geymi góð-
an dreng.
Ingimar Sigurðsson.
Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi
aðstoðaryfirlæknir barnadeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur,
er látinn á 76. aldursári. Eftir nám í
barnalækningum og ýmis störf sem
læknir í Þýskalandi, Svíþjóð og hér á
landi kom hann á Heilsuverndar-
stöðina 1960 og helgaði henni og
ungviði Reykjavíkur starfskrafta
sína upp frá því. Fyrstu þrjú árin
starfaði hann jafnframt að sams kon-
ar verkefnum á Heilsuverndarstöð
Hafnarfjarðar.
Magnús var í forystusveit lækna á
Heilsuverndarstöðinni um langt
skeið. Gegndi hann m.a. formennsku
í læknaráði Heilsuverndarstöðvar-
innar í nokkur ár. Þar og endranær
reyndist Magnús varkár en jafn-
framt úrræðagóður. Eins og mörg
góð fyrirtæki og stofnanir hefur
Heilsuverndarstöðin sem nú er hluti
af Heilsugæslunni í Reykjavík geng-
ið í gegnum erfið breytingaskeið
bæði í ytra og innra umhverfi. Magn-
ús var ávallt einn þeirra manna sem
höfðu mikinn metnað fyrir heilsu-
verndarstarfið og sína deild. Það er
ánægjulegt að barnadeildin á
Heilsuverndarstöðinni sem hann
helgaði ævistarf sitt er nú Miðstöð
heilsuverndar barna innan Heilsu-
gæslunnar og hefur á að skipa
áhugasömu og vel menntuðu fólki
sem tekið hefur við fánanum af
Magnúsi og starfsfélögum hans í
baráttunni við sjúkdóma og fötlun
barna.
Ég kynntist Magnúsi fyrst þegar
ég kom að vinna á Heilsuverndar-
stöðinni 1979 og vorum við starfs-
félagar upp frá því, hvor í sinni grein,
að frátöldum nokkrum árum er ég
var við framhaldsnám erlendis.
Magnús var hugsunarsamur við
vinnufélaga sína og vini. Hann var
viljugur að hjálpa fólki sem til hans
leitaði ef hann taldi það á sínu færi.
Hann var glaðlyndur og hafði þægi-
lega samveru í daglegri umgengni,
enda heyrðust sjaldan hnjóðsyrði í
hans garð. Hann gerði málefni ekki
of flókin í samskiptum fólks eða
vinnu og var lítið fyrir skriffinnsku
og kerfisflækjur. Það var gott að
leita til Magnúsar og ræða málin við
hann. Góð kímnigáfa var hans sterka
hlið og bilaði hún ekki fram til hins
síðasta. Magnús bar minnsta virð-
ingu fyrir þeim sem höfðu lítið skop-
skyn. Hann hafði ætíð lag á að sjá hið
kátlega við hlutina enda er þannig
hægt að öðlast styrk til að mæta
ýmsum erfiðum úrlausnarefnum.
Hann gaf mér mörg góð ráð sem
urðu að hollu veganesti. Þá naut
kímnigáfan hans sín vel og það lærð-
ist að taka sjálfan sig ekki of hátíð-
lega.
Magnús vann heilshugar að
heilsuvernd barna í áratugi og trúi
ég að segja megi að hann hafi verið
flinkur og heppinn læknir. Hann
lagði með daglegri alúð og natni mik-
ilvægan skerf til góðrar heilsu Reyk-
víkinga á síðari hluta tuttugustu ald-
ar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu
og fyrstu. Hafi maður þvílík verkefni
og markmið og starfsfélaga eins og
Magnús er hægt að hlakka til að fara
í vinnuna dag hvern. Eftir slíkt ævi-
starf er líka hægt að kveðja þennan
heim með léttri lund.
Ég sendi fjölskyldu Magnúsar
hugheilar samúðarkveðjur.
Helgi Guðbergsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 33
01
' 22 ) & ,(*!
"#
%
!
"#$$
%
&
'
(
!) *
)
/
.((./
.
+ *(
(
*,)
-
.
+/0123/,%4,356713341/,
(,!$(
% /
6
01
'2 22
(
.$
8
*
9
)
%& ((.
, 3
4/
%& ()** /
2-5
6,
*
7 +(
(
89
3 *
:;
2 *
9
&
* ! &
.!
& /
:-
01
22 3;
"
'); .!
*
46+
:
+3 ((.
,%& !
< (
46+ )**
,
46+ )** %& !
,+,((.
.
46+ (. ,,
' (*%6()**
.!
& /
=2
22
<
'
='
8
*
9
%
((, (./
/
-
*- 9
9
*
*
'
<
$,+&
>
.((
6,
3 .*
? $/
.(
5 )**
5
( ((. ,+,
!, )**
(
( ((. ! 3
(
% )**
' *
( ()** ,
@ ((.
! A*
,,
( ()** 4A*,
'3
&
.!
! & /