Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 9 HÆKKUN á framlagi til fræðslumála í Reykjavík sam- kvæmt fjárhagsramma fyrir 2002 nemur tæplega 1,8 millj- örðum króna miðað við fjár- hagsáætlun fyrra árs. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs en hækkunin nemur 28,2%. Að sögn Sigrúnar Magnús- dóttur, formanns fræðsluráðs, vega kjarasamningar þyngst í þessari hækkun. „Við vonumst náttúrlega til að þessar hækkanir bæti skóla- starfið og efli á þá lund að við fáum fleiri vel menntaða kenn- ara til starfa,“ segir Sigrún. Hún segist þegar sjá þess merki að sú þróun sé að eiga sér stað þótt enn sé skortur á kennurum. Að hennar mati spilar fjölgun nemenda stórt hlutverk. Bæði séu stærri ár- gangar að koma inn í skólana og eins merkja skólayfirvöld fjölgun nemenda sem eru að flytja erlendis frá. Þá hefur orðið veruleg aukning í hópi ný- búa að hennar mati. Að sögn Sigrúnar má rekja hluta kostnaðarhækkana til mötuneyta sem ráðgert er að rísi í öllum grunnskólum Reykjavíkur. „Við erum að klára stjórnunarkvóta fyrir alla skóla, þ.e. ákveðna viðbót, og við erum líka að koma á mat- armálum fyrir yngstu börnin sem er nýjung. Það þýðir auð- vitað aukningu í rekstri og aukningu í mannskap.“ Að sögn Sigrúnar er eitt og hálft ár síðan fræðsluráð sam- þykkti að fara þá leið að bjóða upp á heitan mat í öllum skól- um. Að líkindum verða 9 af hverjum 10 skólum komnir með framleiðslueldhús á næsta ári. Framlög til fræðslu- mála í Reykjavík 28,2% hækkun á milli ára SEX menntaskólanemar, fimm úr MR og einn úr MH, fara til Washing- ton, höfuðborgar Bandaríkjanna, fyrir Íslands hönd í byrjun júlí. Þar fer fram alþjóðleg ólympíukeppni í stærðfræði og eru nemendurnir þessa dagana á kafi í undirbúningi. Þátttakendurnir Guðni Ólafsson, Grétar Már Ragnarsson Amazeen, Stefán Þorvarðarson, Eyvindur Ari Pálsson, Ragnheiður Helga Har- aldsdóttir, Andri Heiðar Kristinsson og varamaður Þorbjörn Guðmunds- son voru valdir eftir árangri í stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema og Norðurlandakeppni. Þau hittast þessa dagana í húsnæði raunvísinda- deildar Háskóla Íslands, hlýða á fyr- irlestra og leysa þrautir undir hand- leiðslu þjálfara. Aðspurð hvort þau hafi einhverja sérstaka æfingatækni segja þau einfaldlega „nei, við bara reiknum“. Ekki er tími til að vinna samfara æfingum en að sögn þeirra hafa þau mjög gaman af þessu. Haft hefur verið á orði að á Íslandi sé ekki lögð nógu mikil áhersla á raunvísindi í skólastarfi en liðið blæs hins vegar á þá yfirlýsingu og segj- ast þau vera bjartsýn og búist við ágætu gengi í keppninni. „Miðað við það að Ísland er minnsta þjóðin sem tekur þátt í keppninni þá erum við alveg fyrir miðju í styrkleika,“ segja þau kotroskin. Krakkarnir segjast ekki vanrækja félagslífið þó þau séu þau bestu í stærðfræði á landinu. Það sé mjög auðvelt að samræma þetta tvennt. Þau eru hins vegar ekki jafn viss um að allar námsgreinar njóti jafnrar at- hygli hjá þeim. Þeim hætti kannski til að leyfa sumum að sitja á hak- anum og leggja bara stund á það sem þeim finnst skemmtilegast. Eflaust gætu einhverjir ályktað sem svo að einungis „nördar“ væru í ólympíuliði Íslands í stærðfræði. Krakkarnir eru hins vegar mjög hressir og þvertaka fyrir það að þau séu „nördar“. „Jafnaldrar okkar hlæja bara að þessu og finnst þetta frekar fyndið en eitthvað annað,“ segja þau. Aðspurð segjast þau ekki taka stefnuna á verkfræðina heldur sé það stærðfræðin sem á hug þeirra allan. „Enda eru það aðeins þeir sem eru lélegir í stærðfræði sem fara í verkfræði,“ segja þau hlæjandi. Þegar líður að lokum spjallsins leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort þau ætli að vera í happafötum eins og Hjalti Snær sem gerði garð- inn frægan í Gettu betur. Krakkarn- ir taka dræmt í það og segjast kannski ætla að fá fötin hans lánuð. Liðið vildi þakka Reykjavíkur- borg, Kópavogsbæ og skólunum sín- um, MR og MH, fyrir góðan stuðn- ing. Alþjóðleg ólympíukeppni í stærðfræði í Washington Stærðfræðin á allan hug íslensku keppendanna Morgunblaðið/Billi Ólympíuliðið í stærðfræði. Neðri röð f.v.: Andri Heiðar Kristinsson, Ragnheiður Helga Haraldsdóttir og Grétar Már Ragnarsson Amazeen. Efri röð: Guðni Ólafsson, Stefán Þorvarðarson og Eyvindur Ari Pálsson. Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala Bankastræti 14, sími 552 1555 Fallegt úrval af vönduðum kvenfatnaði Gott verð www.oo.is Ungbarnafötin fást hjá okkur sumarkjólar — stuttermabolir — buxur — sundföt – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Sumarveisla Sérhönnun. St. 42-56 Útsalan byrjar í dag Mikið úrval af gluggatjaldaefnum Skipholti 17a, sími 551 2323 Við ráðleggjum og saumum fyrir þig Austurhrauni 3, Hfj. sími 5552866 Rýmingar á að seljast. sala Allt Lokað á laugardögum í sumar Nýjar vörur væntanlegar Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Töfraundirpils verð kr. 2.900 Opið frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16. Útsalan er hafin 30-60% afsláttur Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira er gefinn 10% aukaafsláttur Útsala - Útsala 30%-70% afsláttur ÚTSALA Grímsbæ, sími 588 8488 Útsala! útsala!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.