Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 35
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
LEGSTEINAR
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
0
- (*,
6,
=,!&*,
8B
<
'
!
-
:>
! (
#..$
! A*
!, )** !+,,
- ((.
7,
!, )** * 6
4/
((.
!, ((. -( *
!3()**
&
!, )** -,
=
((.
,+,,
2/
!3((. 4 *
/
5!3(*()**
&
.!
& /
<
/
/
4/
C'
!7.*( !
>
%
<
'
='
:?
!
"..$
- ((.
' (*
?) (
()** )7
, ((.
4A*,
(
((. ' (*
!
)()**
,
()** ,%)
!, ((.
((. &
()**
&
.!
& /
+
-
-<' 22 ;* (*!
8
%
:# *
<
'
<
2 *
!
' *
>..$
%
,
A()** ,
((.
-(
, ()**
?)
' (*
, ()**
*
, ((./
!
'2
'2- 6
%3 7
(
&* -
:>
&* *
>"$$
(* , /
Elsku Hjalti minn.
Ég ætlaði ekki að trúa
mínum eigin eyrum,
fimmtudaginn 10. maí,
þegar ég fékk þær
hræðilegu fréttir að
þú værir dáinn.
Ég var ekki búin að
þekkja þig nema í kringum sjö
mánuði en samt var eins og ég væri
búin að þekkja þig í mörg ár. Það
liðu ekki nema 2–3 vikur frá því við
kynntumst að við fórum að vera
saman á hverjum degi og fljótlega
urðum við bestu vinir.
Þú sóttir mikið í mig og það
fannst mér gott. Það var alltaf svo
þægilegt að vera í kringum þig. Þú
vildir líka oft bara liggja við hliðina
á mér og láta mig halda utan um
þig, þannig leið okkur oft best.
Þú varst allra besti vinur minn
og mér þótti og þykir enn alveg of-
boðslega vænt um þig. Þú varst
alltaf svo góður og heiðarlegur. Þú
vildir öllum vel og vildir allt fyrir
alla gera. Þú varst ekki ánægður
sjálfur fyrr en þeir sem skiptu þig
máli voru ánægðir. Við töluðum
meira að segja oft um það að þú
værir allt of góður í þér og gjaf-
mildur. Ég gerði líka mjög mikið
fyrir þig og hefði gert meira ef þú
HJALTI S. SVAVARSSON
✝ Hjalti S. Svavars-son fæddist í
Reykjavík 4. júní
1979. Hann lést 10.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju
17. maí sl.
hefðir leyft mér það.
Það skipti ekki máli
hvað það var sem þú
baðst mig um, ég
gerði það af því það
varst þú sem baðst
mig um það. Ég
treysti þér fullkom-
lega fyrir öllu, því allt
sem ég átti, áttir þú
og þú vissir það.
Þú varst alltaf svo
glaður, hress og
skemmtilegur og það
var alltaf stutt í grínið
hjá þér. Ég hef aldrei
eignast eins góðan og
traustan vin eins og þig og þú munt
alltaf eiga þinn stað í mínu hjarta.
Því miður er það þannig að þeir
deyja ungir sem guðirnir elska
mest.
Ég veit að þú passar stelpuna
þína þaðan sem þú ert núna eins og
þú gerðir alltaf hér og að lokum
ætla ég að skrifa niður brot úr ljóð-
inu „Söknuður“ eftir Jónas Hall-
grímsson sem mér finnst passa vel
við þessar aðstæður.
Lít ég það margt,
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða,
blástjörnur augum,
liljur ljósri hendi.
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
Hví var mér ei leyft
lífi mínu
öllu með þér una?
Löngum mun ég,
fyrr hin ljósa mynd
mér úr minni líði,
á þá götu,
er þú ganga hlýtur,
sorgaraugum sjá.
Elsku Hjalti, við hittumst aftur
þegar minn tími kemur.
Þín vinkona,
Helena Guðmundsdóttir.
Elsku Hinni frændi.
Það er svo skrýtið að
þú sért farinn, eins
sterkur og þrekmikill
kafari sem þú varst. Þú sem lést ekk-
ert stoppa þig svo duglegur og klár
sama hvað þú fékkst við. Þú varst
alltaf fyrsti maðurinn til að hjálpa
mér ef ég þufti á aðstoð að halda og
sýndir alltaf mikinn áhuga á því sem
ég var að gera. Og sagðir mér til ef
eitthvað mætti gera betur.
Ég get varla trúað því að stundin
sem við áttum saman á 17. júní yrði
seinasta stundin sem við ættum sam-
an. Þegar við drukkum kaffi og kjöft-
uðum saman. Það hefur vantað mikið
upp á mitt líf eftir að þú fórst. Dag-
arnir voru styttri og skemmtilegri
þegar þú komst upp í hús að hjálpa
mér og pabba að koma bílunum eða
tækjunum í vinnu. Því það var svo
gaman að umgangast þig því þú
varst svo jákvæður, hress og fljótur
að hressa mig við ef ég var dapur.
Það voru margar góðar stundir sem
við áttum saman, Ólafsfjörður, sum-
arbústaðurinn og Veiðivötn. Þar sem
við veiddum titti og drukkum „volka“
í friði frá kellingum. Við vorum bestu
félagar þó að það væru 26 ár á milli
okkar. Þú leist ávallt á mig sem jafn-
ingja. Því þú varst svo ungur í anda
og ætlaðir þér aldrei að verða
krumpudýr.
Elsku Hinni minn, ég á eftir að
sakna þín sárt en ég mun upplifa
margar góðar minningar þegar ég
hugsa um þig. Þú munt fylgja mér
þannig inn í framtíðina.
Þinn frændi og félagi,
Aron.
Nú guð ég von’ að gefi
af gæsku sinni frið
HINRIK
PÉTURSSON
✝ Hinrik Péturssonfæddist í Hafnar-
firði 6. desember
1950, hann lést í
Landspítalanum við
Hringbraut 19. júní
síðastliðinn. Útför
Hinriks fer fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðju-
daginn 26. júní.
að sársaukann hann sefi
af sálu allri bið.
Og þó að sárt sé saknað
og sól sé bak við ský
þá vonir geta vaknað
og vermt okkur á ný.
Þá ljósið oss mun leiða
með ljúfum minningum
og götu okkar greiða
með góðum hugsunum.
Elsku Hinni minn.
Það er með gnístandi
sársauka í hjarta sem
ég kveð þig nú, elsku
vinur. Þú ert farinn frá
okkur, litlu fjölskyldunni, langt fyrir
aldur fram. Alltaf varst þú reiðubú-
inn að leggja hönd á plóg ef eitthvað
stóð til, alltaf til staðar og reiðubú-
inn. Margt hefur þú reynt síðustu
mánuði, erfiðan skilnað og nú sjúkra-
húsvist vegna sykursýki í febrúar á
þessu ári. Það áfall leiddi til þess að
þú misstir minnið að hluta og mátt,
og dró það mjög úr þér allan kraft.
Kraftur var eitthvað sem einkenndi
þig, einnig dugnaður og útsjónar-
semi. Eftirsóttur varst þú í vinnu
sem kafari og líkaði þér það starf vel
og tókst að leysa það vel af hendi. Já,
margt er ósanngjarnt í þessum heimi
og andlát þitt er eitt af því sem erfitt
verður að sætta sig við. Fram undan
voru gleðistundir, við Helgi að fara
að gifta okkur og einnig Hildur og
Ingó. Það verður sárt að gera það án
þín, elsku vinur, því öll hefðum við
viljað njóta stundarinnar með þér.
Nú leggjum við á brattann með
minningarnar að vopni og vonumst
til þess að sjá sólarglætu á ný. Megi
kærleiksríkur Guð umvefja okkur
hlýju og styrk í þessari miklu sorg.
Þú komst um nótt.
Ég sá þig ekki.
En ég fann návist þína álengdar ...
Þegar þú fórst, var tómið eftir.
Og dagurinn fæddist ... en allt var breytt.
Þín
Bryndís Fanney.
Nú er komið að kveðjustund og
eru fáar eins erfiðar og þessi.
Hinrik Pétursson var mér mikil-
vægur maður, tilvonandi tengdafaðir
og traustur vinur.
Honum var mjög annt um dóttur
sína, sem og öll börnin sín, og tók
hann það vel á móti mér, að mér
fannst eins og ég væri einn af þeim.
Þegar hann hitti foreldra mína og
systkini þá var eins og þau hefðu
fundið aftur gamlan fjölskylduvin.
Það var mér mikilvægt að standa
með Hinriki við altarið og taka við
hendi Hildar frá honum því ég veit
hvað hann er henni mikilvægur, þeg-
ar ég kynntist henni fyrst barst talið
fljótt að pabba hennar og þegar þau
náðu svo aftur saman var eins og þau
hefðu aldrei verið í sundur, ég veit að
þegar stundin stóra rennur upp þá
mun hann standa þar hjá okkur.
Hinrik minn, ég lofa að hugsa vel
um dóttur þína og segja öllum tilvon-
andi barnabörnunum sögur af þér
svo að þú megir lifa að eilífu í hjarta
okkar.
Ingólfur Níels Árnason.
Árið 1976 gekk til liðs við Lions-
klúbbinn Ásbjörn í Hafnarfirði ung-
ur og kraftmikill maður, Hinrik Pét-
ursson kafari og vélvirkjameistari.
Klúbburinn var aðeins þriggja ára
gamall þegar Hinrik gekk til liðs við
hann og það var mikill akkur í því
fyrir okkur að fá Hinrik til starfa á
mótunarárum klúbbsins. Hann var
alltaf tilbúinn til þátttöku í líknar- og
fjáröflunarverkefnum á vegum
klúbbsins og hafði yndi af því að
ferðast með klúbbfélögum þegar
tækifæri gafst til. Hinrik gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
Lionsklúbbinn Ásbjörn og sat í
stjórn hans um eins árs skeið.
Um tíma fluttist Hinrik til Akur-
eyrar og sótti þá fundi hjá Lions-
klúbbi á Akureyri en skilaði sér aftur
í klúbbinn sinn, Ásbjörn, þegar hann
kom suður fyrir heiðar á ný.
Hinrik átti, eins og við öll, sín
vandamál en þau bar hann ekki á
torg. Hann var alltaf hress og kátur
á fundum og hvers manns hugljúfi.
Við félagar hans vissum að hann
hafði orðið fyrir áfalli fyrir nokkrum
mánuðum en hann hélt áfram að
mæta á fundi og gerði lítið úr veik-
indum sínum. Við töldum að hann
myndi jafna sig fljótlega og því var
það mikið áfall þegar okkur barst
fregnin um dauða hans.
Þar fór góður drengur of snemma.
Við söknum góðs félaga og send-
um fjölskyldu hans og vinum inni-
legar samúðarkveðjur á þessum
sorgardögum.
Lionsklúbburinn
Ásbjörn, Hafnarfirði.