Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 43 Just For Men hárlitunarsjampó fyrir karlmenn, sem litar gráu hárin og gefur eðlilegan lit á aðeins 5 mínútum og hver litun endist í allt að 6 vikur.  Þú gerir það sjálfur  Sáraeinfalt  Leiðbeiningar á íslensku fylgja hverjum pakka Einnig skegglitunargel sem þú burstar í skeggið og gráu hárin fá eðlilegan lit á aðeins 5 mínútum. Haraldur Sigurðsson ehf. heildverslun, símar 567 7030, og 894 0952, fax 567 9130. E-mail: landbrot@simnet.is Útsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, apótek og hársnyrtistofur Aðeins fyrir karlmenn 5 mínútna háralitun Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Útsalan Opið frá kl. 8.00–19.00 hófst í morgun Sumarnám Framhaldsskólanemar Hnitmiðað og gagnlegt undirbúningsnámskeið í stærðfræði fyrir þá sem hefja framhaldsnám í haust. Háskólanemar Fjölbreitt undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hefja háskólanám í haust. Tölvunámskeið Boðið er uppá einkakennslu og námskeið fyrir litla hópa í forritunum Excel, Autocad og stærðfræðiforritinu Maple. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan. AÐ VENJU verður boðið upp á vikulega kvöldgöngu í Viðey í kvöld, þriðjudag, og hefst ferðin við bryggjusporðinn við Klettsvör kl. 19.30. Að þessu sinni verður farið um austurenda eyjunnar og gengið með- fram suðurströndinni. Þema ferðar- innar er náttúru- og söguskoðun. Í lok ferðar verður sýningin Klaustur á Íslandi skoðuð. Fólk er beðið um að klæða sig eftir veðri og brýnt er að vera á góðum skóm. Gangan tekur u.þ.b. tvo tíma. Leiðsögnin er endur- gjaldslaus en ferjutollur er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Kvöldganga í Viðey NÝR yfirmaður, John James Waick- wicz flotaforingi, tók við varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli á föstu- dag. David Architzel flotaforingi hefur gegnt starfinu undanfarin tæp þrjú ár og tekur nú við starfi yf- irmanns öryggissviðs Bandaríkja- flota. Waickwicz lauk námi í Háskóla Bandaríkjaflota, U.S. Naval Aca- demy, árið 1974 og meistaragráðu í viðskiptafræði þremur árum síðar. Hann hóf feril sinn sem flugliðsfor- ingi og þyrluflugmaður í Banda- ríkjaflota og hefur starfsvettvangur hans einkum verið á sviði eftirlits-, björgunar- og kafbátaleitarflugs þ.á m. sem flugsveitarforingi og yfirmaður þyrluflugsveita Banda- ríkjaflota á Atlantshafi. Auk þess var hann skipstjóri á þyrlumóður- og landgönguskipinu USS Nassau um hríð. Eiginkona hans er Eleanor Durham og eiga þau tvö börn. Morgunblaðið/Hilmar Bragi John James Waickwicz flotaforingi, til vinstri, sker köku með David Architzel, fráfarandi yfirmanni varnarliðsins. Yfirmanna- skipti hjá varnarliðinu GRASAGARÐUR Reykjavíkur stendur fyrir tveggja kvölda ljós- myndanámskeiði miðvikudaginn 4. júlí og mánudaginn 9. júlí kl. 20–22. Leiðbeinandi er Anna Fjóla Gísla- dóttir ljósmyndari og mun hún fara yfir grundvallaratriði ljósmyndunar og gefa góð ráð um hvernig taka eigi ljósmyndir af plöntum. Skráning fer fram á skrifstofu Grasagarðsins. Námskeið í plöntuljós- myndun 29. JÚNÍ sl. á milli kl. 15 og 18 var ekið á bifreiðina R-64284, sem er Nissan, hvít fólksbifreið, þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus í bif- reiðastæði við Háaleitisbraut 68. 29. júní kl. 16.00 til 16.30 var ekið á bifreiðina NE-144, sem er Mazda, græn fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus á bifreiðastæði við Nettó í Mjódd. Í báðum tilvikum var horfið af vettvangi án þess að til- kynna tjónið. Þeir sem tjóni ollu eða þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar. Mánudaginn 25. júní um kl. 16:43 varð árekstur á Grensásvegi við gatnamót Fellsmúla. Bláum Dodge Caravan og svörtum og gráum Chevrolet Blazer var ekið norður Grensásveg. Báðum var ekið á vinstri akrein, Dodge bifreiðinni á undan hinni og var numið staðar við gatnamótin á rauðu ljósi. Bifreiðarn- ar lentu saman og greinir ökumenn á um aðdraganda óhappsins. Þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Vitni vantar Gullsmiðir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.