Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 25
veðurupplýsingum. Þessu hefur verið hafnað eða óeðlilegum skil- málum verið borið við. Halo ehf., sem íslenskur lögaðili og skattgreiðandi, telur sig vera í sömu sporum og hver annar hér- lendur neytandi sem hefur byggt upp færni og þekkingu til að hag- nýta veðurupplýsingar. Húseigandi getur metið hvort viðrar til máln- ingarvinnu, trillusjómaður hvort viðrar til róðra eða náttúrufræð- ingur að vinna upplýsingaafurðir sem þjónusta aðra. Allir hafa þessir notendur tæki- færi til að bæta við nýrri þekkingu og færa sér hana í nyt. Í því felst virðisauki við úrvinnslu upplýsing- anna. Orð veðurstofustjóra um neikvæð áhrif samkeppni á veðurþjónustu verða ekki skilin öðruvísi en að hann treysti ekki Veðurstofu Ís- lands til að spreyta sig á samkeppni í veðurþjónustu. Það sjónarmið að samkeppni geti skaðað veðurþjón- ustu á aðeins við ef höft og einokun fá að ráða. Það er ljóst að brot á íslenskum samkeppnislögum og alþjóðasam- þykktum fórnar hagsmunum neyt- enda um skilvirka veðurþjónustu. Hvaða hagsmunir réttlæta þessa fórn? Þessar aðstæður rifja upp stríðsárin og baráttuna við óvin- veittan her þegar íslenskir sjómenn fórnuðu lífi sínu í baráttunni. Bann- að var að útvarpa veðurfréttum á Íslandi þannig að íslenskum sjó- mönnum, sem og óvininum, var gert ókleift að fylgjast með veðri til að auka öryggi sitt. Samlíkingin er nöturleg, – en erum við í stríði og ef svo er, við hvern? Höfundur er hafeðlisfræðingur og stjórnarformaður Halo ehf. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 25 Rás 1 Íslenskur djass kl. 19.00 um helgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.