Morgunblaðið - 19.07.2001, Síða 22
NEYTENDUR
22 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MINNI verðmunur er á mjólkurvör-
um milli verslana en á flestum öðrum
vörum. Mesti verðmunurinn er á
rjómaosti 400 gr., 68,1%, ódýrastur
er hann í Bónus á 219 kr. en dýrastur
í Hraðbúðinni Nesjum á 369 kr.
Mestur verðmunur á mjólk var
17,1%, en lítrinn af nýmjólk/létt-
mjólk kostaði 70 kr. í Bónus, en þar
var hún ódýrust. Dýrust var hún í
Strax, Kaupfélagi Stöðfirðinga, Ós-
kaupum og Við Voginn, en þar kost-
aði mjólkurlítrinn 82 kr. Þessar upp-
lýsingar koma fram í verðkönnun
Neytendasamtakanna í samvinnu við
nokkur stéttarfélög á mjólkurvörum
og viðbiti í 36 matvöruverslunum á
höfuðborgarsvæðinu, Skagafirði,
Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Egils-
stöðum, Neskaupstað, Stöðvarfirði,
Breiðdalsvík, Djúpavogi, Höfn og
Nesjum. Könnunin fór fram 12. júlí
og tekið var niður verð á 26 tegund-
um mjólkurvara.
Framleiðendur á mjólkurvörum
gefa allajafna út leiðbeinandi smá-
söluverðlista og samkeppni á heild-
sölusviði er lítil, að því er kemur fram
í fréttatilkynningu NS.Verðlagning á
þessum vörum er hins vegar frjáls,
bæði á heildsölu og smásölustigi.
Mesti verðmunur á níu
vörutegundum var 34,3%
Aðeins voru til níu vörutegundir af
þeim 26 í könnuninni, til í öllum
verslunum. Þegar lagt var saman
verð á þessum níu vörutegundum var
mesti munur milli verslana 34,3%. Í
Bónus, Reykjavík kostuðu þessar níu
vörutegundir 974 kr. Í Krónunni
Skeifunni, 982 kr., 986 kr. í Bónus
Akureyri, 1.040 kr. í Nettó Akureyri,
1.067 kr. í Spar Bæjarlind og 1.069
kr. í Nettó Mjódd. Dýrastar voru
vörurnar í Hraðbúðinni Nesjum þar
sem þær kostuðu 1.309 kr., þær kost-
uðu 1.212 kr. í Kaupfélagi Stöðfirð-
inga, 1.195 kr. í 11–11 Djúpavogi,
1.188 kr. í Óskaup, 1.187 kr. í Nóa-
túni Austurveri og 1.186 kr. í KÁ á
Höfn.
Fram kemur jafnframt í fréttatil-
kynningu að sé verð á mjólk, und-
anrennu og rjómaosti 400 gr. dós
borið saman við verðkönnun frá 12.
apríl 2000, hefur nýmjólk hækkað
um 3,1%, undanrenna um 5,8% og
rjómaosturinn um 7%.
Mest um 68% verð-
munur á rjómaosti
Verðkönnun á mjólkurvörum í 36 verslunum á
höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni
./ 0 12,-".%2,-".0/02
& % 30/00 02 2 "4
5/0& &" %,
"3 #4
67!
6$
#4 87
#4 86
#4 6
#4#6
#4#!9
#4#!$
#4#:!
#4#8
#4#7
#4#7!
#4#$7
6$8
#4 !
#4# 8
#4# 8
#4##
#4##8
#4##8
#4##7
#4##$
#4#!7
#4#:
#4#:
#4#:9
#4#:!
#4#:$
#4#8!
#4#$#
#4#$!
#4#$8
#4#$$
#4#6:
#4#
#49 6
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
.4
)*+(,-
$.$/0*1
2)*$*,-301/+**1
4$2,-56$2'1*7,- )4
0&&),-6)77
6$28$23$+4,- $/*$2/
$93$+4,-301/+**1
$%3$+4,- $/*$2/1281
:,-;9%<'$
=3$+4,- 21*9'+**1
:,-20*(;(>091
&2$.,- )4$>?91
4$23$+4,-&19$@'A8
)$&<*,-+(&+2>021
)*+(,-3+20B21
0&&),-3+20B21
C2>$',-D$'>A3
C2>$',-3+20B21
'A8$23$+4,-$+8;232)31
/-3$9/1281*9$,- $2%$@'
3$9/1281*9$E<8
?2*$E52,- ?2*$/1281
$93$+4,-3+20B21
:,-3+20B21
/-3$9/1281*9$,- ?/()(1
02('+*$2/F'-19'+/6
&2$.,-3+20B21
&2$.,-19'+91281
0(E$331,-0(3$+4(&
$%3$+4,-91'((&
:,- G/*- ?2*$/
18- ?91**,-D6<4$>?91
H,- G/*- ?2*$/
(3$+4,-20187$'(>A3
:,-D6<4$>?91
/-&G8/1281*9$
2$8E<8,-0(6+%- ?2*$/
BRESK rannsókn sýnir að þriðji
hver karlmaður og 17% kvenna
þvo sér ekki um hendur eftir
salernisferðir og auka þannig
verulega líkurnar á mat-
arsjúkdómum, samkvæmt frétta-
vef BBC. Rúmlega 2.000 manns
tóku þátt í könnuninni.
Þeir sem ekki þvoðu sér gáfu
m.a. þær skýringar að þeir
nenntu því ekki ef klósettið liti
út fyrir að vera hreint, aðrir
töldu óþarfa að þvo sér eftir sal-
ernisferðir heima hjá sér því þar
myndu þeir aðeins smitast af
gerlum frá öðrum fjölskyldu-
meðlimum og einn af hverjum
fimm gaf þá skýringu að hend-
urnar virtust hreinar. Í rann-
sókninni kom einnig í ljós að yf-
ir helmingur þátttakenda þvoði
sér ekki um hendur áður en þeir
borðuðu mat og 42% fólks þvoðu
sér ekki um hendur eftir að hafa
leikið við gæludýrin sín.
„Með vönduðum og reglu-
bundnum handþvotti minnkar
fólk verulega líkurnar á að sjúk-
dómsvaldandi örverur berist í
matvæli en þetta á við heima í
eldhúsi, í matvælafyrirtækjum
og hvar sem er,“ segir Baldvin
Valgarðsson, matvælafræðingur
hjá Hollustuvernd. Hann segir
að engar sambærilegar rann-
sóknir hafi verið gerðar á hand-
þvottavenjum Íslendinga.
Meira
en helm-
ingur þvoði
sér ekki
fyrir mat
Morgunblaðið/Ásdís
Einn af hverjum fimm þvær sér ekki um hendur eftir salernisferðir
samkvæmt niðurstöðum bresku könnunarinnar.
SAMTÖK verslunar og þjónustu
hafa nú látið útbúa rafræn kvört-
unarform sem neytendur geta út-
fyllt og sent beint til netverslana.
Þær netverslanir sem samtökin
hafa gert samning við hafa skuld-
bundið sig til að taka allar kvart-
anir til athugunar samkvæmt sér-
stökum siðareglum sem þær
starfa eftir.
Þær netverslanir sem um ræðir
eru Hagkaup.is, Plaza.is, Strik.is
og Diet.is. Siðareglurnar sem
þessar verslanir starfa samkvæmt
má finna á vef Samtaka verslunar
og þjónustu, www.svth.is. Í þeim
er meðal annars fjallað um upp-
lýsingar sem verslanirnar eiga að
gefa upp, vernd persónuupplýs-
inga og kaupsamninga á Netinu.
Að sögn Emils B. Karlssonar,
verkefnisstjóra hjá Samtökum
verslunar og þjónustu, er vonast
til að þetta sé bara fyrsta skrefið.
„Við höfum boðið öllum að taka
þátt í þessu sem það vilja. Við ger-
um ráð fyrir því að þetta verði um-
fangsmeira í framtíðinni.“
En hver var kveikjan að því að
þetta var gert?
„Víða erlendis hefur þróunin
færst í þessa átt, að taka upp siða-
reglur og rafræn kvörtunareyðu-
blöð,“ segir Emil. „Okkur þótti
full ástæða til að gera þetta
hérna.“
Kvörtunareyðublöð
vegna netviðskipta