Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MINNI verðmunur er á mjólkurvör- um milli verslana en á flestum öðrum vörum. Mesti verðmunurinn er á rjómaosti 400 gr., 68,1%, ódýrastur er hann í Bónus á 219 kr. en dýrastur í Hraðbúðinni Nesjum á 369 kr. Mestur verðmunur á mjólk var 17,1%, en lítrinn af nýmjólk/létt- mjólk kostaði 70 kr. í Bónus, en þar var hún ódýrust. Dýrust var hún í Strax, Kaupfélagi Stöðfirðinga, Ós- kaupum og Við Voginn, en þar kost- aði mjólkurlítrinn 82 kr. Þessar upp- lýsingar koma fram í verðkönnun Neytendasamtakanna í samvinnu við nokkur stéttarfélög á mjólkurvörum og viðbiti í 36 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu, Skagafirði, Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Egils- stöðum, Neskaupstað, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Höfn og Nesjum. Könnunin fór fram 12. júlí og tekið var niður verð á 26 tegund- um mjólkurvara. Framleiðendur á mjólkurvörum gefa allajafna út leiðbeinandi smá- söluverðlista og samkeppni á heild- sölusviði er lítil, að því er kemur fram í fréttatilkynningu NS.Verðlagning á þessum vörum er hins vegar frjáls, bæði á heildsölu og smásölustigi. Mesti verðmunur á níu vörutegundum var 34,3% Aðeins voru til níu vörutegundir af þeim 26 í könnuninni, til í öllum verslunum. Þegar lagt var saman verð á þessum níu vörutegundum var mesti munur milli verslana 34,3%. Í Bónus, Reykjavík kostuðu þessar níu vörutegundir 974 kr. Í Krónunni Skeifunni, 982 kr., 986 kr. í Bónus Akureyri, 1.040 kr. í Nettó Akureyri, 1.067 kr. í Spar Bæjarlind og 1.069 kr. í Nettó Mjódd. Dýrastar voru vörurnar í Hraðbúðinni Nesjum þar sem þær kostuðu 1.309 kr., þær kost- uðu 1.212 kr. í Kaupfélagi Stöðfirð- inga, 1.195 kr. í 11–11 Djúpavogi, 1.188 kr. í Óskaup, 1.187 kr. í Nóa- túni Austurveri og 1.186 kr. í KÁ á Höfn. Fram kemur jafnframt í fréttatil- kynningu að sé verð á mjólk, und- anrennu og rjómaosti 400 gr. dós borið saman við verðkönnun frá 12. apríl 2000, hefur nýmjólk hækkað um 3,1%, undanrenna um 5,8% og rjómaosturinn um 7%. Mest um 68% verð- munur á rjómaosti Verðkönnun á mjólkurvörum í 36 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni    ./ 0 12,-".%2,-".0/02 &   % 30/00 02 2 "4 5/0&  &" %, "3 #4     67! 6$ #4 87 #4 86 #4 6 #4#6 #4#!9 #4#!$ #4#:! #4#8 #4#7 #4#7! #4#$7 6$8 #4 ! #4# 8 #4# 8 #4## #4##8 #4##8 #4##7 #4##$ #4#!7 #4#: #4#: #4#:9 #4#:! #4#:$ #4#8! #4#$# #4#$! #4#$8 #4#$$ #4#6: #4# #49 6 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 .4 )*+(,- $.$/0*1 2)*$*,-301/+**1 4$2,-56$2'1*7,- )4 0&&),-6)77 6$28$23$+4,- $/*$2/ $93$+4,-301/+**1 $%3$+4,- $/*$2/1281 :,-;9%<'$ =3$+4,- 21*9'+**1 :,-20*(;(>091 &2$.,- )4$>?91 4$23$+4,-&19$@'A8 )$&<*,-+(&+2>021 )*+(,-3+20B21 0&&),-3+20B21 C2>$',-D$'>A3 C2>$',-3+20B21 'A8$23$+4,-$+8;232)31 /-3$9/1281*9$,- $2%$@' 3$9/1281*9$E<8 ?2*$E52,- ?2*$/1281 $93$+4,-3+20B21 :,-3+20B21 /-3$9/1281*9$,- ?/()(1 02('+*$2/F'-19'+/6 &2$.,-3+20B21 &2$.,-19'+91281 0(E$331,-0(3$+4(& $%3$+4,-91'((& :,- G/*- ?2*$/ 18- ?91**,-D6<4$>?91 H,- G/*- ?2*$/ (3$+4,-20187$'(>A3 :,-D6<4$>?91 /-&G8/1281*9$ 2$8E<8,-0(6+%- ?2*$/ BRESK rannsókn sýnir að þriðji hver karlmaður og 17% kvenna þvo sér ekki um hendur eftir salernisferðir og auka þannig verulega líkurnar á mat- arsjúkdómum, samkvæmt frétta- vef BBC. Rúmlega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni. Þeir sem ekki þvoðu sér gáfu m.a. þær skýringar að þeir nenntu því ekki ef klósettið liti út fyrir að vera hreint, aðrir töldu óþarfa að þvo sér eftir sal- ernisferðir heima hjá sér því þar myndu þeir aðeins smitast af gerlum frá öðrum fjölskyldu- meðlimum og einn af hverjum fimm gaf þá skýringu að hend- urnar virtust hreinar. Í rann- sókninni kom einnig í ljós að yf- ir helmingur þátttakenda þvoði sér ekki um hendur áður en þeir borðuðu mat og 42% fólks þvoðu sér ekki um hendur eftir að hafa leikið við gæludýrin sín. „Með vönduðum og reglu- bundnum handþvotti minnkar fólk verulega líkurnar á að sjúk- dómsvaldandi örverur berist í matvæli en þetta á við heima í eldhúsi, í matvælafyrirtækjum og hvar sem er,“ segir Baldvin Valgarðsson, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd. Hann segir að engar sambærilegar rann- sóknir hafi verið gerðar á hand- þvottavenjum Íslendinga. Meira en helm- ingur þvoði sér ekki fyrir mat Morgunblaðið/Ásdís Einn af hverjum fimm þvær sér ekki um hendur eftir salernisferðir samkvæmt niðurstöðum bresku könnunarinnar. SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa nú látið útbúa rafræn kvört- unarform sem neytendur geta út- fyllt og sent beint til netverslana. Þær netverslanir sem samtökin hafa gert samning við hafa skuld- bundið sig til að taka allar kvart- anir til athugunar samkvæmt sér- stökum siðareglum sem þær starfa eftir. Þær netverslanir sem um ræðir eru Hagkaup.is, Plaza.is, Strik.is og Diet.is. Siðareglurnar sem þessar verslanir starfa samkvæmt má finna á vef Samtaka verslunar og þjónustu, www.svth.is. Í þeim er meðal annars fjallað um upp- lýsingar sem verslanirnar eiga að gefa upp, vernd persónuupplýs- inga og kaupsamninga á Netinu. Að sögn Emils B. Karlssonar, verkefnisstjóra hjá Samtökum verslunar og þjónustu, er vonast til að þetta sé bara fyrsta skrefið. „Við höfum boðið öllum að taka þátt í þessu sem það vilja. Við ger- um ráð fyrir því að þetta verði um- fangsmeira í framtíðinni.“ En hver var kveikjan að því að þetta var gert? „Víða erlendis hefur þróunin færst í þessa átt, að taka upp siða- reglur og rafræn kvörtunareyðu- blöð,“ segir Emil. „Okkur þótti full ástæða til að gera þetta hérna.“ Kvörtunareyðublöð vegna netviðskipta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.