Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 29

Morgunblaðið - 19.07.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 29 NOKKUR af ástsælustu lögunum sem komu úr smiðju íslenskra tón- skálda á síðustu öld hljóma á há- degistónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.00–12.30. Hulda Guðrún Geirsdóttir sópran og Douglas A. Brotchie organisti flytja þar perlur á borð við Hvert örstutt spor, Ís- lenskt vögguljóð á hörpu og Englar hæstir, andar stærstir. Douglas mun einnig leika nokkur stutt org- elverk, m.a. Forleik um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið, sem nú er haldin í níunda sinn. Á fimmtudagstónleikunum koma jafn- an fram organistar úr Félagi ís- lenskra organleikara ásamt gesti, söngvara eða hljóðfæraleikara. Mótettukór Hallgrímskirkju rek- ur Klukkukaffi Guðríðar í turni Hallgrímskirkju og að tónleikum loknum geta gestir snætt léttan málsverð og notið um leið útsýn- isins úr turninum. Söngperlur fyrir sópran og orgel Morgunblaðið/Jim Smart Douglas Brotchie organisti og Hulda Guðrún Geirsdóttir söngkona. Laugardagur Kl. 17: Orgeltónleikar Steingríms Þórhallssonar, organista hátíðarinn- ar. Kl. 18: Aftansöngur (Vesper). Sungið verður úr Þorlákstíðum. Kl. 20: Prófessor Sigvald Tveit flytur fyr- irlestur í Skálholtsskóla sem hann nefnir Nýir tónar í kirkjunni. Inn- gangur að vorinu. Kl. 21: Skálholtshá- tíðarkórinn syngur við undirleik hljómsveitar Carls Möllers verkið Víst mun vorið koma. Einsöngvarar eru Páll Rósenkrans og Maríanna Másdóttir. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson, dómorganisti í Skálholti. Sunnudagur Kl. 10: Morgunsöngur í kirkjunni. Kl. 13.30: Messa. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, séra Guðmundur Óli Ólafsson og dr. Pétur Pétursson þjóna að messunni ásamt séra Sig- urði Sigurðarsyni vígslubiskupi sem predikar. Meðhjálpari er Guttormur Bjarnason og organisti Hilmar Örn Agnarsson. Kl. 16.30: Haukur Guð- laugsson, fv. söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, leikur á orgel og Guðrún Ása Grímsdóttir flytur erindi. Dagskrá Skálholtshátíðar Hulda Guðrún Geirsdóttir og Douglas Brotchie í Hallgrímskirkju Á ÞORLÁKSMESSU á sumri, sem er um helgina, er Skálholtshá- tíð og að þessu sinni verður frum- flutt á Íslandi kirkjukantata fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara eft- ir norska tónskáldið Sigvald Tveit sem verður gestur á Skálholtshá- tíð og flytur þar erindi. Sigvald Tveit er meðal fremstu núlifandi tónskálda Norðmanna og prófessor í tónlistarfræðum við Tónlistarháskólann í Ósló. Að sögn Péturs Pétursson rektors Skál- holtsskóla er kantatan eitt kunn- asta nútíma kirkjutónlistarverk Norðmanna og er til í sænskum og enskum búningi. Hún ber heitið Víst mun vorið koma og saman- stendur af 13 söngvum út frá Opinberunarbók Jóhannesar. „Séra Tómas Guðmundsson, fyrrum prestur í Hveragerði, hlustaði á hana á sínum tíma á ferð sinni í Noregi og hreifst svo af verkinu að hann fékk séra Áre- líus heitinn Níelsson til að þýða textana sem eru eftir Eyvind Skeie og Jan Arvid Hellström. Í verkinu er dramatísk spenna milli afla myrkurs og eyðingar annars vegar og uppbyggjandi játningar til lífsins sem hinnar góðu sköp- unar Guðs hins vegar. Undirtónn verksins er trúarstyrkur kristn- innar og vonin sem mætir framtíð- inni í fullu trausti til skaparans og endurlausnarans. Textarnir segja frá Jóhannesi og sýnum hans í fangelsinu á grísku eyjunni Pat- mos. Verkið er í þjóðlagastíl með djassívafi en tónskáldið lætur gríska tóna leika um það til að undirstrika uppruna textans,“ seg- ir Pétur. Sigvald Tveit fæddist árið 1945. Hann hefur stundað nám í tón- smíðum og hljómsveitarstjórn víðs vegar um heim og hefur samið um 1100 verk af ýmsu tagi, allt frá barnaþulum og tónlist við kvik- myndir upp í stór kirkjuleg verk. Hann starfaði um árabil sem tón- skáld og stjórnandi við norska rík- isútvarpið. Hann hefur starfað í fleiri löndum við tónsmíðar, kennslu, stjórn og upptökur og m.a. verið gistiprófessor við rík- isháskólann á Long Beach og Northridge í Kaliforníu. Hann sótti Skálholt tvisvar heim síðastliðið sumar. Í fyrra skiptið hélt hann fyrirlestur um danska sálmaskáldið Kingo á ráðstefnu um íslenskan tónlistararf og í síð- ara skiptið var hann gestur á djasshelgi í Skálholti og flutti þar fyrirlestur um djasstónlist og messuna. Nýr söngur á Skálholtshátíð Sigvald Tveit tónskáld. OPIÐ hús verður á Moldnúpi und- ir Eyjafjöllum á laugardag. Fyr- irlestrar ásamt upplestri og söng um rithöfundinn og listvefarann Önnu frá Moldnúpi. Anna skrifaði sjö bækur auk fjölda greina. Einna kunnust er bókin Fjósakonan fer út í heim en Anna skrifaði nokkrar bækur um ferðalög sín til meginlands Evr- ópu. Einnig er til sýnis handverk og munir úr eigu Önnu. Menningardag- ur Önnuhúss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.