Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.07.2001, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 29 NOKKUR af ástsælustu lögunum sem komu úr smiðju íslenskra tón- skálda á síðustu öld hljóma á há- degistónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.00–12.30. Hulda Guðrún Geirsdóttir sópran og Douglas A. Brotchie organisti flytja þar perlur á borð við Hvert örstutt spor, Ís- lenskt vögguljóð á hörpu og Englar hæstir, andar stærstir. Douglas mun einnig leika nokkur stutt org- elverk, m.a. Forleik um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið, sem nú er haldin í níunda sinn. Á fimmtudagstónleikunum koma jafn- an fram organistar úr Félagi ís- lenskra organleikara ásamt gesti, söngvara eða hljóðfæraleikara. Mótettukór Hallgrímskirkju rek- ur Klukkukaffi Guðríðar í turni Hallgrímskirkju og að tónleikum loknum geta gestir snætt léttan málsverð og notið um leið útsýn- isins úr turninum. Söngperlur fyrir sópran og orgel Morgunblaðið/Jim Smart Douglas Brotchie organisti og Hulda Guðrún Geirsdóttir söngkona. Laugardagur Kl. 17: Orgeltónleikar Steingríms Þórhallssonar, organista hátíðarinn- ar. Kl. 18: Aftansöngur (Vesper). Sungið verður úr Þorlákstíðum. Kl. 20: Prófessor Sigvald Tveit flytur fyr- irlestur í Skálholtsskóla sem hann nefnir Nýir tónar í kirkjunni. Inn- gangur að vorinu. Kl. 21: Skálholtshá- tíðarkórinn syngur við undirleik hljómsveitar Carls Möllers verkið Víst mun vorið koma. Einsöngvarar eru Páll Rósenkrans og Maríanna Másdóttir. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson, dómorganisti í Skálholti. Sunnudagur Kl. 10: Morgunsöngur í kirkjunni. Kl. 13.30: Messa. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, séra Guðmundur Óli Ólafsson og dr. Pétur Pétursson þjóna að messunni ásamt séra Sig- urði Sigurðarsyni vígslubiskupi sem predikar. Meðhjálpari er Guttormur Bjarnason og organisti Hilmar Örn Agnarsson. Kl. 16.30: Haukur Guð- laugsson, fv. söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, leikur á orgel og Guðrún Ása Grímsdóttir flytur erindi. Dagskrá Skálholtshátíðar Hulda Guðrún Geirsdóttir og Douglas Brotchie í Hallgrímskirkju Á ÞORLÁKSMESSU á sumri, sem er um helgina, er Skálholtshá- tíð og að þessu sinni verður frum- flutt á Íslandi kirkjukantata fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara eft- ir norska tónskáldið Sigvald Tveit sem verður gestur á Skálholtshá- tíð og flytur þar erindi. Sigvald Tveit er meðal fremstu núlifandi tónskálda Norðmanna og prófessor í tónlistarfræðum við Tónlistarháskólann í Ósló. Að sögn Péturs Pétursson rektors Skál- holtsskóla er kantatan eitt kunn- asta nútíma kirkjutónlistarverk Norðmanna og er til í sænskum og enskum búningi. Hún ber heitið Víst mun vorið koma og saman- stendur af 13 söngvum út frá Opinberunarbók Jóhannesar. „Séra Tómas Guðmundsson, fyrrum prestur í Hveragerði, hlustaði á hana á sínum tíma á ferð sinni í Noregi og hreifst svo af verkinu að hann fékk séra Áre- líus heitinn Níelsson til að þýða textana sem eru eftir Eyvind Skeie og Jan Arvid Hellström. Í verkinu er dramatísk spenna milli afla myrkurs og eyðingar annars vegar og uppbyggjandi játningar til lífsins sem hinnar góðu sköp- unar Guðs hins vegar. Undirtónn verksins er trúarstyrkur kristn- innar og vonin sem mætir framtíð- inni í fullu trausti til skaparans og endurlausnarans. Textarnir segja frá Jóhannesi og sýnum hans í fangelsinu á grísku eyjunni Pat- mos. Verkið er í þjóðlagastíl með djassívafi en tónskáldið lætur gríska tóna leika um það til að undirstrika uppruna textans,“ seg- ir Pétur. Sigvald Tveit fæddist árið 1945. Hann hefur stundað nám í tón- smíðum og hljómsveitarstjórn víðs vegar um heim og hefur samið um 1100 verk af ýmsu tagi, allt frá barnaþulum og tónlist við kvik- myndir upp í stór kirkjuleg verk. Hann starfaði um árabil sem tón- skáld og stjórnandi við norska rík- isútvarpið. Hann hefur starfað í fleiri löndum við tónsmíðar, kennslu, stjórn og upptökur og m.a. verið gistiprófessor við rík- isháskólann á Long Beach og Northridge í Kaliforníu. Hann sótti Skálholt tvisvar heim síðastliðið sumar. Í fyrra skiptið hélt hann fyrirlestur um danska sálmaskáldið Kingo á ráðstefnu um íslenskan tónlistararf og í síð- ara skiptið var hann gestur á djasshelgi í Skálholti og flutti þar fyrirlestur um djasstónlist og messuna. Nýr söngur á Skálholtshátíð Sigvald Tveit tónskáld. OPIÐ hús verður á Moldnúpi und- ir Eyjafjöllum á laugardag. Fyr- irlestrar ásamt upplestri og söng um rithöfundinn og listvefarann Önnu frá Moldnúpi. Anna skrifaði sjö bækur auk fjölda greina. Einna kunnust er bókin Fjósakonan fer út í heim en Anna skrifaði nokkrar bækur um ferðalög sín til meginlands Evr- ópu. Einnig er til sýnis handverk og munir úr eigu Önnu. Menningardag- ur Önnuhúss
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.