Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ ÞVÍ er sagt í Byskupasögum
að er herra Jörundur byskup á Hól-
um sálaðist var kjörinn til byskups á
Hólum og vígður til Hólabyskups
Auðun rauður 1313–1322 Hann var
norskur prestur sá er mestháttar
var af kórsbræðrum. Var hann lengi
féhirðir Hákonar konungs og kon-
unginum kærastur af öllum kórs-
bræðrum. Svo segir um hann í
Byskupasögum; Laurentius sögu.
Auðun þessi flutti til Íslands trjávið í
allstóra stofu sem skyldi vera bisk-
upsstofa til búsetu og embættis-
verka. Svo væn var stofa Auðunar að
hún stóð á Hólum fram á átjándu öld.
Fyrr á öldum var það skylda presta
að nota hluta af naumum launum sín-
um til endurnýjunar og viðhalds á
húsum kirkjustaðarins sem hlutu að
verða fátæklegri eftir því sem kjör
prestanna rýrnuðu. Að lokum fór svo
að Hólaprestur var fluttur til þjón-
ustu og búsetu í Viðvík í mynni
Hjaltadals og var þá prestlaust á
hinu forna höfuðbóli kirkjunnar á
Hólum í Hjaltadal og var Auðunar-
stofa tekin niður um 1810. Viðhald
hinnar gömlu biskupsstofu sem gisn-
að hafði og bilað nokkuð þótti vera
óviðráðanlegt og í stað viðgerða var
ráðist í að rífa húsið, það mátti jafn-
vel selja hluta af viðnum eða nota á
staðnum.
Ný stofa byggð
Síðan gerðist það í sambandi við
Kristnitökuafmælið að margar góðar
hugmyndir urðu til og ein þeirra var
að endurreisa Auðunarstofu á Hól-
um. Vígslubiskup Hólastiftis, herra
Bolli Gústavsson, mælti fyrir þeirri
framkvæmd og sýndi mikinn áhuga á
að þetta merka hús mætti rísa aftur
á Hólastað. Leita þurfti eftir trjáviði
ofan úr dölum Noregs. Stór furutré
eru fágæt núorðið og verðmæt. Það
tókst þó að fá loforð fyrir efninu í
fyrirhugaða byggingu og að vinnan
væri að hluta til lögð fram af norsk-
um stórviðar húsasmiðum sem hafa
þekkingu og reynslu í þessum bygg-
ingaraðferðum. Það var þó með því
skilorði frá ráðamönnum á umræddu
svæði að Íslendingar sendu og kost-
uðu álíka mikinn hluta vinnunnar og
var óskað eftir einum íslenskum
manni sem Norðmenn þekktu til sem
sérfræðings í fornum byggingarað-
ferðum, Gunnari Bjarnasyni. Hann
var tilnefndur sérstaklega af hálfu
Norðmanna, vegna reynslu hans og
þekkingar á þessu sviði. Forvinna
trjánna fór fram í Rogalandi í Tinn-
dal þar sem reist var frægt orkuver,
Rjúkan. Framkvæmdastjóri Hóla-
nefndar, Guðmundur Guðmundsson,
hefur haft umsjón með þesu verki og
kom hagleiks smiður frá Trésmiðj-
unni Borg á Sauðárkróki, Bragi
Skúlason að nafni til starfa við smíð-
arnar í Noregi og áfram hér heima.
Hönnun
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt
var ráðinn til þess að teikna húsið.
Ég tel að þar hafi vel tekist til. Sem
hönnuður er hann listamaður, hefur
mikla reynslu og þekkingu á gömlum
byggingum, hefur enda hannað og
stjórnað viðgerð á Hóladómkirkju og
er mikill sómi að útliti hennar nú,
bæði að utan sem innan. Á síðast-
liðnu ári þ.e. 2000, var hafist handa
við að byggja nýja Auðunarstofu . Þá
ræddu saman tveir fagurkerar,
herra Bolli og listrænn húsa hönn-
uður Þorsteinn Gunnarsson. Húsinu
var valinn staður og undirstöður
byggðar á síðastliðnu ári, með kjall-
ara undir hálfu húsinu. Svo illa vill til
að ekki er hægt að reisa þessa Auð-
unarstofu á sama bletti sem hin
gamla stóð. Ráða því ýmsar ástæður
m.a. er ein ástæðan sú að ísl. kirkjan
á ekki lengur Hólastað heldur heyrir
jörðin nú undir búnaðarsamtök og
miðast skipulag og nýting jarðar þar
undir hrossarækt og silungaræktar
tilraunir. Hin nýreista Auðunarstofa
stendur í trjálundi nærri íbúðarhúsi
vígslubiskupsins þar sem eitt sinn
var laukagarður prestanna. Þar ber
lítið á stofunni þegar ekið er heim að
staðnum, svo að ókunnugir gestir
koma tæplega auga á hina nýreistu
Auðunarstofu þegar þá ber að garði
hins sögufræga Hólastaðar.
Vegleg bygging
Auðunarstofa II er hin veglegasta
bygging og vekur athygli fyrir hve
traustbyggð hún er og frágangur all-
ur vandaður, allt frá undirstöðum og
upp í tréverk og sperrur.
Kjallarinn og undirstöðurnar eru
byggðar með fallegri grjóthleðslu
með litlum kjallara og gluggum
gerðum úr rauðleitu bergi sem sótt
var í Hólabyrðu. Hér verð ég að
skjóta því inn til þess að auka hróður
Auðunar rauða biskups að hann
hafði eigi aðeins metnað varðandi
biskupssetrið. Hann tók að láta
vinna grjót úr Hólabyrðu til þess að
byggja steinkirkju. Bergið sem valið
var til vinnslu að hans frumkvæði
var einmitt hið rauða berg sem nú
hefur verið notað til viðgerðar og
skrauts fyrir Hóladómkirkju. Því
miður entist Auðuni ekki aldur til
þess að koma upp steinkirkjunni því
að hann andaðist eftir níu ára bisk-
upsstarf.
Umgjörðin um aðaldyr biskups-
stofunnar er fagurlega skreytt með
súlum og tréskurði til mikillar prýði
og má sjá hluta af skreytingunni á
mynd nr. 4. Húsið er byggt sem
stokkahús að hálfu með liggjandi lá-
réttum stokkum sem felldir eru lista-
vel saman á hornum.
Einnig er efri hluti stokkanna með
krappa rúnningu þannig að sá stokk-
ur sem leggst ofan á neðri stokk er
með hvilft langseftir og fellur hann
vel ofan á hinn neðri stokkinn. Til
vindþéttingar er notaður valinn mosi
sem er lagður á milli stokkanna.
Mynd nr. 2 Hinn helmingur hússins
er byggður með reistum, standandi
stöfum og með standandi spjöldum á
milli stafanna. Mynd 3. Þakið. Lokið
er við að reisa sperrurnar og var
flaggað af því tilefni hinn 26. júní.
Mynd nr. 5. Nú er unnið við að klæða
yfir þaksperrurnar með þykkum og
breiðum borðum sem hafa verið klof-
in úr trjástofnum og til þess að jafna
þykkt þeirra eru notaðar slyngaxir
sem skila svipaðri áferð yfirborðs
þeirri sem sést á aurstokknum á
mynd nr. 3. Borðin eru fest á sperr-
urnar með trénöglum sem borað er
fyrir. Þakið verður svo að lokum
klætt með grasþökum, torfi.
Auðunarstofa og uppruni
húss Auðuns biskups á Hólum
Þétting stokka.
Sperrur rísa.
Undirstöður með kjallara.
Höfundur er fv. kennari.
Auðunarstofa II
Auðunarstofa II er hin
veglegasta bygging.
Bjarni Ólafsson segir að
hún veki athygli fyrir
hve traustbyggð hún er
og frágangur vandaður.
1
2
3 4
5