Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Bakarar
Okkur vantar ferskan bakara í vinnu.
Upplýsingar gefur Jói Fel í síma 897 9493.
Atvinna í boði
Háseta vantar á línubát með beitningarvél. Ein-
nig vantar stýrimann og vélstjóra
(vélavarðarréttindi) á bát sem gerir út á fiski-
troll. Upplýsingar í síma 897 8411.
Járnsmiðir — vélvirkjar
Vijum ráða menn vana suðu og vinnslu á ryð-
fríu stáli.
Þurfa að geta unnið sjálfstætt.
Á.M. Sigurðsson,
Hvaleyrarbraut 2, sími 565 2546.
Flökunarvélar
—Baader
Lítið frystihús í Hafnarfirði óskar eftir að ráða
mann til að vinna við flökunarvélar, m.a. dag-
lega umhirðu. Þarf einnig að geta handflakað.
Áhugasamir leggi inn umsókn á auglýsinga-
deild Mbl. merkta: „Aldur skiptir ekki máli“.
Skólavörðustíg 8, sími 552 3425
Óskum eftir nemum á hárgreiðslustofu okkar.
Upplýsingar í síma 552 3425 milli kl. 10—17.
Vegamótastíg 4, 101 Reykjavík
Þjónustustörf
Erum að leita að glaðlegu og þjónustulipru
starfsfólki í fullt starf. Vantar einnig aðstoðar-
fólk í eldhús. Hresst og skemmtilegt umhverfi.
Upplýsingar á staðnum.
Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Kennara vantar
í förðun, 4 stundir á viku.
Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 553 7874.
Skólameistari.
Enskukennara
vantar í samhentan og harðduglegan hóp
kennara skólans. Upplýsingar veita Margrét
Theodórsdóttir í síma 568 9951, 891 6899 og
María Solveig Héðinsdóttir í síma 590 5910.
Tjarnarskóli er einkaskóli fyrir nemendur í 8.,
9. og 10. bekk. Næsta skólaár er 17. starfsár
skólans sem er til húsa í hjarta Reykjavíkur,
á Tjarnarbakkanum.
Veffang http://www.tjarnarskoli.is .
Varmalandsskóli í Borgarfirði
Kennarar
Enn vantar kennara að skólanum fyrir næsta
skólaár.
Hvaða sess skipar tölvunotkun í huga þínum?
Veist þú að Varmalandsskóli er þróunarskóli
í upplýsingartækni UT? Spennandi og skemmti-
legt verkefni.
Skoðaðu heimasíðu skólans og kynntu þér
hvað þar er að finna.
Komdu á staðinn og kynntu þér skólann og
umhverfi hans.
Upplýsingar gefur Flemming Jessen, sími
430 1527, fax 430 1501 og netfang
varmal@ismennt.is .
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Víðistaðaskóli
Kennara vantar til að kenna almenna kennslu
í yngri deildum og einnig til að kenna heimils-
fræði. Allar upplýsingar gefur skólastjóri Sig-
urður Björgvinsson í síma 555 2912 og
899 8530. Umsóknareyðublöð liggja frammi
á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu
31 en einnig er hægt að sækja um rafrænt á
hafnarfjordur.is . Umsóknarfrestur er til 20.
ágúst.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Í byrjun september flytur Hársmi›jan
í stærra húsnæ›i a› Smi›juvegi 4, Kópavogi.
fiar er pláss fyrir hugmyndaríkan einstakling me›
snyrtistofu, fótaa›ger›arstofu
e›a anna› í fleim dúr.
Áhugasamir hafi samband vi›
Láru í síma 863 3145.
TÆKIFÆRI FYRIR fiIG?
h
n
n
u
n
:
g
s
v
,
s
.
8
9
8
4
3
3
7
BabySam á Íslandi
- leitar að fólki í verslunarstörf
BabySam er þekkt dönsk verslanakeðja sem
sérhæfir sig í sölu á öllum nauðsynlegum vör-
um fyrir börn, frá fæðingu til þriggja ára aldurs.
Frá stofnun hefur BabySam notið mikilla vins-
ælda og rekur fyrirtækið í dag 29 verslanir vítt
og breitt um Danmörku. Í byrjun næsta mánað-
ar mun opna stórverslun BabySam í Skeifunni
8 í Reykjavík og leitum við eftir fólki til starfa.
Ef þú hefur áhuga á að vera þátttakandi í að
skapa nýja og spennandi verslun, býrð yfir
reynslu af sölumennsku, með mikla þjónustu-
lund og jákvætt viðhorf, þá skorum við á þig
að senda okkur umsókn og taka þátt í krefjandi
verkefni með okkur.
BabySam hefur það að markmiði að starfa á
jafnréttisgrundvelli og því leitum við að konum
jafnt sem körlum í bæði fullt starf og hlutast-
örf.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi
síðar en 27. ágúst.
Umsóknir berist til:
BabySam Skútuvogi 7
104 Reykjavík
eða á netfang soffia@baugur.is
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst.
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Reykjanesi
Forstöðumaður
óskast á heimili fólks með fötlun
í Kópavogi
● Gefandi og skapandi vinnuumhverfi.
● Fjölbreytt og spennandi verkefni.
● Ábyrgð og tækifæri til að vaxa í starfi.
Við á Svæðisskrifstofunni erum sífellt að læra
eitthvað nýtt og spennandi og þróa starfið. Nú
vantar okkur forstöðuþroskaþjálfa/
forstöðumann á heimili fólks með fötlun
á Borgarholtsbraut í Kópavogi.
Nýr forstöðumaður mun taka þátt í framsæknu
þróunarstarfi við mótun þjónustunnar og mæta
spennandi áskorunum í starfi. Þá mun nýr for-
stöðumaður taka þátt í víðtæku samstarfi við
aðra stjórnendur hjá Svæðisskrifstofunni og
fá öflugan faglegan stuðning í starfi. Um er
að ræða fjölbreytt og gefandi starf á reyklaus-
um vinnustað.
Við óskum eftir áhugasömum þroskaþjálfa eða
einstaklingi með menntun á sviði uppeldis-
og félagsvísinda. Nauðsynlegt er að umsækj-
endur hafi góða samstarfshæfileika og starfs-
reynslu í málefnum fatlaðra. Laun eru sam-
kvæmt gildandi kjarasamningum Þ.Í. og S.F.R.
Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst nk.
Æskilegt er að nýr forstöðumaður geti hafið
störf sem allra fyrst.
Nánari upplýsingar um ofangreint starf er veitt
í síma 525 0900 á skrifstofutíma. Umsóknar-
eyðublöð eru á skrifstofunni á Digranesvegi
5 í Kópavogi og á heimasíðu Svæðisskrifstofu:
http://www.smfr.is .
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
STYRKIR
Menntamálaráðuneytið
Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um
styrki til
framhaldsskólakennara
vegna námsheimsóknar til Japans, sem aug-
lýstir voru laugardaginn 4. ágúst sl., er
20. ágúst en ekki 20. september eins og mis-
ritaðist í auglýsingunni.
Upplýsingar veitir alþjóðasvið menntamála-
ráðuneytisins í síma 560 9500.
Menntamálaráðuneytið, 8. ágúst 2001.
menntamalaraduneyti.is