Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 41
✝ Þorvaldur SkúliHrafnkelsson
fæddist í Reykjavík
6. janúar 1968. Hann
lést 5. ágúst síðastlið-
inn þar sem hann var
staddur í sumarbú-
stað með foreldrum
sínum. Foreldrar
Þorvaldar Skúla eru
Gréta Sigríður Har-
aldsdóttir, f. í
Reykjavík 3. febrúar
1939, og Hrafnkell
Þorvaldsson, f. á
Bíldudal 15. nóvem-
ber 1941. Foreldrar
Grétu eru Helga G. Jakobsdóttir,
f. á Blönduósi 24. desember 1915,
og Haraldur Einars-
son, f. á Brúsast. 26.
apríl 1913, d. 10.
apríl 1986. Foreldr-
ar Hrafnkels eru
Helga Sigurbjörns-
dóttir, f. 19. nóvem-
ber 1917, og Þor-
valdur Friðfinnsson,
f. 25. desember 1908,
fórst með Þormóði í
apríl 1943.
Þorvaldur Skúli
var einkabarn for-
eldra sinna.
Útför Þorvaldar
Skúla fer fram frá
Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar að senda þér nokkrar
þakkarlínur frá okkur mömmu. Þú
sólargeisli lífs okkar hefur kvatt okk-
ur, það var í sveitinni þar sem þér
leið alltaf best. Þú fékkst hægan
kvalalausan dauðdaga umvafinn ást
móður þinnar meðan ég var að bíða
eftir lækni og sjúkraliði. Við fengum
alla þá aðstoð sem hægt var, en
svona fór. Við kveðjum þig með ást
og söknuði. Guð veri með þér, sól-
argeislinn okkar. Ömmurnar þínar
sakna þín mikið, kæri vinur.
Mamma og pabbi.
Enn ein kveðjustundin er upp
runnin, alltof óvænt, alltof fljótt, eins
og verða vill með kveðjustundir
góðra vina.
Hann Skúli frændi kvaddi þetta
tilverustig okkar eftir stutt veikindi,
sunnudaginn 5. ágúst, í faðmi for-
eldra sinna í sumarbústað í Brekku-
skógi að loknu heillöngu, skemmti-
legu og viðburðaríku ferðalagi
umhverfis landið. Hann gekk svo
sem ekki heill til skógar, en einhvern
veginn átti maður ekki von á þessu.
Þorvaldur Skúli fæddist fyrir 33
árum, og auðvitað var hann sami
augasteinn fjölskyldu sinnar og sami
fjörkálfurinn og aðrir krakkar á
fyrstu árum lífsins. En á fjórða árinu
tók þessi kútur upp á því að halda
ekki niðri mat, missa sjón og detta
niður sofandi hvenær sem var. Það
uppgötvaðist seint og um síðir að
drengurinn var með heilaæxli. Allt
var gert til að komast fyrir meinið,
farið til færustu sérfræðinga í
Bandaríkjunum, sem þorðu ekki að
skera af ótta við að valda enn meiri
skaða, en mæltu með að reyna
geislameðferð, þótt ekki væri bjart-
sýni á árangur. Gáfu svosem ekki
mikið meiri lífslíkur en fáeinar vikur
eða kannski mánuði.
Og Skúli litli, þetta splæs sem
hann var orðinn, byrjaði sína bar-
áttu, sem nú er loks lokið, eftir nærri
30 ár. Það tókst að stöðva æxlisvöxt-
inn, en skemmdin í heilanum var
orðin, og mundi aldrei ganga til
baka. Þrátt fyrir mikla blindu og
ýmsan misþroska stundaði Skúli
skóla, lærði að hjóla, að vísu á
tveggja manna hjóli, og þjálfaði sig í
sundi, svo vel að hann vann til verð-
launa á sundmótum í sínum fötlunar-
flokki. Hann var handlaginn með af-
brigðum og elskur að tónlist.
Þorvaldur Skúli átti til ákveðna
einþykkni, en var allajafna ákaflega
ljúfur og jákvæður, hafði gaman af
mannamótum og elskaði lítil börn,
sem hændust líka að honum og köll-
uðu hann oft eftirlætisfrænda sinn.
Hann fór að stunda vinnu hjá
Blindraiðn, og tók mikinn þátt í
félagslífi blindra og sjónskertra.
Hann fann sér að tómstundagamni
að safna merktum pennum og lykla-
kippum, sem að lokum þöktu heilan
vegg í herberginu hans. Skúla tókst
líka að læra á tölvu, sem hann gat
haft gagn og gaman af, þrátt fyrir að
sjá ekki nema skímu.
Þau Hrafnkell og Gréta, foreldrar
Skúla, tóku snemma þá ákvörðun að
gera allt sem í þeirra valdi stæði til
að gera líf sonar síns sem ánægjuleg-
ast, og eiga sem flestar stundir sam-
an, það var aldrei að vita hversu
margar þær yrðu. Þau höfðu öll yndi
af ferðalögum, og því var víða farið,
bæði erlendis og innanlands. Í út-
löndum var gjarnan leigður bíll til
skoðunarferða og ekki gleymdust
skemmtigarðar margvíslegir, sem
Skúli þreyttist seint á að lýsa þegar
heim var komið. Eitt skiptið var
meira að segja farin hjólaferð um
Sjáland.
Innanlandsferðir fengu aukinn til-
gang og vídd þegar Skúli fór að safna
kirkjum! Reyndar ekki í orðsins
fyllstu merkingu, heldur var ákveð-
inn landshluti tekinn fyrir, skoðaðar
kirkjur og ljósmyndum af þeim safn-
að í bók. Það var einmitt í lok einnar
slíkrar ferðar, þegar átti að taka lífið
með ró í sumarbústaðnum í Brekku-
skógi, sem kallið kom.
Tómarúmið í lífi Grétu og Hrafn-
kels verður aldrei fyllt, en megi al-
máttugur skapari þessa lífs hjálpa
þeim að komast fram úr þeim erfiða
tíma sem þeirra bíður, svo að þau
megi finna von og nýja lífsfyllingu og
birtu þegar frá líður.
Við þökkum allar ánægjustund-
irnar sem við og börnin okkar áttum
með Skúla og vottum Grétu og
Hrafnkeli, Helgu-ömmunum báðum
og öðrum aðstandendum og vinum
alúðar samúð.
Björn og Kristbjörg.
Frelsarinn okkar Jesús Kristur
sagði: „Leyfið börnunum að koma til
mín og varnið þeim eigi. Því að slíkra
er Guðs ríki. Og hver sem tekur ekki
við Guðs ríki eins og barn, mun alls
ekki inn í það koma.“
Kær frændi minn Þorvaldur Skúli
Hrafnkelsson er látinn. Hans verður
minnst ekki síst fyrir hversu barn-
góður hann var alla tíð og fyrir sína
barnslegu einlægni og hjartahlýju.
„Komdu sæll frændi eða frænka“
sagði hann um leið og viðkomandi
fékk kærleiksríka stroku frá honum.
Hann hafði afar dapra sjón vegna
æxlis sem hann fæddist með eða
greindist í honum afar ungum. En
hann var því gleggri á raddir og
stundum fannst manni eins og hann
hefði einhver undraaugu í hnakkan-
um því hann þekkti fólk af röddum
þess jafnvel þótt það stæði töluvert
fyrir aftan hann.
Ég man hversu stoltur og ánægð-
ur ég var sem ungur nemandi í
Laugarnesskólanum þegar mér var
tilkynnt að blindradeild ætti að fá
inni í skólanum. Þar með gerðumst
við frændurinr skólabræður um
tíma. Ég benti skólafélögum mínum
á að taka þessum dreng vel því hann
væri frændi minn og að hann væri
næstum blindur. Það þótti stór-
merkilegt og ég man að krakkarnir
heilsuðu upp á hann og kynntu sig
um leið og þau spurðu hvort hann
væri ekki frændi hans Sigurbjörns.
Ég var bæði stoltur og þakklátur
fyrir þennan góða frænda minn sem
ekki naut þeirrar náðar að ganga
heill til skógar, en var því meira gef-
andi út í umhverfið.
Hann naut sérstakrar umhyggju
einstaklega kærleiksríkra og þolin-
móðra foreldra, þeirra Grétu og
Hrabba, en líf þeirra hefur snúist um
að gera Þorvaldi Skúla lífið sem
bærilegast og tilbreytingarmest,
sem hefur tekist þannig að eftir hef-
ur verið tekið. Af Þorvaldi Skúla og
foreldrum hans er svo mikið hægt að
læra. Æðruleysi og bjartsýni. Alltaf
einblínt á hið jákvæða með þakklát-
um huga.
Þorvaldur Skúli kallaði mig alltaf
„litla langafa“, að minnsta kosti þeg-
ar hann var yngri. Hann var nú
kannski hættur því í seinni tíð svo ég
heyrði því ég hef grun um að hann
hafi talið að mér þætti einhver
stríðni eða móðgun fólgin í því. En
ég er viss um að hann talaði þó þann-
ig um mig. Ástæðan var sú að ég var
alnafni afa míns og langafa hans. Því
lá eðlilega alltaf beinast við að kalla
mig „litla langafa“. Og mér þótti svo
sannarlega ekki nein móðgun fólgin í
því heldur þótti mér það afar sniðugt
og reyndar þótti mér bara mjög
vænt um það.
Þorvaldur Skúli var bænabarn frá
fyrstu tíð. Umvafinn fyrirbænum frá
kærleiksríkum ömmum sínum, for-
eldrum og umhyggjusömum ætt-
ingjum og vinum. Hann var umvaf-
inn vængjum engla Guðs sem nú
taka við og munu flytja hann í opinn
faðm síns kærleiksríka frelsara á
himnum sem mun fullkomna líf hans
og fylla það gleði og tilgangi um
eilífð.
Verið góðum Guði falin kæru
Hrabbi og Gréta. Hann helgi ykkur
og okkur öllum dýrmætar minningar
um góðan dreng, Þorvald Skúla.
Sigurbjörn Þorkelsson
„litli langafi“.
Með söknuði kveðjum við Skúla
frænda okkar og minnumst þeirra
góðu stunda sem við áttum saman.
Við biðjum góðan guð að veita
Hrabba, Grétu, Helgu-ömmunum
báðum og öðrum ættingjum og vin-
um styrk og huggun.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Erna, Þorvaldur og Helga.
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir.“ Mér komu í hug þessi orð
þegar ég frétti um ótímabært andlát
Þorvaldar Skúla félaga okkar hinn 5.
þ.m. aðeins rúmlega þrítugur að
aldri. Skúli, eins og hann var jafnan
nefndur í vinahópi, var ásamt for-
eldrum sínum, Grétu og Hrafnkeli,
meðal stofnenda Trimmklúbbs Eddu
og störfuðu þau þar ætíð af mikilli
elju og ósérhlífni. Í hópi félaganna
var hann mikið ljúfmenni og hjálp-
samur svo af bar, einkum við blinda
fólkið sem stundar göngur á vegum
klúbbsins í Laugardalnum. Skúli var
góður drengur og mátti aldrei neitt
aumt sjá, hvort sem voru menn eða
málleysingjar. Slíkt hugarfar var
honum bæði meðfætt og einnig
ræktað með uppeldi frá góðum for-
eldrum. Gréta og Hrafnkell sjá nú á
eftir ástríkum einkasyni sem þau
hafa fórnað lífi sínu fyrir svo honum
gæti liðið sem best. Skúli hafði mikið
yndi af ferðalögum en nú verða jarð-
vistarferðalög hans ekki fleiri. Hins
vegar er lokaferðin hafin og þar mun
hann hljóta góðar móttökur vina og
vandamanna sem vel hafa búið í hag-
inn.
Félagar í trimmklúbbnum kveðja
Skúla með trega og djúpri virðingu
og þökk fyrir samfylgdina. Megi
guðsblessun fylgja honum og fjöl-
skyldu hans um eilífð.
F.h. Trimmklúbbs Eddu,
Hulda Steinsdóttir.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera besta birtu
en brenna líka hraðast,
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
Með þessum fáu línum langar okk-
ur að minnast Skúla, en við æfðum
sund með honum fyrir nokkrum ár-
um.
Við vottum foreldrum hans og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Hvíl þú í friði.
Ásdís, Elísabet, Kristín Rós,
Sigrún og Sóley.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Hjartans frændi hafðu þökk fyrir
allt og allt. Þín verður sárt saknað.
Kveðja,
Elín Klara, Frank, Jasmín
Dúfa, og Benjamín Orri.
Blindravinnustofan er að hluta til
verndaður vinnustaður í eigu
Blindrafélagsins. Þar starfar góður
og samheldinn hópur einstaklinga,
sem hafa starfað saman í lengri eða
skemmri tíma. Einn þessara einstak-
linga var Þorvaldur Skúli, hann
Skúli okkar.
Með sína léttu lund og ljúfa bros
vann hann sín verk af mikilli sam-
viskusemi og vandvirkni. Skúli var
athugull mjög á umhverfi sitt og ein-
staklinga, bóngóður og með einstak-
lega gott hjartalag. Skúli var einnig
mjög virkur félagsmaður í Blindra-
félaginu og sótti oft viðburði á þess
vegum með foreldrum sínum.
Honum var umhugað um félagið
sitt og aðra félagsmenn og lagði sín
lóð á vogarskálarnar til að gera það
að því sterka félagi sem það er í dag.
Með Skúla fer góður drengur sem
var hvers manns hugljúfi. Foreldr-
um sínum var hann mikill félagi og
samheldni fjölskyldunnar einstök.
Á Blindravinnustofunni er nú
höggið skarð í hópinn sem ekki verð-
ur auðfyllt en tíminn mun lækna sár-
in og ljúfar minningar um góðan
starfsfélaga sitja eftir.
Starfsmenn Blindravinnustofunn-
ar senda foreldrum Skúla og öðrum
aðstandendum sínar dýpstu samúð-
aróskir á þessum erfiðu tímum.
F.h. starfsmanna Blindravinnu-
stofunnar,
Björg Anna Kristinsdóttir,
framkvæmdastjóri.
ÞORVALDUR SKÚLI
HRAFNKELSSON
Fleiri minningargreinar um Þor-
vald Skúla Hrafnkelsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
?3<3)
+) %#-6 76
5#
!
0
6
,
+
< :0"&&
;6 # &
4
" ! 4
4 *
++@*
/&" 4-
2&"
* !""
!!&&
:* &!""
' & !!&!""
- !
&
4 *
5D
5
#"
!
3
"- !, %,-
4-$; *
5 6
0 7
7
#
#
$ %
8
())#
%
/9:;<5<:021<:<"=2 009=<:
? ! %0 *
>*
*
DE@:::I
%; #
".-&; % &"
% %
'& ": 770
&" &" &&
" : 770
0" &!""
- !3*: 770
4 *