Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Árni
Friðriksson fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Christina III kom í gær.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13.30 og
síðan á klukkustundar
fresti til kl. 17.30.
Kvöldferðir eru föstu-
og laugardaga: til Við-
eyjar kl. 19, kl. 19.30 og
kl. 20, frá Viðey kl. 22,
kl. 23 og kl. 24. Sérferð-
ir fyrir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyjar-
ferjan sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og kl.
16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími
892 0099
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40.Versl-
unarferð í Hagkaup
miðvikudaginn 15.
ágúst, kl. 10. Kaffi og
meðlæti í boði Hag-
kaups. Skráning í af-
greiðslu s. 562-2571.
Árskógar 4.Kl. 9–12
bókband og öskjugerð,
kl. 13–16.30 opin smíða-
stofa, kl. 10–16 pútt-
völlur opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–16 almenn
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 9.30 morg-
unkaffi/dagblöð, kl.
11.15 matur, kl. 15 kaffi.
Fimmtudaginn 23 ágúst
kl. 8 verður skoð-
unarferð, Hrauneyj-
arfossvirkjun og ná-
grenni. Heimsækjum
Þjóðveldirbæinn, Vatns-
fellssvæðið, Hrauneyj-
arfossvirkjun og Sult-
artangastöð, komið við
hjá Hjálparfossi. Há-
degisverður, kjöt og
kjötsúpa, snæddur í Há-
lendismiðstöðinni. Hlýr
klæðnaður og nesti.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 568-5052 eigi
síðar en mánudaginn 20.
ágúst.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 11.30 matur, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 15 kaffiveitingar.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli falla niður í dag
en verða á morgun mið-
vikudag kl. 14–16.
Félagsheimilið er opið
alla virka daga frá kl. 13
til 17. Kaffi á könnuni.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Matur í há-
deginu. Á morgun mið-
vikudag Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Hlemmi kl. 10. Dagsferð
18. ágúst. Fjallabaksleið
syðri í samvinnu við
FEB og Ferðaklúbbinn
Flækifót. Brottför frá
Glæsibæ kl. 8.00. Leið-
sögn Pálína Jónsdóttir
og fl. Ath. þeir sem eiga
pantað í þessa ferð
verða að sækja farmið-
ana fyrir kl. 16. á mið-
vikudag. Dagsferð 28.
ágúst. Veiðivötn –
Hrauneyjar. Brottför
frá Glæsibæ kl. 8. Leið-
sögn Tómas Einarsson.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
fh. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10–16 í
síma 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12 hár-
greiðsla, sjúkraböðin kl.
9–14.30, morgunkaffi kl.
9–11, hádegisverður kl.
11.30–13, kl. 12.45 Bón-
usferð, eftirmiðdags-
kaffi kl. 15–16.
Félagsstarf aldraðra á
Suðurnesjum. Dagana
27.–29. ágúst, ferð í
Skagafjörð lagt að stað
frá SBK kl. 9, gist á
Hólum í Hjaltadal, tvær
nætur með fæði. Þriðju-
daginn 4. sept. hálfs
dags ferð í Borgarfjörð
m.a. Hvanneyri, Borg á
Mýrum, Borgarnes, lagt
af stað frá SBK kl.
12.30. Þeir sem áhuga
hafi á ferð til Kan-
aríeyja hafi samband
sem fyrst, dvalið verður
á íbúðarhótelinu Los
Tilos farið verðu um
mánaðmótin janúar-
febrúar.
Gerðuberg, félagsstarf.
Opnað í dag að loknu
sumarleyfi. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar m.a.
perlusaumur, umsjón
Kristín Hjaltadóttir, kl.
13 boccia, spilasalur op-
inn. Allar veitingar í
veitingabúð Gerðu-
bergs. Allar upplýsingar
um starfsemina í síma
575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 10–17, þriðjudags-
ganga fer frá Gjábakka
kl. 14.
Gullsmári Gullsmára
13. handavinnustopin kl.
13–16, leiðbeinandi á
staðnum.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Hraunbær 105. Kl. 9–17
fótaaðgerðir, kl. 9.45
boccia, kl. 12.15 versl-
unarferð í Bónus, kl. 13–
17 hárgreiðsla.
Mosfellingar – Kjalnes-
ingar og Kjósverjar 60
ára og eldri. Halldóra
Björnsdóttir íþrótta-
kennari er með göngu-
ferðir á miðvikudögum,
lagt af stað frá Hlað-
hömrum: Ganga 1: létt
ganga kl. 16.til 16.30.
Gönguhópur 2: kl. 16.30.
Norðurbrún 1. Hár-
greiðslustofan verður
lokuð frá 10. júlí til 14.
ágúst, kl. 10–11 ganga.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
dagblöð og kaffi, kl.
9.15–15.30 almenn
handavinna, kl. 11 leik-
fimi, kl. 11.45 matur, kl.
13 frjáls spilamennska,
kl. 14.30 kaffi. Hálfs-
dagsferð miðvikudaginn
15. ágúst, lagt af stað kl.
13, ekið um Hellisheiði
og Grímsnes að Ljósa-
fossvirkjun. Þar verður
skoðuð tréútskurð-
arsýning á vegum Þjóð-
minjasafns Íslands. Ek-
ið um Grafning til
Þingvalla að Hótel Val-
höll. Glæsilegt kaffi-
hlaðborð. Fræðslu-
fulltrúi Þjóðgarðsins
Einar A. E. Sæmunds-
son tekur á móti hópn-
um. Fræðsla um stað-
hætti og Þingvallakirkja
skoðuð. Leiðsögumaður
Nanna Kaaber. Upplýs-
ingar og skráning í síma
562-7077. Ath. Tak-
markaður sætafjöldi.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
morgunstund og almenn
handmennt, kl. 10 fóta-
aðgerðir og almenn leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl.
11.45 matur, kl. 14
félagsvist, kl. 14.30
kaffi.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í síma 552 6644 á
fundartíma.
Eineltissamtökin.
Fundir að Túngötu 7, á
þriðjudögum kl. 20.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Vest-
urlandi: Akranes:
Hagræði hf., Borg-
arnes: Dalbrún, Bráka-
braut 3. Grund-
arfjörður: Hrannarbúð
sf, Hrannarstíg 5.
Stykkishólmur: Hjá
Sesselju Pálsd., Silf-
urgötu 36. Ísafjörður:
Póstur og sími, Að-
alstræti 18. Stranda-
sýsla: Ásdís Guð-
mundsd. Laugarholti,
Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Aust-
urlandi: Egilsstaðir:
Gallery Ugla, Mið-
vangur 5. Eskifjörður:
Póstur og s., Strand-
götu 55. Höfn: Vilborg
Einarsdóttir Hafn-
arbraut 37.
Í dag er þriðjudagur 14. ágúst, 226.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Til þess að sá, sem tilheyrir Guði,
sé albúinn og hæfur gjör til
sérhvers góðs verks.
(II.Tím. 3, 17.)
ÉG undirritaður er hér
með ábendingu til ríkis-
stjórnar Íslands. Davíð
Oddsson forsætisráðherra
sagði á þjóðhátíðardaginn
17. júní sl. að ríkissjóður
væri í mjög góðum málum.
Gott mál. Margir sem
hrópa á hjálp hér í þjóð-
félaginu, sem eiga ekki fyr-
ir nauðsynjum, ná alls ekki
endum saman. Þeir aðilar
sem þurfa hjálp fái hjálp.
Ég vil ekki trúa því að fólk
hrópi á hjálp að ástæðu-
lausu. Tillaga mín er sú að
hér verði skipuð nefnd til
þess að taka á þessu hræði-
lega vandamáli. Það er fá-
tækt á Íslandi. Hér ættu
allir að lifa kóngalífi, laun
ekki undir 200.000 kr. á
mánuði, einnig fyrir ör-
yrkja og ellilífeyrisþega.
Engin verkföll – enga verð-
bólgu. Hér er gullkista í
kringum landið, allt vað-
andi í fiski og endilega að
fara að veiða hvalinn strax.
Hér við land eru hvalbátar
bundnir við bryggju tilbún-
ir að fara til veiða. Þetta
gengur ekki svona lengur.
Vaknið ráðamenn og farið
að vinna ykkar vinnu. Þið
fáið borgað fyrir það.
Hafliði Helgason.
Launhelgi lyganna
ÉG vil óska Baugalín, höf-
undi bókarinnar Launhelgi
lyganna, hjartanlega til
hamingju með frábæra
bók. Mér finnst höfundur-
inn algjör hetja, sem ætti
að fá orðu fyrir réttlætis-
styrkinn og að gefast ekki
upp. Mér finnst þú frábær.
Hildur.
Þakkir
ÁNÆGÐUR viðskiptavin-
ur hafði samband við Vel-
vakanda og langaði að
koma á framfæri þökkum
til starfsfólksins á Gauk á
Stöng fyrir að hafa komið
veskinu hans til skila. Hafið
bestu þakkir fyrir.
Tapað/fundið
Bíllykill fannst í
Garðabæ
BÍLLYKILL fannst í
Hörgatúni í Garðabæ fyrir
verslunarmannahelgina.
Uppl. gefur Guðrún í s. 565-
6113.
Dökkblár gallajakki
tapaðist
DÖKKBLÁR gallajakki
tapaðist á Skagaströnd við
Kántrýbæ, laugardags-
kvöldið 4. ágúst sl. Í háls-
máli jakkans er rauður
miði. Jakkinn er í stærð M.
Uppl. í s. 898-8926.
Rauður stubbur
í óskilum
RAUÐUR stubbur fannst á
fjölskylduhátíð í Árnesi um
verslunarmannahelgina.
Uppl. í s. 557-7795 eða 867-
9539.
Gulbrún taska
tapaðist
8. ÁGÚST sl. tapaðist gul-
brún taska á göngustíg
meðfram Öskjuhlíð frá
miðbæ að Fossvogi. Skilvís
finnandi er vinsaml. beðinn
að hafa samb. í s. 862-6623.
GSM-sími tapaðist
GSM-sími, Nokia 3210, tap-
aðist í nágrenni Seljalands-
foss um verslunarmanna-
helgina. Skilvís finnandi er
vinsaml. beðinn að hafa
samb. í s. 865-8018 eða 698-
9043.
Kvenúr í óskilum
KVENARMBANDSÚR
fannst við Höfðatún föstu-
daginn 3. ágúst sl. Nánari
uppl. í s. 520-3000.
Donna Karan-
gleraugu töpuðust
Á FIMMTUDAGINN voru
skilin eftir dökk mislit
Donna Karan-gleraugu í
grasinu fyrir neðan Lækj-
arbrekku. Skilvís finnandi
vinsaml. hringi í Margréti í
s. 899-4140.
Nokia 3210
tapaðist í Eyjum
NOKIA 3210 GSM-sími í
svörtu hulstri tapaðist á
laugardeginum 4. ágúst sl.
á þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum. Skilvís finnandi er
vinsaml. beðinn að hafa
samband í s. 861-7669.
Dýrahald
Týndur páfagaukur
PÁFAGAUKURINN okk-
ar flaug út í gær. Hún er
gul með brotinn væng og
hefur lítið flugþol. Við bú-
um í Breiðholtinu og þætti
vænt um að við yrðum látin
vita ef einhver finnur hana.
Síminn hjá okkur er 866-
7421 eða 557-1072 eða vs.
482-1074.
Páfagaukur
í óskilum
ÞAÐ fannst páfagaukur á
vappinu við Digranesskóla í
Kópavogi. Hann er í fóstri
hjá okkur og var dasaður
og svangur. Ef einhver vill
vitja hans þá er númerið
hjá okkur 866-7421, 557
1072 eða vs. 482-1074.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ábending
Víkverji skrifar...
NÚ er enski boltinn byrjaður aðrúlla til mikillar ánægju fyrir
aðdáendur hans. Leikurinn um góð-
gerðarskjöldinn á sunnudag sýndi
okkur áhugamönnum um þessa
íþrótt að mikils er að vænta á kom-
andi vetri. En Liverpool vann leikinn
tvö eitt. Það virðist ljóst að meistar-
arnir frá Manchester fái mikla sam-
keppni í vetur og þó flestir spái þeim
titlinum fjórða árið í röð, er ekkert
víst í þeim efnum. Lið eins og Li-
verpool, Arsenal, Chelsea og Leeds
munu halda United við efnið og ljóst
er að þeir mega hvergi slaka á ætli
þeir sér að ná fjórða meistaratitlinum
i röð fyrst allra enskra liða, að ekki sé
talað um alla hina titlana líka. Vík-
verji er þeirrar skoðunar að bezt sé
að spara stóru orðin og láta verkin
heldur tala. Það fer oft svo að sá sem
mest belgir sig út fyrir leikinn verður
lúpulegastur að honum loknum.
x x x
FYRST farið er að tala um knatt-spyrnu, er ekki úr vegi að líta á
gang mála hér heima. Íslandsmótið
er spennandi í Símadeildinni. Fylkir
virtist vera nokkuð öruggur með tit-
ilinn og að það yrði raunin að Breiða-
blik félli. En skjótt skipast veður í
lofti. Akranes komið á toppinn eftir
óvænt tap Fylkis gegn Breiðabliki og
nú getur allt gerzt. Fram er komið úr
fallsæti og lætur KR það eftir um
sinn og Blikarnir eiga enn möguleika.
Eitt er athyglivert við gang mála, en
það er hve vel Vestmannaeyingar
nýta mörkin sín. Markahlutfall
þeirra er 11:11 og með því að skora 11
mörk hafa Eyjamenn náð sér í 23
stig. Það er meira en tvö stig á hvert
mark.
Í fyrstu deild karla virðist KA sig-
urstranglegast með fjögurra stiga
forskot á toppnum, en KA-menn
berjast einnig í bikarnum og gæti sú
barátta tekið nokkurn toll. Á botn-
inum virðist KS dæmt til að falla, en
Siglfirðingar hafa aðeins náð tveimur
stium í 13 leikjum. Í tveimur næst-
efstu sætunum eru Þór Akureyri og
Stjarnan í Garðabæ. Þróttur Reykja-
vík fylgir þar á eftir. Önnur lið eiga
tæpast möguleika, en gaman væri
það fyrir Akureyringa að koma
tveimur liðum upp í efstu deild á ný.
x x x
HÉR hefur verið bandarísk þing-nefnd að kynna sér auðlinda-
stjórnun með áherzlu á sjávarútveg
og orkumál. En það er að ýmsu öðru
að huga. Bændasamtökin hafa
fundað með nefndinni til að opna fyr-
ir innflutning á æðardúni til Banda-
ríkjanna, en hann er nú bannaður þar
sem æðurin er friðuð og óleyfilegt að
verzla með afurðir af friðuðum dýr-
um. Það er einkennileg ráðstöfun að
mati Víkverja, en kemur ekki á óvart.
Það er anzi víða sem afstaða af þessu
tagi er byggð á algjöru þekkingar-
leysi. Dúntekjan skaðar æðarfuglinn
ekki á nokkurn hátt og ef nokkuð er
styrkir dúntekjan viðkomu stofnsins.
Bann af þessu tagi sýnir í raun að oft
eru ákvarðanir teknar á annarlegum
forsendum.
x x x
GEITUNGAR eru nú að hrellafólk, en óvenjumikið mun vera
af þessum vágesti hér um þessar
mundir. Búin eru víða og nánast eina
leiðin fyrir fólk til að losna við þau, er
að fá til þess sérstakan meindýra-
eyði. Félagi Víkverja berst við þessa
plágu nú og á dögunum fékk hann
mann til að eyða búi. Hann kom á
staðinn með úðabrúsa og úðaði á búið
og inn í það í nokkrar mínútur og
hvarf svo á braut. Félagi Víkverja
varð síðan að fjarlæga búið sjálfur
þegar eitrið hafði að fullu virkað.
Fyrir þetta þurfti hann að greiða
4.000 krónur. Honum þótti það mikið
fyrir lítið viðvik og vildi fá að vita
hvar hann gæti keypt svona eiturúða
og gert þetta sjálfur. Honum var sagt
að það gæti hann ekki, því til þess að
kaupa og nota eitrið yrði hann að
hafa svokallað eiturefnaleyfi, en það
fengi ekki hver sem er.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 hel, 4 taka fang saman,
7 hljóðfærið, 8 siða, 9
fæði, 11 kropp, 13 lof, 14
hagnaður, 15 lauf, 17
ókyrrðar, 20 lítill stallur,
22 slitna, 23 bjargbúar,
24 sortna,
25 les.
LÓÐRÉTT:
1 hrímið, 2 stafategund, 3
hafa tíma til, 4 opi, 5
skerandi hljóð, 6 stéttar,
10 gera liðugt, 12 skán,
13 skar, 15 kletts, 16 erfð,
18 halinn, 19 peningar,
20 karlfugls, 21 glatt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kyrrlátur, 8 eldum, 9 tuddi, 10 aki, 11 dæsir, 13
nærri, 15 kefli, 18 hatts,
21 ger, 22 lítil, 23 áttan, 24 sanntrúað.
Lóðrétt: 2 yndis, 3 rómar, 4 ástin, 5 undar, 6 feld, 7 biti,
12 ill, 14 æra, 15 kola,
16 fitla, 17 iglan, 18 hráar, 19 titta, 20 senn.
K r o s s g á t a