Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ,- ./ 0                          !  "   #         $   !  %  %        !          "  #$!%&' & '  '  & $  () !%&'&&    *+!, -. ! /+ # +"&     ( &)   0!%&'1  2) #&  )   &    3#  !#4 56& 4  &* +,(  &"  %-   3# #'!4 !$!%&' &.   %  &/   % 7" 589 !4 &* " 0  &)   :6& #4 56& 4  &* ,+,(  &"  %-   3# #'!49# &*1 2   &3 ()''"'; !&* 4  & )   %  5( )* +,-./00            0!%&'1  2) #&  )   &    <&   !!&2 % *1 2 % &6! % <6"# ; &'&  0  &6! % =/ &"   3   &6! % *#'!* &)   78  &    <6%; &"    &    >??4@ 7 ! 8#&)  8  &    A'  !#&*1$1 &(  B!!$ +# #&   9  &     C'6!49'&     &    8 !' &  7 8 : &   % ( )* +12,-./0012312*14,-5*-)6*-137+52           7  ? # &"   !0$- &    !CD) ) C '  &*  ,+ : &(  =/#! '#8&78  &  1&+ "5!' &3  (;             ,&    !CD) )! "*,'!%!&*  ,+ : &(  <!!!%"!$ +&"   #    ' * ,   ,&  , !CD) )4 #'#  &*  ,+ : &(  1%% %C E*+; 1%%!&&6! % < %%! E7 !!+% &&6! % F !&<   (     (     &6! %   %  51)8**9:*6,-1*037+52          "  #$!%&' & '  '  & $  () !%&'&&    *+!, -. ! /+ # +"&     ( &)   3#  !#4 56& 4  &* +,(  &"  %-   3# #'!4 !$!%&' &.   %  &/   % 7" 589 !4 &* " 0  &)   :6& #4 56& 4  &* ,+,(  &"  %-   3# #'!49# &*1 2   &3 ()''"'; !&* 4  & ) G 9 C'6!49'&' <  %   (; *1 &+(   3;  <   ; =>   %   )-     %     ; ( =>>?,@ %     )-    %  )- !  %   ,    A# #     1%  ; B    A   - # , 1+ ,- ./    !%  %    *   C  / %  ! &%   # "   !  9    "    %  5( )* +,-./00)?@A     "4!+" /+ # +"&&9 G +# !E76&  $!&2 %  '    &; $, 76& !# #&  (;     % &  H!!4 &C 9  &      %  57B6 C-52,-*05286**6*-12       B !1   ' ##)E--%  &9( )   &3 B !1   ' ##)E---%  &9( )   &3 (4 !#& &" "     &  ; % /   H +# !499!&) A  &  > %"6"#%)!& <  1  &* 6!% < < ! 7 ! ;4 #'"#&9 % 9 ;  &* 6!% Á DÖGUNUM komu út tvær nýj- ar bækur í flokki vasabrotsbóka Vöku-Helgafells en það eru Völuspá og úrval úr ljóðum Steins Steinarr. Sigríður Rögnvaldsdóttir annaðist útgáfu hins ágæta þúsund ára kvæð- is, Völuspár; samdi aðgengilegar skýringar með hliðsjón af fyrri skýr- ingum Sigurðar Nordals, Ólafs Briem og Gísla Sigurðssonar og rit- aði hnitmiðaðan og fræðandi for- mála. Handhæg útgáfa á Völuspá er gleðiefni og höfðar væntanlega til ferðamanna, erlenda sem innlenda, enda Völuspá næstum því eins þjóð- leg og lopapeysan (bara miklu ódýr- ari). Að sigra heiminn og fleiri ljóð er úrval ljóða Steins Steinarr í ritstjórn Valgerðar Benediktsdóttur sem skrifar stuttan en gagnmerkan for- mála. Þar er vikið að róttækni Steins framan af skáldaferli og fjallað stutt- lega um módernískar nýjungar í ljóðabálknum fræga, Tímanum og vatninu. Á bókarkápu er sagt frá helstu einkennum hans sem skálds: kaldhæðni, dulúð og efahyggju. Það hefur örugglega verið erfitt að velja ljóð í þessa litlu bók, svo mörg eru snilldarverk Steins. Í bókina hafa ratað alls 57 ljóð sem troðið er á 70 blaðsíður – en það er auðvitað til- gangur og eðli vasabrotsbóka að koma sem mestu efni fyrir á sem fæstum síðum. Úrvalið gefur því ágæta mynd af höfundarverki Steins. Í sambærilegu ljóðaúrvali, Ljóða- perlum, eru 32 þekktustu og vinsæl- ustu ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Valgerður Benediktsdóttir annaðist einnig þessa útgáfu og ritar alltof stuttan inngang. Á bókarkápu er kunnugleg mynd af Jónasi sem hefur verið skemmtilega stílfærð. Þung- lynd og bólgin ásjóna hans hefur gjörbreyst; skáldið er glatt í bragði og upplitsdjarft og horfir til himins með „rauðan skúf“ um hálsinn. Þessi mynd skáldsins er í fullkomnu sam- ræmi við markmið útgáfunnar: að- laðandi, notenda- og markaðsvæn. Útgáfa Vöku-Helgafells á Háva- málum hefur nú verið endurprentuð. Pétur Már Ólafsson skrifar ágætan inngang en Pétur Ástvaldsson tók saman skýringar við kvæðið sem byggðar eru á skýringum Ólafs Briem og Gísla Sigurðssonar. Bók- ina prýða ýmsar smámyndir, fornar teikningar og skreytingar. Í Háva- málum er að finna mikla speki, allt frá leiðbeiningum um hegðun í kurt- eisisheimsóknum til gullinna lífs- reglna og ætti bókin því að vera til á hverjum bæ. Þá er þessi Hávamála- útgáfa, líkt og Völuspáin, skemmti- legur minjagripur um íslensku sögu- eyjuna og menningarþjóðina sem þar býr. Væri ekki ráð að koma henni út í sama broti á ensku, þýsku og dönsku? Allar innihalda bækurnar brot af viðteknum og markaðsvænum menningararfi. En þær þjóna vel til- gangi sínum, fara vel í vasa og eru sérlega handhægar í notkun. Þetta eru tilvaldar sumarbækur: í tjaldið eða hjólhýsið, til að skoða í flugvél- inni, lesa á hótelinu eða leggja yfir andlitið þegar birtan frá sólinni verð- ur of sterk. Lofsvert er ætíð þegar fögur og sígild bókmenntaverk verða aðgengileg, ódýr og eiguleg fyrir alla, jafnt frækna ferðalanga og þá sem heima sitja. Þessar vasabækur fást meira að segja á bensínstöðvum og standa í rekka við hliðina á klám- blöðunum í Select-sjoppunum. Von- andi er hörð samkeppni þar á milli. Markaðs- vænar vasa- bækur Steinunn Inga Óttarsdótt ir BÆKUR V a s a b æ k u r Útgefandi: Vaka-Helgafell 1996, 2001. HÁVAMÁL, VÖLUSPÁ, LJÓÐAPERLUR, AÐ SIGRA HEIMINN OG FLEIRI LJÓÐ SAGT er að vitleysan sé ekki öll eins en þegar kemur að Wayans- bræðrum er hún nú ósköp svipuð. Í Scary Movie 2, sem er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Scary Movie, sem mér fannst reyndar nokkuð fyndin og jafnvel beitt á köfl- um, halda þeir áfram að gera grín að hryllingsmyndum. Þessi mynd er þó ekki svipur hjá sjón, hún er aldeilis ófyndin og út- þynnt endurtekning á sömu brönd- urunum, þeir leggja af stað með söguþráð sem þeir týna eftir hálf- tímasem er synd því það var sniðugt hvernig ein úr hópnum var orðin ást- fangin af óvininum. Einnig virðist hryllingsmyndaþemað vera frekar afsökun til að búa til mynd heldur en að þeir hafi eitthvað um það að segja. Fjórar aðalsöguhetjur seinustu myndar birtast nú aftur; dóphausinn Shorty, samkynhneigði Ray í afneit- un, fórnarlambið sæta hún Cindy og ofurýkta svertingjaklisjan Brenda. Reyndar eru þetta ágætis karakter- ar í grínmynd og stóðu vel fyrir sínu í fyrri myndinni, og það hefði verið gaman að sjá þau halda áfram að gera það í ferskum atriðum. En með þessar persónur gildir það sama og um annað í myndinni, að þeir bræður taka því sem sjálfgefnu að þessi vit- leysa virki í annað sinn, án þess að þeir þurfi að leggja nokkuð á sig. Í fyrri myndinni var ítrekað gert grín að öllum hópum samfélagsins og helst þeirra er minna mega sín, eins og vangefnu fólki. Nú er það fatlað eða vanskapað fólk sem þeir bræður einblína á og það gert með eindæmum ógeðslegt. Það má dæma um hversu fyndið og smekklegt það nú er. Miðað við listann eru handritshöf- undarnir ansi margir og dreg ég af því þá ályktun að Wayans-bræður hafi hóað í nokkra félaga sína, boðið þeim upp á pizzu og skrifað niður alla vitleysuna sem rann upp úr þeim. Síðan hafi þeir farið að sofa með bros á vör eftir vel heppnað dagsverk sem þeir vissu að allir myndu gleypa við og þeir græða helling á. Útþynntir brandarar og ógeð Hildur Loftsdótt ir KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , R e g n b o g - a n u m o g L a u g a r á s b í ó Leikstjórn: Keenen Ivory Wayans. Handrit: Shawn og Marlon Wayans og margir til viðbótar. Aðalhlutverk: Marlon og Shawn Wayans, Anna Faris, Regina Hall, Tori Spelling, James DeBello, Kat- hleen Robertsson, Tim Curry og Ja- mes Woods. 90 mín. Miramax 2001. SCARY MOVIE 2 ½ ÁTTA ár eru liðin frá ógnaröldinni í Júragarðinum á eyjunum Nublar og Sorna, þar sem klónun risaeðlna endaði með skelfingu. Síðan hafa eyj- arnar verið lokaðar allri umferð. Þá koma til sögunnar Paul og Amanda Kirby (William H. Macy og Téa Leoni), foreldrar piltsins Erics sem stalst til Sornu fyrir nokkrum vikum og er týndur. Þau gabba Dr. Grant (Sam Neill), einn vísindamanninn sem kom við sögu Júragarðsins, að koma með þeim til eyjarinnar til halds og trausts. Í stuttu máli fer allt úrskeiðis sem farið getur. Doktorinn og þeir af leið- angrinum sem lifa af fyrstu árás risa- eðlnanna vafra um eyjuna í leit að Eric og síðan að undankomuleið. Á meðan gera hinar forsögulegu ófreskjur, af öllum stærðum og gerð- um, hvert áhlaupið á eftir öðru. Hóp- urinn minnkar óðum og dugar ekk- ert minna en flugher og floti Bandaríkjanna til að heimta mann- skapinn úr helju. Þriðji kaflinn gefur þeim fyrsta lít- ið eftir og er mikið mun betri en The Lost World sem kemur á milli þeirra. Sagan er viðstöðulaus framvinda þar sem ein skelfingin tekur við af ann- arri. Ekkert ýkja merkilegt né frum- legt þar sem við höfum séð allt sam- an áður. Upp á móti vegur að allt er ljómandi vel gert undir stjórn hins bráðsnjalla Joe Johnston sem keyrir atburðarásina áfram af miklum móð og setur upp fjölmargar æsilegar senur. Þær eru þó farnar að gerast leiðigjarnar undir lokin sem eru, vel að merkja, í ódýrari kantinum. Skemmtilega samvalinn leikhópur lífgar upp á sakirnar og svo að sjá sem brotthvarf Sir Richards Atten- borough, Jeffs Goldblum og Lauru Dern (að mestu leyti), sé til mikilla bóta. Þau Neill, Leoni, Macy og Allessandro Nivola eru öll hin fram- bærilegustu og gera, ásamt snagg- aralegri leikstjórn og brellum, gamla lummu að góðri afþreyingu. Á forboðinni eyju Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , L a u g - a r á s b í ó , B í ó h ö l l i n , B o r g a r b í ó A k u r e y r i . Leikstjóri: Joe Johnston. Handrits- höfundar: Peter Buchman, Alex- ander Payne og Jim Thomas. Tónskáld: Don Davis. Kvikmynda- tökustjóri: Shelly Johnson. Aðal- leikendur: Sam Neill, William H. Macy, Téa Leoni, Allessandro Nivola, Trevor Morgan, Michael Jeter, John Diehl og Bruce A. Young. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Universal 2001. JURASSIC PARK III . 1/2 NÝTT fjölnota listhús, E-541 List- hús, er komið á göturnar, en það er appelsínugult VW-Rúgbrauð árgerð 1978. Umsjónarmenn og hugmyndafræðingar E-541 List- húss eru Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson. Í fréttatilkynningu segir að hugmyndin að baki listhúsinu sé fremur að hýsa listræn augnablik en langar og leiðinlegar kyrr- stæðar sýningar. Yfirferð, snerpa og sveigjanleiki eru þess helstu kostir. Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður reið á vaðið þegar listhúsið mætti á opnun sýningar hans í Ljósaklifi í Hafn- arfirði sl. laugardag. E-541 Listhús. Listhús á hjólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.