Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 21
GÁMAHÚS BYGGINGAKRANAR STEYPUMÓT
Til sölu eða leigu LIEBHERR
71 EC turnkrani árgerð 2000
með öllum fylgibúnaði.
Til afhendingar strax.
Hagstætt verð!
BYGGINGA-
KRANAR
KIM Jong Il, leiðtogi Norður-Kór-
eu, er nú á heimleið eftir heimsókn
sína til Moskvu. Á hinu hálfsmán-
aðarlanga lestrarferðalagi hins
sérvitra kommúnistaleiðtoga, sem
kvað kjósa þennan ferðamáta
vegna flughræðslu, hafa norður-
kóreskir og rússneskir leyniþjón-
ustumenn með aðstoð lögreglu á
hverjum stað lokað fyrir umferð
um vegi og götur nálægt teinunum
sem leið lúxuslestar leiðtogans hef-
ur legið um. Í lestinni, sem var sér-
smíðuð í Japan, eru 21 brynvarinn
vagn, innréttaðir með öllum hugs-
anlegum nútímaþægindum.
Kim Jong Il mun ekki eiga langt
að sækja flughræðsluna. Faðir
hans, Kim Il Sung, hætti sér víst
aldrei upp í flugvél af ótta við bana-
tilræði.
Það er lífhræðsla sem liggur að
baki sérvizkulegum háttum
margra einræðisherra, eftir því
sem greint er frá í þýzka dag-
blaðinu Welt am Sonntag. Þannig
lætur Saddam Hussein Íraksleið-
togi alltaf nokkur hundruð ná-
kvæmlega eins lúxusbíla aka þá
leið sem hann þarf að fara um við
opinber tækifæri, svo að ekki sé
hægt að sjá í hvaða bíl valdhafinn
sjálfur sitji. Er Saddams var vænzt
í opinbera heimsókn til Jórdaníu
fyrir nokkru varð Hussein þáver-
andi Jórdaníukonungur að láta sér
lynda að fylgjast með fjöldanum
öllum af tómum farþegaflugvélum
lenda unz Saddam birtist loks út úr
yfirlætislítilli þotu.
Saddam Hussein gistir sjaldan í
einhverri hinna 60 halla sem hann
hefur látið reisa sér. Lífhræðslan
rekur hann til að nátta frekar hjá
óbreyttum landsmönnum sínum,
jafnvel í tjaldi úti í eyðimörkinni.
Á lúxusinn lætur hann þó ekki
skorta frekar en flestir aðrir ein-
ræðisherrar; hann lætur færa sér
nýja mjólk úr spenum hvítra kam-
eldýra með þyrlu á hverjum
morgni. Sagt er að hann eigi í fata-
skápnum yfir 200 sérsaumuð tízku-
jakkaföt og reyki Havana-vindla.
Oft lætur Saddam tvífara koma op-
inberlega fram í sinn stað og hann
hefur dreymt upphátt um að láta
einrækta sig.
Muammar Gaddafi Líbýuleið-
togi er svo snjall að tengja per-
sónulegt öryggi sitt við persónuleg
þægindi með því að láta 40 sér-
þjálfaðar konur þjóna sér sem líf-
verði.
Gaddafi hefur af hégómagirnd
ekki aðeins látið græða hár í sí-
hækkandi kollvikin, heldur lætur
hann ítalska tízkujöfra sjá um að
sauma á sig alla einkennisbún-
ingana sem hann klæðist. Er hann
vaknaði einn daginn í loftkældu be-
dúínatjaldi sínu fann hann hjá sér
köllun til að láta að sér kveða á
sviði bókmenntafræði og sagðist
hafa gert þá merku uppgötvun, að
skáldið William Shakespeare hefði
í rauninni verið arabi sem hét
„Sheik Spear“.
Hjá járnbrautaáhugamanninum
Kim Jong Il má annars segja að
stórmennskubrjálæðið sé í ættinni.
Faðir hans Kim Il Sung heitinn lét
á sínum tíma útbúa handa sér
sæng fyllta dúninum af 700.000
spörfuglum. Er einræðisherrann
var kominn á efri ár lét hann dæla
blóði úr hreinum meyjum undir 25
ára aldri í æðar sér, í þeirri trú að
það hjálpaði honum að ganga í end-
urnýjun lífdaga.
Sín er hver
sérvizkan
Hin sérkennilega lest-
arferð Kim Jong Il um
Rússland er enn eitt
dæmið um sérvizku
lífhræddra einræðis-
herra.
Reuters
Kim Jong Il þiggur brauð úr
hendi þjóðbúningaklæddra
stúlkna í Omsk í Síberíu.
ED Hammer, 45 ára gamall banda-
rískur flugmaður, lagar annan
gervifótinn sem hann hyggst láta
bera sig upp á tind Everest-fjalls,
hæsta fjalls í heimi, í Katmandú í
Nepal í gær. Hammer ætlar sér að
verða fyrsti fótalausi maðurinn til
að komast á tindinn. Fæturna
missti hann í flugslysi.
Reuters
Fótalaus á
Everest
RISAPÖNDUM í Kína mun fjölga
á næstu mánuðum svo um munar. Í
uppeldisstöðvum í suðvesturhluta
Kína eru þrettán pandabirnur eigi
einsamlar og búist er við að þær
skili afkvæmum í heiminn á næstu
mánuðum. Hugsanlega eiga ein-
hverjar þeirra von á tvíburum og
má því búast við allt að tuttugu nýj-
um risapöndum.
Risapandan er ein þeirra dýra-
tegunda sem er í hvað mestri út-
rýmingarhættu og talið er að færri
en 1.000 villtir birnir séu á lífi.
Þeim hefur farið ört fækkandi,
einkum vegna ágangs manna á
náttúruleg heimkynni bjarnanna.
Einnig háir það tegundinni hve
hægt pandabirnir fjölga sér sem og
matvendni þeirra, en þeir leggja
sér ekki annað en bambusstilki til
munns. Kínversk stjórnvöld hafa
gert hvað þau geta til að vernda
pöndurnar og eru uppeldisstöðvarn-
ar hluti af þeirri viðleitni.
Pöndum
fjölgar
Beijing. AP.