Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 17 K O R T E R SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, afhjúpaði á laugardag útsýn- isskífu á Reykjaneshyrnu í Árnes- hreppi á Ströndum. Með því var markað upphaf verkefnis sem felur í sér að vekja athygli á menningar- og búsetuminjum í Árneshreppi. Verkefnið er unnið undir hand- leiðslu Landverndar og verða ýmsir staðir í hreppnum merktir sérstak- lega til að vekja athygli á minjum þeim tengdum, með það í huga meðal annars, að styðja framþróun útivistar og ferðaþjónustu á svæð- inu. Útsýnisskífan, sem afhjúpuð var við rætur Reykjaneshyrnu, verður fljótlega flutt upp á fjallstoppinn og gönguleið þangað merkt við þjóð- veginn, en ganga á fjallið og aftur niður tekur um 90 mínútur. Útsýnisskífa við Reykjaneshyrnu Athygli vakin á gildi menningarminja Morgunblaðið/Jón G Guðjónsson Siv afhjúpaði útsýnisskífuna. Árneshreppur 50 ÁRA afmæli Þorlákshafnar var haldið hátíðlegt um helgina og var hátíðin sett með opnun sögusýning- arinnar „Úr verstöð í bæ“, í ráðhúsi Ölfuss. Var ýmislegt fleira gert til hátíðabrigða og var fjölbreytt dag- skrá víðsvegar um bæinn, bæði við ráðhúsið og á Skarfaskersbryggju. Um hádegi á laugardag afhjúpaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verk eftir Helga Gíslason myndhöggvara sem ber nafnið: Saga maður þjóð. Verkið er gjöf bæjarstjórnar og kvenfélags Þor- lákshafnar til bæjarbúa í tilefni af- mælisins. Við afhjúpun verksins hrósaði forsetinn mannlífi bæjarins og hvernig íbúum Þorlákshafnar hefði tekist að byggja upp fallegan bæ og blómlegt samfélag á þessum stað. Á Skarfaskersbryggju var einnig mikið um dýrðir, en þar kynntu fyrirtæki Þorlákshafnar og hand- verksfólk afurðir sínar, tónlistar- menn léku fyrir gesti og gangandi og voru leiktæki sett upp fyrir börnin. Dagskrá á laugardag lauk svo með flugeldasýningu og dans- leikjum fram eftir nóttu. Saga Þorlákshafnar frá árið 1930 verður rituð Á hátíðarfundi bæjarstjórnar, í tilefni afmælisins, var samþykkt að fela Birni Pálssyni sagnfræðingi að rita sögu Þorlákshafnar frá árinu 1930 og jafnframt skipaði bæjar- stjórn þá Hjörleif Brynjólfsson, Benedikt Thorarensen og Jón Sæv- ar Baldvinsson í ritnefnd. Saga Þorlákshafnar bindi I til III rituð af Skúla Helgasyni var gefin út ár- ið 1988 og í henni er meðal annars að finna sögulega úttekt staðarins, safn þjóðsagna og ævisöguágrip sæfarenda frá fjórtándu öld fram til ársins 1929. Í fundargerð bæj- arstjórnar segir að talið sé við hæfi á þessum merku tímamótum að færa á prent þéttbýlissögu stað- arins. 50 ára afmæli Þorlákshafnar var minnst um helgina Lífleg hátíðarhöld voru um allan bæ Fjöldi fólks þáði boð bæjarstjórnar Þorlákshafnar í morgunmat. Morgunblaðið/Jón Sigmundsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók þátt í 50 ára afmæli Þor- lákshafnar. Með honum á myndinni eru Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti og Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri. Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.