Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 45 FYRIRTÆKI Heildsala Gjafavöruumboð, sérvara, til sölu. Upplýsingar í síma 691 0808. HÚSNÆÐI Í BOÐI Lúxusíðbúð til leigu Ný falleg 3ja herb. 100 fm íbúð til leigu í Smár- anum í Kópavogi. Innangengt í blílskýli, sól- stofa, svalir og frábært útsýni. Íbúðin leigist aðeins stofnunum, fyrirtækjum eða traustum einstaklingum. Langtímaleiga kemur til greina. Svar sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lúxus—11499“ fyrir 17. ágúst nk. KENNSLA Stöðupróf Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í ágúst sem hér segir: Miðvikudaginn 15. ágúst: Kl. 17.00 Norðurlandamál og franska. Kl. 19.00 Ítalska, spænska og þýska. Fimmtudaginn 16. ágúst: Kl. 17.00 Stærðfræði skv. nýrri námskrá STÆ 103, STÆ 203 og STÆ 263. Kl. 19.00 Enska. Tekið verður á móti skráningu í stöðupróf á skrifstofu skólans í síma 595 5200 til kl. 12.00 daginn sem próf er haldið. Prófgjald, kr. 3.500 á hvert próf, greiðist hálf- tíma fyrir prófið. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf eru ætluð þeim, sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nem- endur sem fallið hafa á annar- eða bekkjar- prófi. Rektor. ÞJÓNUSTA Gluggaviðgerðir Smíðum glugga og komum þeim fyrir, ef óskað er. Gerum tilboð. Klæðum einnig bárujárnshús. Friðgeir og Hjalti Símar 869 1442 og 581 4906. Geymið auglýsinguna. ATVINNUHÚSNÆÐI Matvælavinnsla 88 fm húsnæði ásamt frysti, kæli og ýmsum tækjum til leigu í vesturbæ Kópavogs. Tilvalið fyrir vinnslu eða veislueldhús. Upplýsingar í síma 8925611. TILKYNNINGAR Drög að tillögu að matsáætlun kísilgúrvinnslu úr Ytriflóa Mývatns Hafið er matsferli vegna fyrirhugaðrar stækkunar á núverandi námusvæði Kísiliðjunnar í Ytriflóa Mývatns. Kísiliðjan er framkvæmdaraðili verks- ins en mat á umhverfisáhrifum kísil- gúrvinnslu úr Ytriflóa Mývatns verður unnið hjá Hönnun hf. Á vefsíðu Hönn- unar http://www.honnun.is eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætl- un framkvæmdarinnar. Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum almennings, ef einhverjar eru, innan tveggja vikna eða fram til 28. ágúst. Þær skulu sendar til Hönn- unar hf., Síðumúla 1, 108 Reykjavík eða á netfangið haukur@honnun.is. Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í London, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtu- daginn 16. ágúst nk. frá kl. 10 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Grikk- lands, Hollands, Indlands, Írlands, Maldíveyja, Nepal og Nígeríu. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Kaup- mannahöfn, verður til viðtals í utanríkisráðu- neytinu miðvikudaginn 22. ágúst nk. frá kl. 9.30—12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Ísrael, Litháen, Möltu, Rúmeníu og Tyrklands. Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 28. ágúst nk. frá kl. 10-12 eða eftir nánara samkom- ulagi. Sendiskrifstofan gegnir hlutverki sendi- ráðs gagnvart Bahamaeyjum, Barbadoseyjum, Grenada og Kúbú. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 29. ágúst nk. kl. 10-12 eða eftir nánara samkomulagi. Ingimundur Sigfússon, verðandi sendiherra Íslands í Japan, verður til viðtals í utanríkisráð- uneytinu föstudaginn 31. ágúst nk. frá kl. 8-10 eða eftir nánara samkomulagi. Kornelíus Sigmundsson, sendiherra Íslands í Helsinki, verður til viðtals fimmtudaginn 6. september nk. kl. 10-12 eða eftir nánara sam- komulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Eistlands, Lettlands og Úkraínu. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, fimmtudaginn 6. september nk. frá kl. 10-12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær til Belgíu, Liechten- stein og Lúxemborgar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560 9900 þar sem tímapantanir eru einnig skráðar. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í Kristinboðssaln- um í kvöld og annað kvöld, þriðjudag og miðvikudag kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson talar. Allir hjartanlega vel- komnir. www.sik.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R SÍÐDEGIS á föstudag varð bílvelta á Vesturlandsvegi við Móa. Tveir í bifreið- inni kenndu eymsla og voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Lögreglumenn voru með sérstakt umferðareftirlit á Suð- urlandsvegi og könnuðu hraðakstur, akst- ur án öryggisbelta, brot á stöðvunar- skyldu o.fl. Tveir voru kærðir fyrir að vera ekki í öryggisbelti og tveir fyrir brot á stöðvunarskyldu. Á föstudagskvöld var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Miklubraut við aðrein að Reykjanesbraut. Ökumaður var fluttur af lögreglu á slysa- deild til skoðunar en mun lítt meiddur. Um hádegi á laugardag var bifreið ekið í gegnum rúðu í húsi við Fossaleyni. Þarna höfðu ung börn tekið bifreiðina úr gír, þannig að hún rann af stað og inn um glugga hjá fyrirtæki. Mynd stolið af myndlistarsýningu Eftir hádegi á föstudag var tilkynnt um að stolið hefði verið akrýlmynd af Bláa lóninu af myndlistarsýningu í Laugardals- höll. Þá var tilkynnt um þjófnað á vörum úr tollvörugeymslu við Héðinsgötu. Á föstudagskvöld fannst smávegis af fíkniefnum í fórum manns í austurborg- inni. Leitað var á heimili hans og fundust cannabisplöntur og fleira. Aðfaranótt laugardags varð vinnuslys er verið var að taka niður undirstöður brúa á Reykjanes- braut/Breiðholtsbraut er undirstöðurnar hrundu. Þarna höfðu 18 starfsmenn verið uppi á bitum sem féllu niður. Tveir starfs- menn slösuðust, annar kvartaði um eymsl í hálsi en hinn var með brotna rist. Þeim var ekið af starfsmanni á slysadeild. Þá óskaði ung kona aðstoðar vegna lík- amsárásar í trjágöngum á háskólasvæðinu við Sæmundargötu. Konan hafði verið á gangi þegar ungur karlmaður réðst á hana. Hann flúði af vettvangi þegar konan öskraði á hjálp. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir talsverða leit. Á laugardagsmorgun tilkynnti vegfar- andi um tvo menn sem höfðu verið að skemma bifreiðar við Klapparstíg. Menn- irnir voru handteknir og færðir í fanga- geymslu. Miklar skemmdir voru á báðum bifreiðunum. Þá var tilkynnt um innbrot í kaffihús nálægt miðbænum. Þar var brotin rúða, farið í sjóðsvél og stolið nokkru af pen- ingum. Unnin voru skemmdarverk á stjórnborði moldarhörpuvélar við Gufunes og verulegu tjóni valdið. Síðdegis á laugardag var maður stöðv- aður í verslun í Vesturbænum en hann hafði tekið vörur að andvirði 55.000 kr. Maðurinn var handtekinn og færður á lög- reglustöð. Á laugardagskvöld var tilkynnt um inn- brot i fyrirtæki í Höfðahverfi. Farið var inn um glugga og stolið mjög verðmætum tölvubúnaði. Kl. 1 aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um reyk og brunakerfi í gangi í fyrirtæki í Vogahverfi. Í ljós kom að freon lak af kælikerfi. Mikill reykur var á staðnum en slökkviliðið reykræsti. Átök á veitingahúsi Átök urðu í veitingahúsi nálægt mið- borginni þar sem hent var flösku í höfuð stúlku og á eftir var maður sleginn í ennið með öskubakka. Þau voru bæði með skurði og stúlkan var flutt með sjúkra- bifreið en lögregla ók manninum á slysa- deild. Árásarmaðurinn var færður í fanga- móttöku. Auk þessa var mikill erill um nóttina vegna ölvunar, hávaða og slags- mála en meiðsli voru yfirleitt minni hátt- ar. Átök urðu á Lækjartorgi á sunnudags- morgun en þar hafði verið ráðist á mann, hann skallaður, sleginn og síðan stigið á háls hans. Hann var með skurð á enni, lík- lega nefbrotinn, skurð á nefi og brotið upp úr tönn. Maðurinn var fluttur á slysadeild og síðan heim. Árásarmaðurinn og stúlka voru handtekin. Upphaf átakanna var sagt vera deilur á milli hins slasaða og stúlk- unnar. Um helgina var brotist inn í margar bif- reiðar víðsvegar um borgina og stolið úr þeim mismiklum verðmætum. Þess vegna vill lögreglan enn einu sinni minna á að menn gangi vel frá bílum sínum og skilji ekki eftir í þeim neitt sem hægt er að taka með sér. Bent er á leiðbeiningar á heima- síðu lögreglunnar: www.logreglan.is Dagbók lögreglunnar Mikið um inn- brot í bíla 10.–13. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.