Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 15 MJÖG góð aðsókn var að hand- verkshátíðinni Handverk 2001 sem lauk að Hrafnagili sl. sunnudag. Að sögn Bjarkar Sigurðardóttur fram- kvæmdastjóra komu á milli 7 og 8 þúsund gestir í heimsókn þá fjóra daga sem sýningin stóð yfir, sem er heldur meiri aðsókn en á síðasta ári. Á sýningunni var af nógu að taka en alls voru sýningarbásarnir um 90 bæði innan- og utandyra en sýn- endur voru mun fleiri. Sýningin að þessu sinni var sú níunda í röðinni á jafnmörgum árum og má með sanni segja að Hrafnagil sé vagga hand- verks á Íslandi. Fjölsótt hand- verkssýning Morgunblaðið/Kristján Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður frá Sauðárkróki skoð- ar sýningarbás Lifandi steina í Aðaldal. LÖGREGLAN á Ólafsfirði vinnur að rannsókn innbrots í Hótel Ólafsfjörð, en um helgina var brot- ist þar inn og einnig í verslunina Valberg. Það var aðfaranótt laugardags sem brotist var inn í Valberg en aðfaranótt sunnudags á Hótel Ólafsfjarðar. Í báðum tilfellum voru hurðir spenntar upp. Skemmdir voru talsverðar vegna innbrotsins á hótelið, en óvíst er hvað var tekið. Öryggiskerfi húss- ins fór ekki í gang. Upptökuvélar, sem voru ótengdar, virðast hafa hrætt þjófinn eða þjófana. Lögreglan vinnur að rannsókn innbrotsins. Einn maður var hand- tekinn vegna innbrotsins í Val- berg. Hann hefur þegar játað á sig verknaðinn, en hann hafði um 30 þúsund krónur upp úr krafsinu. Tvö innbrot um helgina Ólafsfjörður þar hafa komið í ljós hlutir sem ekki hafa sést áður, eins og stýri flug- mannsins, blysbyssa og vélbyssa og mun þetta vera þriðja vélbyssan sem þarna finnst. Þá hefur orðið mikil bráðnun þarna uppi og meiri en menn reiknuðu með. Í leiðangrinum taka þátt sex félag- ar í björgunarsveit breska flughers- ins, átta félagar úr Björgunarsveit- inni Súlum, tveir lögreglumenn frá Akureyri og þrír myndatökumenn. Ráðgert er að sækja leiðangurs- menn í kvöld. ÞYRLUR frá Landhelgisgæslunni og bandaríska hernum á Keflavíkur- flugvelli fluttu íslenska og breska björgunarsveitarmenn á jökulinn í Eyjafirði þar sem breska sprengju- flugvélin fórst árið 1941. Með vélinni fórust fjórir menn. Tilgangur leið- angursins er að sækja líkamsleifar mannanna, sem komið hafa í ljós og settar verða í grafir í Fossvogs- kirkjugarði. Einnig er mögulegt að komið verði með eitthvað af braki vélarinnar til byggða. Vinna gekk vel á jöklinum í gær og Leiðangur farinn að sprengjuflugvélinni íþróttaskór á dömur og herra Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.