Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞESSI texti í lagi Bubba Morthens
kom óneitanlega upp í hugann eftir
viðskipti mín við Jón Egilsson hdl. Ég
hélt að til væri eitthvert almennt sið-
ferði sem lögfræðingar, ekki síst,
þyrftu að fara eftir. Þannig var að ég
skrifaði út 75.000 króna ávísun og af-
henti kunningja mínum, að ég taldi
traustum, sem ekki á ávísanahefti, og
átti hún að notast sem eins konar
trygging vegna viðskipta kunningj-
ans við Jón, en hann var að kaupa
mótorhjól. Kunninginn lofaði að ávís-
unin færi ekki „inn“, hann átti von á
peningum annars staðar frá, sem
myndu notast til að fá ávísunina aftur
frá Jóni litlu síðar, en kunninginn
taldi mér trú um að Jón hefði sam-
þykkt þessa tilhögun. Auðvitað má
segja að það hafi verið mjög einfeldn-
ingslegt af mér að gera þetta, en
nokkrum dögum eftir að ávísunin var
dagsett, en hún var dagsett u.þ.b. tíu
daga fram í tímann frá því hún var
skrifuð, hringir Jón Egilsson hdl. í
mig og segir mér að hann hafi frá mér
innstæðulausa ávísun, sem hann vilji
fá borgaða, en við Jón könnuðumst
aðeins hvor við annan frá fyrri tíð. Ég
segi honum hvernig í pottinn sé búið
og ég muni tala við kunningjann og
biðja hann að útkljá þetta mál við Jón.
Ég hringi síðan í kunningjann og
hann lofar mér að tala við Jón og
leysa málið þannig að ég bíði ekki
skaða af. Þremur dögum seinna fæ ég
bréf frá lögmannsstofu Jóns Egils-
sonar hdl. og er krafinn um greiðslu á
104.202 krónum, sem er þá vegna
ávísunarinnar ásamt innheimtuþókn-
un o.fl. Ég fer á fund Jóns og segi
honum, að mér finnist miður hvernig
framganga hans sé í þessu máli. Mér
hefði fundist eðlilegt að Jón Egilsson
varaði mig við því, þótt ekki væri
nema vegna gamals kunningsskapar,
að hann myndi senda ávísunina til
innheimtu hjá Lögmannsstofu Jóns
Egilssonar hdl. og þar með myndi
bætast við 30.000 króna innheimtu-
þóknun til hans sjálfs vegna nokkurra
daga sem hann lá með ávísunina fram
yfir dagsetningu hennar. Ég vildi
semja um greiðslu ávísunarinnar, þar
sem ég gerði ljósa stöðuna sem ég var
búinn að koma mér í, en taldi ekki
óeðlilegt að hann sleppti 29.202 króna
þóknun sér til handa vegna þess
hvernig í pottinn væri búið, jafnvel
þótt hann hefði látið stelpurnar á
skrifstofunni sinni útbúa innheimtu-
bréf til að senda mér. Hann taldi það
af og frá en vegna sérstakrar velvild-
ar væri hann tilbúinn að fella niður
helminginn af innheimtuþóknuninni,
gegn því að greitt væri á stundinni.
Mér til furðu kaus Jón að ræða þetta
mál í móttökunni/afgreiðslunni á
skrifstofu sinni, þar sem meðal ann-
ars skrifstofustúlka hans blandaði sér
í umræðurnar og lýsti þeirri skoðun
sinni að húsbóndi sinn væri alls ekki
ósanngjarn í þessu máli.
Það getur verið að innheimtulög-
fræðingurinn Jón Egilsson hafi lögin
sín megin, en í mínum huga er sið-
ferðið ansi vafasamt.
Kristján Kristjánsson,
Löngubrekku 5, Kópavogi.
Hafa lögfræðingar sál?
Frá Kristjáni Kristjánssyni:
FYRIR 3 árum eða svo stóðu bæj-
aryfirvöld hér í Garðabæ fyrir her-
ferð til að fá fólk til að flokka sorp og
draga úr sorpmagni eftir mætti svo
hægt væri að komast af með að hirða
sorpið hálfsmánaðarlega sem myndi
spara bæjarfélaginu verulegar fjár-
hæðir. Svo komu þessar langþráðu
stóru ruslatunnur sem tæmdar voru
á hálfsmánaðar fresti en það var ekki
lengi unað við það en okkur sem
lögðum í þá framkvæmd að safna
pappír og gleri í sinnhvorn pokann
og grafa holu úti í garði fyrir græn-
metis- og brauðafganga nægði þetta
alveg.
Þessi þarfa ábending um sorp-
flokkun og innræting umhverfis-
væns hugsunarháttar hefur svo
komið frá bænum af og til síðan og
kynt enn frekar undir ánægju minni
með bæjaryfirvöld. Svona séu þau að
berjast þetta við sauðsvartan almúg-
ann og reyna að höfða til skynsemi
fólks í stað þess að ganga hreint til
verks og vigta sorpið og láta fólk
borga umfram það sem eðlilegt get-
ur talist miðað við lágmarksflokkun.
En viti menn, hvað kemur svo
uppúr kafinu? Það er nefnilega ekki
flokkað sorp á einni einustu stofnun
á vegum bæjarins sjálfs. Á leikskól-
unum eru börnin látin henda brauð-
og ávaxtaafgöngum saman við papp-
írinn sem er það rusl sem langmest
fellur til af eins og á flestum stofn-
unum bæjarins. Í einum skólanum
hafði að vísu verið gerð tilraun með
að halda pappírnum sér og þá aðeins
hjá kennurunum og starfsliði skól-
ans en það reyndist of flókið og var
fljótlega hætt, það þurfti víst í
þokkabót að flokka pappírinn í tvo
flokka sem reyndist fólkinu svona
geysilega snúið og erfitt viðureignar,
rétt eins og starfsliðinu á bæjarskrif-
stofunum. Þar hafði lítillega verið
byrjað að flokka sorp áður en flutt
var í nýja húsnæðið en var svo hætt
og síðan hefur ekki verið borið við að
setja pappír í sérgáma.
Það væri kannski von til að fólk
næði tökum á sorpflokkun ef byrjað
væri strax að venja það við á leik-
skólunum. Ég átti ekki von á þessu
skeytingarleysi á bæjarskrifstofun-
um þar sem bæjarstjórinn er ung
kona en konur á aldrinum 30–45 ára
eru víst sá þjóðfélagshópur sem er
hvað mest meðvitaður um umhverf-
ismál. Það voru til dæmis konur á
þessum aldri sem fyrst byrjuðu að
kaupa blýlaust bensín á sínum tíma.
Það er sorglegt ef þessar ungu
konur í valdastöðum eins og Ásdís
Halla og Siv Friðleifsdóttir reynast
svo ekki nútímalegri í hugsun og
framkvæmd hvað umhverfismál
varðar en hver annar forpokaður
karlfauskur kominn yfir miðjan ald-
ur.
ÁSDÍS ARTHÚRSDÓTTIR
Ægisgrund 10, Garðabæ.
Sorpflokkun er
umhverfisvæn
Frá Ásdísi Arthúrsdóttur: