Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 35 Í NÝLEGU frétta- bréfi Samtaka atvinnu- lífsins er því haldið fram að viðmiðunar- gjaldskrá vegna lækn- isvottorða hafi verið send út á vegum Læknafélags Íslands sl. vetur til lækna. Sig- urbjörn Sveinsson, for- maður Læknafélags Íslands, mótmælti þessari fullyrðingu SA í frétt í Morgunblaðinu þriðja þessa mánaðar. Forstöðumaður stefnu- mótunar- og sam- skiptasviðs Samtaka atvinnulífsins gerir síðan lítið úr þeim mómælum í frétt Morgun- blaðsins í gær. Það er óþarfi af for- stöðumanni samskiptasviðs Sam- taka atvinnulífsins að draga í efa orð formanns LÍ að þessu leyti. Læknafélagi Íslands er óheimilt að setja gjaldskrá fyrir félagsmenn sína fyrir vottorð eða önnur lækn- isverk vegna samkeppnislaga sem tóku gildi 1. mars 1993. Síðasta gjaldskrá vegna læknisvottorða á vegum Læknafélags Íslands tók gildi 1991 og féll úr gildi 1993. Verð- samráð eða gjaldskrá er ekki og hefur ekki verið til um vottorð á vegum félagsins síðan. Ákvæði al- mannatryggingalaga heimila að samið sé um ákveðna gjaldskrá í samningum Tryggingastofnunar ríkisins og lækna og teljast þær gjaldskrár samrýmanlegar sam- keppnislögum, samanber einnig gjaldskrá heilsugæslulækna gagn- vart Tryggingastofnun ríkisins með úrskurði kjaranefndar. Félagið gæti freistað þess að sækja um undan- þágu fyrir gjaldskrá fyrir félagsmenn s.s. vegna læknisvottorða til Samkeppnisráðs skv. samkeppnislögum, sem ekki hefur verið á dagskrá m.a. vegna breytingar sem gerð var á samkeppnislög- um á síðasta ári. Í kjarasamningum samtaka atvinnurek- enda og launþega er almennt ákvæði um að launþegi skuli afla læknisvottorðs á kostnað vinnuveitanda til að sanna óvinnu- færni vegna veikinda og slysa, sem er skilyrði launaréttar starfsmanns á meðan hann er óvinnufær af þess- um sökum. Í tuttugu ára gömlum ályktunum aðalfunda Læknafélags Íslands var því beint til samtaka vinnuveitenda og launþega að fella niður kröfur í kjarasamningum um læknisvottorð vegna veikinda í skemmri tíma en fjóra daga. Lækn- isvottorð til vinnuveitenda vegna óvinnufærni starfsmanna eru með algengustu vottorðum lækna. Sam- kvæmt læknalögum og reglugerð um gerð læknisvottorða ber lækni að sýna varkárni og nákvæmni við útgáfu vottorða og votta það eitt sem hann hefur sjálfur staðreynt. Í vinnu við vottorð felst sérfræðileg vinna, undirbúningur, skoðun gagna um sjúkling, mat á ástandi sjúk- lings, framsetning á efni, læknir getur haft kostnað af ritun vottorðs o.s.frv. Verkefninu fylgir ábyrgð. Það eru ekki eingöngu heilsugæslu- læknar sem gefa út svokölluð at- vinnurekendavottorð. Aðrir sér- fræðilæknar koma ítrekað að þessari vottorðagjöf vegna sjúk- linga. Trúnaðarlæknar fyrirtækja fá þessi vottorð jafnframt til skoðunar. Læknir metur gjaldtöku fyrir við- komandi vottorð. Löng og óslitin hefð er fyrir því að heilsugæslu- læknar sem aðrir sérfræðilæknar taki gjald fyrir þessi læknisvottorð. Samkvæmt kjarasamningum greiða vinnuveitendur kostnað af læknis- vottorðum að því tilskildu að þeim hafi verið tilkynnt um veikindin inn- an ákveðins frests. Hefur framlag lækna vegna mik- ilsverðra réttinda á vinnumarkaði varðandi veikindi starfsmanna og óvinnufærni vegna slysa aldrei verið ágreiningsefni milli Læknafélags Ís- lands og aðila vinnumarkaðarins. Eins og að framan greinir hafa læknar hvatt vinnuveitendur til að draga úr kröfum um læknisvottorð og þar með kostnaði af gerð þeirra. Yfirmönnum á vinnustöðum er treystandi til þess að veita aðhald að þessu leyti í mjög mörgum tilvikum. Læknafélag Íslands virð- ir lög gegn verðsamráði Ásdís J. Rafnar Læknisvottorð Verðsamráð eða gjald- skrá, segir Ásdís J. Rafnar, er ekki og hefur ekki verið til um vottorð á vegum félagsins síðan 1993. Höfundur er framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Sími 555 0455 Sími 564 6440 20% afsláttur af barnamyndatökum í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.