Morgunblaðið - 14.08.2001, Qupperneq 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 35
Í NÝLEGU frétta-
bréfi Samtaka atvinnu-
lífsins er því haldið
fram að viðmiðunar-
gjaldskrá vegna lækn-
isvottorða hafi verið
send út á vegum
Læknafélags Íslands
sl. vetur til lækna. Sig-
urbjörn Sveinsson, for-
maður Læknafélags
Íslands, mótmælti
þessari fullyrðingu SA
í frétt í Morgunblaðinu
þriðja þessa mánaðar.
Forstöðumaður stefnu-
mótunar- og sam-
skiptasviðs Samtaka
atvinnulífsins gerir síðan lítið úr
þeim mómælum í frétt Morgun-
blaðsins í gær. Það er óþarfi af for-
stöðumanni samskiptasviðs Sam-
taka atvinnulífsins að draga í efa orð
formanns LÍ að þessu leyti.
Læknafélagi Íslands er óheimilt
að setja gjaldskrá fyrir félagsmenn
sína fyrir vottorð eða önnur lækn-
isverk vegna samkeppnislaga sem
tóku gildi 1. mars 1993. Síðasta
gjaldskrá vegna læknisvottorða á
vegum Læknafélags Íslands tók
gildi 1991 og féll úr gildi 1993. Verð-
samráð eða gjaldskrá er ekki og
hefur ekki verið til um vottorð á
vegum félagsins síðan. Ákvæði al-
mannatryggingalaga heimila að
samið sé um ákveðna gjaldskrá í
samningum Tryggingastofnunar
ríkisins og lækna og teljast þær
gjaldskrár samrýmanlegar sam-
keppnislögum, samanber einnig
gjaldskrá heilsugæslulækna gagn-
vart Tryggingastofnun ríkisins með
úrskurði kjaranefndar. Félagið gæti
freistað þess að sækja um undan-
þágu fyrir gjaldskrá
fyrir félagsmenn s.s.
vegna læknisvottorða
til Samkeppnisráðs
skv. samkeppnislögum,
sem ekki hefur verið á
dagskrá m.a. vegna
breytingar sem gerð
var á samkeppnislög-
um á síðasta ári.
Í kjarasamningum
samtaka atvinnurek-
enda og launþega er
almennt ákvæði um að
launþegi skuli afla
læknisvottorðs á
kostnað vinnuveitanda
til að sanna óvinnu-
færni vegna veikinda og slysa, sem
er skilyrði launaréttar starfsmanns
á meðan hann er óvinnufær af þess-
um sökum. Í tuttugu ára gömlum
ályktunum aðalfunda Læknafélags
Íslands var því beint til samtaka
vinnuveitenda og launþega að fella
niður kröfur í kjarasamningum um
læknisvottorð vegna veikinda í
skemmri tíma en fjóra daga. Lækn-
isvottorð til vinnuveitenda vegna
óvinnufærni starfsmanna eru með
algengustu vottorðum lækna. Sam-
kvæmt læknalögum og reglugerð
um gerð læknisvottorða ber lækni
að sýna varkárni og nákvæmni við
útgáfu vottorða og votta það eitt
sem hann hefur sjálfur staðreynt. Í
vinnu við vottorð felst sérfræðileg
vinna, undirbúningur, skoðun gagna
um sjúkling, mat á ástandi sjúk-
lings, framsetning á efni, læknir
getur haft kostnað af ritun vottorðs
o.s.frv. Verkefninu fylgir ábyrgð.
Það eru ekki eingöngu heilsugæslu-
læknar sem gefa út svokölluð at-
vinnurekendavottorð. Aðrir sér-
fræðilæknar koma ítrekað að
þessari vottorðagjöf vegna sjúk-
linga. Trúnaðarlæknar fyrirtækja fá
þessi vottorð jafnframt til skoðunar.
Læknir metur gjaldtöku fyrir við-
komandi vottorð. Löng og óslitin
hefð er fyrir því að heilsugæslu-
læknar sem aðrir sérfræðilæknar
taki gjald fyrir þessi læknisvottorð.
Samkvæmt kjarasamningum greiða
vinnuveitendur kostnað af læknis-
vottorðum að því tilskildu að þeim
hafi verið tilkynnt um veikindin inn-
an ákveðins frests.
Hefur framlag lækna vegna mik-
ilsverðra réttinda á vinnumarkaði
varðandi veikindi starfsmanna og
óvinnufærni vegna slysa aldrei verið
ágreiningsefni milli Læknafélags Ís-
lands og aðila vinnumarkaðarins.
Eins og að framan greinir hafa
læknar hvatt vinnuveitendur til að
draga úr kröfum um læknisvottorð
og þar með kostnaði af gerð þeirra.
Yfirmönnum á vinnustöðum er
treystandi til þess að veita aðhald að
þessu leyti í mjög mörgum tilvikum.
Læknafélag Íslands virð-
ir lög gegn verðsamráði
Ásdís J. Rafnar
Læknisvottorð
Verðsamráð eða gjald-
skrá, segir Ásdís J.
Rafnar, er ekki og hefur
ekki verið til um vottorð
á vegum félagsins síðan
1993.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Læknafélags Íslands.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Sími 555 0455 Sími 564 6440
20%
afsláttur af
barnamyndatökum
í júlí