Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þorsteinn Arn-alds fæddist á
Blönduósi 24. desem-
ber 1915. Hann lést á
Landakotsspítala í
Reykjavík 1. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Matt-
hildur Einarsdóttir
Kvaran, f. 29.9. 1889,
d. 1980, og Ari Arn-
alds sýslumaður, f.
7.6. 1872, d. 1957.
Þorsteinn kvæntist
8.8. 1942 Guðrúnu
Hallgrímsdóttur
Tulinius, f. 28.7.
1919. Börn þeirra eru: 1) Hrefna
framhaldsskólakennari, f. 5.4.
1943, gift Sigurði Gils Björgvins-
syni hagfræðingi, f. 23.11. 1943.
Þeirra börn eru Björgvin sagn-
fræðingur, f. 17.9. 1971, og Guð-
rún Sesselja, nemi í Kennarahá-
skólanum, f. 12.11. 1977. Björgvin
20.6. 1998. Dóttir Helgu af fyrra
hjónabandi er Hildur Saliu Eyfeld,
f. 17.8. 1979. Hún er gift Taofik O.
A. Saliu, f. 30.4. 1978. Barn þeirra
er Mueez Daniel Adisa, f. 23.2.
2001. Bræður Þorsteins voru Sig-
urður Arnalds, f. 15.3. 1909, d.
10.7. 1998, og Einar Arnalds, f. 3.1.
1911, d. 24.7. 1997.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá
máladeild Menntaskólans í
Reykjavík 1937 og stundaði síðan
nám við Verslunarháskólann í
Kaupmannahöfn 1938–1940. Eftir
heimkomuna réðst hann til Skatt-
stofunnar í Reykjavík og vann þar
til ársins 1946 er hann hóf störf hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur við
stofnun hennar, fyrst sem skrif-
stofustjóri, en sem forstjóri frá
árinu 1961–1975. Þorsteinn átti
m.a. sæti í stjórnum Togaraaf-
greiðslunnar hf., Lýsissamlags ís-
lenskra botnvörpunga, Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar í
Reykjavík, Samtrygginga ís-
lenskra botnvörpunga og í togara-
nefnd ríkisins (hinni síðari).
Útför Þorsteins fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
er kvæntur Bjarnheiði
Margréti Ingimundar-
dóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 2.9. 1972.
Börn þeirra eru Þor-
gils Björn, f. 21.11.
1997, og Margrét, f.
2.5. 2001. Dóttir Guð-
rúnar Sesselju er
Hrefna Kristín Sigur-
jónsdóttir, f. 5.4. 2001.
2) Ari verkfræðingur,
f. 15.12. 1944, kvænt-
ur Sigrúnu Helgadótt-
ur tölfræðingi, f. 11.5.
1945. Þeirra börn eru
Þorsteinn verkfræð-
ingur, f. 5.9. 1972, og Guðbjörg
Halla, nemandi í listdansi, f. 24.2.
1982. 3) Hallgrímur verkfræðing-
ur, f. 4.5. 1956, kvæntur Helgu Ey-
feld viðskiptafræðingi, f. 24.8.
1958. Þeirra börn eru Herdís
Helga, f. 30.9. 1988, Guðrún, f.
15.11. 1992, og Erla Kristín, f.
Tengdafaðir minn, Þorsteinn Arn-
alds, fyrrverandi forstjóri Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, lést hinn 1.
ágúst sl.
Faðir Þorsteins, Ari Arnalds,
sýslumaður og bæjarfógeti á Seyð-
isfirði, var einn af forystumönnum í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í upp-
hafi tuttugustu aldarinnar. Sat hann
á þingi eitt kjörtímabil og var einnig
ritstjóri Dagfara á Eskifirði. Ari var
trúlega sá fyrsti sem opinberlega
setti fram kröfuna um algeran að-
skilnað Íslands frá Danmörku. Þeg-
ar Ari hætti embættisstörfum sneri
hann sér að sínu aðaláhugamáli sem
var skriftir og ritaði nokkrar bækur
sem fengu mjög góða dóma. Móðir
Þorsteins, Matthildur, var dóttir
Einars H. Kvarans, rithöfundar, en
hún stundaði nám í píanókennslu í
Danmörku og var eftirsóttur píanó-
kennari í Reykjavík. Hjónin skildu
þegar Þorsteinn var barn að aldri en
Matthildur giftist síðar Magnúsi
Matthíassyni, syni Matthíasar Joch-
umssonar skálds, og bjuggu þau í
Reykjavík.
Þorsteinn var því alinn upp í
menningarumhverfi þar sem hljóð-
færaleikur, ritstörf og málaralist var
stór þáttur daglegs lífs. Móðir hans
hafði mikinn áhuga á myndlist og
studdi ýmsa unga myndlistarmenn
þegar þeir voru að hefja feril sinn.
Má þar nefna Þorvald Skúlason, en
hún gekkst fyrir því að ná saman
áhugafólki um myndlist sem greiddi
listamanninum ákveðið framlag á
mánuði en listamaðurinn endur-
greiddi síðan skuldina með málverki.
Þorsteinn og kona hans, Guðrún,
tóku mér einstaklega vel þegar ég
kom inn í fjölskylduna og varð ég
þess fljótt áskynja að Barmahlíð 13
var menningarheimili sem byggði á
hefð sem var mér á margan hátt
framandi. Hjónin voru ávallt
reiðubúin að hjálpa þeim sem voru
hjálpar þurfi. Tengdaforeldrar mínir
reyndust mér ákaflega vel og veittu
mér alla þá aðstoð sem í þeirra valdi
stóð að veita. Þegar við hjónin kom-
um heim frá námi í Danmörku veittu
þau okkur ómetanlega aðstoð við að
stofna hér heimili og kaupa okkar
fyrstu íbúð.
Þau hjónin höfðu mikla ánægju af
ferðalögum og eyddu flestum frí-
stundum á sumrin í faðmi náttúr-
unnar. Þorsteinn hafði lengi Fossá í
Þjórsárdal á leigu ásamt nokkrum
félögum. Þar byggðu þeir veiðikofa
og hin síðari ár gróðursettu Þor-
steinn og Guðrún þar mikið af trjá-
plöntum og er veiðikofinn nú umvaf-
inn fallegum skógarlundi þar sem
áður var gjóska frá Heklugosum
sem sýnir vel hvað hægt er að gera í
skógrækt á Íslandi ef vilji er til stað-
ar. Þorsteinn hafði mikinn áhuga á
sögu og var mjög vel að sér í sögu
seinni heimsstyrjaldarinnar enda
voru þau Guðrún við nám í Kaup-
mannahöfn þegar Þjóðverjar her-
námu Danmörku þannig að hann
komst í beina snertingu við stríðið.
Þau komu heim haustið 1940 með
Heklu frá Petsamo og hóf Þorsteinn
þá störf hjá Skattstofunni í Reykja-
vík þar sem hann vann til ársins
1946.
Þorsteinn var fyrsti starfsmaður
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og vann
að stofnun hennar. Þar starfaði hann
síðan þar til hann hætti störfum
vegna heilsubrests árið 1975 og
helming starfstímans sem forstjóri.
Á árunum frá 1960 og fram á átt-
unda áratuginn var rekstur togara-
útgerðar mjög erfiður og oft var
hart í ári. Hart var deilt um hvort
rétt væri að borgin stæði í jafn um-
fangsmiklum atvinnurekstri og
BÚR hafði með höndum. Þorsteinn
var tilfinningaríkur maður með ríka
réttlætiskennd og þoldi illa ef hon-
um fannst ómaklega vegið að því fyr-
irtæki, sem hann helgaði líf sitt.
Varði hann fyrirtækið með oddi og
egg og oft var hart deilt þegar ýmsir
vildu að borgin hætti þessum
rekstri. Það var sannfæring hans að
togaraútgerð ætti framtíð fyrir sér
og taldi nauðsynlegt að kaupa öfluga
skuttogara sem gætu sótt á fjarlægð
mið og aukið afla fiskiskipaflotans.
Vann hann að kaupum BÚR á svo-
kölluðum Spánartogurum sem voru
1.000 smálestir að stærð og eru nær
allir enn í notkun hérlendis og hafa
reynst mjög vel.
Þorsteinn og Guðrún voru mjög
samrýnd og það var mikið áfall fyrir
Þorstein þegar hún þurfti að leggj-
ast á sjúkrahús með Alzheimer-sjúk-
dóminn sem dró hana síðan til
dauða. Þorsteinn saknaði hennar
mikið og kvaddi þennan heim á dán-
ardegi hennar ári síðar.
Ég vil þakka Þorsteini fyrir liðnar
samverustundir og veit að hann hef-
ur nú fengið frið hjá eiginkonu sinni.
Sigurður Gils Björgvinsson.
Hinn 1. ágúst sl. lést í Reykjavík
tengdafaðir minn, Þorsteinn Arn-
alds, á 86. aldursári. Nákvæmlega
ári fyrr, hinn 1. ágúst 2000, lést kona
hans, Guðrún Arnalds, þá nýlega
orðin 81 árs. Þau hjón voru einstak-
lega samrýnd svo að manni finnst
þessi tímasetning næstum ekki vera
tilviljun. Og nú þegar ég sest niður
til þess að skrifa kveðjuorð til Þor-
steins finnst mér erfitt að greina á
milli þeirra tveggja, rétt eins og þeg-
ar ég skrifaði kveðjuorð til Guðrúnar
fyrir ári.
Þorsteinn var fæddur á Blönduósi
en fluttist síðan með foreldrum sín-
um til Seyðisfjarðar þar sem faðir
hans, Ari Arnalds, var sýslumaður.
Þegar hann var 5 ára flutti móðir
hans, Matthildur Einarsdóttir Kvar-
an, til Reykjavíkur með syni sína
þrjá. Þorsteinn ólst upp að mestu
með móður sinni eftir það. Matthild-
ur stundaði nám í píanóleik um eins
árs skeið erlendis og á meðan bjó
Þorsteinn hjá afa sínum, Einari H.
Kvaran rithöfundi, en Einar leigði
þá húsnæði á Bessastöðum. Þor-
steinn var oftast á sumrin austur á
landi, annaðhvort hjá föður sínum á
Seyðisfirði eða á Arnheiðarstöðum á
Fljótsdal. Þorsteinn og eldri bræður
hans, Sigurður og Einar, ferðuðust
um Austurland með föður sínum
þegar hann var í embættiserindum.
Þessi ferðalög og dvölin á Austur-
landi voru Þorsteini mjög minnis-
stæð.
Þorsteinn helgaði Bæjarútgerð
Reykjavíkur mestalla starfskrafta
sína. Hann var fyrsti starfsmaður
Bæjarútgerðarinnar, skrifstofu-
stjóri 1946–1961 og forstjóri 1961–
1975. Engum duldist að hann bar
hag Bæjarútgerðarinnar mjög fyrir
brjósti, þótt sjálf þekki ég það aðeins
af afspurn framan af. Mér er sér-
staklega minnisstætt hve glaður og
áhugasamur hann var þegar hann
sýndi mér teikningar af Spánartog-
urunum svokölluðu sem Bæjarút-
gerðin festi kaup á eftir 1970.
Þorsteinn kvæntist Guðrúnu Tul-
inius 8. ágúst 1942. Þau höfðu verið
trúlofuð um nokkurra ára skeið og
dvöldust samtímis í Kaupmannhöfn
1938–1940 við nám og störf en stríð-
ið batt enda á dvöl þeirra þar. Þor-
steinn unni konu sinni Guðrúnu
mjög og sagði það hafa verið gæfu
sína að kvænast henni. Guðrún stóð
ætíð eins og klettur við hlið manns
síns og þau voru samtaka í flestu
sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau
ferðuðust mikið, bæði innanlands og
utan, og í lok áttunda áratugarins
dvöldu þau oft langdvölum á Spáni.
Þorsteinn átti bifreið frá því um
1950 og virðist hafa ferðast meira en
venja var á þeim tíma. Hann hafði
yndi af því að aka um landið og þá
sérstaklega ef bíllinn var góður.
Hann var alltaf mjög vel útbúinn og
ég minnist þeirra hjóna í útilegu á
Héraði með tvö tjöld, eitt fyrir vistir
og annað til þess að sofa í. Þegar
Þorsteinn dvaldi langdvölum á Aust-
urlandi sem ungur maður tók hann
miklu ástfóstri við það landsvæði.
Síðustu árin sem þau hjónin ferð-
ÞORSTEINN
ARNALDS
!""
#$% %&&
' !""
(&"' &!""
) %$ "&&
# *&&
+ , %&!""
( &!""
- !
&&
.!*&!""
/ &&&
/ 0" &!""
1&&
2&
*&& !""
&&
+ &3 &!""
&!""
- !&&
4 *
/5)5
67. "89
#6$ '6
!
:;&!""
< -&&
3 ' )4%-&!""
& 6 )&6 &&
- -&&
,2&"
6 !""
,/ 0"-&!""
/ = " +:
4 *
/ >
(
32
%# *&67&"$ 6 7-
% &"
% %
" #
$ %
&
# %
%
% #
'
(()
! 3'
!""
< &
' 2 !""
!""
3 '&'& &
!'& !&!""
(&"$ !""
$;&&
(&"$; &
( "' &!""
!'& !""
"%;
"%; &&
4 *
*
*
?3<3)
+)
?6 .-8
#6$ '6
!
3* . .$;-&!""
2&"2&&&
3. .$;-&&
3 :;2&&&
3. 2&&&
4 4 *
+
*
*
55+) 52@
+)
(6 " AB
6 &
C
! ,
)
3 ?$4 &&
5;&.$;-&&
/
! !""
$ @ .$;-&&
- ! 2&$4 &!""
4&".$;-&&
5 ! :0"&!""
?$4 .$;-&&
'% &!""
4 *
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Skilafrestur
minningargreina