Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 15
MJÖG góð aðsókn var að hand-
verkshátíðinni Handverk 2001 sem
lauk að Hrafnagili sl. sunnudag. Að
sögn Bjarkar Sigurðardóttur fram-
kvæmdastjóra komu á milli 7 og 8
þúsund gestir í heimsókn þá fjóra
daga sem sýningin stóð yfir, sem er
heldur meiri aðsókn en á síðasta ári.
Á sýningunni var af nógu að taka
en alls voru sýningarbásarnir um 90
bæði innan- og utandyra en sýn-
endur voru mun fleiri. Sýningin að
þessu sinni var sú níunda í röðinni á
jafnmörgum árum og má með sanni
segja að Hrafnagil sé vagga hand-
verks á Íslandi.
Fjölsótt hand-
verkssýning
Morgunblaðið/Kristján
Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður frá Sauðárkróki skoð-
ar sýningarbás Lifandi steina í Aðaldal.
LÖGREGLAN á Ólafsfirði vinnur
að rannsókn innbrots í Hótel
Ólafsfjörð, en um helgina var brot-
ist þar inn og einnig í verslunina
Valberg.
Það var aðfaranótt laugardags
sem brotist var inn í Valberg en
aðfaranótt sunnudags á Hótel
Ólafsfjarðar. Í báðum tilfellum
voru hurðir spenntar upp.
Skemmdir voru talsverðar vegna
innbrotsins á hótelið, en óvíst er
hvað var tekið. Öryggiskerfi húss-
ins fór ekki í gang. Upptökuvélar,
sem voru ótengdar, virðast hafa
hrætt þjófinn eða þjófana.
Lögreglan vinnur að rannsókn
innbrotsins. Einn maður var hand-
tekinn vegna innbrotsins í Val-
berg. Hann hefur þegar játað á sig
verknaðinn, en hann hafði um 30
þúsund krónur upp úr krafsinu.
Tvö innbrot
um helgina
Ólafsfjörður
þar hafa komið í ljós hlutir sem ekki
hafa sést áður, eins og stýri flug-
mannsins, blysbyssa og vélbyssa og
mun þetta vera þriðja vélbyssan sem
þarna finnst. Þá hefur orðið mikil
bráðnun þarna uppi og meiri en
menn reiknuðu með.
Í leiðangrinum taka þátt sex félag-
ar í björgunarsveit breska flughers-
ins, átta félagar úr Björgunarsveit-
inni Súlum, tveir lögreglumenn frá
Akureyri og þrír myndatökumenn.
Ráðgert er að sækja leiðangurs-
menn í kvöld.
ÞYRLUR frá Landhelgisgæslunni
og bandaríska hernum á Keflavíkur-
flugvelli fluttu íslenska og breska
björgunarsveitarmenn á jökulinn í
Eyjafirði þar sem breska sprengju-
flugvélin fórst árið 1941. Með vélinni
fórust fjórir menn. Tilgangur leið-
angursins er að sækja líkamsleifar
mannanna, sem komið hafa í ljós og
settar verða í grafir í Fossvogs-
kirkjugarði. Einnig er mögulegt að
komið verði með eitthvað af braki
vélarinnar til byggða.
Vinna gekk vel á jöklinum í gær og
Leiðangur farinn að
sprengjuflugvélinni
íþróttaskór
á dömur og herra
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14.
Skóbúðin