Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 17
K
O
R
T
E
R
SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra, afhjúpaði á laugardag útsýn-
isskífu á Reykjaneshyrnu í Árnes-
hreppi á Ströndum. Með því var
markað upphaf verkefnis sem felur
í sér að vekja athygli á menningar-
og búsetuminjum í Árneshreppi.
Verkefnið er unnið undir hand-
leiðslu Landverndar og verða ýmsir
staðir í hreppnum merktir sérstak-
lega til að vekja athygli á minjum
þeim tengdum, með það í huga
meðal annars, að styðja framþróun
útivistar og ferðaþjónustu á svæð-
inu.
Útsýnisskífan, sem afhjúpuð var
við rætur Reykjaneshyrnu, verður
fljótlega flutt upp á fjallstoppinn og
gönguleið þangað merkt við þjóð-
veginn, en ganga á fjallið og aftur
niður tekur um 90 mínútur.
Útsýnisskífa við Reykjaneshyrnu
Athygli vakin á gildi
menningarminja
Morgunblaðið/Jón G Guðjónsson
Siv afhjúpaði útsýnisskífuna.
Árneshreppur
50 ÁRA afmæli Þorlákshafnar var
haldið hátíðlegt um helgina og var
hátíðin sett með opnun sögusýning-
arinnar „Úr verstöð í bæ“, í ráðhúsi
Ölfuss. Var ýmislegt fleira gert til
hátíðabrigða og var fjölbreytt dag-
skrá víðsvegar um bæinn, bæði við
ráðhúsið og á Skarfaskersbryggju.
Um hádegi á laugardag afhjúpaði
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, verk eftir Helga Gíslason
myndhöggvara sem ber nafnið:
Saga maður þjóð. Verkið er gjöf
bæjarstjórnar og kvenfélags Þor-
lákshafnar til bæjarbúa í tilefni af-
mælisins. Við afhjúpun verksins
hrósaði forsetinn mannlífi bæjarins
og hvernig íbúum Þorlákshafnar
hefði tekist að byggja upp fallegan
bæ og blómlegt samfélag á þessum
stað.
Á Skarfaskersbryggju var einnig
mikið um dýrðir, en þar kynntu
fyrirtæki Þorlákshafnar og hand-
verksfólk afurðir sínar, tónlistar-
menn léku fyrir gesti og gangandi
og voru leiktæki sett upp fyrir
börnin. Dagskrá á laugardag lauk
svo með flugeldasýningu og dans-
leikjum fram eftir nóttu.
Saga Þorlákshafnar frá
árið 1930 verður rituð
Á hátíðarfundi bæjarstjórnar, í
tilefni afmælisins, var samþykkt að
fela Birni Pálssyni sagnfræðingi að
rita sögu Þorlákshafnar frá árinu
1930 og jafnframt skipaði bæjar-
stjórn þá Hjörleif Brynjólfsson,
Benedikt Thorarensen og Jón Sæv-
ar Baldvinsson í ritnefnd. Saga
Þorlákshafnar bindi I til III rituð
af Skúla Helgasyni var gefin út ár-
ið 1988 og í henni er meðal annars
að finna sögulega úttekt staðarins,
safn þjóðsagna og ævisöguágrip
sæfarenda frá fjórtándu öld fram
til ársins 1929. Í fundargerð bæj-
arstjórnar segir að talið sé við hæfi
á þessum merku tímamótum að
færa á prent þéttbýlissögu stað-
arins.
50 ára afmæli Þorlákshafnar var minnst um helgina
Lífleg hátíðarhöld
voru um allan bæ
Fjöldi fólks þáði boð bæjarstjórnar Þorlákshafnar í morgunmat.
Morgunblaðið/Jón Sigmundsson
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók þátt í 50 ára afmæli Þor-
lákshafnar. Með honum á myndinni eru Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti
og Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri.
Þorlákshöfn