Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 1

Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 1
184. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. ÁGÚST 2001 CARMI Gillon, nýskipaður sendi- herra Ísraels í Danmörku, fékk kuldalegar móttökur við komuna til landsins í gær. Um 500 mótmælend- ur hrópuðu slagorð gegn Gillon og Ariel Sharon forsætisráðherra Ísr- aels, og veifuðu spjöldum þar sem þeir voru sagðir morðingjar og hryðjuverkamenn. Gillon var yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar um tveggja ára skeið á síðasta áratug og hefur við- urkennt að hafa leyft „hóflegan lík- amlegan þrýsting“, öðru nafni pynt- ingar, við yfirheyrslur um 100 manna sem grunaðir voru um að hafa átt aðild að palestínskum hryðjuverkasamtökum. Þetta hefur vakið mikla reiði í Danmörku og hefur þingmaðurinn Søren Søndergaard krafist þess að Gillon verði handtekinn, með vísan til að hann hafi brotið gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pynting- um. Dómsmálaráðherra og ríkissak- sóknari hafa hins vegar lýst því yfir að Gillon verði ekki handtekinn þar sem hann njóti friðhelgi stjórnarer- indreka samkvæmt Vínarsáttmálan- um svonefnda. Ekki eru allir sáttir við þennan úr- skurð og í gær söfnuðust um 500 manns, að meirihluta til Palestínu- menn en einnig ungir vinstrimenn og félagar í mannréttindasamtökum fyrir framan ísraelska sendiráðið. Allmörg börn voru í hópnum og höfðu sig mjög í frammi. Mikill viðbúnaður Var lögregla með mikinn viðbúnað vegna mótmælanna, yfir 100 óeirða- lögregluþjónar og brynvarðir bílar voru í viðbragðsstöðu. Hrópað var til stuðnings Intifada-uppreisn Palest- ínumanna en Gillon og Sharon kall- aðir nasistar, morðingjar og hryðju- verkamenn. Var tafarlausrar brott- vikningar Gillons krafist. „Við erum hér til að lýsa yfir stuðningi við fórnarlömb Gillons,“ sagði Walid Zaher, Palestínumaður sem búið hefur 13 ár í Danmörku. Sjálfur tjáði Gillon sig ekki um mótmælin í gær, sem hann varð reyndar ekki vitni að, því hann hélt rakleiðis til sendiherrabústaðarins, sem er fjarri sendiráðinu þar sem mótmælin fóru fram. Hörð mótmæli við komu sendiherra Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir Frá mótmælunum gegn nýjum sendiherra Ísraels í Kaup- mannahöfn í gær. ALDRAÐIR Japanir sleppa hér hvítum dúfum, tákni um frið, við Yasukuni-hofið í Tókýó í gær. Fjöldi manna sem gegndu herþjón- ustu í síðari heimsstyrjöld kom þar saman í tilefni þess að rétt 56 ár voru liðin frá því að stríðinu lauk með skilyrðislausri uppgjöf Japana. Til stympinga kom við hofið, sem að fornri japanskri trú er álitið geyma anda fallinna hermanna – þar á meðal dæmdra stríðsglæpa- manna úr síðari heimsstyrjöld – milli þjóðernissinnaðra hægri- manna og andstæðinga hern- aðarhyggju. Reuters Friðardúfum sleppt á stríðslokaafmæli  Koizumi/ 26 RÍKISSTJÓRN Makedóníu og leið- togar albanska minnihlutans í land- inu fjarlægðu í gær síðustu form- legu hindranirnar sem stóðu í vegi fyrir því að herlið á vegum Atlants- hafsbandalagsins kæmi inn í landið og sinnti afvopnun uppreisnar- manna. Styrktust þar með vonir manna um að friðarsamkomulagið sem undirritað var á mánudag kom- ist til framkvæmda og takast muni að tryggja varanlegan frið eftir hálfs árs uppreisn Makedóníu-Alb- ana. Makedóníustjórn samþykkti í gær frumvarp að lögum um hlut- verk gæzluliðs NATO í landinu, sem þingið á nú eftir að afgreiða end- anlega, og um sakaruppgjöf upp- reisnarmanna sem ekki hafa gerzt sekir um stríðsglæpi. Talsmenn skæruliða staðfestu fyrir sitt leyti að þeir myndu standa við að láta vopn sín af hendi. NATO samþykkti í gær að senda strax fyrir vikulokin fyrsta hluta herliðsins, sem samkvæmt friðar- samkomulaginu á samtals að verða 3.500 manna. Léttvopnuð sveit um 400 manna, flestir brezkir hermenn, heldur til Skopje strax á föstudag og mun þegar hefjast handa við að byggja upp höfuðstöðvar liðsins sem síðan á að hafa umsjón með afvopnun skæruliða en það verður ekki sent á vettvang fyrr en sannað þykir að yfirlýst vopnahlé haldi. Sagði Barry Johnson, talsmaður NATO, frá þessu í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær að loknum fundi NorðurAtlantshafsráðsins, sem skipað er fastafulltrúum allra NATO-ríkjanna nítján. „Vopnahléð verður að vera virt. Hermenn okkar munu ekki fara til að koma á friði með hervaldi,“ sagði danski hershöfðinginn Gunnar Lange, sem mun fara fyrir Maked- óníuherliði NATO. Skærur halda áfram Samtímis þessu tilkynnti upplýs- ingamiðstöð Makedóníustjórnar, sem sérstaklega var komið á fót til þess að sinna fréttaflutningi af átök- um við skæruliða, að enn á ný hefði komið til átaka milli stjórnarher- manna og skæruliða, í þetta sinn við þorpið Vaksince nærri norðurlanda- mærum Makedóníu. Hefðu skær- urnar hafizt er skæruliðar skutu úr sprengjuvörpu að stjórnarhermönn- um, sem svöruðu árásinni. Stórt landsvæði í norður- og vest- urhluta Makedóníu er á valdi upp- reisnarmanna, aðallega hóps sem kallar sig Þjóðfrelsisherinn. Fyrsti hluti Makedóníuherliðs NATO heldur þangað á föstudag Styrkir von um varan- legan frið Skopje, Brussel. AFP, AP. MINNA en fjórum klukkustundum áður en áformuð aftaka Napoleons Beazley átti að fara fram í Huntsville í Texas úrskurðaði áfrýjunardómstóll í gærkvöldi að fresta skyldi af- tökunni. Ekki var nánar tilgreint í úrskurðinum hve lengi aftökunni skuli frestað. Beazley hlaut dauðadóm fyrir morð sem hann framdi við misheppnað bílrán er hann var 17 ára að aldri. Hann er nú 25 ára og átti að taka hann af lífi með eitur- sprautu í gærkvöldi. Mál hans hefur valdið djúpstæðum deilum um beit- ingu dauðarefsingar gegn afbrota- mönnum á táningsaldri. Beazley hafði líka áfrýjað máli sínu til Hæstaréttar Bandaríkjanna, m.a. til að fá úr því skorið hvort það sam- ræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna að taka menn af lífi fyrir glæpi sem þeir fremja er þeir eru undir 18 ára aldri. Dómstóllinn hefur enn ekki ákveðið hvort eða hvenær hann tekur málið fyrir. Dauðadómi frestað Huntsville í Texas. AP. Napoleon Beazley LEIKGERÐ skáldsögu sem talið er að Saddam Hússein, for- seti Íraks, hafi skrifað, verður sett á svið í dýrri uppfærslu í Írak, að því er blaðið al-Iraq greindi frá í gær. Sagan heitir Zabibah og konungurinn og fjallar um ást vinsæls konungs á fátækri, giftri konu. Hún var gefin út í fyrra án þess að nafn höfundarins kæmi fram, en beinar pólitískar skírskotanir í henni – einkum til Persaflóa- stríðsins – hafa kveikt þann orð- róm að höfundurinn sé forsetinn sjálfur. Frá því bókin kom út hefur hún rokið út í bókaversl- unum í Írak. Að sögn blaðsins verður leik- gerð sögunnar sett upp vegna „djúprar, táknrænnar merking- ar hennar um ást á föðurlandinu og þjóðinni“. Allir leikarar verða íraskir, og auk þess taka þátt í uppfærslunni írösk ljóðskáld, tónskáld og leikstjórar, en yfir- umsjón verður í höndum menn- ingarmálaráðuneytisins. Ekki hafa borist fregnir af því hve- nær frumsýnt verður, eða hvort æfingar eru hafnar. Flestir Írakar telja að Sadd- am sé höfundur bókarinnar. En sumir segja að elsti sonur hans, Odai, sé höfundurinn, vegna þess að í bókinni eru óvenju ber- orðar kynlífslýsingar. Odai er álitinn vera kvennamaður. Bók Saddams í leikgerð Bagdad. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.