Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKÓLAGARÐAR borgarinnar hófu
starfsemi í byrjun júní. Þeir eru
starfræktir á átta stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu og eru það börn frá
8 til 12 ára aldurs sem rækta þar
eigið grænmeti.
Í skólagörðunum í Laugardal var
verið að taka upp grænmeti og var
krökkunum boðið að bragða á eigin
afurðum sem búið var að hreinsa og
skera niður.
Þórdís Stella var í óðaönn að taka
upp næpurnar sínar og sagði að sér
fyndist rosalega gaman að vera í
skólagörðunum. Hún ætlaði að gefa
mömmu sinni og pabba eitthvað af
uppskerunni en sumt ætlaði hún að
eiga sjálf og elda úr því. „Í gær átti
pabbi vinkonu minnar afmæli og við
skárum niður grænmeti og settum í
skál, svo settum við rifsber yfir og
kerti. Þetta var svona eins og græn-
metis-afmæliskaka.“
Jóhanna Björk Gísladóttir og Guð-
rún Valdís Sigurðardóttir eru yfir-
umsjónarmenn skólagarða Laug-
ardalsins. Jóhanna sagði að það færi
eftir tegundum hvenær hægt væri
að taka þær upp en það væru kart-
öflurnar, brokkolíið og kálið sem
tæki lengstan tíma. „Núna erum við
að taka allt annað upp en svo er auð-
vitað grænmeti eins og radísur sem
er löngu tilbúið. Við erum búin að
vera að taka upp jafnt og þétt núna
undanfarið enda mikið verk.“
Þegar Jóhanna er spurð hvaða
grænmeti sé ræktað í görðunum
segir hún að það sé mun meiri fjöl-
breytni en fyrr á árum þegar rækt-
unin einskorðaðist við rófur og kál.
Núna sé ræktað hvítkál, rauðkál,
blómkál, brokkolí, sellerí, kartöflur,
spínat, radísur, næpur, rófur, kart-
öflur, íssalat, blaðsalat og hnúðkál
sem er dálítil nýlunda en það hefur
sést meira af því undanfarin ár.
Vinkonurnar Þórunn og Gunn-
hildur voru ötular við að taka upp
afurðirnar sínar og sagðist Þórunn
ætla að gefa mömmu sinni upp-
skeruna sína. „Ég er búin að borða
allar radísurnar sem við tókum fyrst
upp og mamma eldaði um daginn
asíurétt með hnúðkálinu í,“ sagði
Þórunn glettin á svip.
Leiðbeinandinn Jóhanna var að
taka upp rauðkál með systrunum
Lilju og Helgu. Jóhanna sagði að
mikil vinna væri fyrstu vikuna þegar
verið væri að setja niður en svo færi
megnið af sumrinu í að halda görð-
unum snyrtilegum og vökva.
„Krökkunum finnst öllum rosalega
gaman að sjá afrakstur erfiðis síns
og ég held að þetta sé mjög þrosk-
andi fyrir þau.“
Leiðbeinendurnir fræða krakk-
ana um grænmetið og hvernig
vinnubrögðum á að beita um leið og
það er gróðursett. Ekki var neina
stráka að sjá í Laugardalnum og
sagði Þórunn að því miður virtist
gróðursetning ennnþá vera álitin
stelpuiðja og strákarnir væru flestir
á smíðavellinum í nágrenninu.
Góð upp-
skera í skóla-
görðunum
Morgunblaðið/Þorkell
Annar yfirumsjónarmannanna, Jóhanna Björk Gísladóttir, hjálpaði
systrunum Lilju og Helgu Arnardætrum að taka upp rauðkál.
Vinkonurnar Gunnhildur og Lilja voru ötular við að taka upp grænmet-
ið en mjög fjölbreytt ræktunarstarf fer fram í skólagörðunum.
Þórdís Stella Þorsteinsdóttir
var að taka upp næpur.
TVEIR ungir skákmenn, þeir
Bragi Þorfinnsson og Stefán Krist-
jánsson, taka þátt í heimsmeistara-
móti ungmenna í skák í Grikklandi.
Báðir hafa þeir verið að
sýna afbragðsframmi-
stöðu á mótum erlendis
upp á síðkastið. Bragi hef-
ur tekið þátt í tveimur
mótum og unnið sér inn
áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli á þeim báð-
um og Stefán náði sínum
öðrum áfanga á móti í
Tékklandi sem lauk í síð-
ustu viku. Hvor um sig
þarf því ekki að ná nema
einum alþjóðlegum
áfanga til viðbótar til að
öðlast alþjóðlegan meist-
aratitil.
Bragi og Stefán eru
báðir með tæplega 2.400
styrkleikastig en þurfa að
sögn Braga að ná um
2.500 stigum til að öðlast
stórmeistaratitil.
Bragi er tvítugur og er
á lokasprettinum í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð. Hann segist
ekki hafa verið nema fimm eða sex
ára þegar hann fór á fyrstu æfingu
sína hjá Taflfélagi Reykjavíkur.
Móðir hans kenndi honum að tefla
en faðir hans er einnig mikill skák-
áhugamaður og eldri bróðir hans
er mjög sterkur skákmaður, segir
hann. Bragi gerir sér vonir um að
ná þriðja og síðasta áfanganum að
alþjóðlegum meistaratitli á heims-
meistaramótinu en til þess er
möguleiki að loknum níu umferð-
um af 13 umferðum mótsins.
Stefán er einnig nemandi í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð en er einu ári
yngri en Bragi. Hann hef-
ur og náð tveimur áföng-
um að alþjóðlegum meist-
aratitli og hefur því einnig
möguleika á að verða al-
þjóðlegur meistari gangi
allt upp á heimsmeistara-
mótinu. Hann byrjaði að
tefla í skólanum 10 ára
gamall og byrjað að keppa
á skólamótum 12 ára. Seg-
ir hann mótið leggjast
prýðilega í sig þrátt fyrir
að hann sé örlítið þreyttur
eftir stranga keppni að
undanförnu.
Piltarnir hafa með sér
fartölvu sem þeir ætla að
nota til að undirbúa sig
fyrir skákirnar. Þá er sér-
stakt forrit sett upp á tölv-
unni sem geymir upplýs-
ingar um leiki sem andstæðingar
þeirra hafa spilað. Þannig geta þeir
farið yfir leikstíl andstæðinganna.
Segir Stefán þá hafa nota þessa að-
ferð við undirbúning áður og það
komi svo sannarlega að gagni.
Spennandi verður að sjá hvort
þeir ná þriðja áfanga að alþjóðleg-
um meistaratitili eða jafnvel enn
betri árangri. Heimsmeistaramót-
ið hefst í dag og piltarnir snúa heim
30. ágúst.
Heimsmeistaramót ungmenna í skák
Með alþjóð-
lega meistara-
titla í sigtinu
Stefán
Kristjánsson
Bragi
Þorfinnsson
ÞEIR sem hafa veitt í Laxá í Kjós í
sumar hafa orðið vitni að miklu sjón-
arspili á svokölluðu „frísvæði“ sem
nær frá Álabökkum og upp í Kota-
hyl. Á þessu svæði rekur hver hyl-
urinn annan, Álabakkar, Baulunes,
Kríueyri, Norðurmýrarhylur, Efri-
og Neðri-Mosabreiða, Hurðabaks-
hylir og Kotahylur.
Einnig mætti nefna Káranes og
Stekkjarneshyl sem eru sama eðlis
og við sinn hvorn endann á umræddu
frísvæði. Þetta eru allt hægir bakka-
hylir og eiga það sameiginlegt að
vera svo kjaftfullir af fiski að undr-
um sætir.
190 fiskar í Norðurmýrarhyl
Þetta hefur orðið æ meira áber-
andi eftir því sem liðið hefur á sum-
arið og vatnsmagn hefur farið þverr-
andi. Ægir saman laxi og stórum
sjóbirtingi og eru torfur af fiski. Í
Norðurmýrarhyl einum töldu er-
lendir sjónvarpsmenn 190 fiska með
neðansjávarskjám sínum.
Lengst af sumars hefur verið
mjög góð veiði á umræddu svæði en
að sögn Ásgeirs Heiðars, umsjónar-
manns Laxár, hefur veiði þó minnk-
að þrátt fyrir fiskmergðina því vatn
væri orðið svo lítið og auk þess hefði
„verið logn á frísvæðinu í meira en
hálfan mánuð,“ en helst þurfa vindar
að blása til að menn geti veitt á
svæðinu, ella er fiskur ljónstyggur
og hopar. Enn er að bæta í fisk þarna
því smærri birtingurinn er byrjaður
að ganga af krafti og er hann mest
neðst í ánni enn sem komið er. Þetta
eru 1–2 punda fiskar og veiddust t.d.
27 slíkir í Kvíslafossi á þriðjudags-
morgun. Laxá er annars komin í 700
laxa og auk þess hafa verið skráðir
yfir 300 birtingar 4 pund eða þyngri.
Maðkahollið var að byrja eftir há-
degi í gær og reiknaði Ásgeir Heiðar
ekki með „veislu“ því maðkur er
bannaður á frísvæðinu og annars
staðar hefur fiskur safnast í fáa og
djúpa hyli í vatnsskortinum. „En
þeir verða heppnir sem fá fyrstu al-
vöru rigninguna,“ bætti Ásgeir við.
Héðan og þaðan
Þverá í Fljótshlíð nýtur góðs af
risasleppingum hafbeitarseiða á
Rangársvæðinu og hefur veiðst
ágætlega í ánni í sumar. Hún er þó
mjög viðkvæm og því ekki allra.
Dæmi eru þó um að stengur hafi náð
allt að 5–6 fiskum á vakt. Menn eru
að tína upp góðan slatta af laxi í
Reykjadalsá í Reykjadal og er áin
komin með meiri veiði en allt síðasta
sumar þótt byrjað hafi verið mánuði
seinna en venjulega og áin hafi ekki
verið fullnýtt. Áin hefur verið í öldu-
dal en nú hlúir núverandi leigutaki,
Pálmi Gunnarsson, að henni með
veiða/sleppa fyrirkomulagi. Menn
hafa séð talsvert af laxi í ánni og veitt
vel. Menn hafa þó mátt hirða silung
og af honum hefur verið nóg. Hafa
menn gjarnan verið að taka ein-
hverja tugi af 1–3 punda urriðum og
bleikjum saman við laxa sína.
Brunná í Öxarfirði hefur gefið
skemmtileg skot. Svíi einn var þar
nýverið og fékk 32 bleikjur á tveimur
dögum. Veiddi þó aðeins á kvöldin.
Þetta voru 3 til 6 punda bleikjur og
notaði kappinn jöfnum höndum
nymfur og þurrflugur.
Mikið sjónarspil
á „frísvæðinu“
Ljósmynd/Sigurður Jóhannsson
Sigurður Jóhannsson veiddi stærsta sjóbirtinginn í stórveiði á Hólma-
svæði Skaftár á dögunum. Þetta var 14 punda tröll og var hann veginn
blóðgaður eftir að hafa legið í fjóra tíma í sandinum. Telur Sigurður að
hann hafi líkast til verið nærri 15 pundum nýr úr ánni.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?