Morgunblaðið - 16.08.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
árin og kostnað við þær. Er tekið
fram að unnið sé að því að meta
fjárþörf framkvæmda, sem kostuð
séu af Endurbótasjóði menningar-
bygginga, og telji ráðuneytið nauð-
synlegt að óska eftir nýrri áætlun
frá byggingarnefndinni vegna þessa
mats. Óskað er eftir því að Fram-
kvæmdasýsla ríkisins komi að þess-
ari áætlanagerð þannig að gætt sé
krafna um opinberar framkvæmdir.
Í apríl 1999 skilaði byggingar-
nefnd Þjóðleikhússins menntamála-
ráðherra ,,Greinargerð um kostn-
aðaráætlun og lúkningu endur-
reisnar Þjóðleikhússins.“ Var grein-
argerðin kynnt fyrir stjórn Endur-
bótasjóðs menningarbygginga. Þar
kemur fram að gert sé ráð fyrir að
áætlaðar framkvæmdir taki til sex
ára tímabils og verði unnar í sam-
fellu. Greinargerðin og meðfylgj-
andi kostnaðaráætlun var unnin af
Verkfræðistofu Gunnars Torfason-
ar ehf.
Um afskipti annarra starfsmanna
ráðuneytisins af málefnum bygging-
arnefndarinnar er það að segja að
skrifstofustjóri fjármálasviðs ráðu-
neytisins hafði á sínum tíma einkum
samskipti við fyrrverandi forstjóra
FSR og þáverandi nefndarmann. Í
tengslum við athugun þessa bar
skrifstofustjóri fjármálasviðs að af-
skipti hans hafi aldrei lotið að því að
samþykkja eða synja útgjöldum í
tengslum við framkvæmdir á vegum
nefndarinnar, enda hafi hann talið
að slíkt hafi verið í umsjón og undir
eftirliti FSR. Hann hafi á hinn bóg-
inn haft afskipti af málum er lutu að
þóknunum og umbun til formanns-
ins fyrir störf á vegum nefndarinn-
ar. Hann gat þess þó að þegar nýr
forstjóri hafi tekið við forstjóra-
stöðu hjá FSR á árinu 1999 hafi
hann leitað til ráðuneytisins eftir
leiðsögn og stuðningi við afgreiðslu
með ýmsa reikninga er tengdust
byggingarnefnd Þjóðleikhússins,
sem hann hafi óskað eftir leiðbein-
ingum um hvernig afgreiða bæri.
Leiðbeining skrifstofustjórans hafi
fyrst og fremst falist í því að hvetja
forstjórann til þess að óska eftir
skriflegum skýringum formanns
byggingarnefndar, teldi hann reikn-
ing vafasaman. Almennt væri það
hans mat að ef reikningar væru
eðlilegir að formi og efni og uppá-
skrifaðir af réttum aðila væri lítið
hægt að gera annað en að sam-
þykkja reikning.
Um störf nefndarinnar
í ljósi laga um skipan opin-
berra framkvæmda o.fl.
Um framkvæmdir, endurbætur
og viðhald í Þjóðleikhúsinu s.l. ára-
tug hafa að meginstefnu til gilt lög-
in um skipan opinberra fram-
kvæmda nr. 63/1970. Þau féllu úr
gildi hinn 15. júlí s.l. er lög nr. 94/
2001 um opinber innkaup leystu þau
af hólmi, en ákvæði þeirra eru efn-
islega sambærileg að því er þessa
þætti varðar. Samkvæmt fyrr-
greindu lögunum flokkaðist viðhald
fasteigna í eigu ríkisins sem opinber
framkvæmd. Þessi skipan er árétt-
uð í nýju lögunum.
Samkvæmt framansögðu bar
bæði byggingarnefndinni og FSR
eftir atvikum að sjá til þess að fyr-
irmæli laganna um skipan opin-
berra framkvæmda um frumathug-
un, áætlunargerð, verklega
framkvæmd, þ.m.t. útboð verka, og
skilamat væru virt eftir því sem við
gat átt í tengslum við öll meirihátt-
ar verkefni í Þjóðleikhúsinu á veg-
um nefndarinnar. Því er skemmst
frá að segja að í starfi bygging-
arnefndarinnar var ofangreindum
fyrirmælum ekki fylgt sem skyldi.
Þannig var t.d. ekkert hinna stærri
verkefna boðið út heldur var samið
við sama verktaka og annast hafði
1. áfanga endurbótanna á Þjóðleik-
húsinu á árunum 1990 og 1991.
Gildir það um öll veigameiri verk á
vegum byggingarnefndarinnar.
Ekki verður séð að FSR eða aðrir
hafi gert formlegar athugasemdir
við að þessi háttur væri á hafður.
Sjónarmið formanns byggingar-
nefndar í þessu efni voru þau að
miðað við að vinna þurfti hin um-
fangsmeiri viðhaldsverkefni þegar
leikhúsið starfaði ekki, þ.e. að sum-
arlagi, hafi verið lang heppilegast
að hafa þennan háttinn á, enda væri
verktakinn öllum hnútum kunnugur
frá fyrri tíð í húsinu. Jafnframt
væri þess að gæta að verkefni þessi
voru hvorki umfangsmikil né kostn-
aðarsöm samanborið við t.d. 1.
áfanga endurbótanna á Þjóðleikhús-
inu. Því hafi eins og á stóð verið af-
ar hæpinn ávinningur af útboði.
Af bókhaldinu má ráða að u.þ.b.
þriðjungur þeirra verkefna, sem
nefndin hafði umsjón með, verði að
teljast til hefðbundins rekstrarvið-
halds og ættu því að tilheyra rekstri
leikhússins en ekki nefndinni. Jafn-
framt verður ekki hjá því komist að
gagnrýna forsvarsmenn Þjóðleik-
hússins fyrir að aðhafast ekki þótt á
byggingarnefndina félli kostnaður,
sem þeim mátti vera ljóst að til-
heyrði venjubundnum rekstri leik-
hússins.
Eftirlit FSR með framkvæmdum
og störfum nefndarinnar var alger-
lega ófullnægjandi. Þrátt fyrir að
ýmsar vísbendingar væru um að
ekki væri staðið faglega að málum
greip stofnunin aldrei í taumana.
Viðurkenna má að staða stofnunar-
innar gagnvart byggingarnefndum
með umboð á borð við það, sem
byggingarnefnd Þjóðleikhússins
hefur, er nokkuð óljós. Eftir sem
áður eru fyrirmæli laga, reglna og
erindisbréfa er tengjast FSR, skýr
varðandi eftirlitshlutverk stofnun-
arinnar. Stofnuninni er að lögum
m.a. ætlað að fara með stjórn verk-
legra framkvæmda af hálfu ríkisins
og stuðla að skilvirkni og faglegum
vinnubrögðum í tengslum við verk-
legar framkvæmdir. Hún annaðist
m.a. reikningshald og greiðslur
vegna verka á vegum byggingar-
nefndarinnar og var í tengslum við
bæði nefndarmenn og menntamála-
ráðuneytið.
Á sama hátt má gagnrýna ráðu-
neytið fyrir að halda ekki vöku sinni
nægjanlega, því það fékk oftar en
einu sinni ábendingar um að ekki
væri nægilega faglega að verki
staðið af hálfu nefndarinnar og að
umdeilanlegt væri hvort að störf
hennar væru í samræmi við það um-
boð, sem hún hafði fengið.
Eins og oft áður þegar opinberar
framkvæmdir eru annars vegar var
umboð og verkaskipting aðila, er að
verkefninu komu, bæði ónákvæm og
óljós. Þessi atriði leiða m.a. til
óvissu um ábyrgð auk þess sem eft-
irlit verður örðugra og tilviljana-
kenndara. T.d. skorti mjög á að
ýmsar formreglur væru virtar, auk
þess sem mjög þykir hafa skort á
samráð og upplýsingagjöf í
tengslum við störf byggingarnefnd-
ar Þjóðleikhússins. Loks verður að
setja spurningarmerki við þá tilhög-
un að sérstök byggingarnefnd skuli
annast og hafa umsjón með viðhaldi
og endurbótum sem ekki eru um-
fangsmeiri en raun var í Þjóðleik-
húsinu eftir að 1. áfanga fram-
kvæmda þar lauk 1991.
Endurskoðun á kostnaði, sem
byggingarnefnd Þjóðleikhússins
stofnaði til hefur á nefndu tímabili
ekki farið fram nema að því leyti er
varðar tilfærslu Endurbótasjóðs
menningarstofnana til FSR og þá
sem hluti af endurskoðun á fjár-
reiðum FSR sem fjárvörsluaðila
byggingarnefndarinnar. Kostnaður
byggingarnefndarinnar hefur aldrei
verið færður eins og vera ber í
reikningsskilum Þjóðleikhússins,
sem er B-hluta stofnun. Þá hafa
hvorki FSR né menntamálaráðu-
neyti vakið athygli Ríkisendurskoð-
unar á þeim vandamálum og
áhyggjum, sem ýmsir hjá bæði
FSR, Þjóðleikhúsinu og mennta-
málaráðuneytinu höfðu af málefnum
nefndarinnar. Ljóst er að mál þetta
kallar á breytt verklag við eftirlit
Ríkisendurskoðunar til að girða fyr-
ir að slíkt endurtaki sig og mun
verða unnið að þeim breytingum á
næstunni.
Skipan og verklag
Brattahlíðarverkefnisins
Verkefni þetta á rætur að rekja
til þess að á aðalfundi Vestnorræna
ráðsins 1993 kom fram tillaga um
byggingu Þjóðhildarkirkju og bæjar
Eiríks rauða í Brattahlíð á Græn-
landi. Skipuð var sérstök nefnd til
að vinna að framgangi málsins und-
ir forystu Árna Johnsen, þáverandi
alþingismanns. Snemma árs 1997
skipuðu Vestnorræna ráðið og
grænlenska landsstjórnin bygging-
arnefnd, sem hafa átti yfirumsjón
með framkvæmd verkefnisins. For-
maður byggingarnefndar var Árni
Johnsen. Í byggingarnefndinni sátu
auk Árna Thue Christianssen, skrif-
stofustjóri í grænlenska mennta-
málaráðuneytinu, Carl Fredrikssen,
forseti bæjarráðs í Brattahlid/
Oassiarsuk og Rie Oldenburg, safn-
vörður í Narsaq.
Rétt er að geta þess að Árni hef-
ur á þessu tímabili jafnframt setið í
stjórn Vestnorræna ráðsins og
stjórn Grænlandssjóðs en sá sjóður
er á forræði forsætisráðuneytisins.
Hann sinnti ekki að séð verður
neinni fjárhagslegri umsýslu fyrir
þessa aðila, þ.e. hvorki ráðið né
sjóðinn. Þá hefur hann setið í stjórn
Norrænu stofnunarinnar á Græn-
landi um árabil og ekki heldur haft
að gera með fjárreiður hennar.
Á árinu 1998 var gerður samn-
ingur, án útboðs, við Ístak hf. um að
annast byggingu húsanna fyrir fast
verð skv. tilboði. Verkið hófst á
árinu 1999 og lauk því ári síðar en
húsin voru vígð í júlí 2000 og afhent
landstjórninni í Grænlandi og sveit-
arstjórninni í Narsaq.
Af gögnum málsins verður ekki
ráðið hvernig starfi byggingar-
nefndarinnar var háttað. Fundar-
gerðir er þar ekki að finna og helst
verður ráðið að formlegir fundir
hafi ekki verið haldnir í nefndinni
heldur hafi starf hennar að lang-
mestu leyti hvílt á herðum Árna.
M.a. hrinti hann af stokkunum
nauðsynlegri undirbúningsvinnu,
tók virkan þátt í að afla fjár til verk-
efnisins og gekk frá verksamning-
um við Ístak hf, sem annaðist lang-
stærstan hluta verksins fyrir fast
verð. Jafnframt sinnti hann verkeft-
irliti og fjármálaumsýslu f. h. nefnd-
arinnar. Honum til aðstoðar var
Páll S. Brynjarsson, ritari Vestnor-
ræna ráðsins. Ekkert af fyrirliggj-
andi gögnum eða upplýsingum
benda til þess að athugasemdir hafi
verið gerðar við þetta verklag.
Skipan og verklag stafkirkju
í Vestmannaeyjum
Kirkjan var gjöf norsku þjóðar-
innar til Íslands í tilefni þúsund ára
afmælis kristni í landinu. Kirkjan
sjálf var smíðuð í Noregi en und-
irstöður og fleira smíðað hérlendis.
Kirkjunni var valinn staður í Vest-
mannaeyjum og fól forsætisráð-
herra þjóðkirkjunni og Vestmanna-
eyjabæ af þessu tilefni umsjón
hennar og umráð. Af sömu ástæð-
um skipaði hann hinn 8. mars 1999
sérstaka byggingarnefnd er hafa
skyldi stjórn og yfirumsjón með
framkvæmdum og öðru er laut að
móttöku gjafarinnar. Árni Johnsen,
þáverandi alþingismaður, var skip-
aður formaður nefndarinnar. Með
honum í nefndinni sátu Guðjón
Hjörleifsson, bæjarstjóri Vest-
mannaeyja, Skarphéðinn B. Stein-
arsson, skrifstofustjóri í forsætis-
ráðuneytinu, Ármann Höskuldsson,
forstöðumaður Náttúrustofu Suður-
lands, og Kristján Björnsson, sókn-
arprestur. Í skipunarbréfi nefndar-
manna var greint frá því að
kostnaðaráætlun vegna verkefnis-
ins hljóðaði upp á 38 milljónir kr. og
jafnframt bent á það að ákvæði laga
nr. 63/1970 giltu um verkið.
Af fyrirliggjandi gögnum verður
ráðið að byggingarnefndin hafi
haldið a.m.k. 6 formlega fundi, þar
sem ritaðar voru fundargerðir, á
tímabilinu 24. mars til 24. nóvember
1999. Á árinu 2000 voru fundir
nefndarinnar óformlegri og engar
fundargerðir haldnar, enda oftar en
ekki um samtöl og samráð í síma að
ræða. Ástæðan var sú að allar
ákvarðanir, sem máli skiptu, höfðu í
raun verið teknar á árinu 1999.
Bókhald og fjárvarsla vegna
starfsemi byggingarnefndarinnar
var í umsjón starfsmanna forsæt-
isráðuneytisins auk ríkisbókhalds
og ríkisféhirðis. Sá háttur var á
hafður að Ólafur Ólafsson, bæjar-
tæknifræðingur, sem hafði umsjón
og eftirlit með byggingunni f.h.
byggingarnefndarinnar, áritaði
reikninga tengda henni og sendi til
samþykktar í forsætisráðuneytið og
til greiðslu hjá ríkisféhirði og bók-
unar hjá ríkisbókhaldi.
FRÉTTIR
Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag
lagði Stefán Hermannsson, borg-
arverkfræðingur, fram minnis-
blað vegna þess sem hann kallar
villandi og rangar upplýsingar í
dagblaðsfréttum að undanförnu
um lagningu tveggja akreina
Hallsveg í Grafarvogi.
Skipulagsstofnun féllst á lagn-
ingu vegarins þann 3. ágúst sl. en
Íbúasamtök Grafarvogs og
LOGOS lögmannaþjónusta, fyrir
hönd húseigenda, hafa m.a. lagst
gegn fyrirhuguðum framkvæmd-
um.
Málflutningurinn ekki
á rökum reistur
„Talsmenn ýmissa húseigenda
hafa verið að reka áróður fyrir
sínu máli í DV. Til dæmis hefur
því verið haldið fram að úrskurði
umhverfisráðherra, sem féll 22.
desember 2000, hafi verið stungið
undir stól. Það er ekki rétt þar
sem hann var strax lagður fram í
borgarráði. Þessi áróður er ekki á
rökum reistur,“ sagði Stefán í
samtali við Morgunblaðið.
Vegurinn alltaf verið
á skipulagi
Kærufrestur vegna úrskurðar
Skipulagsstofnunar er til 12. sept-
ember nk. og telur Stefán ekki
ólíklegt að einhverjir muni kæra.
„Þó hafa þessir húseigendur
alla tíð mátt búast við að þarna
kæmi umferðarmikil gata norðan
lóðanna þar sem vegurinn hefur
alltaf verið á skipulagi. Eina
breytingin sem átti sér stað var sú
að í Aðalskipulagi Reykjavíkur
1990-2010 var skilgreiningu veg-
arins breytt úr tengibraut í stofn-
braut. Það er skipulagsbreyting í
sjálfu sér en það skiptir ekki máli
þegar umhverfisáhrif eru metin.
Þá skal taka fram að á þessu
svæði eru færri íbúðir og færri
íbúar heldur en við Gagnveg þar
sem umferðin fer í dag. Sá vegur
fer í gegnum skólahverfi og er
mun verr í stakk búinn til að taka
umferð á sig heldur en Hallsveg-
ur,“ sagði Stefán.
Borgarverkfræðingur um
fjölmiðlaumræðu
„Villandi og rang-
ar upplýsingar“
Grafarvogur
BÓKABÚÐ Lárusar Blöndal mun
flytja af Skólavörðustígnum í List-
húsið í Laugardalnum þann 30.
ágúst nk. Guðjón Smári Agnarsson,
eigandi verslunarinnar, segir
ástæður fyrir flutningnum vera
meðal annars mikil hækkun á leigu-
verði og skortur á bílastæðum í
miðbænum. „Bókabúð Lárusar
Blöndal hefur verið hérna í þessu
sama húsnæði á Skólavörðustígn-
um síðastliðin 50 til 60 ár.
Ég met það hins vegar þannig að
það sé betra að flytja. Þar skiptir
hækkun á leigu aðallega máli en
þetta svæði er orðið ansi dýrt.“
Hann segist vera bjartsýnn á að
reksturinn muni ganga betur í List-
húsinu.
„Þar er leiguverð mun lægra. Þá
er meira af bílastæðum þar en
skortur á þeim hefur verið vanda-
mál hér og ég er ekki í vafa um að
það hefur dregið úr viðskiptum hjá
okkur.“
Fákeppni í bóksölu
Spurður hvort það væri erfitt að
reka bókabúð í dag sagði Guðjón:
„Það er fákeppni í sumum grein-
um verslunar og það stefnir í fá-
keppni í bóksölu. Það munu verða
til tvær blokkir að mér sýnist, Mál
og Menning og Penninn, en ég ætla
að reyna að halda áfram, ásamt ör-
fáum öðrum.“
Eins og áður greinir mun Bóka-
búð Lárusar Blöndal flytja í List-
húsið í Laugardal, Engjateigi 17–
19. Segir Guðjón að þar muni versl-
unin leggja höfuðáherslu á góðar
bækur til gjafa.
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Smári í verslun sinni á Skólavörðustíg.
Bókabúð Lárusar Blöndal flytur
Of hátt leiguverð
í miðbænum
Morgunblaðið/Golli
Bókabúð Lárusar Blöndal mun
flytja 30. ágúst næstkomandi en
búðin hefur verið á Skólavörðu-
stígnum sl. 50–60 ár.
Miðborg