Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ELLERT Eiríksson, hinn litríki og
vinsæli bæjarstjóri Reykjanesbæjar,
lætur af störfum eftir kosningarnar í
vor. Hann hefur verið bæjarstjóri
Reykjanesbæjar frá stofnun bæjar-
félagsins fyrir rúmum sjö árum. Áð-
ur var hann bæjarstjóri í Keflavík og
þar áður sveitarstjóri í Garði þannig
að næsta vor verður hann búinn að
gegna erilsömu starfi sveitarstjóra
og bæjarstjóra í tuttugu ár. Ellert
telur ekki kominn tíma á kveðjuvið-
tal, hann segist stjórna bæjarfélag-
inu fram á mitt næsta sumar, en var
reiðubúinn að svara því sem um var
spurt, m.a. um helstu verkefni bæj-
arstjórnar, stjórnmálin og samskipt-
in við Varnarliðið sem skipta Suður-
nesjamenn miklu máli.
Ekki á Ellert von á heitum vetri í
pólitíkinni í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar þótt kosningar séu framund-
an. „Allan þann tíma sem ég hef verið
í þessum störfum hafa menn reynt að
skerpa línurnar síðasta árið fyrir
kosningar. Minnihlutinn, hver sem
hann er, reynir að skapa sér sér-
stöðu, leggur fram bókanir og tillög-
ur til að ná athygli bæjarbúa. Því má
búast við að veturinn verði heldur líf-
legri en sá síðasti. Þeir sem tapa
kosningunum og lenda í minnihluta,
hverjir sem það nú verða, munu
halda þessu áfram fram á næsta
haust, en eftir það fellur allt í ljúfa
löð. Menn eru nokkuð sammála um
verkefnin í sveitarstjórnum þótt
stundum sé meiningarmunur um
áherslur. Og sá áherslumunur getur
alveg eins verið á milli einstaklinga
eins og flokka,“ segir Ellert.
Útnefnir ekki eftirmann
Samhliða bæjarstjórastarfi í
Keflavík og Reykjanesbæ er Ellert
kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð-
isflokksins og hefur verið helsti for-
ystumaður flokksins í bænum. Um-
ræða er hafin um eftirmanns hans.
Ellert telur ekki eðlilegt að hann ali
upp eða útnefni eftirmann sinn í for-
ystusæti Sjálfstæðisflokksins. Það
verði flokksmenn að gera, annað-
hvort í prófkjöri eða með uppstill-
ingu. Hann viðurkennir að horft hafi
verið til Jónínu A. Sanders í þessu
efni en hún hefur verið formaður
bæjarráðs og annar helsti forystu-
maður flokksins síðustu átta árin.
Aðstæður hafa hins vegar breyst hjá
Jónínu og hún hefur lýst því yfir að
hún verði ekki í framboði við næstu
bæjarstjórnarkosningar.
Ellert segir að sem betur fer eigi
Sjálfstæðisflokkurinn mikið af hæfu
fólki sem geti tekið við forystuhlut-
verki. „Ég veit ekki betur en að þrír
bæjarfulltrúar okkar gefi kost á sér
áfram, Þorsteinn Erlingsson, Björk
Guðjónsdóttir og Böðvar Jónsson, og
þau hafa öll reynslu og þekkingu til
að leiða listann. Svo er fullt af sjálf-
stæðismönnum úti í bæ sem gætu
tekið þarna sæti. Ef farið verður í
prófkjör verður einfaldlega kosið á
milli þeirra sem gefa kost á sér.“
Mikið gert en margt eftir
„Við erum búnir að gera mikið en
eigum margt eftir,“ segir Ellert bæj-
arstjóri þegar hann er spurður að því
hvar sveitarfélagið Reykjanesbær sé
statt á þróunarbrautinni. „Verkefn-
um á sviði sveitarstjórnarmála lýkur
aldrei því sem betur fer eru málin í
sífelldri þróun. Það úreldast alltaf
einhverjir hlutir sem við höfum verið
að vinna að og nýir koma inn á sjón-
arsviðið og það mun halda áfram.
Um leið og við setjumst niður og
segja að nú sé öllum verkum end-
anlega lokið þá erum við stöðnuð.“
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks hafa myndað
meirihluta í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar frá stofnun hans fyrir rúmum
sjö árum. Ellert segir að samstarfið
hafi verið traust og farsælt. Hann
segir að lögð hafi verið áhersla á að
hafa skilvirka og gagnsæja stjórn-
sýslu og láta Reykjanesbæ vera
framarlega í upplýsingatækni. Reynt
hafi verið að bæta ímynd svæðisins í
heild, gera hana jákvæðari, einkum
til að efla ferðaþjónustuna. Það telur
Ellert að hafi tekist.
Hann rifjar það upp að eitt af stóru
verkunum í bæjarstjóratíð sinni í
Keflavík og Reykjanesbæ hafi verið
að snúa við þróuninni í atvinnumál-
um. Mikið atvinnuleysi hafi verið eft-
ir 1992 og orka farið í að berjast gegn
því. Það telur hann að hafi tekist því
nú sé minna atvinnuleysi á Suður-
nesjum en flestum öðrum héruðum.
Hann getur þess að mikið hafi verið
unnið í umhverfismálum, ekki síst á
síðasta kjörtímabili.
Listir og menning
næst á dagskrá
Síðustu árin hefur verið unnið af
krafti við uppbyggingu grunnskól-
anna. Heiðarskóli var byggður og
hinir þrír skólar bæjarfélagsins end-
urnýjaðir þannig að allir grunnskól-
ar bæjarfélagsins eru nú einsetnir og
með sambærilega aðstöðu. Var þetta
að mestu unnið á einu ári og varið til
verksins tveimur milljörðum króna.
„Talið var betra að gera þetta með
snöggu átaki og svo var heldur ekki
talið fært að bjóða sumum foreldrum
og börnum upp á það að bíða tvö til
þrjú ár eftir einsetningu á meðan ná-
grannar þeirra fengju betri þjón-
ustu,“ segir bæjarstjórinn. Hann
segir að mikil samstaða hafi verið um
þetta mál í bæjarstjórn og á meðal
bæjarbúa og er ánægður með árang-
urinn.
Bæjarsjóður skuldsetti sig veru-
lega vegna átaksins í skólamálum en
Ellert segir að skuldirnar verði
greiddar niður á næstu þremur til
fimm árum. Ekki kveðst hann hafa
áhyggjur af fjárhagsstöðu sveitar-
félagsins og bendir í því sambandi á
eignarhlut þess í Hitaveitu Suður-
nesja sem nýlega var breytt í hluta-
félag. Reykjanesbær á um 43% hlut í
Hitaveitunni og telur Ellert að verð-
mæti hlutabréfanna geti verið um 10
milljarðar kr. Bærinn skuldi hins
vegar aðeins 3,5 milljarða.
Um þessar mundir er nokkur
áhersla lögð á stuðning við listir og
menningu. Ellert segir að byggðar-
lagið sé þekkt fyrir íþróttir, þar séu
mörg góð íþróttalið og einstaklingar
og almenn þátttaka í íþróttum. Að-
staða sé að mörgu leyti góð og nefnir
Ellert Reykjaneshöllina sem nýjasta
dæmið um það. Áfram þurfi að
byggja upp á því sviði en menning og
listir komi sífellt meira inn í um-
ræðuna hjá íbúunum. Þurfi að taka
mið af því. Ráðinn var sérstakur
menningarfulltrúi á síðasta ári og
segir Ellert að mörg verkefni bíði á
því sviði.
Víðsýnni og umburðarlyndari
Að sögn Ellert Eiríkssonar hafa
íbúar Suðurnesja að sumu leyti önn-
ur viðhorf en margir Íslendingar.
„Ég hef ferðast mikið um landið og
kynnst fólki um allt land. Mér finnst
að íbúar hér úti á Reykjanesskag-
anum séu almennt umburðarlyndari
og víðsýnni en fólk annars staðar á
landinu. Og við tökum örugglega
meiri þátt í lífsgæðakapphlaupinu.
Fleiri Suðurnesjamenn eru á fínum
og dýrum bílum en maður sér annars
staðar og við förum þrisvar sinnum
oftar til útlanda, ekki síst til Amer-
íku, að því er fram kemur í könn-
unum. Þá má nefna að hér hefur
lengi verið önnur tíska hjá unga fólk-
inu en jafnöldrum þeirra á höfuð-
borgarsvæðinu.
Ég hef ekki skýringar á þessum
mun. Dettur þó í hug að það hafi sín
áhrif að hér hafa aldrei verið nein
ættarveldi og menn verið jafnari en
víða annars staðar. Þeir sem hingað
kjósa að flytja frá öðrum stöðum á
Íslandi eða útlöndum eru orðnir jafn-
settir innfæddum um leið og þeir eru
sestir hér að. Litið er á þá sem ná-
kvæmlega jafngóða bæjarbúa og þá
sem fyrir eru.“
Ellert segir að einnig kunni sam-
býlið við Varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli að eiga þátt í þessu. Margir
Suðurnesjamenn vinni hjá Varnar-
liðinu, Flugleiðum og fleiri fyrirtækj-
um og stofnunum við Keflavíkurflug-
völl og séu því vanir að umgangast og
vinna með útlendingum alla daga.
„Við erum í einskonar suðupotti að
þessu leyti,“ segir Ellert.
Gott samband við yfirmenn
Varnarliðsins
Ellert hefur náð sérstöku og nánu
sambandi við yfirmenn Varnarliðsins
á hverjum tíma. Hann segir að menn
lifi við þá staðreynd að bandarísk
herstöð sé í næsta nágrenni bæjar-
félagsins og hafi nú verið þar í rúm
fimmtíu ár. Það vinni 800–900 Ís-
lendingar hjá Varnarliðinu og 400–
500 til viðbótar hjá verktökum, þar á
meðal margir íbúar Reykjanesbæj-
ar. Því skipti miklu máli að hafa sem
best samband þarna á milli. Segist
hann líta á það sem skyldu sína sem
bæjarstjóri í stærsta sveitarfélaginu
á Suðurnesjum að koma á og rækta
góðu sambandi við þá menn sem
stjórna Varnarliðinu á hverjum tíma.
Í þetta fari að vísu töluverður tími
því mennirnir dvelji yfirleitt ekki hér
á landi nema í tvö ár hver.
Í síðustu viku var skrifað undir yf-
irlýsingu um vináttu og samstarf
Reykjanesbæjar og Varnarliðsins.
Segir Ellert að það hafi ekki síst ver-
ið gert til þess að nýir yfirmenn
hefðu á hverjum tíma eitthvað fast í
höndum um samstarf við næstu ná-
granna sína.
Þá segir Ellert að ekki megi
gleymast í þessari umræðu að fjöldi
hermanna og annars starfsfólks fari í
gegn um flotastöðina á hverju ári,
eða alls 200–250 þúsund manns frá
upphafi. Það skipti miklu máli fyrir
ferðaþjónustuna á Íslandi að þetta
fólk eigi góðar minningar frá landinu
og geti hugsað sér að koma aftur í
heimsókn eða hvetji fjölskyldu sína
og vini til að fara í heimsókn til Ís-
lands.
Ellert Eiríksson segir ekki eðlilegt að hann útnefni eftirmann sinn í forystusæti Sjálfstæðisflokksins
Verkefnum
sveitarfélaga
lýkur aldrei
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar, lýkur í vor sínu síðasta kjörtímabili.
Hann segir í samtali við Helga Bjarnason
að verkefnum á vegum sveitarfélaga ljúki
aldrei. Menn staðni um leið og þeir fari að
hugsa þannig.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Mannlíf er í blóma í Reykjanesbæ, eins og gróðurinn sem Ellert Eiríks-
son bæjarstjóri stendur hér hjá í nágrenni bæjarskrifstofanna.
Reykjanesbær