Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL verðmunur reyndist vera á bílaviðgerðum og varahlutum hjá bílaumboðum og sjálfstæðum verk- stæðum og varahlutasölum þegar verðið var kannað hjá fjórum bílaum- boðum og sex verkstæðum í byrjun vikunnar. Allt að 43% verðmunur reyndist á útseldum tíma á verkstæði og bílaumboði. Verðið reyndist hæst hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum 5.124 krónur en lægst, af þeim stöð- um sem haft var samband við, hjá Bílaverkstæði Ella 3.576 krónur. Þar bætist þó við tækjagjald, 90 krónur á klukkustund, ef það þarf að lyfta bíln- um, og hreinsigjald, 350 krónur, eftir að viðgerð lýkur. Hjá öðrum bifreiðaumboðum þar sem verð var kannað reyndist verðið mun hærra en hjá sjálfstæðum verk- stæðum og nam munurinn frá 28,4% til 43,3%. Verð á varahlutum var einnig kannað lauslega en slíkar kannanir eru erfiðleikum bundnar þar sem ekki er unnt að kanna gæði varahlut- anna og endingu. Þó komu fram vís- bendingar um að varahlutir séu mun ódýrari hjá óháðum varahlutasölum en hjá umboðunum. Dæmi um verð- mun eru bremsuklossar í Volksvagen Golf sem kosta 6.300 krónur í Heklu en 4.340 krónur hjá Bílanausti, og er munurinn um 45%. Bremsuklossar í Renault Clio kosta 5.179 krónur í Bif- reiðum og Landbúnaðarvélum, en fást á 2.430 krónur í Bílanausti og munar því um 113%. Dýr tækjabúnaður skilar betri árangri „Verðmunur á útseldri vinnu skýr- ist af nokkrum atriðum,“ segir Erna Gísladóttir, framkvæmdastjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla. „Hjá okk- ur er allt innifalið í þessum taxta, gjöld fyrir tækjanotkun, tölvunotkun og fleira. Einnig erum við með sér- stakan skóla fyrir okkar bifvéla- virkja, í samvinnu við Fræðslumið- stöð bílgreina, með það markmið að auka afköst, flýta bilanagreiningu og stytta viðgerðatíma. Við þurfum að standa undir kröfum framleiðenda um tækjabúnað, aðstöðu og þjálfun starfsfólks hér á landi og erlendis. Að lokum má nefna að við bjóðum upp á þá þjónustu að keyra menn til okkar og frá þegar komið er með bíl á verk- stæði okkar, hvort sem bíllinn er í ábyrgð eða ekki. Einnig hefur komið fyrir að við lánum bíl þó að bilunin falli ekki undir ábyrgð.“ Erna segir jafnframt að verðmun- ur á varahlutum megi skýra með svipuðum ástæðum. „Við seljum ein- ungis varahluti frá framleiðanda og þeir eru í mörgum tilfellum dýrari. Það verð endurspeglar gæði sem fel- ur í sér meiri endingu, stöðugleika í framleiðslu og það besta sem völ er á hverju sinni. Einnig þurfum við að eiga á lager alla varahluti, ekki bara þá sem seljast mest, sem kostar líka sitt.“ Fast verð fyrir viðgerðir Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis, segir ekki auðvelt að bera saman útseldan tíma hjá verkstæð- um bifreiðaumboðanna og hjá sjálf- stæðum verkstæðum. Hann nefnir sem dæmi að mikið sé unnið eftir föstum verðum fyrir ákveðnar við- gerðir á verkstæði Ræsis. „Almennt séð erum við fljótari að gera við en minni verkstæði sem þurfa oft að senda menn út eftir varahlutum, eða leita sér upplýsinga um vandamálið vegna þess að þeir eru ekki jafnsér- hæfðir. Einnig kemur þar til sérhæf- ing bifvélavirkja, við sendum okkar bifvélavirkja mikið á námskeið er- lendis sem tryggir að þeir ættu að þekkja bílana betur sem gerir þeim kleift að greina bilanir og gera við á minni tíma. Þess vegna segir verð á útselda klukkustund ekki allt.“ Einnig nefnir Hallgrímur að bif- reiðaumboðin þurfa að geta boðið upp á allar tegundir viðgerða fyrir þá bíla sem þau eru með umboð fyrir. Þau geta ekki hafnað viðgerðum eins og minni verkstæði gera ef þau ráða ekki við þær. „Litlu verkstæðin eru oft að sérhæfa sig í minni viðgerðum og taka til dæmis sjaldan að sér gír- kassaviðgerðir eða vélaviðgerðir, þess vegna geta þau boðið lægra verð.“ Spurður um verðmun á varahlut- um segir Hallgrímur: „Ég get ekki svarað því nema með því að bera saman þá varahluti sem um er að ræða. Gæðin á hlutunum eru ekki endilega sambærileg, né heldur ábyrgð seljanda á þeim.“ Mismunandi kostnaður Verðmunurinn stafar fyrst og fremst af mismunandi kostnaði verk- stæða að sögn Jóns Trausta Ólafs- sonar, forstöðumanns þjónustudeild- ar Heklu. „Kostnaður okkar hækkar meðal annars vegna þeirrar fræðslu og námskeiða sem bifvélavirkjarnir okkar sækja, hérlendis og erlendis. Önnur skýring er fólgin í miklum tækjabúnaður á verkstæði okkar þar sem framleiðandinn gerir kröfu um að verkstæðið geti tekið að sér flókn- ustu viðgerðir sem upp koma.“ Jón Trausti segir þessi atriði eiga að auka gæði viðgerðarinnar og stytta tíma á verkstæði. Jón Trausti nefnir einnig að hjá Heklu er boðið upp á þá þjónustu að keyra fólk og sækja þegar komið er með bíl í viðgerð. Þá eru oft lánaðir bílar á meðan á viðgerð stendur ef hún tekur lengri tíma en ætlað er eða ef bíleigandinn þarf nauðsynlega á bíl að halda. Verð á ákveðnum varahlutum er að sögn Jóns Trausta hærra í bif- reiðaumboðunum meðal annars vegna þess að þetta eru hlutir frá framleiðandanum og það þýði ákveð- in gæði. „Þó er ekki algilt að viður- kenndir varahlutir séu ávalt dýrari. Þarna þyrfti að skoða endingu hlut- arins miðað við varahlut frá öðrum framleiðanda. Til lengri tíma litið borgar sig að kaupa viðurkennda hlutinn.“ Þjálfun starfsfólks og dýr tækjabúnaður Emil Grímsson framkvæmdastjóri P. Samúelsson, sem er umboðsaðili Toyota á Íslandi, tekur í sama streng og forsvarsmenn annarra bifreiða- umboða. „Helsta skýringin er mikill kostnaður við þjálfun starfsfólks og mikill og dýr tækjakostur. Það er mikill kostnaður því samfara að sér- hæfa starfsfólk og senda það utan á námskeið og annað. Tækin eru þar að auki flókin og dýr, en nauðsynleg til að bilanagreina og gera við hvað sem upp kemur með bílana. Almenn verk- stæði geta yfirleitt ekki gert allt það sem við getum gert við auk þess sem það tekur þau oft lengri tíma að finna bilunina og gera við.“ Einnig bendir Emil á aðra þjónustu, boðið er upp á akstur þegar fólk kemur með bíla í viðgerð og í vissum tilvikum eru bílar lánaðir. Varahlutir almennt eru dýrari í umboðunum vegna þess að þeir eru keyptir af framleiðanda bílanna, seg- ir Emil. „Í okkar tilviki býður fram- leiðandinn þriggja ára ábyrgð á bíln- um en krefst þess á móti að þeirra vörur séu notaðar til að þeirra ábyrgð viðhaldist. Með því að kaupa varahlut frá réttum frameiðanda sparast einn- ig oft tími þar sem líkurnar á því að fá réttan hlut afgreiddan eru miklu meiri. Einnig passa aðrir varahlutir oft verr í bílana og því fer meiri tími í ísetningu.“ Emil bætir við að boðið sé upp á ódýrari varahluti hjá þeim fyrir eldri bíla. Í þeim flokki eru meðal annars notaðir hlutir sem framleið- andi hefur endurunnið. Morgunblaðið/Kristinn Erfitt reyndist að bera saman verð á varahlutum þar sem gæðin geta verið mismunandi. Allt að 43% verðmun- ur á útseldum tíma                                !  "#                      $% $ $% $ $% $ $% $ $% $ $% $ $% $ $% $ $% $ $% $ !  & '( # !) ! !!  * $+,( # -   !   !"!# !$ %  !# !"!#  & %!#  '(! ./!"!# .) Bílaviðgerðir eru sam- kvæmt könnun Morgun- blaðsins yfirleitt mun kostnaðarsamari hjá bílaumboðum en óháð- um verkstæðum Verðkönnun á bílaviðgerðum og varahlutum ÚTSALA á lambakjöti hefst í Nóatúnsverslunum í dag og er áformað að selja um 200 tonn en verið er að rýma fyrir nýju kjöti, að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar markaðsstjóra. Á útsölunni er kílóverð á læri 799 kr., á hrygg 899 kr, fram- partar sagaðir í poka seljast á 399 kr. og grillsneiðar úr snyrt- um framparti seljast á 599 kr. Kjötmeistarar Nóatúns munu skipta og sneiða niður læri og hrygg ef viðskiptavinir óska þess. Lamba- kjötsútsala í Nóatúni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.