Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 24
Hefja skal saft- og sultu-
gerð rétt eftir berjamó
Bláber innihalda B- og C-vítamín og einnig efni sem talin eru styrkja háræðar og bæta blóðrásina.
Afar mikilvægt er að mati
Ólafar, að hreinsa berin strax og
hefja sultu- og saftgerð rétt eftir
að komið er úr berjamó og gildir
það um allar tegundir berja.
Fersk krækiberjasaft er í sér-
stöku uppáhaldi hjá Ólöfu og
fylgir hér uppskrift að henni:
Krækiberjasaft
3 kg krækiber
5-7 dl vatn
500 g sykur í hvern lítra af safa
Berin eru þvegin og týnd og
síðan látin í pott með vatninu og
soðin við vægan hita í 5-10 mín
þar til þau springa. Því næst eru
Í BANDARÍKJUNUM eru aðal-
bláber og bláber gjarnan kölluð
huckleberry, og því hefði Stikils-
berja-Finnur, eða Hucleberry-
Finn úr sögu Mark Twain rétti-
lega átt að heita Aðalbláberja-
Finnur. Bláber innihalda B- og C-
vítamín og einnig efni sem talin
eru styrkja háræðar og bæta
blóðrásina, segir í bókinni Mat-
arást. Þurrkuð bláber hafa
löngum þótt góð við magakveisu
og segja sumar náttúrulækn-
ingabækur þau innihalda efni
sem séu góð fyrir sjónina sér-
staklega við náttblindu og þreytu
í augum.
„Aðalbláberin taka auðvitað
öllu fram að bragði og gæðum,“
segir Ólöf Ragnheiður Guðjóns-
dóttir, húsmóðir sem bjó lengst
af vestur á Ströndum. Ólöf tíndi
mikið af berjum og sultaði hér
áður fyrr en kveðst nú hætt að
standa í berjavinnslunni enda
komin yfir áttrætt. „Komnar eru
svo fínar græjur, alls konar sultu-
pottar og kvarnir en áður fyrr
var þetta svo mikið sull að eld-
húsið þurfti virkilega góða hrein-
gerningu á eftir. Núna fer ég
bara út í búð og kaupi sulturnar
enda hægt að fá afskaplega fínar
vörur í búðunum í dag.“
þau tekin upp og söxuð í berja-
eða kjötkvörn og sigtuð á grisju.
Safinn er mældur og látinn í pott-
inn aftur með sykrinum og látið
sjóða í 4-5 mín en froðan er veidd
af. Gott er að láta smá dropa af
vínsýru ca. 2 gr í hvern lítra til að
hressa upp á litinn.
Krækiberjahlaup
2 lítrar krækiberjasaft
2 bréf af hleypi
1,5 kg sykur
safi úr einni til tveimur sítrónum
Berin eru meðhöndluð á sama
hátt og í saftinni. Allt er sett í
pott og látið sjóða í eina til tvær
mínútur. Því næst sett í krukkur
sem er ekki mjög stór og lokað
strax.
Bláberjamauk
1 kg bláber
500-700 g sykur
hálf tsk. rautt metalín
Allt er soðið saman í eina
klukkustund og síðan sett í ílát.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kjúklingavængir steiktir 898 1.171 898 kg
Kjúklingur heill steiktur 699 799 699 kg
Kea rauðvínslegið lambalæri 899 1.223 899 kg
Nóatún hamborgarar m/brauði, 4 st. 299 499 499 kg
Argentínu kryddsmjör, 100 g 129 179 1.290 kg
Maarud snakk 250 g, papriku 250 340 1.000 kg
SAMKAUP
Gildir til 19. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Goða pylsur, 10 st. 599 798 798 kg
Goða steiktar kjötbollur 636 848 636 kg
Goða dönsk lifrakæfa 164 218 432 kg
Pringles, 200 g, 6 teg. 179 229 890 kg
Sunlolly, 620 ml, 5 teg. 159 234 256 ltr
BKI kaffi Extra, 400 g 249 279 623 kg
BKI kaffi Luxus, 500 g 299 369 598 kg
Fairy uppþvottalögur, 2 teg., 500 ml 189 219 378 ltr
SELECT-verslanir
Gildir til 29. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Maarud flögur, 100 g 149 193 1.490 kg
Mónu Rex súkkulaðikex 49 65 49 pk.
Nóa-kropp, 150 g 199 235 1.330 kg
Maltabitar, 200 g 229 290 1.150 kg
Mc Vites Homewheat kex, 300 g 179 210 600 kg
Snakkfiskur, ýsa og steinbítur, 70 g 199 245 2.840 kg
Blue dragon núðlur, 85 g 49 59 580 kg
Oetker pitsur, 330 g 369 440 1.120 kg
UPPGRIP-verslanir OLÍS
Ágúst tilboð nú kr áður kr. mælie.
Maarud Sprö Mix kartöfluflögur 315 415
Freyju draumur, 2 st. 149 210
Remi myntukex 129 160
Coca Cola 0,5 ltr og Freyju staur 169 210
Maryland kex, allar tegundir 109 130 871 kg
Hel
garTILBOÐINESSÓ-stöðvarnarGildir til 31. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Homeblest blátt, 200 g 139 155 700 kg
Doritos snakk, 200 g 239 280 1.200 kg
Doritos snakk, 50 gr 79 95 1.580 kg
Stjörnupopp, 90 g 105 125 1.170 kg
Stjörnu ostapopp, 100 g 110 130 1.100 kg
Pik-nik kartöflustrá, 113 g 209 249 1.850 kg
Góa Lindu buff 49 60
HAGKAUP
Gildir til 22. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Svínabógur 459 649 459 kg
Svínalæri 1/1 459 649 459 kg
Lærisneiðar í raspi 849 1.458 849 kg
Freschetta pítsa 399 457 1.050 kg
Gajol gulur, 3 saman 109 139 36 pk.
Chicken Tonight sósur 319 369 638 kg
Queen hvítlauksbrauð, 175 g 79 105 415 kg
Aviko „spicy tex mex“ bátar, 450 g 239 279 531 kg
NETTÓ
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Nettó grísalærisneiðar 699 979 699 kg
Nettó grísakótilettur 799 898 799 kg
Nettó grísakótilettur léttreyktar 1.099 1.449 1.099 kg
Nettó grísahakk 599 899 599 kg
Nettó grísagúllash 1.099 1.449 1.099 kg
Nettó grísasnitsel 1.099 1.499 1.099 kg
Ísfugl BBQ krydd hot wings 522 696 824 kg
Nettó ís vanillu/súkkulaði 3ltr 349 499 116 ltr
NÓATÚNSVERSLANIR
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Kjúklinga spare ribs 898 1.171 898 kg
„KRÆKIBERJASPRETTAN gæti
orðið mjög góð en fólk mun þurfa að
hafa fyrir því að finna bláberin
núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauks-
son, læknir og sérfræðingur í berja-
tínslu. Hann segir margt spila þar
inn í, m.a. hafi vorað snemma og
síðan komið hörkuhret um miðjan
maí sem hafði slæm áhrif á við-
kvæman gróður. Þá hafi lítill snjór
verið í vetur. „Til að bláberjaspretta
verði góð er mikilvægt að snjóalögin
haldist langt fram á vor svo þau fái
að liggja sem lengst í skjóli skafl-
anna. Það kann að vera ein ástæða
þess að gott er að leita berja í laut-
um.“
Sveinn Rúnar er bjartsýnni hvað
krækiberin varðar þar sem þau eru
harðgerðari, en telur þó að líklega
séu tvær vikur í að þau verði full-
þroskuð. „Nú skiptir hver vika máli
á lokakaflanum en ef veðrið helst
gott getur fólk farið að leita að góð-
um löndum hvað úr hverju.“
Það er algengur misskilningur, að
sögn Sveins Rúnars, að ef frost
mælist á einhverjum stað séu öll ber
á svæðinu ónýt, þau geti alveg verið
óskemmd í hlíðunum. „Berin þurfa
ekkert að skaðast þótt komnar séu
ein eða tvær frostnætur. Sumir
segja krækiberin jafnvel bragðast
enn betur eftir eina frostnótt.“
Uppáhaldsberjalönd Sveins eru í
Reykhólasveit en hann nefnir
Tröllaskaga af stöðunum fyrir norð-
an. „Fyrir austan er yndislegt að
tína hrútaber í Hallormsstaðaskógi
og á Austfjörðunum eru góð bláber
og krækiber, en þar hef ég sjálfur
mest tínt við Seyðisfjörð.“
Berjatíminn að hefjast um allt land
Útlit fyrir gott
krækiberjaár
Brátt munu ungir sem aldnir halda í berjaleit vopn-
aðir tínum, pokum og fötum. Spekingar segja berin
seint á ferðinni í ár en tíðarfar síðustu vikna sum-
arsins ræður miklu um hvort uppskeran verði góð.