Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 27
AUÐUGASTA konan í Hong Kong á
nú í lagalegum útistöðum við tengda-
föður sinn vegna eigna eiginmanns
hennar, sem er týndur. Saga þessi
hefur alla þá þætti sem prýða mega
góða Hollywood-kvikmynd: Kynlíf,
græðgi, fjárkúgun og morð.
Lagaleg vandræði Nínu Wang, yf-
irmanns fastaeignarisans Chinachem
Group, hófust í apríl 1990, þegar eig-
inmanni hennar, Teddy Wang, var
rænt. Þótt fjölskyldan greiddi 33
milljónir dollara í lausnargjald sást
Teddy aldrei aftur. Nokkrir meðlimir
gengisins sem rændi Teddy náðust og
báru að honum hafi verið haldið um
borð í litlum báti og svo verið hent út-
byrðis en lík hans hafi aldrei fundist.
Í mörg ár hefur faðir Teddys,
Wang Din-shin, reynt að fá dómstóla
til að lýsa son sinn látinn svo að hann
geti gert kröfu til dánarbúsins. Eig-
inkona viðskiptajöfursins hefur verið
jafnharðákveðin í því að maðurinn sé
á lífi og muni brátt snúa aftur til henn-
ar. Nína Wang er af tímaritinu Forb-
es talin 156. ríkasti maður heims.
Hæstiréttur í Hong Kong úrskurð-
aði fyrir tveimur árum að Teddy væri
lögformlega látinn, og deila faðir hans
og Nína um tvær meintar erfðaskrár.
Wang Din-shin segir að sonur hans
hafi árið 1968 gert erfðaskrá þar sem
hann hafi verið gerður að eina erfingj-
anum, og nú hefur Wang bætt því við
að þetta hafi gerst eftir að Nína hafi
framið hjúskaparbrot.
Wang gamli mætti fyrir réttinn
með ljósmyndir af Nínu og meintum
elskhuga hennar. Sagði gamli maður-
inn að einkaspæjari, sem Teddy hafi
ráðið, hefði tekið myndirnar. Nína
hefur ekki brugðist beinlínis við hjú-
skaparbrotsásökuninni. En hún reng-
ir fullyrðingar tengdaföður síns um
erfðaskrána. Segir Nína að maður
sinn hafi gert aðra erfðaskrá mánuði
áður en honum var rænt og sam-
kvæmt þeirri skrá hefði hann arfleitt
hana að öllum sínum peningum og
fasteignum. Sá sem vottaði undir-
skrift erfðaskrárinnar frá 1990 lést
fyrir tveim árum.
Málið tók undarlega stefnu í fyrra
þegar í ljós kom að Nína hafði orðið
fórnarlamb fjárkúgunartilrauna
tveggja lögfræðinga sinna, Thomp-
sons Mo og Aileys Yeungs, sem
reyndu að hafa út úr henni rúmar 1,2
milljónir dollara með því að þykjast
geta útvegað réttarskýrslu sem tæki
af allan vafa um lögmæti síðustu
erfðaskrár manns hennar. Mo og
Yeung voru dæmdir í þriggja ára
fangelsi.
Nú hafa báðir deiluaðilar fengið
fjölda rithandarsérfræðinga til að
skera úr um hvort erfðaskráin frá
1990 sé ekta. Nína hefur ekki viljað
láta neitt eftir sér hafa um málið, en
virðist ekki kippa sér upp við athygl-
ina sem það hefur vakið. Á teikni-
myndasöguhátíð í Hong Kong í síð-
asta mánuði kynnti hún útgáfu á
sögum um persónuna Nína-nína, sem
byggð er á ævi hennar sjálfrar. Nína-
nína mun fræða lesendur um það
hvernig „takast skal á við vandamál
og vera duglegur“, sagði Nína Wang
við fréttamenn.
„Hún lítur sjálf út eins og gömul
dúkka,“ sagði Amy Chan, 16 ára
nemi.
Rifist um mesta fast-
eignaveldi Hong Kong
Hong Kong. AP.
AP
Nina Wang heldur á Nína-nína-dúkku á teiknimyndasöguhátíðinni.
Draumur
kaffiunnenda!
Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum.
Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum.
SAECO er stærsti framleiðandi
expresso-kaffivéla á Ítalíu.
Expresso-
Cappuccino
kaffivélar
Verð frá kr.
14.915 stgr.