Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 29 SÍÐUSTU laugardagstónleikar sumarsins í Skálholti báru á borð ítölsk orgelverk frá snemm- barokktíma til rómantíkur. Fæst höf- undanöfn voru gamalkunn hér um slóðir og fyrir því vitaskuld sú aðal- ástæða að N-Evrópa, með n-þýzka orgelskólann í forgrunni, tók foryst- una í smíði orgelverka á seinni hluta 17. aldar, þar til sá franski tók við of- arlega á 19. öld. Að sama skapi er óviðbúið að finnist mörg dæmi um ofangreinda höfunda í hljómplötu- verzlunum landsins, og æ færri eftir því sem nöfnin eru yngri. Gafst því einstakt tækifæri til að hlýða á org- eltónlist sem annars ber sárasjaldan á fingurgóma á okkar breiddargráð- um. Því miður sáust mun færri tón- leikagestir á þessum seinni tónleik- um dagsins en á þeim fyrri, enda naut gregorssöngurinn augljóslega betri viðkynningar fyrir. Misstu því margir af fjölbreyttum og skemmti- legum tónleikum, sem rekið hefðu rækilega það slyðruorð af konungi hljóðfæra meðal fordómafyllstu jað- arhlustenda að öll orgeltónlist sé grafalvarleg. Sérkennilegur laufléttur og loft- kenndur blær var yfir mörgum eldri ítölsku verkunum. Fyrir utan aðdá- unarverða snertitækni organistans stafaði það eflaust af áhrifum frá sembalrithætti, auk þess sem fótspil- ið, allt fram að Valeri, var lítið sem ekkert notað; atriði sem bæði stuðla að gegnsærri heildaráferð og hröðu og stöðugu tempói. Eða hversu oft hafa menn ekki orðið vitni að því að orgelleikari líkt og hrekkur í lága drifið, þegar pedallinn kemur inn sem síðasta rödd? Efst á blaði prentaðrar dagskrár var verk eftir Frescobaldi (1583– 1643), „Tokkata IV per l’organo da sonarsi alla levatione“, og orðalagið ekki útskýrt frekar en að orgelleik- arinn hefði á síðustu stundu ákveðið að bæta öðru verki við eftir þennan frumkvöðul hljómborðstónsmíða, sem undirritaður frétti af tilviljun eftir á. Tónlistin var fremur líðandi en gædd töluverðu flúri og innskots- sprettum. Einþætt Tokkata Pasquin- is (1637–1710) var kaflaskipt að hætti margra endurreisnarverka, en í fjór- þættu Tokkötu Alessandros Scar- lattis (1660–1725) kenndi nýrri grasa og markvissari framvindu, sumpart fyrir tilverknað sekvenzunotkunar. Hress, heillandi og afburðalagræn tónlist, sem naut bæði lipurrar fingrafimi organistans og litríks raddavals hans. Ekki sízt í sjarmer- andi „alla giga“ kafla í 6/8 og lokafúg- unni, sem manni heyrðist vera af „fuga accompagnata“ gerð. Sembaláhrifin voru hér sem víðar auðfinnanleg, og hin fjórþætta Són- ata VII eftir Pescetti (1704–66) var beinlínis frumsamin fyrir það hljóð- færi, eins og heyrðist strax í létta og loftkennda I. þættinum (Allegro). Adagíóið blés dáfallegum angurvær- um trépípum, fúgan í Tempo giusto (III.) var nærri n-þýzk að pólýfón- ískum strangleika og registrun hins funkvika Allegro-lokaþáttar hugvits- söm í meira lagi. Með Valeri (1760– 1822) færðist tóntak hins suðræna al- þýðulags upp á pall með sól og sum- aryl í Siciliana og fúga. Síðari þátturinn var sá fyrsti á dagskrá fyr- ir fullútskrifaðan pedal, og fúgustefið nógu nálægt anda „alla Francese“ út- gáfu meginstefs Fúgulistar Bachs til að vekja grun um hvort það meist- araverk hafi virkilega getað verð jafn harðgleymt og grafið undir lok 18. aldar og af er látið. Rómantíska búffa-ópera Rossini- tímans birtist sprelllifandi í Offert- orio eftir Morandi (1777–1856) þegar kankvís leikhúsmars í þrískiptum takti spígsporaði um ímyndaðan fjalakött eftir stutt en gustmikið for- spil. Fisléttustu strengir dagsins voru þó slegnir í lokaverkinu, Con- certino eftir Moretti (1791–1863), sem leiddi öllu frekar hugann að sirk- ustrúðum, glymjandi hringekjum og hvæsandi lírukössum en hátimbr- uðum hljómleikasölum, enda fengu jafnvel andöktugustu hlustendur ekki varizt brosi. Giancarlo Parodi dró ekkert af sér frekar en í meðferð hinna gullrenndari höfunda framar á prógramminu, heldur lék af funheitri snerpu og innlifun. Þrátt fyrir ein- staka smáörður opinberaði þjál túlk- un hans hér sem fyrr smitandi spila- gleði og hagvana tilfinningu fyrir formi og stíl. Að ekki sé talað um hreint makalausa ratvísi í raddvali á við galdur slungins orkestrara, er laðaði fram litadýrð sem fáa óraði fyrir að fyndist í ekki stærra orgeli. Suðrænir orgellitirTÓNLISTS k á l h o l t s k i r k j a Ítölsk orgelverk eftir Frescobaldi, Pasquini, A. Scarlatti, Pescetti, Va- leri, Morandi og Moretti. Giancarlo Parodi, orgel. Laugardaginn 11. ágúst kl. 17. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÓLAFUR Jónsson staðarhaldari að Lónkoti í Skagafirði heldur fyrirlest- ur um myndlist Sölva Helgasonar í Veitingahúsinu Sölva-bar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Ólafur fjallar um myndgerð Sölva og styðst við myndir hans, sem eru alltaf til sýnis á veggjum veitingahússins. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um myndlist STEINUNN Þórarinsdóttir mynd- höggvari opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti á morg- un föstudag, kl. 17. Verkin á sýning- unni eru öll nýleg, unnin á síðustu misserum. Að sögn Steinunnar er inntak sýn- ingarinnar óður til frelsisins. „Í verk- unum er að finna ákveðnar hugmynd- ir um þörf mannsins til að fljúga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Samspil manns og náttúru og sam- runi þessara tveggja þátta er einnig áberandi á sýningunni. Verkin eru þó fyrst og fremst til að njóta og upplifa á eigin forsendum. Þau eru unnin úr áli, járni og gifsi og um er að ræða bæði lágmyndir og frístandandi högg- myndir á gólfi,“ segir Steinunn. Verk Steinunnar er að finna á söfn- um bæði hér heima og erlendis en hún hefur starfað að myndlist í rúma tvo áratugi og sýnt víða um heim á und- anförnum árum. Á næstunni verða settar upp höggmyndir eftir Stein- unni í nýjum höggmyndagörðum í Bandaríkjunum. Annar þeirra er í Kaliforníu og hinn í Texas. Garðarnir eru báðir í eigu kunns listaverkasafn- ara og opnir almenningi. Sýningin stendur til 30. september. Óður til frels- isins hjá Sævari ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.