Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 35
sjá hversu augljós tilraun til útúr- snúninga það er hjá Halldóri að reyna að tengja þessi orð úr mín- um munni við niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar, en Halldór talar reyndar ýmist um Samkeppnis- stofnun eða Skipulagsstofnun í grein sinni. 3. Næst stekkur Halldór áratug aftur í tímann og sakarefnið er tillaga til þingsályktunar um langtímaáætl- un í vegagerð frá vordögum 1991. Þar, fullyrðir Halldór, „var ekki gert ráð fyrir að bæta samgöngur milli Norður- og Austurlands það sem eftir lifði aldarinnar“. Þetta er hreinn og klár þvættingur eða ósannindi því Halldór hlýtur að vita betur. Bæði í langtímaáætlun og vegaáætlun vorið 1991 (sjá þingskjöl 408 og 398 á 113. löggjaf- arþingi og tilheyrandi nefndarálit) er gert ráð fyrir miklum fram- kvæmdum sem tengja Norður- og Austurland. Uppbygging vegar frá sýslumörkum á Biskupshálsi og niður á Hérað ásamt nýrri brú á Jökulsá á Dal, uppbygging vegar að vestan um Fljótsheiði, Mývatns- heiði og austur á Mývatnsöræfi og síðast en ekki síst öll tengingin með ströndinni frá Húsavík um Norður-Þingeyjarsýslu til Vopna- fjarðar eru inni á tólf ára tímabili nefndrar tillögu að langtímaáætlun (sjá þingskjal 961, 113. löggjafar- þing). Það sem á vantaði sam- kvæmt tillögunni að ljúka að fullu báðum leiðunum sem tengja Norð- ur- og Austurland með ströndinni og yfir öræfin rúmaðist einfaldlega ekki innan fjárhagsrammans. Að lesa út úr slíku andstöðu við, eða áhugaleysi á, viðkomandi fram- kvæmdum er einfaldlega ómerki- legt. Eða er t.d. Sturla Böðvarsson andvígur þeim mörgu verkefnum sem hann, sökum takmarkaðra fjármuna, kemur ekki inn í tillögur sínar nú um stundir? Það fer illa á því að Halldór Blöndal, sem skar niður fyrirhug- aðar framkvæmdir á Norðaustur- vegi og gekk sem ráðherra fram fyrir skjöldu í að svíkja Austfirð- inga um að halda sínu sæti í fram- kvæmdaröð jarðganga í beinu framhaldi af Vestfjörðum, reyni nú að gera hlut annarra stjórnmála- manna tortryggilegan í þessum efnum. 4. Halldór Blöndal étur upp hræðslu- áróður um að úrskurður Skipu- lagsstofnunar jafngildi engum virkjunum norðan Vatnajökuls. Þessu hefur stofnunin þegar vísað frá sem fjarstæðu enda eingöngu felldur úrskurður um þennan til- tekna virkjunarkost. Halldór reyn- ir því miður eins og fleiri að gera úrskurð Skipulagsstofnunar tor- tryggilegan og notar til þess þau ummæli mín að úrskurðurinn hafi verið afdráttarlausari eða meira af- gerandi en ég átti von á. „Eykur (það) satt að segja ekki traust manna á réttmæti hans“ (úrskurð- arins) segir hann. Ofangreindir og aðrir ryðbrandar Halldórs Blöndals bíta lítt þegar til málefnalegra skoðanaskipta um um- hverfisvernd og stóriðju- og virkjana- mál kemur. Mín vegna má Halldór Blöndal halda áfram að gengisfella sjálfan sig með skrifum af þessu tagi. Slíkt er miklu mun skaðlegra honum sjálfum en þeim sem hann ætlar sér af einhverjum hvötum að koma sér- staklega höggi á. Höf. er formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, þingmað- ur Norðurlandskjördæmis eystra og fyrrv. samgönguráðherra. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.