Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 43 ✝ Júlíana HákoníaMaría Ólafsdóttir fæddist í Innri- Lambadal í Dýrafirði 4. mars 1918. Hún lést á dvalarheim- ilinu Kumbaravogi 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Málfinn- ur Magnússon, f. 22.8. 1880, d. 21.12. 1939 og kona hans Ingibjörg Jónatans- dóttir, f. 1.1. 1877, d. 5.8. 1959. Systkini hennar voru Hólm- fríður, f. 21.11. 1911, d. 1.7. 1928, Jónatan, f. 11.5. 1913, d. 21.11. 1929, og Þórður, f. 8.7. 1914, d. 19.1. 1968. Júlíana giftist hinn 21. ágúst 1949 Kristjáni Sigurði Jóns- syni, f. 28.7. 1904, d. 10.4. 1984. Foreldrar hans voru Jón Friðrik Arason, f. 22.6. 1880, d. 5.3. 1963, og kona hans Ingibjörg Kristjáns- dóttir, f. 21.5. 1880, d. 13.10. 1952. Júlíana og Sigurður eignuðust tvær dætur, sú eldri fæddist 23. desember 1948 og lést óskírð sama dag. Sú yngri er Ingibjörg Ólöf, framhaldsskólakennari á Selfossi, f. 16.12. 1953, Maður hennar er Sig- mar Þór Hannesson verslunarmað- ur, f. 11.10. 1951. Börn þeirra eru: eyri, f. 11.11. 1942, í sambúð með Ólöfu Björnsdóttur, f. 30.12. 1946, og eiga þau þrjá syni: Björn Ævar Sigurbergsson, f. 25.7. 1967, í sam- búð með Aðalheiði Sigtryggsdóttur og eiga þau tvö börn, Friðrik Þór Birgisson, f. 8.6. 1972, og Valdimar Birgisson, f. 10.4. 1981. Júlíana ólst upp í Innri-Lamba- dal til fimm ára aldurs en fluttist þá til Þingeyrar til móðursystur sinn- ar Gróu Jónatansdóttur, f. 23.7. 1875, d. 26.3. 1962, og dvaldist hjá henni til fullorðinsára. Júlíana gekk í barnaskóla á Þingeyri og var auk þess einn vetur við nám í Héraðsskólanum á Núpi. Haustið 1944 flutti hún til Patreksfjarðar ásamt móður sinni, sem þá var orð- in ekkja, og tók að sér ráðskonu- stöðu hjá Sigurði sem seinna varð eiginmaður hennar. Hann hafði þá nýlega misst fyrri konu sína. Eftir að börnin voru vaxin upp vann hún við ýmis fiskvinnslustörf á Patreks- firði. Árið 1989 fluttist hún til Þing- eyrar og dvaldi þar á Sjúkraskýl- inu til ársins 1995, þá flutti hún suður á land þar sem hún dvaldi upp frá því á elli- og dvalarheim- ilinu Kumbaravogi á Stokkseyri þar sem hún lést. Útför Júlíönu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Júlíana Gústafsdóttir kennari, f. 10.9. 1974, Ellert Smári Krist- bergsson nemi, f. 22.3. 1982, Hannes Heiðar Sigmarsson, f. 14.10. 1987, og Lilja Sigrún Sigmarsdóttir f. 7.7. 1990. Börn Sigurðar með fyrri konu sinni Guðrúnu Sveinu Maríu Lárusdóttur, f. 21.9. 1908, d. 23.2. 1944, eru: 1) Hilmar, verk- fræðingur í Reykjavík, f. 7.3. 1936, kvæntur Ragnhildi Steinbach, f. 11.2. 1939, og eiga þau þrjú börn: Soffía, f. 17.7. 1961, gift Jóni Stein- grímssyni og eiga þau þrjú börn; Sveinn, f. 4.11. 1964, í sambúð með Helen Símonardóttur og eiga þau einn son; og Sigurður Kjartan, f. 1.9. 1976, í sambúð með Helgu Árnadóttur. 2) Guðbjörg, f. 10.11. 1938, gift Kristni G. Jóhannssyni, listmálara og f.v. skólastjóra, f. 21.12. 1936 og eiga þau þrjú börn: Sigurður, f. 24.11. 1963, kvæntur Sigríði Bjarkadóttur og eiga þau tvö börn; Brynhildur, f. 1.12. 1965, gift Jóhanni Gunnarssyni og eiga þau tvær dætur; og Gunnar, f. 14.3. 1967, í sambúð með Dorothee Damm. 3) Birgir, sjómaður á Akur- Elsku amma mín er dáin. Það er erfitt að kveðja einhvern sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns. Ég veit ekki hver fyrsta minningin um hana er því alveg frá því ég var unga- barn hefur hún verið til staðar fyrir mig. Ég flutti frá Patreksfirði þegar ég var fjögurra ára gömul en var allt- af reglulegur gestur þar, alveg til tólf ára aldurs. Í öllum fríum vorum við á Patró. Oft flaug ég ein vestur svo mamma hefði næði til að klára prófin í háskólanum. Þá voru amma og afi alltaf mætt út á flugvöll til að taka á móti mér. Það var alltaf jafn- gaman að koma til þeirra. Eitt það fyrsta sem afi þurfti auðvitað að hafa orð á var að ég væri að detta í sundur og þau þyrftu nú að gefa mér eitt- hvað almennilegt að borða svo að ég dæi ekki úr hor. Amma lét heldur ekki á sér standa með máltíðirnar en þær voru fimm á hverjum degi og auðvitað var fiskur alla daga nema sunnudaga. Maður var nú ekkert alltaf glaður þegar maður sá ömmu koma út á tröppur og kalla á mann í mat. Þetta var nú fullmikið af því góða, gat maður ekki fengið að vera í friði og leika sér, en auðvitað hlýddi maður bara, skóflaði í sig matnum og var svo rokinn út aftur. Þetta voru dagar fullir af sólskini, leikir úti og barbie og mömmó inni og úti og amma og afi klettarnir sem stóðu stöðugir og héldu heiminum og lífinu í öruggum skorðum. Amma var mikið fyrir útiveru og eru þær óteljandi gönguferðirnar sem við höfum farið saman. Amma var svo góð og skemmtileg og hún átti það til að gera ýmislegt sem sló í gegn hjá nöfnunni hennar. Einu sinni fórum við í fjallgöngu og á leið- inni upp að fjallinu fórum við fram hjá sjoppu sem ömmu þótti alveg til- valið að koma við í og kaupa fullan poka af töggum, en hún hafði áður sagt mér að uppáhaldsnammið henn- ar væru karamellur og ekki voru þær síður vinsælar hjá mér. Við klif- um svo fjallið og þegar við vorum komnar alveg upp á topp settumst við og hámuðum í okkur karamell- urnar. Svona átti hún til að koma manni á óvart, því yfirleitt fékk mað- ur ekki mikið sælgæti og henni var mikið í mun að maður borðaði hollan mat. Ég man líka eftir því einu sinni þegar ég var sex ára, þá langaði mig þessi lifandis ósköp í bleikan sam- festing sem var alveg eins og vin- kona mín átti. Ég man að ég hafði orð á þessu við ömmu en passaði mig þó á því að vera ekkert að suða því að ég vildi ekki gera neitt sem gat verið ömmu til ama, en það næsta sem ég vissi var að amma fór út í búð og keypti samfestinginn. Svona var amma. Hjá ömmu fékk ég alla þá um- hyggju sem barn þarf og meira til, hún nærði bæði líkama og sál, en hún gaf mér líka annað og meira og það verð ég henni ævinlega þakklát fyrir. Hún gaf mér trúna og bænina og nærveru Guðs í líf mitt. Á hverju kvöldi og alla morgna báðum við saman. Það var notalegt að krjúpa saman við stóra rauða stólinn og finna nærveru Guðs á hverjum morgni. Ég spurði hana líka mikið um Guð og sannleikann og hún svar- aði samviskusamlega. Amma var trúuð og góð kona sem lét sig varða þá sem áttu um sárt að binda. Hún hugsaði um gamlar ekkjur og fór í sendiferðir út í búð fyrir þá sem áttu erfitt með það. Síðustu árin hefur amma þurft að lifa með hvert heilsufarsáfallið á fæt- ur öðru. Hún fékk tvisvar heilablóð- fall sem tók sinn toll, hún beinbrotn- aði og sjóninni hrakaði. Síðustu sex árin bjó hún hér fyrir sunnan, á Stokkseyri þannig að auðveldara var fyrir okkur að heimsækja hana og það var gott að hún var svona nálægt okkur. Hún var meðvitundarlaus í nokkra daga áður en hún dó en ég man að í næstsíðustu heimsókn minni til hennar, sem var aðeins ör- fáum dögum áður en hún varð alger- lega meðvitundarlaus, gat ég enn fengið hana til að hlæja að vitleys- unni í mér. Það var gott að sjá að hún hafði ekki tapað húmornum þótt máttfarin væri. Elsku amma, ég elska þig svo mik- ið og söknuðurinn er stundum óbærilegur, en það huggar mig að vita að nú líður þér vel, þú ert hjá Jesú og ég á eftir að hitta þig þar. Þú varst besta amma sem nokkur getur hugsað sér, þú varst einn af klett- unum í lífi mínu en þú skildir eftir þann klett sem aldrei haggast, Jesú Krist. Takk fyrir allt. Þín dótturdóttir, Júlíana. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, þetta vers verður okkar hinsta kveðja til þín, sem nú loksins hefur fengið hvíldina og ert laus undan öllum veikindum og þján- ingum. Við eigum eftir að sakna þín en vitum að þú ert komin þangað sem þér líður eflaust miklu betur. Við viljum þakka þér fyrir alla elsku þína til okkar og allar samverustund- irnar sem við áttum með þér og þá sérstaklega um hver einustu jól. Þótt þú værir oft mjög veik þá fundum við að þér þótti vænt um okkur og vildir okkur allt hið besta. Þú vildir gleðj- ast með okkur á hátíðarstundum þótt mátturinn væri oft af skornum skammti. Það má segja að þú hafir neytt síðustu kraftanna til að koma í fermingarveisluna hans Hannesar í vor. Fyrir allt þetta viljum við þakka þér og biðjum góðan Guð að vaka yf- ir þér og taka vel á móti þér. Smári, Hannes og Lilja Sigrún. JÚLÍANA HÁKONÍA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR Safnaðarstarf Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl. 12-12:30. Pálína Árnadóttir, fiðla og Árni Arinbjarnarson, orgel. Háteigskirkja: Foreldramorgunn kl. 10:00. Taizé-messa kl. 21:00. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkom- inn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:00. Fyrsta kyrrðar- stund á nýju starfsári. Sr. Bjarni Karlsson þjónar. Gunnar Gunnars- son leikur á orgel kirkjunnar kl. 12- 12:10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimili. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. Landakirkja Vestamannaeyjum Fimmtudagur 16. ágúst: Kl. 14:30. Helgistund á Heilbrigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja Það hafa verið marg- ar víkur, vogar og flóar og auk þess tröllaukin fjöll milli okkar um langa tíð. Það er meðal annars af þeim orsökum að ég komst ekki til að fylgja þér síðasta spölinn, frá fallega húsinu þínu nýja, efst í túninu. Við förum niður hjá gamla bænum sem þú bjóst lengi í, lengra og áfram þar til kemur að sjálfu musterinu, Viðvíkurkirkju. Þeirri einu kirkju sem þú hefur farið hönd- um um og haldið við svo vel að betra verður ekki á kosið. Í þessum helgi- dómi varst þú kvaddur hinstu OTTÓ GEIR ÞORVALDSSON ✝ Ottó Geir Þor-valdsson, bóndi í Víðimýrarseli og Viðvík í Skagafirði, fæddist á Sauðár- króki 18. febrúar 1922. Hann lést 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Viðvíkurkirkju 11. ágúst. kveðju. Samferða- mennirnir hafa margs að minnast, svo sem gott viðmót, gleði á hverju sem gekk, dug- legur maður til allra verka. Það var sama hvort var bíll eða hest- ur, allt var eins og glúpnaði við handtök þinna mjúku handa. Umgengnin við fólk var arfur þinn frá Skagfirð- ingum, upphaflega kominn frá kennimönn- um þeim sem gerðu Hóla í Hjaltadal að einu mesta frægðarsetri þessa lands. Biskupar og prestar mótuðu Skaga- fjörð svo vel að þess gætir enn og mun gera lengi áfram. Nú er öllum þyngslum og mótlæti lokið, þú ert kominn til elskulegrar konu þinnar Erlu. Hún tók á móti þér við brúarendann. Kannski hefur þú verið ríðandi á honum Blika, það færi vel á því að hann bæri þig síð- asta spottann. Hafi það verið um nóttu þarftu samt engu að kvíða. Brúin upplýsir himin og jörð með því gulli sem í hana er lagt. Þá er komið að endalokum, ég sé þig líða frá brúnni með konu þína á hægri hönd og hestinn á þá vinstri. Inn í eilífðina þar sem ekkert grandar þér og þið fáið að vera aftur saman. Við endum þetta fátæklega grein- arkorn á hlaðinu í Viðvík. Sjóndeild- arhringurinn hefur ekki breyst frá því fyrir hart nær þrjátíu árum þeg- ar Ottó keypti jörðina. Lágsléttan breiðir sig til norðaust- urs, í nærsýn höfum við stórbýlið Sleitustaði, næst inni fjöll er Helj- ardalsheiði, þar sem unghross Skag- firðinga eiga góða sumardvöl. Í suð- ur er menntasetrið og hinn gamli biskupsstóll þar sem Skagfirðingar hafa í gegnum tíðina sótt sinn and- lega mátt. Þótt Víkurfjall skyggi á mesta undirlendi Skagafjarðar erum við samt í Skagafirði. Í vestri er þétt- byggðin Sauðárkrókur, byggður rétt upp að Stólnum. Allt þetta hafði Ottó fyrir augum daglega í um 30 ár. Það er svo skrítið að þetta er ekki hans heima, aðeins stopp á langri leið. Heima er ekki fyrr en hann finnur Erlu sína og þau leiðast út í alheims- djúpið. Sigurgeir Magnússon. KIRKJUSTARF 9%   ! %    %   3F<5 */*)<  +) %:A "7&%  !   +     : ..*  $4)4%  !"" -  && -   &&   .! "  B.  $4  !"" (&" *3. && 6  && )4%6$4 &!""      4 * "  %     %    / 5 =?< =AN= +) >!&"'98  :77 !   5 % !   ( ) '& ">- ! !"" A0"A0"&& (&"'  *>- ! !"" >  &&($ " && >- ! !""  '-A:- &   4      4 *                                     !  !! "  #$%  !! "  "& ' ! !! " "" ! (" !! "   "#$%  !! " )* !"  !! " * +,+-  !! ".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.