Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hreinskiptinn og gef-
ur þig allan í þau verkefni
sem þú tekur að þér.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Láttu ekki ýmsa smámuni
vefjast svo fyrir þér að þú
getir ekki sinnt því sem máli
skiptir. Láttu aðra um þau
verk sem þú þarft ekki að
sinna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farðu þér hægt í að velja nýj-
ar leiðir því það er í mörg
horn að líta og engin ástæða
til breytinga breytinganna
vegna. Skoðaðu málin því
vandlega.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Öðrum kann að virðast erfitt
að fylgja þér eftir og finnst þú
segja eitt í dag og annað á
morgun. Hafðu þetta í huga
og taktu mark á réttlátri
gagnrýni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þig langar til að brjótast út úr
viðjum vanans. Láttu það eft-
ir þér því að vilji er allt sem
þarf til þess að stefna í rétta
átt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gerðu þér far um að gleðja
aðra og láttu það eftir þér
hvað svo sem einhverjir
kunna að hafa um það að
segja því sjálfan þig gleður
þú mest.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Betur sjá augu en auga svo
vertu bara þakklátur þegar
samstarfsmenn þínir vilja
rétta þér hjálparhönd. Sinntu
þínum nánustu af alúð.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér er margt til lista lagt og
nú er rétti tíminn til þess að
velja það sem þig langar til
þess að einbeita þér að í fram-
tíðinni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er nauðsynlegt að eiga
einhvern til þess að deila með
gleði og sorg því það er eng-
um hollt að byrgja allt inni.
Lærðu því að treysta öðrum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er stundum erfiðara að
standa á sannfæringu sinni
en láta berast með straumn-
um en þegar upp er staðið
hefur sá einn hreinan skjöld
sem er trúr sjálfum sér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagdraumar geta verið
skemmtilegir en best er þó að
sinna sínu í raunveruleikan-
um og uppskera þar árangur
erfiðis síns. Vertu sjálfum þér
samkvæmur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er margur leyndardóm-
urinn sem manninn langar til
að finna. Mundu bara að sönn
leit beinist inn á við að manns
innri manni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er óþarfi að taka alla
hluti svo bókstaflega sem
heimurinn sé einhuga á móti
þér. Líttu á björtu hliðarnar
og þá sérðu að margt er í
góðu lagi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
Með morgunkaffinu
LJÓÐABROT
Eignað Önundi tréfót
Hef’k lönd ok flet frænda
flýit, en hitt er nýjast:
kröpp eru kaup, ef hreppik
Kaldbak, en ek læt akra.
TERENCE Reese (1913–94)
og tengdasonur hans Jeremy
Flint (1928–90) sátu oft
löngum stundum saman við
spilaborðið, ýmist sem spila-
félagar eða andstæðingar.
Reese minnist Flints í grein í
Bridge Today skömmu áður
en hann lést og rifjaði þá upp
þetta spil úr rúbertubrids:
Norður
♠ Á9
♥ Á6
♦ D5
♣ ÁD10632
Vestur Austur
♠ 10852 ♠ KDG74
♥ D3 ♥ 872
♦ 983 ♦ ÁKG64
♣ G975 ♣ --
Suður
♠ 63
♥ KG10954
♦ 1072
♣ K4
Reese getur ekki sagna, en
segir að Flint hafi á endanum
keypt samninginn í fimm
hjörtum dobluðum í suður
eftir harða sagnbaráttu.
Reese var sjálfur með spil
norðurs.
Útspilið var tígull og aust-
ur tók þar tvo slagi á gosann
og ásinn, en skipti síðan yfir í
spaðakóng. Flint drap með
ás, tók hjartaás og spilaði
hjarta að KG. Austur fylgdi
með tveimur smáspilum og
eftir skamma umhugsun
stakk Flint upp kóng og felldi
drottninguna fyrir aftan. Þar
með var spilið unnið.
Reese færði bókhaldið og
þakkaði Flint fyrir „góða
ágiskun“. Svipurinn á Flint
benti til að hann væri ekki
sáttur við þá athugasemd og
Reese sá að eitthvað annað
en ágiskun lá að baki tromp-
íferðinni. Auðvitað. Ef austur
hefði byrjað með Dxx í
trompi hefði hann örugglega
spilað tígli í þriðja slag og lát-
ið blindan trompa með sex-
unni.
„Þetta er augljóst þegar
maður hugsar út það,“ segir
Reese í greininni, „en fáir
spilarar hafa þó hæfileika til
að sjá svona hluti við borðið“.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
80 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
17. ágúst, verður áttræður
Guðmundur Árnason, fyrr-
verandi forstjóri, til heim-
ilis að hjúkrunarheimilinu
Eir. Þeim sem vilja fagna
þessum tímamótum með
honum er boðið að þiggja
kaffi milli kl. 16 og 18 á
morgun, föstudaginn 17.
ágúst, að hjúkrunarheim-
ilinu Eir, Grafarvogi.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
17. ágúst, verður fimmtug
Kristbjörg Magnadóttir,
Hlíðargötu 11, Akureyri.
Kristbjörg og eiginmaður
hennar, Magnús Th. Bene-
diktsson, taka á móti þeim
sem vilja gleðjast með af-
mælisbarninu á heimili
þeirra, Hlíðargötu 11, föstu-
daginn 17. ágúst frá kl. 19.
STAÐAN kom upp á fyrsta
laugardagsmótinu í júlí sem
haldið var í Búdapest. Ni-
colai Vesterbaek Pedersen
(2.382) hafði svart gegn Eric
Cooke (2.237) 40. ...Dxb5!
Með þessu vinnur svartur
mann og varð eftirleikurinn
því auðveldur: 41. Hxb5
Hc1+ 42. Kh2 Rf1+ 43. Kg1
Rg3+ 44. Kh2 Rxh5 45.
Hxd5 Rhf4 46. Hd7 Re6 47.
Be3 Hc7 48. Hd2 Re5 49.
Ha2 Rc4 50. Ba7
g6 51. Re3 Rxe3
52. Bxe3 f6 53. g3
Kf7 54. Kg2 Bc5
55. Bxc5 Rxc5 56.
Hd2 f5 57. Hb2
Re4 og hvítur
gafst upp saddur
lífdaga. Fjórða
mótið í helgar-
skákmótasyrpu
Skáksambands
Íslands verður
haldið í Blöndu-
virkjun 18.–19.
ágúst. Lands-
virkjun styrkir
mótið myndarlega
og af stórhug. Fríar rútu-
ferðir verða frá Akureyri og
Reykjavík til Blöndu. Fæði
og húsnæði verður eins og
best verður kosið. Áhuga-
samir hafi samband við
skrifstofu Skáksambands
Íslands.
Svartur á leik.
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
SKÁK
FRÉTTIR
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 24. mars sl. í Lága-
fellskirkju af sr. Pálma
Matthíassyni, Svanhildur
Jónsdóttir og Tómas Örn
Jónsson. Heimili þeirra er í
Mosfellsbæ.
Nína ljósmyndastofa.
70 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 16.
ágúst er sjötugur Þorsteinn
Jónsson frá Melum á Kópa-
skeri, nú búsettur í Hrafna-
gilsstræti 31, Akureyri.
Þorsteinn stundaði útgerð
frá Kópaskeri og starfaði
síðar hjá Kaupfélagi Þingey-
inga á Húsavík sem deildar-
stjóri olíusöludeildar. Þor-
steinn og sambýliskona
hans Ásta Hannesdóttir
verða að heiman á afmælis-
daginn.
Hér er listi yfir gjafir sem þú getur komið mér á óvart
með.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
FYRIRTÆKIÐ Gastec opnar
verslun á Bíldshöfða 14 í
Reykjavík í dag. Í versluninni
verða á boðstólum þekkt vöru-
merki til notkunar í málmiðn-
aði. Má þar nefna logsuðu og
logsuðuvörur frá AGA og
Harris ásamt rafsuðu og skurð-
búnaði frá Miller, Hobart og
Mackay. Frá sama tíma mun
Gastec annast sölu á öðrum
búnaði sem Ísaga hf. hefur
hingað til séð um til annarra
iðnaðarnota og einnig búnað
tengdan fiskeldi.
Ný verslun í
málmiðnaði
VILHJÁLMUR Hjálmarsson, fyrr-
verandi menntamálaráðherra, opnar
sýninguna „Hreindýr á Austurlandi“
að Skriðuklaustri á morgun, föstu-
dag. Rakin er saga hreindýra, fjallað
um lifnaðarhætti þeirra og líffræði,
sýndir gamlir og nýir munir úr
hreindýrshorni og fatnaður úr hrein-
dýraskinni. Einnig er til sýningar
kvikmynd Edvards Sigurgeirssonar,
Á hreindýraslóðum.
Sýningin stendur til 9. september
og er opin alla daga kl. 11–17 til 26.
ágúst en eftir það á laugardögum og
sunnudögum á sama tíma.
Hreindýra-
sýning á
Skriðuklaustri
Útsala!
Glæsilegar yfirhafnir
Opið laugardag frá kl. 10—15
Mörkinni 6, sími 588 5518,
opið laugardaga kl. 10-15.
Útsala!
Glæsilegar yfirhafnir
Opið laugardag frá kl. 10 - 15
HAUSTVÖRUR Í
FLASH
Peysur 20% afsláttur
Ný sending -
ótrúlegt úrval
Bolir 990
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Útsalan í
fullum gangi
Suðurlandsbraut 52 Bláu húsin við Faxafen sími 568 3919
Smáskór