Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 60

Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LANDSLIÐ Íslands og Póllands í knattspyrnu öttu kappi í gær. Far- arstjóri pólska liðsins er Jan Krzysztof Bielecki en hann var for- sætisráðherra Póllands um nokk- urra mánaða skeið árið 1991. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann og spurði hvers vegna svo háttsettur maður gegndi hlutverki fararstjóra. „Ég er ekki hérna vegna þess að ég neyðist til þess heldur af því að ég hef raunverulegan áhuga á fót- bolta. Stjórnmálamenn nú á dögum keppast við að sýna hve mikinn áhuga þeir hafi á knattspyrnu, en það er breyting frá því sem áður var,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. „Bilið milli stjórn- málamanna og almennra borgara breikkar stöðugt og grípa margir stjórnmálamenn til þess ráðs að þykjast hafa áhuga á knattspyrnu til að senda fólki skilaboðin: „Ég er einn af ykkur.“ Þeir hafa aftur á móti ekki raunverulegan áhuga á íþróttinni.“ Sagan af því hvernig Bielecki tók knattspyrnuveikina er áhugaverð. „Þegar við Lech Walesa, ásamt fleirum, stofnuðum Samstöðu- hreyfinguna á níunda áratugnum var okkur bannað að hittast og halda fundi. Við gripum því til þess ráðs að stofna fótboltaklúbb til að við gætum hist og talað saman.“ Þessir pólitísku fótboltaleikir gátu verið nokkuð skondnir, að sögn Bielecki. „Ég man eftir einum vin- áttuleik sem við spiluðum, en Wal- esa stóð þá í markinu. Áhorfenda- bekkirnir voru fullir og voru flestir, ef ekki allir, áhorfendurnir öryggis- og leynilögreglumenn, svo mikið eftirlit var haft með okkur.“ Þegar hér var komið voru Biel- ecki og blaðamaður komnir að hlið- inu inn á Laugardalsvöllinn og því ekki annað eftir en að inna hann eftir því hverju hann spáði um úr- slit leiksins. Forsætisráðherrann fyrrverandi andaði djúpt að sér og sagði svo: „Ég finn lykt af jafntefli. Ég held þó að við verðum að skora að minnsta kosti eitt mark þannig að ég spái því að leikurinn fari eitt– eitt.“ Reyndust það orð að sönnu. Knattspyrnan var virkjuð í þágu lýðræðis í Póllandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Krzysztof Bielecki ÁRNI Johnsen, fyrrverandi alþing- ismaður, hefur viðurkennt að níu reikningar, að fjárhæð 1.852 þúsund kr., sem greiddir voru af framlagi ríkisins til endurbóta á Þjóðleikhús- inu tilheyri honum persónulega. Endurgreiddi hann ríkisféhirði þessa upphæð sl. mánudag. Þetta kemur fram í greinargerð Ríkisend- urskoðunar vegna athugunar á op- inberum fjárreiðum Árna Johnsen, sem birt var í gær. Í skýrslunni kemur fram að ófull- nægjandi skýringar hafa fengist á 6 reikningum við athugun á fjárreið- um byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins og á einum reikningi við athugun á fjárreiðum vegna byggingar Þjóð- hildarkirkju og bæjar Eiríks rauða á Grænlandi. Upphæð þessara reikn- inga nemur um 1,3 milljónum kr. Hlutir í vörslu Árna sem greiddir voru af ríkinu „Þá hefur Árni staðfest að í hans vörslu séu nánar tilteknir hlutir sem greiddir voru af framlagi til endur- bóta að fjárhæð 217 þúsund krónur. Í vörslu opinberra aðila eru nánar tilteknir þrír hlutir sem reikningar bárust byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, sem tengjast fyrrverandi al- þingismanni en eru ekki greiddir, samtals að fjárhæð 464 þúsund krónur. Til viðbótar eru tveir reikn- ingar sem voru endurgreiddir að fjárhæð 318 þúsund krónur. Þessu til viðbótar hefur að mati stofnunar- innar ekki fengist skýring á sex reikningum að fjárhæð 650 þúsund krónur,“ segir í niðurstöðum Ríkis- endurskoðunar um fjárreiður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Þá kemur fram í athugun Ríkis- endurskoðunar á fjárreiðum vegna byggingar Þjóðhildarkirkju og bæj- ar Eiríks rauða á Grænlandi að Árni hafi staðfest að í vörslu hans væru þrír nánar tilgreindir hlutir eða bún- aður sem greiddir hefðu verið af byggingarnefnd vegna þessara framkvæmda, samtals að fjárhæð 471 þúsund kr. ,,Þessu til viðbótar hefur að mati stofnunarinnar ekki fengist fullnægjandi skýring á ein- um reikningi vegna vinnu við grjót- hleðslu að fjárhæð 645 þúsund krón- ur. Skýring hans [Árna Johnsen] á þessu er sú að ákvörðun hafi ekki enn verið tekin um það hvort koma eigi þessum hlutum fyrir í bygging- unum í Brattahlíð,“ segir í skýrsl- unni. Í greinargerð Ríkisendurskoðun- ar segir einnig að eftirlit Fram- kvæmdasýslu ríkisins með fram- kvæmdum og störfum byggingar- nefndar Þjóðleikhússins hafi verið algerlega ófullnægjandi. Stofnunin hafi aldrei gripið í taumana þrátt fyrir að ýmsar vísbendingar væru um að ekki væri staðið faglega að málum. Á sama hátt megi gagnrýna menntamálaráðuneytið fyrir að halda ekki vöku sinni nægjanlega því að það hafi oftar en einu sinni fengið ábendingar um að ekki væri nægilega faglega að verki staðið af hálfu nefndarinnar og umdeilanlegt væri hvort störf hennar væru í sam- ræmi við það umboð, sem hún hafi fengið. Fundur með ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra Ríkisendurskoðandi átti fund í gær með Boga Nilssyni ríkissak- sóknara og Jóni H. Snorrasyni, sak- sóknara hjá ríkislögreglustjóra, og afhenti greinargerðina ásamt gögn- um. Jón segir að þessar upplýsingar séu mikið innlegg í málið en hann kvaðst þó ekki geta svarað því hve- nær lögreglurannsókninni á meint- um auðgunarbrotum Árna Johnsen lyki. Framkvæmdasýsla og menntamálaráðuneyti gagnrýnd í skýrslu Ríkisendurskoðunar um opinberar fjárreiður Árna Johnsen Viðurkenndi að hafa látið ríkið greiða 9 reikninga Ófullnægjandi skýringar á 7 reikn- ingum fyrir um 1,3 milljónir króna  Greinargerð/10  Viðbrögð/30 VINKONURNAR Lovísa Rós, Sól- dís og Hafdís Óskarsdætur voru hýrar á brá er þær tóku upp rauðkálið sitt í skólagörðunum í Laugardalnum í Reykjavík í gær- morgun. Skólagarðarnir eru á átta stöð- um á höfuðborgarsvæðinu og er verið að taka upp afrakstur sum- arsins um þessar mundir. Garð- arnir eru iðulega vinsæl tóm- stundaiðja og læra krakkarnir margt um grænmeti og hvernig það skal ræktað. Koma þeir síðan oftar en ekki færandi hendi í heimahús með ferska uppskeru sumarsins. Morgunblaðið/Þorkell Uppskera í skóla- görðunum ÍSLENDINGAR eiga heimsmet í Cocoa Puffs-áti. Hver íbúi landsins neytir að meðaltali tveggja pakka á ári sem samsvarar um 1.160 grömm- um. Þorsteinn Gunnarsson, markaðs- stjóri Nathan og Olsen, segir ríka hefð og sterka markaðssetningu eiga mestan þátt í vinsældum þessa morgunkorns sem verið hefur á borðum landsmanna í 35 ár. Eigum heims- met í neyslu Cocoa Puffs  Íslendingar/23 ♦ ♦ ♦ FRÁ því Grafarvogssókn í Reykja- vík, stærsta sókn landsins, var stofnuð árið 1989 hefur sóknar- börnum í henni fjölgað um nærri 100 á mánuði. Þegar sóknin var stofnuð fyrir 12 árum voru um 4.000 í henni, en sóknarbörnin eru um 18.000 í dag. Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafar- vogi, segir að þetta sýni vel það sem hefur verið að gerast í bú- setuþróun á landinu. Öll fjölgun á landinu eigi sér stað á suðvest- urhorninu. Séra Vigfús segist ekki eiga von á að fólki fjölgi eins hratt í Graf- arvogssókn á næstu árum enda sé hverfið að verða fullbyggt. Á sínum tíma var tekin sú ákvörðun að skipta Grafarvogs- hverfi ekki upp í tvær sóknir. Hins vegar er starfandi kirkjusel í hverfinu. Þrír prestar starfa við sóknina. Íbúar í nýju hverfi í Grafarholti tilheyra Árbæjarsókn, en tekin hefur verið ákvörðun um að ný sókn taki til starfa árið 2003. Sóknarbörn- um fjölgaði um 100 á mánuði Grafarvogssókn  Vel sloppið/B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.