Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 4
vism Þriöjudagur 26. júni 1979. 4 snyrtivörur Madame Dolores Fredon, sérfrœðingur fró Roc i Paris leiðbeinir um val ó Roc-snyrtivörum i apótekinu kl. 2-5 ó morgun, miðvikudag. AthugiðlRoc-vörurnar eru hannaðar fyrir viðkvœma húð (ofnæmi). Nauðungaruppboð sem auglýst var i 5., 7. og 10. tbl. LögbirtingablaOs 1978 á Flugvél TF-STP, þingl. eign Sverris Þöroddssonar & Co h.f. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik viö eöa á flugvélinni viö Reykjavikurflugvöll fimmtudag 28. júni 1979 kl. 16.30. Borgarfögetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 86., 88. og 91. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á hluta í Hólmgaröi 41, talinni eign Guörúnar Helgadóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eign- inni sjálfri fimmtudag 28. júni 1979 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siöasta á Aöalbraut 2, v/Rauðavatn, talinni eign Ragnars Frimannssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 28. júni 1979 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Strandaseli 9, þingl. eign Ásdls- ar Magnúsdóttur fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag 28. júni 1979 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst varI78.,81. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaös- ins 1978 á eigninni Furulundur 8, Garöakaupstaö, þingl. eign Eggerts Eliassonar fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös, Garöakaupstaöar og Garðars Garöarssonar, hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 29. júni 1979 kl. 3.00 eh. Bæjarfógetinn IGaröakaupstaö Nauðungaruppboð sem auglýst var 15., 8. og 10. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979 á eigninni Breiövangi 12, 3. h. th., Hafnarfiröi, talin eign Jóhanns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Bjarna Asgeirssonar, hdl., og tJtvegsbanka islands, á eigninni sjálfri föstudaginn 29. júni 1979 kl. 2.00 eh Bæjarfógetinn I Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var i 5., 8. og 10. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979 á eigninni Hörgatún 19, Garöakaupstaö, þingl. eign Emeliu Asgeirsdóttur og Arnar Guömundssonar fer fram eftir kröfu Garöakaupstaöar og Sveins H. Valdimarsson- ar, hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 29. júni 1979 kl. 2.30 eh. Bæjarfógetinn I Garðakaupstaö Nauðungaruppboð sem auglýst var I 101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1978 á eigninni Hverfisgata 5, Hafnarfiröi, þingl. eign Sigurjóns Rikharössonar fer fram eftir kröfu Trygg- ingastofnunar rikisins, á eigninni sjálfri föstudaginn 29. júni 1979 kl. 1.30 eh. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi Norski læknirinn John Berglund sem starfar I flóttamannabúðum I Malaslu segir:,,Ég mun ekki ráö- leggja þaö aö senda þetta fólk til Noregs, m.a. vegna þess aö þar eru miklir kynþáttafordómar". Berg- lund er hér viö störf sln i Malasiu. Norðmenn taki ekki á móti flóttafólki - fjársluðnlngur eina raunhæla aðsloðin. seglr norskur læknlr sem slarfar I llóllamannabúðunum Um 250 þúsund flóttamenn frá Vietnam hafa farist, þegar bátar þeirra hafa sokkið. Um 150 þúsund hafa komist heilu og höldnu i land og búa nú i flóttamannabúðum i Malasiu, Thailandi, Hong Kong, Singapore og Indónesiu. Á hver jum degi koma kænur að landi við strönd Malasiu. Yfirvöld þar i landi hafa neitað að taka á móti fleira flóttafólki,og senda það út á haf á ný. Flóttafólkiö er flest af kin- verskum ættum og nú búa um 75 þúsund Kinverjar i búöum i Malasiu. A litilli eyju úti fyrir ströndinni eru flóttamenn um 40 þúsund talsins. Ein milljón til viðbótar Taliö er að flóttamanna- straumurinn frá Vietnam eigi eftir að aukast. Þar er enn um ein milljón Kinverja og liklegt er aö það fólk reyni að komast úr landi. Kinverjar I Vietnam, sem og i öðrum löndum Suö- austur-Asiu.stunda flestir versl- un eða eru i þjónustustörfum. Margir þeirra eru I góðum efn- um, enda hafa þeir greitt stórar fjárfúlgur fyrir farið úr landi. Bátafólkið verður oft fyrir árásum sjóræningja á Suður- Kinahafi. Þeir sitja fyrir þvi og ræna það öllum eigum sinum. 1 sumum tilfellum sökkva þeir bátunum þegar þeir hafa látið greipar sópa. Norskir læknar i Malasiu Nýlega var skýrt frá þvi i norskum blöðum aö tveir þar- lendir læknar væru viö störf i flóttamannabúðunum i Malasiu. Þeir heita Tore Nitter sem er frá Tromsö og John Berglund sem er frá Svelvik. Þeir hafa þann starfa að rannsaka heilsu- far flóttafólksins þegar það er komið i flóttamannabúðirnar. 1 búðunum þar sem læknarnir starfa var upprunalega gert ráð fyrir átta hundruð manns. Nú eru þar um tvö þúsund manns og talan hefur farið upp i þrjú þúsund. Flóttamennirnir hafast viö undir segldúk, þvi ekki er I önn- ur hús að venda. Flestir i þeim búðum sem norsku læknarnir starfa eru að biöa eftir að fá aö fara til Bandarikjanna. Sumir hafa beðiö i allt að fimm mánuði. Læknarnir segja að búðirnar minni helst á útrýmingarbúðir, hvaö aðbúnað snertir. Flótta- fólkið sé hins vegar ótrúlega vel á sig komið likamlega, þrátt fyrir þær raunir sem það hefur mátt ganga i gegn um. Ráðlegg ekki að senda flóttafólkið til Noregs John Berglund læknir sem starfar i flóttamannabúðunum i Malasíu er þeirrar skoðunar að Norðmenn eigi ekki að taka við flóttafólki frá Vietnam. ,,Ég mun ekki ráðleggja þaö aö senda þetta fólk til Noregs, vegna þess að þar eru miklir kynþáttafordómar m.a.”, sagði læknirinn i viðtali við norska blaðið Verdens Gang. Hann telur að flóttafólkið geti aldrei aðlagast lifnaðarháttum I Noregi. Loftslagið I þeirra heimalandi er svo frábrugðið þvi sem er I Noregi. Kinverjarn- ir verði örugglega fyrir miklu aökasti. Það sé erfitt að vera út- lendingur frá fjarlægu landi I Noregi. „Þaö sem við getum lagt af mörkum er fjárstuöningur til flóttafólksins. Þannig getum við orðiö best að liði. Með riflegum fjárstuöningi veitum við þessu fólki besta hjálp og hina einu raunhæfu”, sagði læknirinn sem starfar i flóttamannabúöunum. — KP ABBA ekki á vonarvöl Þeir eru ekki á vonarvöl meðlimir sænsku hljómsveitar- innar ABBA. Afrakstur hljómsveitarinnar á siðasta ári var um 4.2 milljarðar islenskra króna. Það er 360 milljónum meiri hagnaður en árið 1977. Hljómsveitarmeölimir eiga eignir og fyrirtæki sem metin eru á um 9.6 milljarða Islenskra króna. Mestur hluti tekna ABBA er af tónlist þeirra. Samt sem áður gáfu þau ekki út neina stóra plötu á siöasta ári. Einnig hafa þau fjárfest i ýmsum fyrirtækj- um, sem gefa mikiö i aðra hönd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.