Vísir - 26.06.1979, Síða 5

Vísir - 26.06.1979, Síða 5
vtsm Þriðjudagur 26. júni 1979. ;Umsjón: Katrtn Pálsddttir Olíukðngarnir í Gení - Hráolían fer upp í 20 doilara hver lunna Olíuútflutningsrtkin, OPEC funda nú I Genf i Sviss. A fund- inum verður tekin ákvörðun um nýtt oliuverð. Það mun verða nokkru hærra en það sem gilt hefur hingað til, eða um 20 doll- arar fyrir hverja tunnu. Talið er liklegt, að flest rikin samþykki þetta verð. Þau sem vilja fara hærra, eiga það á hættu að Saudi-Arabar og riki sem fylgja þeim auki fram- leiðslu sina og dragi þannig úr eftirspurninni. Yamani oliu- málaráðherra Saudi-Arabiu hefur látið hafa eftir sér, að vel komi til greina að auka fram- leiðsluna tii að draga úr svarta- markaðsbraskinu. Nú er verð hráolíunnar frá OPEC rikjunum 14.55 dollarar fyrir tunnuna. Hækkunin er þvi veruleg, ef nýja verðið verður samþykkt. Ef Iranir auka ekki fram- leiðslusi'na má búast við áfram- haldandi ringulgreið á oliu- mörkuðum. Nú framleiða Iranir aðeins um tvo þriðju af þeirri hráoh'u sem kom frá þeim á markaðinn fyrir byltinguna. Þvi má búast við að verðið verði mun hærra en OPEC rikin á- kveða nú. Olian er nú seld á um 20 dali, svo það er hið raunhæfa oliuverð. Búist er við að oliuverðið hækki allt að 30 prósentum frá nýja verðinu. Það hefur verið reyndin hingað til og varla verður vikið frá þeirri reglu. Jeremy Thorpe, ásamt konu sinni Marion og barnabörnum Ælluöu að sprengja Haig í loft upp - Hershöfðlnginn slapp naumlega Alexander Haig yfirmaður her- afla NATO slappnaumlega þegar sprengja sprakk nokkrum andar- tökum eftir að bfll hans keyrði yfir hana. Lifverðir sem voru i næsta bil á eftir særðust þegar sprengjan sprakk. Haig hershöfðingi var á leið frá vinnustað sinum Cadtean i Belgiu til heimilis sins i Hyon. A vegin- um við Oburg sprakk sprengjan og skildi eftir sig metra djúpa holu i veginn. Alexander Haig var eitt sinn starfsmannastjóri Hvita húsins Hann þykir liklegur frambjóð- andi i næstu forsetakosningum, sem fara fram á næsta ári. Somosa forseti hefur nú misst stuðning nágrannarikja og Bandarlkj- anna. Somosa einn a öati - BandaríKjamenn styöja ekki lengur við bakið Nú er ljóst að Bandarikjamenn styöja ekki lengur við bakið á Somosa forseta i Nicaragua. En það eru fleiri sem hafa sagt skilið við forsetann. Stjórnin i Braziliu hefur tilkynnt að hún hafi slitið stjórnmálasambandi við landið. Samskipti rikjanna hafa veriðgóð undanfarin ár og Brasi- lia veitt Nicaragua hernaðar- stuðning. a honum Bandarikin fóru fram á það fyrir skömmu, að stjórn Somosa færi frá og gæslusveitir kæmu til Nicaragua. Somosa hefur neitað að láta af völdum og her hans berst áfram við Sandinista. Skæruliðar hafa nú betur i' barátt- unni. Nágrannaríki Nicaragua hafa einnig slitið stjórnmálasambandi við landið t.d. Mexikó, Costa Rica, Panama og Equador. Andöfsmaöur ( hungurverkfalli Sovéski andófs- maðurinn Sergei Kova- lyov er nú 1 hungur- verkfalli. Kovalyov situr i þrælkunar- búðum i Síberiu. Hann hefur ekki fengið að taka á móti ætt- ingjum og vinum, né heldur fengiö afhentan neinn póst. Fanganum hefúr verið neitað um að lesaþaubréf sem honum hafa borist, siðan i febrúar sl. Arið 1975 var Kovalyov dæmdur i tiu ára þrælkunar- vinnu, fyrir andsovéska starf- semi. Alexander Haig lætur af embætti I lok þessarar viku. Thorpe hvíl ist á ítalíu Jeremy Thorpe og kona hans Marion eru nú á ttaliu þar sem þau hvilast eftir hin erfiðu réttar- höld, sem staðið hafa i um mán- aðartima. Thorpe var heldur þurr við blaðamenn þegar hann gekk út úr réttarsalnum og kviðdómur hafði sýknað hann af ákærum. Spurn- ingunum rigndi yfir Thorpe, en hannsagðistekki einu sinni segja þeim hvað hann ætlaði að borða i morgunmat, hvað þá heldur ann- að. Jeremy Thorpe fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins er núfimmtugur. Margir spá þvi að ferli hans sem stjórnmála- manns sé lokiö, en aðrir spá þvi, að hann vinni þingsæti sitt á nýj- an leik og komist i valdastööu. Thorpe var sagður hafa fyrir- skipað aö Norman Scott skyldi myrtur, en Scott hafði ásakað Thorpe um kynvillu. DC-10 ekki ( loftlð (bráð Forsvarsmenn McDonnell Douglas verksmiðjanna sem f ramleiða DC-10 þotur hafa f arið f ram á það að úrskurði bandarísku f lugmálastjórnarinnar verði hnekkt. Verksmiðjurnar hafa farið með mál sift fyrir dómstólana. DC-10 þotur hafa verið i flug- Réttarhöld i máli Douglas og banni frá þvi 2. júni. flugmálastjórnarinnar áttu að fara fram i gær, en var frestað þar til 2. júli, þar sem lögfræð- ingar, málsaðila þurftu meiri tima til að undirbúa mál sin. Það eru þvi ekki likur á að hinar 138 DC-10 þotur, sem skráðar eru i Bandarikjunum fari i loftið i bráö, nema eitthvað óvænt komi upp. Lax með sendi- tæki í maga Hafrannsóknastofnunin I Bergen rannsakar nú hegðun laxins frá þvi hann gengur úr ánum og þar til hann snýr aft-ur. Með þvi að setja litíl radió- senditæki I maga laxinser hægtað fylgjast með ferðum hans i sjónum þar tilhanngengur aftur i árnar. Sú vitneskja sem færst þannig er mjög mikilvæg þvi ekki er mikið vitað um hegðun lax og hvar hann heldur sig i sjónum. Flskveiðar (4 Púsund melra hæö Kinverjar hafa nú hafið fiski- rækt i vötnum á hásléttu Tíbet, sem er i' fjögur þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Vötnin eru á strjálbýlum svæö- um og þar hafa aldrei verið stundaðar veiðar að neinu marki áður. Hjarðmenn hafa einungis notfært sér þess búbót. Eftir nokkurárer gertráð fyrir að árleg veiði i vötnunum i Tibet nemi um tvö þúsund tonnum. A hásléttunni fer hitastigið oft á tiöum á vetrum niður i um 30 til 40 gráður svo ekki er hægt að veiöa i vötnunum nema fimm mánuði ársins. Góð feeilsa ep fjíiiía fevers BtaRHS I hverri töflu af I GRAPE eru næringarefni úr hálfum „grape“ ávexti. Erlendis hefur MINI GRAPE verið notað fyrir þá sem vilja megra sig. FAXAFEbb HF

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.