Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 26.06.1979, Blaðsíða 24
wism Þriðjudagur 26. júní 1979 síminner 86611 Spásvæfti Vefturstofu tslands eru þessi: 1. Kaxaflói. 2. Breiðafjörft- ur. 3. Vestfirftir. 4. Norftur- land. 3. Norftausturland. 6. Austfn-ftir. 7. Suftausturland. 8. Suftvesturland. veðurspá dagsins Um 250 km NA af Færeyjum er kyrrstæð 990 mb lægð, en smá hæðarhryggur á hafinu skammt V af fslandi. U, 400 km SA af Hvarfi er 1000 mb. lægð sem hreyfist hægt NA. Hiti breytist litið. SV-land til Vestfjarða og SV-mift til Breiftaf jarftarmifta: Hægviðri eða NA-gola ogbjart veður i dag. Þykknar upp i nótt með SA-golueða kalda og dálitilli rigningu i fyrramálið. Vestfjarftamift: SA og S-gola, skýjað i dag og litils- háttar rigning í nótt. N-land, NA-land, N-mift og NA-mift: Hægviðri og léttskýj- að til landsins, skýjað og þokubakkar á miðunum. Austfirftir og Austfjaröa- mift: N-gola og bjart veður til landsins enN-kaldi ogskúrir á djúpmiðum. SA-land og SA-mift: Hæg- viðri og skýjað að mestu aust- an til, en léttskýjað að mestu vestan til. Veðrið hér og par Veðrift kl. 6 I morgun: Akureyri, léttskýjað 4, Bergen, skúr 9, Helsinki, skúr 16, Kaupmannahöfn, rigning 13, O sló, léttskýjað 13, Reykjavlk, léttskýjað 5, Stokkhólmur, léttskýjað 16, Þórshöfn, skýjiað 6. Veftrift kl. 18 i gær: Aþena.léttskýjað 25, Berlín, skýjað 25, Chicago, skýjað 23, Fenevjar, heiðskirt 26, Frank- furt, skýjað 27, Nuk, léttskýj- að 8, London, léttskýjað 18, Luxemburg.léttskýjað 17, Las Palmas, skýjað 22, Mallorka, skýjað 26, Montreal, léttskýj- að 19, Paris, skýjað 19, Róm, heiðskirt 25, Malaga.alskýjað 26, Vln, skýjað 21, Winnipeg, skýjað 22. LOKISEGIR Vinnuveitendur lýstu hátift- lega yfir þeirri stefnu sinni fyrir skömmu, að semja alls ekki um grunnkaupshækkan- ir. En á örstuttum fundi I gær samþykktu þeir allt 1 einu 3% grunnkaupshækkun til 40-50 þúsund félagsmanna I Alþýftu- sambandinu. Þetta er aft verfta samkvæmur sjálfum sér. Reyna að velða hákarl á stöng I vopnafirði: EIHH H&KARL BEIT A EH SLEIT LÍHUHA „Þeir telja sig hafa misst þann stóra”, sagði Hermann Guðmundsson skólastjóri á Vopnafirði i samtali við Visi en á Vopnafirði eru nú staddir Þjóðverjar sem eru að reyna að veiða hákarl á stöng. Þeir ætla að reyna að veiða þyngsta fisk sem veiðst hefur á stöng I heiminum, eins og Visir hefur skýrt frá. Þyngsti fiskur- inn til þessa veiddist á stöng við Astraliu og var það hákarl sem vóg hvorki meira né minna en 1,2 tonn. ,,Það beit einn hákarl á hjá þeim en linan fór það hratt út að á hana kom bragð og hún slitn- aði”, sagði Hermann, en hann hefur verið túlkur fyrir Þjóð- verjana og séð um ýmsan undir- búning fyrir þá. Þjóðverjarnir eru 6 saman, 4 karlar og 2 konur og er önnur þeirra kafari. Þeir byrjuðu veiðarnar á fimmtudaginn i siö- ustu viku og hafa verið að á hverjum degi siðan. Ráðgert er að þeir verði við veiðarnar fram til 30. júni. Þeir leigðu sér 10 tonna bát á Vopnafirði og eru við veiðarnar um 6 milur út af Bjarnarey. Þjóðverjarnir eru á vegum þýsks útgáfufyrirtækis, Jahr- Verlag, sem gefur út 8 sport- timarit. Þeir hafa meðferðís’ vélar til kvikmyndatöku neðan- sjávar og er meiningin að mynda hákarlinn eftir að hann hefur bitið á/ef eitthvað veiðist. Þjóðverjarnir ætluðu að byrja þessar veiðar i april sl. en urðu frá að hverfa vegna veðurs og frestuðu þvi leiðangrinum. Hákarlinn á þessum slóðum er 1,2 til 1,5 tonn að þyngd og eru Þjóðverjarnir þvi vongóðir um að geta slegiö heimsmetið._KS Jóhann Jóhannesson „kemur 1 mark” með bofthlaupskeflið I morgun og lýkur þar meft Landshlaupinu. Visismynd: G.V.A. Skoðaði fornminiar og llskvlnnsluhús „Þaft hefur allt gengift samkvæmt áætlun og veörift hér eins og best gerist á sumrin heima,” sagði Birgir Möller forsetaritari i samtali vift VIsi I gær, en Birgir er fylgdarmaftur forsetahjónanna I heimsókn þeirra á Mön, ásamt eiginkonu sinni. Að sögn Birgis var fyrirhugað fylgdarlið hans væntanlega skoða að skoða fornminjar i gær. Það væri skipulögð dagskrá fyrir alla heimsóknina og eftir henni væri farið. 1 dag munu forsetinn og ýmsar verksmiðjur og fisk- vinnslustöðvar og siðdegis verður opnunarathöfn i þjóðgarðinum Tynwald i St. John. — JM Formleg gangsetnlng og hornstelnn lagður A þriftja hundraft manns verfta viftstaddir formlega gangsetningu járnblendiverksmiftjunnar aö Grundartanga ídag. Athöfnin fer fram I ofnhúsinu þar sem hornsteinn verftur iagftur og ræftur fluttar.' Gestir héldu flestir með Akra- borg til Akraness i morgun og þaðan með bilum að Grundar- tanga. Hópurinn telur um 130 manns þar á meðal Ölafur Jó- hannesson forsætisráðherra, Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra og Magnús H. Magnús- son félagsmálaráðherra.Frá Nor- egi koma um 30 gestir auk fulltrúa Norðmanna i stjórn Járn- blendifélagsins. Eftir athöfnina hefst aðal- fundur Járnblendifélagsins en þeir sem ekki taka þátt i honum munu skoða verksmiðjuna meðan á fundinum stendur. Siðdegis verður ekið til Þingvalla og þar snæddur kvöldverður. —SG Kærðir lyrir að ota byssu Þrir starfsmenn Rafmagns- veitna rikisins hafa kært fram- komu varnarliftsmanns til lög- reglunnar á KeflavikurflugveHi. Mennirnir voru við vinnu i Sorpeyðingarstöðinni á Suður- nesjum á sunnudag, þegar pall- bill með hermönnum á pallinum ók framhjá. Segja mennirnir að billinn hafi ekki verið stöðvaður, en einn varnarliðsmanna hafi otað byssu að Islendingunum og hrópað eitthvað, sem þeir heyrðu ekki hvað var. Samkvæmt upplýsingum full- trúa lögreglustjóra,er mál þetta i rannsókn. Landshiaupi FRÍ lokið á Laugardalsvelli: „Sannar aö ísiendlngar geta verið samtaka” „Þetta einstæfta hlaup sannar okkur þaft, að tslendingar geta verift samtaka”, sagfti örn Eifts- son formaður Fr jálsiþrótta- sambands íslands i morgun eftir að hafa tekift vift boðhlaupskefl- inu sem notaft hefur verift i Landshlaupi FRt. Það var I ótrúlega góðu veðri sem hlaupinu lauk á Laugardals- velli.nákvæmlega á réttum tima, kl. 8.20 i morgun en það hófst 17. júni'. ÓlafurÞ. Unnsteinsson hljóp inn á völlinn við fagnaðarlæti talsverðs fjölda áhorfenda, en lét siðan boðhlaupskeflið i hendur Jóhanns Jóhannessonar sem tók siðasta sprettinn og lokaði þar með hringnum. Talsvert á 5. þúsund manns tóku þátt i hlaup- inu, 2500 km löngu, i misjöfnu veðri. örn Eiðsson afhentí að siðustu Þór Magnússyni þjóðminjaverði keflið en það verður varðveitt á Þjóðminjasafninu héðan i frá. — IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.